Morgunblaðið - 15.05.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
5
Norskur
kór með
Sinfóníu-
hljómsveit
r
Islands
Norski kórinn
Cæciliaforeningin syngur
með Sinfóníuhljómsveit-
inni á tónleikum í
Iláskólabiöi kl. 20.30 næst-
komandi, fimmtudags-
kvöld. Á efnisskrá eru
verk eftir islenzk og norsk
tónskáld, Eivind Groven.
Pál ísólfsson. Johan
Svendsen og David
Monrad Johansen.
í frétt frá Sinfóníuhljómsveit
Islands segir m.a., að norski kór-
inn Cæcilia sé einn elsti og virtasti
óratóríukór Norðmanna, stofnað-
ur að tilhlutan Edvards Griegs.
Stjórnandi hans er nú Arnulf
Hegstad, en ásamt kórnum og
Elfsabrt SólvelK
ErllnKNdóttlr BjörlinK
Kristinn
Ilall.NNon
hljómsveitinni koma fram
einsöngvararnir Elísabet Erlings-
dóttir, Sólveig Björling og
Kristinn Hallson. í frétt Sinfóníu-
hljómsveitarinnar segir svo um
höfunda:
Eivind Groven (1901—1977) er
einna þekktastur fyrir þjóðlegan
blæ sem verk hans bera með sér,
enda hefur hann unnið mikið starf
í söfnun og útsetningu á norskum
þjóðlögum. Hjalarljóð er verð-
launaverk, samið í tilefni 900 ára
afmælis Óslóborgar.
Páll ísólfsson er þekktastur í
Noregi sem organleikari og tón-
skáld. Hann hefur m.a. samið
tónlist við „Veizluna á Sólhaug-
um,“ leikrit Henriks Ibsen. Páll
ísólfsson var kjörinn heiðursdokt-
or við Óslóarháskóla árið 1945.
Johan Svendsen (1840 —1911)
var einn af mestu hljómsveitar-
stjórum samtíðar sinnar og einn
af brautryðjendum norskrar tón-
listar. Norsk Kunstnerkarneval
var samið árið 1874 í tilefni
listamannahátíðar í Ósló. I verk-
inu eru tvinnuð saman á listilegan
hátt norsk og ítölsk alþýðulög.
Davik Monrad Johansen
(1888—1974) stundaði tónlistar-
nám í Leipzig og París og notaði
tónatak samtíðar sinnar í verkum
sínum. Sönglög hans og kórlög eru
vel metin í Noregi ásamt öðrum
verkum hans fyrir ýms hljóðfæri.
Þekktust verk hans munu þó vera
ásamt Völuspá „Draumkvæðið",
„Norðurlandstrómet" -og „Úr
Guðbrandsdal". Völuspá hefur
verið flutt víða um lönd, síðan það
var frumflutt í Ósló árið 1928.
Pétur Rafnsson kjörinn
formaður Heimdallar
AÐALFUNDUR Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar var haldinn fimmtu-
daginn 26. aprfl s.l. Formaður
stjórnar. Matthías Á. Mathiesen,
flutti skýrslu stjórnarinnar og
sparisjóðsstjóri, Guðmundur
Guðmundsson, lagði fram og
skýrði ársreikninga sjóðsins.
Rekstrarleg afkoma sparisjóðs-
ins var góð á árinu og nemur eigið
fé sprisjóðsins nú 250.5 milljónum
króna. Heildarveltan jókst um
tæp 60% og sýnir það ásamt
mikilli innstæðuaukningu stöðugt
og ört vaxandi viðskiptamanna-
hóp sparisjóðsins.
Innstæðuaukning varð 1
milljarður kr. eða 46.5% pg námu
heildarinnstæður 3.148 milljónum
um s.l. áramót. Varð hlutfallsleg
aukning mest á vaxtaaukainnlán-
um, sem tæplega tvöfölduðust á
árinu og nema nú rúmlega fjórða
hluta heildarinnlána.
Útlán sjóðsins hafa í ríkari
mæli orðið í samræmi við vaxta-
aukainnlánin og námu heildarút-
lán um áramótin 2.177 milljónum
og höfðu aukist á árinu um 693
milljónir króna eða 46.7%.
Staða sparisjóðsins gagnvart
Seðlabanka var góð á árinu og
námu innstæður á viðskiptareikn-
ingi um áramótin kr. 423.6 millj-
ónum og á bundnum reikningi kr.
682.6 milljónum.
Á árinu 1978 var haldið áfram
tölvuvæðingu sparisjóðsins í sam-
vinnu við Reiknistofu bankanna,
og mun sparisjóðurinn hagnýta
sér bestu fáanlegu tækni í bók-
haldi sínu.
Þá kom fram að útibúi spari-
sjóðsins í Norðurbæ, sem opnað
var 26. jan. s.l., vegnaði mjög vel.
Umsvif og velta þar væru sívax-
andi.
Ábyrgðarmenn á aðalfundinum
kusu 3 menn í stjórn, þá Matthías
Á. Mathiesen, alþingismann, Ólaf
Tr. Einarsson, framkvæmdastjóra
Alan Boucher
deildarforseti
heimspekideildar
DR. Alan E. Boucher hefur verið
kjörinn forseti heimspekideildar
í Háskóla Islands. Deildarfor-
seti er kjörinn til tveggja ára í
senn, en fráfarandi deildarfor-
seti er Páll Skúlason. Alan E.
Boucher var skipaður prófessor
við Háskóla íslands árið 1972.
Hann er fyrsti maðurinn af
erlendu bergi, sem er kjörinn
deildarforseti í Háskóla íslands.
og Guðmund Guðmundsson, spari-
sjóðsstjóra. Kosnir af bæjarstjórn
eru Stefán Gunnlaugsson, deildar-
stjóri, og Stefán Jónsson, for-
stjóri.
Endurskoðendur kosnir af bæj-
arstjórn voru þeir Árni Friðfinns-
son og Stefán Halldórsson.
PÉTUR Rafnsson var kjörinn
formaður Heimdallar S.U.S. í
Reykjavík á aðalfundi félagsins á
sunnudaginn. Fundurinn var
haldinn f Valhöll við Háalcitis-
braut. og var geysifjölmennur.
Komu nærri fjögur hundruð
manns á fundinn.
Formaður var sem fyrr segir
kjörinn Pétur Rafnsson. Hlaut
hann 190 atkvæði, en Hreinn
Loftsson hlaut 171 atkvæði. Tveir
seðlar voru ógildir og einn auður.
Fráfarandi formaður, Kjartan
Gunnarsson, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs.
Aðrir í stjórn voru kosnir:
Marta Guðjónsdóttir nemi í M.R.
hlaut 125 atkvæði, Sverrir Jónsson
bankamaður hlaut 111 atkvæði,
Ragnheiður Gísladóttir húsmóðir
hlaut 106 atkvæði, Guðmundur
Bergþórsson tæknifræðingur 106,
Arngrímur Þorgrímsson nemi
hlaut 96, Gunnar Þorsteinsson
nemi í M.H. 91, Erlendur
Nýja kökuhúsið við Austur-
völl mun frá og með degin-
um í dag hafa opið til kl.
23.30 á kvöldin, en þegar
líður á sumarið mun Köku-
Pétur Rafnsson
Kristjánsson fasteignasölumaður
90, Jóhanna Gísladóttir nemi í
M.R. 90, Bárður Steingrímsson
fisksali 88, Gunnlaugur Snædal
nemi í M.H. 84 atkvæði og
Guðmundur Már Engilbertsson
starfsmaður borgarfógeta hlaut
80 atkvæði.
húsið einnig hafa borð utan
dyra fyrir þá sem vilja fá
veitingar út þegar veður
leyfir.
Þaðerekkí
sama meó hverjum
þú feróast
Urvalsferð er örugg ferð
Það er ekki sama með hverjum þú ferðast. Við tryggjum
ferð þína fyrirfram. Þú færð því örugglega þann gististað
og annað sem þú biöur um. Við stöndum viö það sem við
bjóðum Úrvalsgistingu á Úrvalsstööum og stöndum við það.
Sérlega hagstæð bamaverð
Þaö felst í því aukin ánægja að laka börnin með í ferðina.
Eins og undanfarin ár bjóðum við sérstök barnaverð og
einmitt núna eru þau sérlega hagstæð
Kynntu þér okkar verð og gerðu síðan verðsamanburð
á Úrvalslerð og venjulegri sólarlandaferð.
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
Sólskinsferðir
I sumar leggjum við áherslu á ferðir beint í sóls'kinið á Mal-
lorka og Ibiza, án millilendinga. Ferðir þessar eru fyrir
löngu orðnar landsþekktar, enda koma Orvalsfarþegar sælir
og ánægðir heim. Við erum líka reynslunni ríkari og reynum
stöðugt að auka við og bæta þjónustu okkar. ykkar vegna.
Traustir fararstjórar
Á bæði Mallorka og Ibiza eru íslenskir Úrvalsfararstjórar,
sem búa yfir áralangri reynslu í fararstjórn. Þeir leysa úr
öllum vandamálum, auk þess sem þeir aðstoða viö val á
skoðunarferðum. Á Mallorka og Ibiza höfum við okkar
eigin skrifstofu, sem tvímælalaust eykur öryggi Úrvalsfarþega.
1 ' j l ;
L " r-íiM : M 1 í I j
, 1111 'á,, ríflU i li!: i ; í i
jjpI. ^ it j|| i I mpm-
Heildarvelta Spari-
sjóðs Hafnarfjarð-
ar jókst um tæp 60%
Nyja kökuhúsið opið á kvöldin