Morgunblaðið - 15.05.1979, Page 12

Morgunblaðið - 15.05.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI1979 Séð inn í heimilið & samyrkjubúinu. Fremst situr stúlka við sauma. Það skortir hvergi mannaflann. þessi mynd er úr niðursuðuverksmiðju. Hvaðan kem ur þaðog h vert íer það, allt þetta iólk? Punktar úr Kínaferð II - eftir Þorbjörn Guðmundsson Mér var ljóst áður en éj? íór til Kína. að 6g var að heimsa-kja fjölmennasta ríki jarðar. Það hljómar þvi kannski dálítið hjákátlega að segja að fólks- mersðin hafi komið hvað mest á óvart. En hvað cftir annað rak mann í rogastanz við að horfa á þetta iðandi mannhaf. Það var sama hvað len«i staðið var á svölum PekinKhótels og horft út á breiðstrætið fyrir framan. allt- af var þar þungur straumur fólks í báðar áttir, gangandi og hjólandi. en lítið um bfla. Hægt var að aka götu eftir götu og nær alltaf virtist mannmergðin jafn- mikil. Þetta átti þó ekki sízt við um Shanghai. Slíkt mannhaf hef ég aldrei séð. Segja má að gangandi fólk og fólk á hjólum hafi lagt göturnar undir sig, en þeir tiltölulega fáu bílar, sem þar voru, þurftu að brjóta sér leið þar í gegn. Þá kom sér vel að flautan var í lagi. Annar eins flutukonsert mun fáheyrður. Regnhlífaþak Við vorum í Shanghai eina rigningardaginn okkar í Kína. Regnhlífarnar mynduðu bókstaf- lega þak yfir gangstéttirnar og langt út á götu — því gangstéttir rúmuðu ekki allan fjöldann. Jafnvel hálfsmánaðar dvöl í landinu nægði mér ekki til þess að venjast þessu. Við vorum á ferð meðfram Perluá í Canton árla morguns síöasta dag heimsóknar- innar. Framundan var mikil brú yfir ána. Eftir henni rann hjól- reiðafólkið eins og stríður flaumur. Hvaðan kemur það og hvert fer það, allt þetta fólk? Það er næstum því að maður setji sig í skáldlegar stellingar. Fötin — einföld lausn Já, fólkið, það er mesti styrkur Kína — og mesta vandamál. Frumþarfirnar eru að sjálfsgöðu, að allir hafi í sig og á. Fatavanda- málið hafa’ Kínverjar leyst á einfaldan hátt. Allir klæðast eins, í Mao-jakka og buxur, jafnt karlar sem konur. (Réttara mun þó að kenna þennan klæðnað við Sun Yat-sen, foringja byltingarinnar 1911, sem steypti keisarastjórn- inni). Efnið í fötunum getur að vísu sagt nokkuð til um efnahag fólks og stöðu. í Shanghai og Canton gat þó að líta örlitla sundurgerð í klæðaburði, en þó eingöngu hjá konum. Hver blettur nýttur Fæðuöflunin er ekki eins auð- leyst. Þó segja Kínverjar að sá mikli árangur hafði náðst „eftir frelsun" að lengur þekkist ekki að fólk svelti. Einhversstaðar las ég að ef fyndist af tilviljun ræktan- legur blettur í Kína, sem ekki væri þegar nýttur, væri óðara kominn þangað her manns til ræktunar. Þetta finnst mér í rauninni vel geta staðizt. A leiðinni að Kína- múrnum ókum við m.a. eftir hrjóstrugu dalverpi eða skorningi, þar sem ekkert virtist nema urð og grjót. En víða höfðu verið hreinsaðir blettir, grjótið borið í garða, og ræktun hafin. Býlin þar voru sögð hluti af samyrkjubúi niðri á sléttunni. Hrað verður um fólkið? Við fórum í lest frá Shanghai til Hangchow, þriggja tíma ferð, en áður höfðum við ekið í bílum til Soochow. I þessum ferðum var farið yfir sléttur, þar sem voru víðáttumiklir akrar og hver blett- ur nýttur. Ræktunin stóð á mis- munandi stigi. A sumum ökrunum var nær fullþroska korn, en vinna stóð yfir á öðrum. Vélar sáust engar en maður við mann bograði þar við verk sitt. Þetta minnti óneitanlega á gamla, íslenzka sveitabúskapinn þar sem handaflið eitt var tiltækt. Nú hafa vélarnar leyst húskarlana og vinnukonurnar af hólmi hér og Kínverjar stefna einnig að vél- væðingu landbúnaðar síns. En hvað verður um fólkið, þegar vélarnar taka við störfum þess? Hafa ber í huga, hér er ekki um nokkra tugi þúsunda að ræða, ekki nokkrar milljónir, heldur nokkur hundruð milljóna. Iðnaður tekur við Eins og Wang Zhen varafor- sætisráðherra sagði er léttiðnaður númer tvö í áætlun leiðtoganna um efnahagsþróun landsins. Stefnt verður að því að smáiðnaðarfyrirtæki vítt og breitt um landið taki við þeim mannafla, sem landbúnaðurinn þarfnast ekki lengur. Mikið er að sjálfsögðu undir því komið, hvernig sú lífs- venjubreyting tekst. Hún verður ekki hrist fram úr erminni á einni nóttu í landi þar sem ríkjandi eru aldagamlar erfðavenjur meðal þjóðar, sem kunn er fyrir nægju- semi og sparsemi. Sú mun ekki heldur ætlun Kínverja. Ég fékk ekki betur skilið en þeir ætluðu að flýta sér hægt, þeir hefðu tímann fyrir sér og byggðu allt á lang- tímaáætlunum. Heimili á samyrkjubúi Mér varð það á áðan að bera íslenzka sveitabúskapinn fyrst á öldinni saman við þann kínverska. Þegar við heimsóttum heimili á samyrkjubúi utan við Shanghai greip mig enn sú hugsun að þarna væri kominn gamli „íslenzki" sveitabærinn þótt byggingarefnið og lagið væri annað. Þetta voru í raun þrjú sambyggð hús, einnar hæðar. Húsinu sem við komum í, var skipt í tvennt. Fremri hlutinn var stórt herbergi, sem virtist jafnt eldhús sem vinnuherbergi heimilisins. Þar var stór og mikil kolaeldstó, borð með kollum og gamall vefstóll. En fremst á gólfi sat ung stúlka við nýlega fótstigna saumavél og gerði sér flík. Hinum hlutanum var skipt í tvennt með hálfvegg. í þeim stærri var stór og glæsileg rekkja tjölduð af með flugnaneti, útskor- inn skápur, ein þrjú koffort hvert ofan á öðru og annað rúmstæði, sem virtist ekki í notkun. Þarna var gólfið steinlagt en moldargólf var í hinum hluta hússins. Sterk fjöl- skyldubönd Þarna bjó ung kona með tveimur dætrum sínum, en maður hennar var liðsforingi, pólitiskur kommissar, í flugher flotans, sem hefur aðsetur við Hainan-eyju. Kom hann heim einu sinni á ári og átti þá leyfi í mánuð. í næsta húsi bjó móðir hans. Hún leit inn til tengdadóttur sinnar á meðan við vorum þarna með aðra sonar- dóttur sína á handleggnum. Var framkoma þeirra óþvingað og frjálsmannleg. Virtust þær njóta gestakomunnar. í Kína eru fjölskylduböndin mjög sterk og algengt að þrír ættliðir búi undir sama þaki. Það er siðferðileg skylda barnanna að sjá fyrir öldruðum foreldrum, og þá fyrst og fremst sonanna, því að dæturnar flytja venjulega að heiman við giftingu. Nú, þegar stefnt er að því að hver hjón eignist aðeins eitt barn, er því draumur þeirra flestra að það verði sonur. Ástin ekki lengur bannorð A Islandi mun sennilega stofnað til flestra hjónabanda á dansiböll- um og öðrum skemmtunum. Ekk- ert slíkt fyrirfinnst í Kína eftir því sem ég komst næst. Ég spurði því krakkana í Shanghai-háskóla, hvar hjónaefni þar í landi kynnt- ust. „0, í skólunum, á vinnustöð- um og í nágrenninu heima,“ svör- uðu þau með glettnissvip. Annars sögðu þau að þetta væri orðið allt öðruvísi en á tímum „fjórmenn- ingaklíkunnar", þegar ástin var bannorð, vottur um holdlegar fýsnir og saurlifnað, ekki mátti minnast á hana í ritverkum né láta þær tilfinningar í ljós. Nú væri mönnum frjálst að tala um svo eðlilegan hlut í sambandi karls og konu. En ungmenni Kína flíka ekki ást sinni á almannafæri. Það er til dæmis ekki til siðs þar í landi að ungir elskendur leiðist á götum úti. Þó urðum við vör við að þeir laumuðust til þess, þegar húma tók að kvöldi og fáir sáu til. Kvölddroll er þar þó óþekkt fyrir- brigði, var okkur sagt. Snemma er gengið til náða og árla risið úr rekkju. Kínverjar eru iðjusöm þjóð. Hjólhesta- skógur í vestrænum ríkjum er skortur á bílastæðum vandamál, en við þann vanda þurfa þeir ekki að glíma í Kína. Þeim er nóg að sjá fyrir hjólastæðum, sem óneitan- lega eru miklu fyrirferðarminni. Gefið var upp að íbúar Peking væru 4,7 milljónir, en hjólahesta- eign borgarbúa er 3 milljónir. Við heimsóttum Sumarhöllina skammt utan borgarinnar á al- mennum frídegi, og annan eins skóg af reiðhjólum hef ég aldrei séð. Við giskuðum á að allir íslendingar gætu haft tvo eða þrjá eða fjóra til reiðar ættu þeir öll þessi hjól. Morgunleikfimi á götum úti Það eitt er öruggt að trimm-herferð er ónauðsynleg í Kína. Kínverjar fá nóga hreyfingu við störf sín og aukaæfingu á leið í og úr vinnu. Enda sáum við í öllum þessum manngrúa ekki einn einasta feitan mann eða konu. Allir voru grannir og vel á sig komnir líkamlega. Einn eða tveir leiðtogar, sem við hittum í kvöld- verðarboðum, gátu þó talist í sæmilegum holdum. Við vorum farin að halda að Kínverjar gætu alls ekki orðið feitir, en sú skoðun breyttist að vísu þegar við komum aftur til Hong Kong og sáum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.