Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 104. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Marchais á flokksþingi: Mildari í garð Sovét en hafn- ar samstarfi við sósíalista ParÍH, 9. maí. ,»r. Reuter. GEORGE Marchais, leiðtoKÍ franskra kommúnista. réðst harkalega á sósíalista við upphaf þings kommúnistaflokksins í daK, um leið ojf hann var mun mildari í garð Sovétstjórnarinnar en verið hefur um langa hríð. Þessi breytti tónn er greinileg afleiðing ósigurs kosningabandalags kommúnista og sósíalista fyrir ári, en fyrir þingkosningarnar höfðu þessi stjórnmálaöfl lagt áherzlu á að jafna ágreining sinn, að minnsta kosti í orði kveðnu. í ræðu sinni í dag þvertók Marchais fyrir það að kommúnistar gengju til liðs við sósíalista í náinni framtíð, og má því ólíklegt telja að vinstri öflin gangi sameinuð til forsetakosninga, sem fram eiga að fara í Frakklandi eftir tvö ár. Marchais sakaði sósiálista og hægri öflin í landinu frá ósigrin- um í fyrra, en kommúnistar hefðu hins vegar ekki gleymt uppruna sínum og mundu eftir sem áður sækja styrk sinn í raðir verka- manna. Hlyti hreyfing kommún- leiðtoga þeirra, Francois Mitter- and, um að dylja annarlegan tilgang sinn og raunverulega hægri stefnu með vinstri hjali. Kvað hann sósíalista sífellt hafa nálgazt ista að lúta stjórn verkamann- anna sjálfra, enda yrðu engar framfarir í þjóðfélaginu án stétt- arbaráttu gegn auðvaldinu. Marchais kvað Evró-kommún- ismann síður en svo liðinn undir lok, enda lægi leiðin til sósíalisma um lýðræðið. Þá mætti ekki gleyma því að í sósiálistaríkjunum væri mikið djúp staðfest milli raunveruleikans og þess, sem sósíalískt lýðræði gæti verið og ætti að vera. Á síðasta flokks- þingi, sem haldið var 1976, var langtum dýpra tekið í árinni í gagnrýni á Sovétríkin og önnur kommúnistaríki, og var Stalínism- inn þá harðlega fordæmdur. " Ljófim. Emilía. Við Ægisíðu er lífið grásleppa þessa svölu vordaga og það er um að gera að koma góðmetinu spriklandi í hendur kaupandans. Carter Brezhnev Undirrita nýjan SALT-samning Wafihington. 9. maí. — AP. Reuter. TILKYNNT var í Washington í dag. að nýr samningur um takmörkun gereyðingarvopna — SALT II — hefði tekizt milli stjórna Bandarikjanna og Sovétríkjanna, og mundu forsetar ríkjanna. Jimmy Carter og Leonid Brezhnev. undirrita hann í V.-Evrópu um miðjan júní. Samningurinn hefur enn ekki verið birtur, en hann kveður aðeins á um óverulega fækkun árásareldflauga og sprengjuflugvéla og er mikilvægi hans helzt fólgið í ákveðnum hámarksfjölda eldflaugapalla og sprengjuflugvéla, auk þess sem frekari fullkomnun eldflauga, sem þegar eru framleiddar. eru takmörk sett. Samningurinn verður lagður fram í öldungadeild Bandaríkjaþings til staðfestingar eftir að Carter og Brezhnev hafa undirritað hann, og er talið að þar muni Carter eiga við ramman reip að draga. Því fer fjarri að samstaða sé um þá skoðun að hér sé um að ræða mikilvægustu tilraun til þessa til að draga úr kjarnorku- vopnakapphlaupið. Meðal helztu andstæðinga SALT II er Henry Jackson, öldungadeildarþingmaður demókrata, sem segir að samningur- inn þjóni ekki öryggishagsmunum Bandarikjanna en taki um of tillit til hagsmuna Sovétríkjanna, auk þess sem hann sé i raun óframkvæman- legur. Þá er það fundið samningnum til foráttu, að hernaðarleg staða Bandaríkjanna verði mun flóknari en áður, og útilokað sé að fylgjast með því að Sovétmenn hafi ekki rangt við eftir að eftirlitsstöðvar í íran fóru forgörðum á dögunum. Tæp sjö ár eru liðin síðan við- ræður um SALT II hófust. Fundar- staður Carters og Brezhnevs er enn óákveðinn. Sovétmenn leggja kapp á að undirritun fari fram í Helsinki og Bandaríkjamenn vilja að Vín verði fyrir valinu, en önnur ríki utan NATO og Varsjárbandalagsins koma einnig til greina. Leiðtogafundurinn hefur jafnframt þann tilgang að bæta sambúð ríkjanna á öðrum sviðum en hernaðar. Pravda var- ar Rússa við ÓlympíufóM Moskvu. 9. maí. AP. MOSKVUBÚAR hafa verið varaðir við því að láta erlenda gesti á Ólympíuleikunum í borginni á næsta ári spilla sér með „fjandsamlegum hug- myndum“, að því er Pravda skýrir frá í dag. Það er formaður Moskvu-deildar kommúnista- flokksins, Viktor Grihin, sem hefur tekizt á hendur þessa sálgæzlu, en hann hvetur borgarbúa til að sýna gestrisni en vera jafnframt á verði fyrir áróðri fyrir stjórn- og hug- myndakerfi, sem séu fjandsam- leg sósíalisma. Hann kvað nauðsynlegt að huga sérstak- lega að siðferðilegum styrk ungu kynslóðarinnar, svo' hún gæti brynjað sig gegn fláttskap og hættulegum áróðri heims- valdasinna. Þessi ummæli endurspegla ótta sovézkra yfirvalda við þau áhrif sem þúsundir útlendinga á Ólympíuleikunum hafa óhjá- kvæmilega á heimamenn, en liður í herferð gegn slíkum áhrifum er brottflutningur andófsmanna í fjarlæga lands- hluta. Bandaríkin: öldungadeild féllst á skömmtun á eldsneyti WashinKton — 9. maí — AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp Carters forseta um skömmtun á eldsneyti með 66 atkvæðum gegn 30. Tvísýnt var um samþykkt frumvarpsins fram á síðustu stundu, en forsetinn veitti verulegar tilslakanir á upphaflegum tillögum sínum um neyðarskömmtun, og hét því meðal annars að við slíkar aðstæður skyldu bændur og framleiðslufyrirtæki ganga fyrir um bensín og olíu. Þá féllst forsetinn á að íbúar strjálbýlla fylkja ættu rétt á meira eldsneyti en íbúar þar sem vegalengdir eru minni. Bágt eiga Bretar Lundúnum — 9. maí — AP. VÍÐTÆK opinbcr könnun í Bretlandi hcfur lcitt í ljós að meira en hclmingur brczku þjóðarinnar kennir stöðugs sjúkleika, og cru konur mun sóttkaldari cn karlar. Könnunin tók til 25 þúsund manns. 56% karla töldu sig búa við varaniegan heilsubrest og 70%. kvenna höfðu sömu sögu að segja. Aðeins 23%. þeirra karla, sem rætt var við, og 15%. kvennanna töldu að heilsufarið væri í lagi. Um það bil helmingurinn hafði notað meðul og sjúkravarning af ýmsu tagi síðustu tvær vikurnar áður en könnunin fór fram, en um 20%. sögðust að jafnaði þurfa á lyfjum að halda. Frumvarpið verður lagt fyrir fulltrúadeild þingsins á fimmtu- dag, en afgreiðsla þess í öld- ungadeildinni átti sér stað um leið og gripið var til bensín- skömmtunar í Kaliforníu. Þar hefur skömmtunin valdið hinu mesta írafári, en er kvöldaði var þó mesti móðurinn runninn af' bensínkaupendum, sem lent hafa í handalögmálum við ben- sínstöðvar út af dropanum dýr- mæta. Sjá frétt á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.