Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 11

Morgunblaðið - 10.05.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI 1979 11 í húsi þessu aö Skaftahlíö 24 er nú þegar til leigu 1. hæö hússins og hluti af kjallara. Húsnæöiö á 1. hæö er um 415 m2, lofthæð 3.80 m og rými í kjallara er um 190 m2 og lofthæö 2.80 m. Lyfta er á milli 1. hæöar og kjallara. Húsnæöiö leigist tilbúið undir tréverk eöa lengra komið eftir nánara samkomulagi. Húsnæöiö hentar vel til verslunar- rekturs og þjónustustarfsemi. Lóö hússins er fullfrágengin. Viö húsiö er malbikuö bifreiöastæði fyrir um 100 bíla. Húsnæöiö leigist í einu lagi eöa í hlutum. Um ieigu til langs tíma getur veriö aö ræöa. Nánari upplýsingar veitir Einar I. Halldórsson á skrifstofu félagsins. S.L. SUNNUDAG 6. maí, lauk firmakeppni Taflféiags Kópavogs. Sigurvegarði varð verzlunin Heimakjör með 23.5 vinn. af 27 mögulegum. Þeir sem tefldu fyrir Heimakjör voru Egill Þórðarson, Þröstur Einarsson og Stefán Bjarnason. í öðru sæti með 19.5 vinn. kom síðan byggingarfyrirtækið Karl Einarsson sf. Fyrir það tefldu þeir Jón Pálsson, Jörundur Þórðarson og Einar Karlsson. í þriðja sæti varð Skoda-umboðið, Jöfur, með 16.5 vinn. Fyrir þá tefldu þeir Jón Þór Jóhannsson, Hjalti Karlsson og Eggert Kaaber. Röð þeirra sem á eftir koma er þessi: 4. Rannsóknarlögregla ríkisins 16 v., 5. Blikksmiðjan Vogur 12.5 v., 6. Málning h/f 11 v., 7.-8. Sparisjóður Kópavogs 10 v., 7.-8. Kársnesskólinn 10, 9. Hjálparsveit skáta 9,10. Snælandsskólinn 7. Firmakeppni TK lokið 1 LAUGAVEGI 178 - SÍMI 21120 Sigursveit Heimakjörs. F.v. Þröstur Einarsson, Egill Þórðarson og Stefán Bjarnason. Grafík í Norræna húsinu Nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins sýning á grafík- myndum eftir sænska listamann- inn Svenrobert Lundquist. Hann er einn þekktasti grafíklistamaður Svíþjóðar, fæddur 1940 í Atvidaberg, og stundaði nám við Valands konstskola í Gautaborg 1963—67. Frá 1967 hefur hann haldið 15 einkasýningar Svíþjóð. Verk hans eru á mörgum sænskum söfnum og á listasafni Norður-Jót- lands. Á sýningunni í Norræna húsinu, sem standa mun allan maímánuð, eru 27 myndir, sem allar eru til sölu. Sóknir Reykjavíkurprófastsdæmis: Fjöldi sóknarbarna 2500 til 8000 á hvern prest Safnaðarráð Reykjavíkurprófastsdæmis kom fyrir nokkru saman til fundar, en ráðið skipa sóknarprestar, formenn sóknarnefnda og safnaðarfulltrúar þeirra 15 söfnuða sem í Reykjavík eru, eða alls 39 manns. Fundir þessir eru haldnir minnst einu sinni á ári. Sr. ólafur Skúlason dómprófastur gaf á fundinum yfirlitsskýrslu um starfsemi safnaðanna. Fram kom að nýlega var haldinn fundur með organistum, söngstjórum og formönnum sóknarnefnda þar sem rætt var um kirkjusöng og kórstarf. Þá er væntanleg ráðstefna um starf meðhjálpara og kirkjuvarða í samvinnu Reykjavíkur og Kjalarnes- prófastsdæmis þar sem fjallað verður um störf og stöðu þeirra. Þá fjallaði sr. Ólafur Skúlason í skýrslu sinni um ýmsar tölulegar upplýsingar. Utan trúflokka í Reykjavík eru nú 1.953, en í Þjóðkrikjunni 87.677 íbúar að meðtöldum íbúum í Kópavogi og Seltjarnarnesi. Ibúar eru alls 99.173 á þessu svæði og eru því um 10 þúsund manns sem tilheyra öðrum söfnuðum. Stór hluti sóknarbarna er undir 15 ára aldri, t.d. 40,4% í Fella- og Hólasókn þar sem ru samtals 9.714 sóknarbörn og kvað sr. Ólafur það segja til sín í sóknargjöldum þegar allt að helmingur sóknarbarna greiddi ekki gjöldin. Hlutfall barna yngri en 15 ára í Dómkirkjusöfnuði er um 17% og kvað hann því ljóst að aldurssamsetning innan safnað- anna væri mjög misjöfn. Þá kom fram í skýrslu dómprófasts að nú eru 4.615 sóknarbörn á þá 19 presta sem starfa í Reykjavík, en skiptingin væri ójöfn þar sem í sumum prestaköllum væru tveir prestar með t.d. 5.357 sóknarbörn, eins og væri í Langholtspresta- kalli, og í Hallgrímsprestakalli 5.650 þar sem einnig eru tveir prestar, en milli átta og níu þúsund á Fella- og Hólasókn, Breiðholtssókn, Bústaðasókn og Digranessókn þar sem einn prestur væri starfandi. Sr. Ólafur Skúlason kvað lög gera ráð fyrir að hver prestur hefði 5.000 sóknarbörn innan sinn- ar sóknar og þyrfti því að huga að flutningi presta milli sókna eftir því sem íbúatala þeirra breyttist, en til þess þarf lagabreytingar. Aðalumræðuefni þessa safnaða- ráðsfundar sagði sr. Ólafur hafa verið kirkjugarðamálefni. Hefur t.d. verið unnið að breytingum í Fossvogskirkju og er þar nú kistulagningarkapella þar sem fámennar jarðarfarir geta farið fram og viðtalsherbergi fyrir prest og biðsalur fyrir aðstand- endur. Þá kom fram að í Gufunesi þar sem nýr kirkjugarður verður staðsettur hafa verið reist tvö hús og er áætlað að taka hann í notkun á næsta ári og að hann dugi til ársins 2030. Þá fjallaði sr. Bernharður Guðmundsson frétta- fulltrúi kirkjunnar um boðskipti og tóku fundarmenn þátt í æfingum sem hann lagði fyrir þá. Skipuð var fjármálanefnd Reykja- víkurprófastsdæmis og eiga sæti í henni Ottó Michelsen, Hermann Þorsteinsson og Salómon Einars- son og til vara Magnús Þórðarson og Gunnar Petersen. Vortónleikar Tónmennta- skólans á laugardag TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur er nú að ljúka 26. starfsári sínu. í skólanum voru 420 nemendur í vetur. Kennarar voru alls 29. Meðal annars starfaði hljómsveit við skólann með 45 meðlimum og einnig lúðrasveit með 25 meðlimum. Mikið hefur verið um tónleikahald á vegum skólans í vetur og vor. Síðustu vortónleikar Tónmenntaskólans verða haldnir í Austur- bæjarbíói n.k. laugardag, 12. maí kl. 2 e.h. Á þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur, samleikur og hópatriði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. TIL LEIGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.