Morgunblaðið - 18.04.1979, Side 40

Morgunblaðið - 18.04.1979, Side 40
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Skíðað á páskum. Ljósm. Snorri Snorrason Múlafoss og Hofsjökull: 312 flöskur af áf engi f undust Ennfremur fundust 62 lengjur af vindlingum, skinka og talstöð TOLLGÆZLAN fann í gær um borð í Múlafossi 188 flöskur af rússnesku vodka, um 40% og 55 kg af skinku. Eigendur varningsins reyndust vera tveir vélstjórar á skipinu og var hann falinn í tilbúnu hólfi í vélarrúmi skipsins. Einnig fundust í skipinu 19 lengjur af vindlingum. Skammt er nú stórra högga á milli. því að á miðvikudag fyrir páska fann tollgæzlan um borð í Hofsjökli 124 flöskur af vínanda og var hluti góssins 95% spíritus, annað vodka. Eigendur þess smyglgóss voru smyrjari og háseti. Samkvæmt upplýsingum toll- gæzlunnar mun verðmæti smygl- góssins úr Múlafossi vera miðað við útsöluverð tæplega 2 milljónir króna. Erfiðara er að meta verð- mæti þess, sem fannst í Hofsjökli, þar sem áfengi af þeirri styrk- leikagráðu er ekki selt í útsölum Fyrsti viðkomustaður Hofs- jökuls, er hann kom til landsins, voru Vestmannaeyjar. Við leit þar -'undust 30 lengjur af vindlingum og 5 flöskur af áfengi. Vetrarvertíð lýkur 1. maí á Suður- og Vesturlandi: ATVR, en spírinn var í hálfslítra- flöskum. Einnig fundust í Hofs- jökli 13 lengjur af vindlingum og ein 40 rása talstöð. Var varningur- inn falinn í vélarrúmi skipsins. „Eins og að fá rýtings- PT'Ff stungu í bakið á okkur” harna var smyglgóssið falið um horð í Múlafossi. Tollvörðurinn er með höndina niðri í felustaðn- — Ljósm.: Kristján um. — segir formaður Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. maí næstkomandi verði öll leyfi til veiða með þorskanet afturkölluð á svæðinu frá Eystrahorni vestur um land og norður að Horni. Aftur- köllun leyfanna tekur til allra báta, sem veiðar stunda á þessu svæði án tillits til þess hvaðan þeir eru gerðir út. Er talið að þessar takmarkanir hafi í för með sér 10—15 þúsund tonna samdrátt í veiðunum, en mun meira hefur borizt á land á vertíðinni en ráð hafði verið gert fyrir. Alls hafa 453 bátar leyfi til þorskveiða hér við land í vetur, 95 þeirra frá stöðum á Suðurlandi og 179 á Vesturlandi. Þessar frekari takmarkanir á þorskveiðum hafa vakið mikinn úlfaþyt í verstöðvum á þessu svæði og þá einkum á Suðurnesjum og Snæfellsnesi. Dagbjartur Einárs- son formaður Utvegsmannafélags Suðurnesja líkti þessari ákvörðun við „rýtingsstungu í bakið á okk- Utvegsmannafélags Sudurnesja ur“. „Við hefðum haldið áfram að bjarga okkur þrátt fyrir lélega fyrirgreiðslu hins opinbera, ef við hefðum bara fengið að hafa fisk- inn áfram, en nú er búið að taka hann líka,“ sagði Dagbjartur. Utgerðarmenn, skipstjórar, sjó- menn og fiskverkendur í Vest- mannaeyjum héldu fund um takmarkanir á þorskveiðum á mánudag. I ályktun fundarins segir svo: „Fundurinn leyfir sér að mótmæla því að stöðva netaveiði 1. maí næstkomandi og sér lítinn tilgang í því að beina flotanum á þorskveiðar með öðrum veiðarfær- um en netum, svo sem botnvörpu." Samúel Ólafsson sveitarstjóri á Hellissandi sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessum aðgerðum væri stefnt beinustu leið í atvinnuleysi. „Þessar aðgerðir eru alltof harkalegar og virðast teknar án þess að rriiðað sé við atvinnuuppbyggingu á hinum ýmsu stöðum," sagði Samúel. Matthías Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra sagði að sú styrjöld sem nú rikti innan sjávar- útvegsins væri atvinnugreininni og þjóðinni í heild til bölvunar. Þá sagðist hann ekki geta séð að þær takmarkanir sem ákveðnar hefðu verið myndu minnka heildarþorsk- aflann frá því sem var á síðasta ári. Jón Jónsson forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar sagði það sína skoðun að banna hefði átt þorska- netaveiðarnar frá og með páskum. Sjá viðtöl við hagsmunaaðila. ályktanir og tilkynningu Sjávarútvegsráðuneytisins á blaðsiðum 14, 20 og 22. Spærlingsveiðarnar stöðvaðar í gær: Skipstjórar ákvádu sjálfir að hætta SPÆRLINGSVEIÐAR í Hávadýpi austur af Vestmanna- eyjum voru stöðvaðar í gær vegna mikils sfldarmagns og seiða- gcngdar á miðunum. Það voru skipstjórar á spæriingsbátunum 10. sem tóku þá ákvörðun á eigin HLutí bensínhækk- unar í olíustyrk? RÍKISSTJÓRNIN ræðir nú hvernig fara eigi með verð- hækkun þá á olíum og bensíni, sem væntanleg er, og er til athugunar að hluti bcnsín- hækkunarinnar vcrði notaður tii olíustyrks. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði í samtaii við Mbl. í gær, að ekki væri búið að taka ákvörðun um það, hvernig farið verður með hækkunina, en það væri sjónarmið sem vel kæmi til greina að hluti bensín- hækkunarinnar yrði notaður til verðjöfnunar. Skattheimta ríkisins er stærsti liðurinn í bensínverð- inu, en talið er að gasolían muni hækka enn meira en bensínið og fiskverð, sem gildir til 1. júní, er miðað við óbreytt olíuverð. spýtur að hætta veiðunum. en tilkynntu síðan Hafrannsókna- stofnun og sjávarútvegsráðuneyt- inu um hvers eðlis var og var þá gefin út tilkynning um lokun svæðisins. Fyrst eftir að spærlingsveiðarn- ar byrjuðu var mikið af ýsuseiðum á miðunum, en dagana fyrir páska var aðeins spærlingur á svæði bátanna í Hávadýpi. Höfðu menn þá á orði að ekki fengist einu sinni í soðið, annað kæmi ekki upp en spærlingur. Er að nýju var tekið til við veiðarnar í gærmorgun brá svo við að á 60—70 föðmum fékk Huginn um 40 tonn og lætur nærri að helmingur þess afla hafi verið smásíld eða millisíld og seiði. A 200 faðma dýpi fékk Gísli Árni hins vegar lítið „annað en drasl" og minnst af spærlingi. Skipstjór- ar bátanna töluðu sig saman og ákváðu síðan að halda inn til hafnar. Tilkynntu þeir um hvers eðlis var og voru tveir eftirlitsmenn væntanlegir til Eyja í dag. Ætlaði annar þeirra út með Gjafari og hinn með Huginn. Telja sjómenn að með hlýindunum um páskana hafi annar fiskur komið á mið þeirra. Banaslys í Tungufossi BANASLYS varð um borð í Tungufossi í Reykjavíkurhöfn laust eftir klukkan 13 í gær. Féll þá bóma i höfuð 52ja ára gamals manns og lézt hann þegar. Hinn látni var fjölskyldumaður og er að sinni ekki unnt að birta nafn hans. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu ríkisins bend- ir allt til að orsök slyssins sé skyndibilun í vindu, en þegar slysið varð var verið að opna lestarlúgur skipsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.