Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 15 Karpov náði Tal á endasprettinum ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák. tókst að komast upp að hlið landa síns Mikhails Tal með því að sigra Ljubomir Ljubojevic í næstsíðustu umferð skákmótsins í Montreal. í síðustu umíerðinni. sem tefld var á sunnudaginn. gerðu þeir Karpov og Tal sfðan báðir stutt jafntefli, Karpov við Kavalek og Tal við Timman. Þeir félagar skiptu þannig með sér fyrstu verðlaununum. en hvor um sig hlaut jafnvirði sjö milljóna fslenzkra króna. Margir urðu hins vegar fyrir vonbrigðum með þessa kyrrlátu síðustu umferð eftir spennandi og tilþrifamikið mót. Snemma mótsins tók Karpov forystuna. en tap fyrir Larsen gaf Tal færi á að skjótast fram úr. Tal fylgdi fyrsta sætinu samt ekki eftir af mikilli hörku og eftir sigur Karpovs yfir Ljubojevis jöfnuðust metin. Sovézku stórmeistararnir voru óneitanlega báöir mjög vel að sigr- inum komnir. Tal náði sínum bezta árangri frá því að hann vann heimsmeistaratitilinn af Botvinnik árið 1960 og skákir hans frá þessu móti hafa hlýjað mörgum gömlum aðdáendum hans um hjartaræturn- ar, því að þegar Tal nær sér á strik teflir enginn skemmtilegar. Karp- ov, heimsmeistari, sýndi á sér nýjar hliðar á Montreal-mótinu og hann tók meiri áhættu í skákum sínum en oft áður. Skákirnar sem birtast í þessum þætti eru glögg dæmi um þetta. Lokaröðin á mótinu varð þessi: 1.—2. Karpov og Tal 12 vinningar af 18 mögulegum. 3. Portisch 10‘/2 v. 4. Ljubojevic 9 v. 5.-6. Timman og Spassky 8V2 v. 7.-9. Hort. Kavalek og HUbner 8 v. 10. Larsen 5V4 v. Ágætur árangur byrjanasérfræð- ingsins Portisch kemur vafalaust fáum á óvart. Með þessum árangri sínum hefur hann sýnt og sannað að hann er sterkasti skákmaður utan Sovétríkjanna í dag, að þeim Fischer og Korchnoi undanskildum. Undrun vekur hins vegar ágætur árangur Ljubojevics. Hann hefur um árabil verið langefnilegasti skákmaður Júgóslava, en ekki fylli- lega uppfyllt þær vonir sem við hann hafa verið bundnar. Eini ljósi punkturinn við árangur Bents Larsens er sigur hans yfir Karpov. Larsen fór mjög illa af stað á mótinu og eftir það tefldi hann djarft til vinnings í hverri einustu skák. Andstæðingar hans nýttu sér þetta til fullnustu og Larsen varð að gera sér enn fleiri töp að góðu, jafnvel þó að herbragð hans hafi heppnast nokkrum sinnum, eins og t.d. gegn Karpov, sem hann lagði að velli með svörtu. Slakur árangur Spasskys kemur nokkuð á óvart, sérstaklega þar sem hann varð efstur ásamt Karpov í Bugojno í fyrra. Þeir Karpov og Tal sýndu algera yfirburði yfir hann og unnu hann báðir 2—0. Það var sérstaklega í seinni viðureign þeirra Spasskys og Tals sem sá fyrrnefndi varð illa úti. Reyndar sýnir skákin mjög vel hversu frá- bærlega vel upplagður Tal var í Montreal: Ilvítt: Bori.s Spassky Svart: Mikhail Tal Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rffi. 2. c4 - efi, 3. Rf3 - b6. 4. e3 - Bb7. 5. Bd3 (Þetta afbrigði á ekki miklum vinsældum að fagna um þessar mundir, enda talið fremur bitlaust. Spassky beitir því þó ætíð af og til, t.d. vann hann 15. skákina við Hort með því og einnig Guðmund Sigur- jónsson í Munchen um daginn. í huga Tals er afbrigðið vafalaust einnig tengt góðum minningum, því að hann vann Petrosjan með því í 25 leikjum á svart árið 1976.) d5. 6. b3 - Bd6. 7. (M) - (V0, 8. Bb2 - Rbd7. 9. Rbd2 (Að öllum líkindum er þessi riddari betur staðsettur á c3, því að þá verður svartur að eyða tíma í að leika a7 — a6 síðar) De7 (Hér er oft leikið 9.... Re4, en Tal fer sér að engu óðslega og byggir upp góða stöðu í rólegheitum) 10. IIcl - IIad8.11. Dc2 (Eftir 11. De2 — Re4, er staðan í jafnvægi) c5.12. cxd5 — exd5,13. dxc5 (Betra var 13. Hfdl eða 13. Hfel. Svartur fær nú tvö hangandi peð á miðborðinu, en þau reynast fremur styrkja stöðu hans en veikja, því að í 5. Bd3 afbrigðinu standa menn hvíts til sóknar á kóngsvæng, en ekki til þess að tefla stöðubaráttu á miðborðinu) Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON bxc5,14. Dc3 - IIfe8,15. llfdl (Með hliðsjón af næsta leik svarts var betra að leika hér 15. Hcdl og hafa peðið á f2 áfram valdað) d4!, 16. exd4 — cxd4.17. Da5? (Eftir þennan leik álítur Tal að stöðu hvíts verði ekki bjargað. 17. Dxd4 gekk að vísu ekki vegna 17... . Rc5, en 17. Rxd4 kom vel til greina. Tal gefur eftirfarandi framhald upp í 64: 17.... Bxh2+!? 18. Kxh2 — Rg4+ 19. Kgl - Dh4 20. R4f3 - Botvinnik að velli í einvígi árið 1960. Dxf2+ 21. Khl - He5 22. Bf5 - Re3 og vinnur, heldur 19. Kg3! — Bxh2+! 21. Kxh2 - IIh5+. 22. Kgl De5+, 20. f4 - De3+, 21. R3f3 - Rdf6 og svartur hefur sókn fyrir manninn. Þá getur svartur einnig eins og Tal bendir á sleppt því að fórna á h2, en leikið einfaldlega 17... . De5, 18. R4f3 - Dh5 með góðum möguleikum fyrir peðið) Re5. 18. Rxc5 — Bxe5. 19. Rc4 — IId5 (Vegna hins slaka 17. leiks hvíts vinnur svartur nú leik í sókninni og þar með eru úrslitin ráðin) 20. Dd2 — Rgl og hvitur gafst upp, þvi að svartur hótar bæði 23.... Dh4 og 23. ... Hhl+! h2 reiturinn kom einnig mikið við sögu í síðari skák þeirra Timmans og Karpovs. Karpov hefur áreiðan- lega undirbúið sig vel undir að mæta Timman, því að fyrir mótið stóðu leikar jafnir með þeim. Mönn- um er líklega enn í fersku minni glæsilegur sigur Timmans yfir heimsmeistaranum í Bugojno í fyrra. I Montreal varð annað uppi á teningnum, því að Karpov vann báðar skákirnar sannfærandi. Hvítt: Jan Timman Svart: Anatoly Karpov Enski leikurinn 1. c4 - Rffi. 2. Rc3 - e5. 3. Rf3 - Rcfi. 4. e3 (Þetta afbrigði er í tízku um þessar mundir, en áður var hér oftast leikið 4. g3) Be7.5. d l - exd4.6.Rxd4 - 0-0. 7. Rxcfi - bxcfi. 8. Be2 - d5. 9. 0-0 - Bdfi. 10. b3 - De7.11. Bb2? (Eins og kemur í ljós hefði Timman betur leikið hér 11. cxd5. Hann er hins vegar að f.vlgja fordæmi Keene í skák hans við Jansson á Ólympíu- skákmótinu í Haifa 1976 og á sér því einskis ills von) dxcl! (Þetta er endurbót Karpovs á áðurnefndri skák, en í undirbúningi sínum fyrir einvígið við Korchnoi rannsakaði hann þetta afbrigði ásamt aðstoðarmönnum sínum) 12. bxc4 Karpov sýndi nýjar hliðar á sér, en það var ckki fyrr en eftir næstsíðustu umferð að honum tókst að ná Tal að vinningum. (Þvingað, því að eftir 12. Bxc4 vinnur svartur á hefðbundinn hátt eftir 12.... Bxh2+! 13. Kxh2 — Rg4+) Hb8.13. Dcl - Rg4.14. g3 - He8, 15. Rdl? (Karpov taldi eftir skákina að hvítur hefði betur leikið hér 15. c5. Sennilega hefur hann haft í huga framhaldið 15. . .. Bxc5, 16. Rdl og nú er 16.... Rxe3 vafasamt, því að eftir 17. fxe3 — Bxe3+, 18. Rxe3 — Dxe3+, 19. Dxe3 - Hxe3, 20. Kf2 - Hxe2+, 21. Kxe2 - H:.b2+, 22. Ke3 gengur 22.... Hxh2? ekki vegna 23. Hfdl) Rxh2!. 16. c5 (Eina vonin, því að eftir 16. Kxh2 - Dh4+, 17. Kgl - Bxg3, 18. fxg3 - Dxg3+, 19. Khl - He4, 20. Hf4 - Bh3, 21. Bfl - Bxfl, 22. Dd2 - He6, 23. Bf6 - Hxf6, 24. Hxf6 - Dh4+ verður svartur þremur peðum yfir) Rxfl. 17. cxdfi — Rxg3! (Kjarninn i áætlun Karpovs. Svartur hefur nú þrjú peð fyrir liðsmuninn og sókn að auki. Hvitur stendur því uppi með tapað tafl.) 18. Íxg3 - Dxdfi. 19. KÍ2 - Dhfi. 20. Bd t - Dh2+, 21. Kel - Dxg3+. 22. Kd2 - Dg2. 23. Itb2 - Bafi. 24. Rd3 - Bxd3. 25. Kxd3 - Ilbd8. 2fi. Bfl - Dc4+. 27. Kc3 - c5!. 28. Bxc5 - Dcfi. 29. Kh3 - IIb8+, 30. Ka3 - IIe5. 31. Bhl - Dbfi og hvítur gafst upp. Frá Bridgesambandi Reykjanesumdæmis Úrslit í Reykjanesmóti í tvímenning voru spiluð 4. og 5. maí. Til úrslita spiluðu 24 pör. Reykjanesmeistarar í tvímenning 1979 urðu Jón Andrésson og Garðar Þórðarson, eftir mjög jafna og tvísýna keppni. Röð efstu para varð þessi: 1. Jón Andrésson Garðar Þórðarson 101 2. Björn Eysteinsson Magnús Jóhannsson 97 3. Sigurður Vilhjálmsson Runólfur Pálsson 95 4. Jón Gíslason Þórir Sigursteinsson 93 5. Halldór Einarsson Friðþjófur Einarsson 81 6. Logi Þormóðsson Þorgeir Eyjólfsson 67 7-8. Gísli Torfason Einar Jónsson 63 7-8. Sigurður Davíðsson Gísli Davíðsson 63 Brldge Umsjóns ARNÓR RAGNARSSON 9. Gylfi Sigurðsson Sigurberg Elentínusson 45 Ólafur Lárusson Hermann Lárusson 32 11. Gróa Jónatansdóttir Kristmundur Halldórss. 22 12. Þórarinn Sófusson Bjarnar Ingimarsson 10 13. Sigurjón Tryggvason Skúli Einarsson 4 Meðalskor 0. Átta stigahæstu pörin hafa unnið sér þátttökurétt í úrslitúm íslandsmótsins í tvímenning, sem verða spiluð í þessum mánuði. Starfsárinu hjá BRU er nú lokið og vill stjórnin þakka bridgeþáttum dagblaðanna góða samvinnu. Stjórn BRU. Tilboö óskast í stálpramma (vélalausan) stærö 54x14 fet, þyngd um 9 tonn. Pramminn veröur til sýnis á svæði okkar á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 25. maí kl. 14—16. Tilboð veröa opnuö á skrifstofu vorri aö Klapparstíg 26 miövikudaginn 30. maí kl. 11. Sala Varnaliðseigna. % Keflvíkinaar! Fararstjórar Olympo verða í Bergási í kvöld kl. 20-22. Komið og kynnið ykkur Benidormferðir sumarsins. FERÐASKRIFSTOFAN QiYimm Norðurver/Nóatún, símar 29930 og 29830 Evrópumarkaðsdeild Laser. seglbátanna óskar eftir umboðsmanni til að annast dreifingu á íslandi. Allir áhugamenn um siglingar vita að Laser hefur aflað sér heimsfrægðar. Laser er í aljóðaflokki seglbáta, sem einn maður getur stjórnað, og auðvellt er að koma honum fyrir á bílþaki. Báturinn er mjög vinsæll hjá þeim sem stunda siglingar að staðaldri ekki síður en þeim sem skreppa á sjó öðru hvoru. Yfir 70.000 Laserbátar hafa þegar selst um heimallan. Áhugasamur og virkur kunnáttumaður óskast sem gæti varið nokkru af tíma sínum til sölu og markaðsþjónustu á framleiðslu sem áreiðanlega ryður sér til rúms á Islandi. Sendið bréf (tilboð) með upplýsingum um fyrir- fppU 1 \rAov Í-!! PERFORMANCA SAILCRAFT SA Quai Suchard 20, 2003 Neuchatel/Switzerland sími 038/25 52 52, telex 35659 pssa ch

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.