Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
-------------------------------------------------------------------r.. -.
BettMÍ Bjmrnatton
Leikrit
L; vikunnar
fi kl. 21.05:
„Einum
ofaukið”
Á dasskrá útvarps í kvöld kl.
21.05 verður flutt leikritið
„Einum ofaukið". Höfundur leik-
ritsins er Joll Brooke Árnason,
sem jafnframt er leikstjóri.
Þýðinguna gerði Benedikt Árna-
son.
Mavis og James Thompson lifa
hvorki í betra né verra hjóna-
bandi en gengur og gerist. Þau
eiga tvö börn, búa í þægilegu
borgarhverfi og láta hverjum
degi nægja sín þjáning, ef svo
mætti segja. En dag nokkurn
kemur kona í heimsókn. Hún
segist heita Rose McNally, og
það verður fljótlega ljóst, að hún
er enginn venjulegur gestur.
Þetta er gamansamt verk, en þó
er kannski meiri alvara á bak við
en margur hyggur.
Jill Brooke er borin og barn-
fædd í Englandi. Hún stundaði
leiklistarnám í RADA og vann
síðan hjá útvarpi, sjónvarpi og
leikhúsum og einnig við kvik-
myndir. Hún lék, leikstýrði, sá
um sviðsetningu o.m.fl. Eftir að
Jill flutti til Islands með manni
sínum, Benedikt Árnasyni leik-
ara, hefur hún sett á svið nokkur
leikrit: „Við eins manns borð“
eftir Terence Rattigan hjá Leik-
listarskóla íslands, „Hunangs-
ilm“ eftir Shelagh Delaney hjá
Leikfélagi Akureyrar, þar sem
hún er nú að setja upp verk eftir
bóra FrfðríknóAttlr
Guðrin t>. Stephennen
Útvarp í kvöld kl. 20.30:
Bein útsending frá
tónleikum Sinfóníu-
hl j ómsveitarinnar
Jill Brooke Árnason höfundur
og leikstjóri
Alan Ayckburn, og „Ærsla-
draug“ Cowards í Hveragerði.
„Einum ofaukið“ er fyrsta
verk hennar í Islenzka útvarp-
inu, en hefur áður verið flutt í
BBC.
Með aðalhlutverk fara Þóra
Friðriksdóttir, Guðrún Þ.
Stephensen og Bessi Bjarna-
son.Flutningur leiksins tekur 37
mínútur.
Á dagskrá útvarps í kvöld kl.
20.30 er bein útsending frá
áskritartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar ísiands í Háskóla-
bíói. Af efnisskrá tónleikanna
verður útvarpað tveimur verk-
um:
a. „Oberon", óperuforleikur eftir
Carl Maria von Weber og
b. „Rokkoko-tilbrigðin op. 33
eftir Pjotr Tsjaíkovsky.
Stjórnandi á þessum tónleik-
um er Páll P. Pálsson. Hann er
fæddur í Graz í Austurríki árið
1928. Naut hann þar víðtækrar
tónlistarmenntunar, en að henni
lokinni hlaut hann sæti í óperu-
hljómsveitinni í Graz, þá aðeins
17 ára að aldri. Árið 1949 tók
hann tilboði frá Islandi um að
gerast stjórnandi Lúðrasveitar
Reykjavíkur. Hann lék í
Sinfóníuhljómsveit Islands fram
til ársins 1959, en fór þá til
Hamborgar til frekari tónlistar-
náms, aðallega í hljómsveitar-
stjórn. Hann er nú fastráðinn
hljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Árið 1964
gerðist hann stjórnandi Karla-
kórs Reykjavíkur. Páll er einnig
afkastamikið tónskáld sem hefur
samið mörg verk fyrir hljóm-
sveit, kóra og ýmsa hljóðfæra-
flokka.
Einleikarinn Erling Blöndal
Bengtsson er af dönsku og
íslensku foreldri, fæddur í Kaup-
mannahöfn 8. mars 1932. Hann
hóf barnungur að leika á selló.
Stundaði nám við Curtis
Institute of music í Fíladelfíu og
hefur starfað sem kennari við þá
stofnun svo og Konunglega
Tónlistarháskólann í Kaup-
mannahöfn og Tónlistarskóla
Sænska utvarpsins. Hann er nú
fastráðinn kennari í sellóleik við
Tónlistarháskólann í Köln.
Erling Blöndal Bengtsson
hefur ferðast til tónleikahalds
um nær allan heim og hefur
honum verið sýndur margvís-
legur heiður m.a. verið veitt
Dannebrog-orðan og Stór-
riddarakross hinnar íslensku
Fálkaorðu. Hann hefur leikið
sellókonsert Lutoslavskis 29
sinnum á tónleikum, þar af í
fjögur skipti undir stjórn
höfundarins og er þetta því í 30.
sinn sem hann leikur verkið.
Útvarp Reykjavík
GARÐYRKJUÁHÖLD
SKÓFLUR, allskonar
RISTUSPAÐAR,
KANTSKERAR,
GARÐHRÍFUR,
GREINAKLIPPUR,
GRASAKLIPPUR,
GREINASAGIR,
GARÐSLÖNGUR,
SLÖNGUVAGNAR,
SLÖNGUTENGI,
SLÖNGUKRANAR,
VATNSDREIFARAR,
GARÐKÖNNUR,
GIRÐINGAVÍR, GALV.
HANDSLÁTTUVÉLAR
SLÖNGUKLEMMUR
nota hinir vandlátu.
Stæröir frá V« „—12„
Einnig ryðfríar.
Gúmmíslöngur
Vængjadælur
TOGVÍR
11/4“, 11/2“, 1%“, 2“,
21/4“,
21/2“, í 300 fm ri.
Dragnótavír
1Vb“ í 480 fm ri.
Vinstra og hægra
snúin.
HANDFÆRAVINDUR
HANDFÆRAÖNGLAR
NÆLONLÍNUR
HANDFÆRASÖKKUR
PIKLAR M. ÚRVAL.
SIGURNAGLAR
HÁKARLAÖNLAR
SKÖTULÓÐAÖNGLAR
GRÁSLEPPUNET
RAUÐMAGANET
K0LANET
SILUNGANET
•
BJÖRGUNARVEST'
ÁRAR
ÁRAKEFAR
TÓGKEFAR
ÁTTAVITAR
BATADÆLUR
BÁTADREKAR
BÁRUFLEYGAR
DRIFAKKERI
RADARSPEGLAR
BÁTASAUMUR
BÁT ALANTERNUR
SEGULDÚKAR
BATALAKK
NETANÁLAR
VÉLATVISTUR
í 25 KB BÖLLUM
HVÍTUR OG MISLITUR
Ánanaustum
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 9—12.
FIIVI4ITUDKGUR
10. mai
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn.
Umsjónarmenn: Páll Heiðar
Jónsson og Sigmar B.
Hauksson. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfregnir.
Forustugr.dagbl. (útdr.).
Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir
ýmis Iög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Ármann Kr. Einarsson
heldur áfram að lesa
ævintýri sitt „Margt býr í
fjöliunum“ (3).
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir
ýmis lög; frh.
11.00 Verzlun og viðskipti.
Umsjón: Ingvi Hrafn
Jónsson.
Litið við hjá „kaup-
manninum á horninu".
11.15 Morguntónleikar: Kjell
Bækkelund leikur
Píanósónötu nr. 3 eftir
Christian Sinding/ Ralph
Holmes og Eric Fenby leika
Sónötu nr. 3 fyrir fiðlu og
píanó eftir Frederick Delius.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45
Verðurfregnir.
Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ__________________
14.30 Miðdegissagan: „Þorp í
dögun“ eftir Tsjá-sjú-lí
Guðmundur Sæmundsson les
þýðingu sína (3).
15.00 Miðdegistónleikar:
Fílharmoníusveitin í Berlín
leikur Hátíðarforleik „Til
nafnfestis“ op. 115 eftir
Ludwig van Beethoven;
Herbert von Karajan stj./
Daniel Barenboim og Nýja
fílharmoníusveitin í Lundún-
um leika Píanókonsert nr. 1 í
d-moll eftir Johannes
Brahms; Sir John Barbirolli
stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.20 Lagið mitt: Heiga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tiikynningar.
19.35 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar
og kórar syngja
20.00 „í nóttinni brennur
ljósið“. Fyrsti þáttur um
danskar skáldkonur: Tove
Ditlevsen. Nína Björk
Árnadóttir og Kristín
Bjarnadóttir lesa Ijóð í eigin
þýðingu og Helga J.
Halldórssonar — og greina
auk þess frá listferli skáld-
konunnar.
20.30 Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói;
— beint útvarp.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari: Erling Blöndal
Bengtsson.
a. „Oberon“, óperuforleikur
eftir Carl Maria von Weber.
b. Rokkoko-tilbrigðin op. 33
eftir Pjotr Tsjaíkovský.
21.05 Leikrit: „Einum ofaukið"
eftir Jill Brokke Árnason
Þýðandi: Benedikt Árnason.
Leikstjóri: Jill Brooke
Árnason. Persónur og
leikendur: Mavis/ Þóra
Friðriksdóttir, Rose/
Guðrún Þ. Stephensen,
James/ Bessi Bjarnason.
22.10 Sönglög eftir Mozart
Dietrich Fischer-Dieskau
syngur; Daniel Barenboim
leikur á píanó.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Víðsjá: Friðrik Páll
Jónsson sér um þáttinn.
23.05 Áfangar
Umsjónarmenn: Asmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
23.50 Frcttir. Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR Bresk bíómynd frá árinu
1968, byggð á leikriti eftir
John Osborne.
Aðalhlutverk Nicol
Williamson.
Lögfræðingurinn Bill Mait-
’and á við margvfsieg eigin-
vandamál að stríða; hann á
erfitt með að taka ákvarð-
anir, er geisamlega háðn
öðrum, drekkur óhóflega !
og er óþolandi íjölskyldu-
——— faðir.
22.10 Ohæfur vitnisburður Jþýðarídi Heba JúK ^
(Inadmissible Fvirtence) | 23.40 Dagskiárlok.
V—...................... ■■ ■ *
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá
20.40 Skonrok(k)
Þorgeir Ástvaldsson kynn-
;r iý dægurlög.
2’ *s> Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Ómar