Morgunblaðið - 18.04.1979, Page 39

Morgunblaðið - 18.04.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1979 47 Mesta rán í sögu Kanada Ottawa — 17. apríl — AP MESTA rán í sögu Kanada var framið á páskadag er þrír vopn- aðir menn ruddust inn í aðalpóst- Portisch er efstur Montreal. 17. apríl, AP. UNGVERJINN Laos Portisch hélt áfram forystu sinni á skákmótinu í Montreal, er hann gerði jafntefli við heims- meistarann, Anatoly Karpov, í sautján leikjum í fimmtu um- ferð mótsins. Portisch hefur nú fjóra vinninga. í öðru og þriðja sæti eru Karpov og Tal, fyrrverandi heimsmeistari, með þrjá og hálfan vinning. Karpov gerði jafntefli við Danann Larsen á mánudag í biðskák en Tal sigr- aði hins vegar Larsen í fimmtu umferð. í fjórða sæti er Vest- ur-Þjóðverjinn Hubner, með þrjá vinninga eftir að hafa sigrað Lubomir Kavalek frá Bandaríkjunum. Af öðrum úr- slitum má nefna að Ljubomir Ljubojevic og Jan Timman gerðu jafntefli og sömuleiðis Spassky og Hort. Sjötta umferð mótsins er ráðgerð á miðviku- dag. 45 skólaböm létu lífið Benavente — 11. apríl — Reuter GRÁTANDI foreldrar stóðu hóp- um saman á bökkum Orbigo-ár- innar á Norður-Spáni þar sem froskmenn leituðu líka 45 skóla- barna eftir að langferðabifreið hafði hrapað niður af brú og lá á 10 metra dýpi í straumiðu. Auk þess létu þrír kennarar og bílstjór- inn lífið, en níu börn komust lífs af úr slysinu. Svo virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á bifreiðinni, en börnin voru á aldrinum 11 til 14 ára. vj 1 Akureyri 7 skýjað Amsterdam 14 skýjað Abena 18 lóttskýjaö Barcelona 23 skýjað Berlín 8 skýjað BrUssel 13 rigning Chicago 13 lóttskýjað Frankfurt 13 skýjað Genf 15 skýjað Helsinki 2 lóttskýjað Jerúsalem 28 lóttskýjað Jóhannesarb. 23 sólskin Kaupmannah. 10 skýjað Lissabon 20 sólskín London 15 skýjað Los Angeles 20 lóttskýjað Madríd 20 lóttskýjað Malaga 25 lóttakýjað Mallorca 18 skýjað Miamí 27 skýjað Moakva -4 skýjað New York vantar skýjaö Ósló 6 lóttskýjaö París 14 skýjað Rio De Janeiro 7 vantar Reykjavík 8 úrk. • grennd Rómaborg 17 rigning Stokkhólmur 6 skýjað Tel Aviv 33 lóttskýjað Tókýó 17 sólskín Vancouver 9 rfgning Vínarborg 12 skýjað húsið í Ottawa og komust yfir tékka og verðmæta mynt að and- virði um sex milljónir dala. Það þykir lán f óláni að ræningjunum sást yfir gull og gersemar, sem voru innan seilingar, en þau verðmæti eru talin allt að tíu sinnum meira virði en ráns- fengurinn. Þegar ránið átti sér stað var einungis einn varðmaður í bygg- ingunni og var hann óvopnaður. Er sú tilhögun talin hafa verið á vitorði margra, en ræningjarnir komust inn í bygginguna með því að brjóta glerhurð. Þeir skáru síðan bUrt lás, sem varnaði þeim inngöngu í ábyrgðadeild pósthúss- ins, sem er á þriðju hæð hússins, og sátu síðan í makindum í tvo tíma við að rista sundur póstpoka og velja sér það, sem þeim þótti eigulegt. Ránsfengurinn komst fyrir í fimm pokum, sem talið er að séu innan við 200 kíló að þyngd. Ránið fór fram á páskadags- morgun, en það var ekki fyrr en að mörgum stundum liðnum, að ljóst varð hvað gerzt hafði. Þá áttu að fara fram vaktaskipti. Listaselur læknaður af glákumeini Moskvu, 17. apríl AP. SKURÐLÆKNAR í Odessa við Svartahaf komu fyrir linsu í auga sýningarsels úr fjölleika- húsi fyrir nokkru en selurinn hafði verið að missa sjónina sökum gláku. Aðgerðin gekk vel fyrir sig og segir fréttastofan Tass, að dýrið hafi orðið svo fegið lækningunni að það hafi leikið nokkur listabrögð fyrir læknana að henni lokinni. Sama fréttastofa skýrði nýlega frá meiriháttar tannviðgerðum á vatnahesti í Sovétríkjunum. Trúarerjur á Indlandi Nýju Delhi — 17. apríl — AP AÐ minnsta kosti 23 létu lífið í trúmálaerjum á nokkrum stöðum á Indlandi fyrir helgi. í borginni Jamshedpur í austurhluta landsins, áttust við Hindúar og Múslimar, og eftir íkveikjur, sprengingar og handalögmál, sem stóðu í tvo daga, lágu 16 í valnum og yfir 140 manns voru særðir. Varð lögreglan að fá til liðs við sig hermenn til að skakka leikinn. I Norður-Indlandi féllu sjö manns, þar af þrír lögreglumenn, þegar til skotbardaga kom milli lögreglu og sértrúarmanna úr Nihang Sikh-flokknum í Faridkot. Svarti mars játar ábyrgð Brussel, 17. apríl. Reuter. Palestínuskæruliðarnir tveir, er handtcknir voru í gær eftir djarfa árás á farþega ísraelskrar flugvélar á Brussel-flugvelli í gær, hafa sagt frá því að þeir tilheyri samtökum, er nefna sig „Svarta mars“. Búist er við að þeir verði formlega ákærðir fyrir tilraun til morðs síðar (vikunni. Skæurliðarnir voru handteknir eftir að þeir hentu sprengju inn í biðsal, er farþegar frá Tel Aviv gengu frá borði á flugvellinum. Tólf manns særðust í sprenging- unni og voru það allt Belgar. Taleghani Bazargan Fréttaskýring Ófriðarbálið œsist Svo virðist sem íran stefni hrað- byri að enn meiri átökum og erfiöleikum en fyrr og nýjar sprengingar hafa orðið milli pólitískra arma í landinu. Ástandið batnar ekki við það að hin veika stjórn Bazargans ræöur ekki neitt viö neitt og vaxandi atvinnuleysi í landinu er orðið meiri háttar vandamál. Þaö var um miöjan janúar sem Mohammed Reza keisari hélt úr landi og nokkrum vikum síðar var byltingunni lokiö að dómi Khomeinis. Bakhtiar varð forsætisráðherra og sætti feiknalegu ámæli, ekki aðeins af hálfu Khomeinis og stuön- ingsmanna hans heldur einnig úr röðum flokks síns, Þjóðfylk- ingarinnar. Hann gafst svo upp við að reyna að stýra landinu og augljóst var að hann réö ekki við aö setja niður hinn alvarlega ágreining sem var með öllum hinum stríðandi. Þá horfðu allir vonaraugum á Khomeini og þótti sem allur vandi myndi leysast og deilur hverfa sem dögg fyrir sólu ef klerkur birtist. Nú tveimur mánuðum eftir heim- komu Khomeinis hefur aldrei verið jafn ófriövænlegt. Ekki þarf að fara mörgum orðum um aftökurnar sem hafa vakiö viöbjóð manna vítt um lönd. Byltingarsveitir Khomeinis, eins konar stormsveitir, geys- ast um og láta ekki aö annarri stjórn en sinni eigin. Bazargan forsætisráðherra sem veruleg- ar vonir voru bundnar við þegar Khomeini skipaöi hann í það starf er eftir öllum sólar- merkjum að dæma valdalaus og hefur upp á síðkastið hvað eftir annaö orðið að láta opin- berlega í minni pokann og sveigja undan, m.a. í sambandi við aftökur ýmissa áhrifa- manna, svo sem Hoveida fyrr- verandi forsætisráðherra. Bazargan gekk svo langt að segja í sjónvarpsviðtali viö Bild Zeitung nú um helgina að þessar „aftökur væru nauösyn- legar. Þetta er á valdi dómstól- anna og við eigum ekki að vera með nefiö niöri í þeim.“ Þetta fær auövitað ekki staðist þar sem allt hnígur nú að því að þessi réttarhöld séu aðeins sýndarmennska og sakþorn- ingar hafa litla sem enga vörn fengið við „réttarhöldin“ sem auk heldur hafa verið lokuð og oftast leynileg. En nú hefur enn oröiö þróun í þessu eins og í upphafi gat um, þar sem tveir áhrifamenn er áöur hafa veriö á bandi Khomeinis, þeir Sanjabi utan- ríkisráöherra og Teleghani Tveir merkir for- ystumenn hafa sagt skilið við Khomeini klerkur, hafa sagt skiliö viö Khomeini. Dr. Karim Sanjabi var meöal þeirra sem hafði hæst í reiði sinni í garö Bakhtiars þegar hann tók við stjórn landsins aö ósk keisara. Sanjabi hafði verið talinn enn meiri haukur en Bakhtiar og þegar hann varð utanríkisráö- herra, hefur áreiðanlega fáa órað fyrir því að svo stutt yrði í vinslitin. Sanjabi er virtur stjórnmálamaöur og meðan keisarinn var viö völd sat hann margsinnis í fangelsi vegna andstööu sinnar viö þaö harö- ræði sem honum fannst keis- arastjórnin beita þjóðina. Sanjabi er menntaður maður á Vesturlöndum, en eindreginn þjóöernissinni og einlægur trú- maður á islamska vísu að flestra dómi. En hann fær ekki lengur unað viö það ástand sem ríkir. Hann telur að sér hafi margsinnis verið freklega misboðið með því að hvers kyns ákvaröanir hafi verið teknar varðandi utanríkismál án þess svo mikið sem að bera það undir hann. Þar á meðal er nefnt að honum hafi mislíkaö mjög er Yassir Arafat kom í heimsókn til írans við mikið tilstand af hálfu Khomeinis og gaf þá erkiklerkur út eindregn- ari stuöningsyfirlýsingar við PLO en Sanjabi getur til dæmis sætt sig viö. Sanjabi haföi áður reynt að segja af sér en Bazar- gan neitaði þá að taka afsagn- arbeiöni hans til greina og mun hafa reynt aö hafa uppi mót- mæli einnig nú en Sanjabi er einarður maður og mun stað- ráöinn í því að taka ekki lengur þátt í þessum grátlega leik. Ekki er það minna áfall þótt af öðrum toga sé að erkiklerkur- inn Taleghani kvað upp úr með það nú um helgina að hann segöi endanlega skilið við Khomeini, og væri hættur allri samvinnu viö hann. Taleghani sem er hófsamur maður og mjög vinsæll hefur verið ásamt Khomeini áhrifamestur ayatollah þar í landi. Taleghani hefur upp á síökastiö nokkuð látið bera á því að hann væri langt frá dús við allt sem Khomeini léti viögangast í sínu nafni og trúarinnar en upp úr sauð þegar tveir synir hans og tengdadóttir voru handtekin í sl. viku, barin til óbóta og fangelsuð. Síðan hefur verið beðizt afsökunar og talað um mistök og misskilning en Teleghani hafði þá fengið nóg af stjórnleysinu og grimmdinni og þeirri fullkomnu ringulreið sem einkennir allt mannlíf í íran. Taleghani hafði alla tíð barizt- gegn keisaranum og haföi hann eins og Sanjabi oft veriö fangelsaður, og sýndi mikið hugrekki í viöskiptum sínum við leyniþjónustuna SAVAK. Einu sinni varð hann að horfa á fulltrúa leynilögreglunnar pynda dóttur sína. Þegar lýöum varð Ijóst í Teheran að ayatollann væri farinn kom til óeiröa og þær færast sjálf- sagt enn í aukana á næstunni og sem stendur er fjarri því að nokkuð gefi vísbendingu um aö betri tíö sé í vændum í íran. h.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.