Morgunblaðið - 15.05.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 15.05.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979 13 Hjólastæðin eru auðveldari viðtangs en bílastæðin. Frá breiðgötunni fyrir traman Peking-hótelið ættstofninn þar. Þar höfðu nokkr- ir safnað vel utan á sig. í þessu sambandi er rétt að geta eins, sem vakti athygli gestsins, þegar litið var út um gluggann á Ching Chiang-hóteli í Shanghai árla morguns. Á gangstéttinni gegntliótelinu var fjöldi Kínverja, karlar og konur, i morgunleikfimi, við einskonar Mullers-æfingar. Þetta virtust bæði hópæfingar, eða menn stunduðu þær einir sér óháðir öðrum. Var þetta nær eingöngu roskið fólk. Þarna þurfti engan Valdimar Örnólfsson. Bezt gæti ég trúað að í einhverjum ritum Maos formanns væri hvatt til líkamlegrar þjálfunar. Bannað að aka með ljós Hjólin eru mörg í Kína, en að sama skapi lítið um bíla. Bílar í einkaeign eru engir, ríkið á þá alla. Kínverjar hafa nú hafið nokkurn bílainnflutning frá Jap- an, en annars eru þeir framleiddir í landinu sjálfu. Eftir útliti að dæma eru þeir flestir ef ekki allir rússneskir að langfeðgatali. Bezt gæti ég trúað að verksmiðjurnar væru sniðnar að rússneskri fyrir- mynd eða fengnar þaðan á meðan allt lék í lyndi með þeim þjóðum. Það vakti athygli okkar að bílarnir óku ljóslausir, eða í bezta tilfelli með stöðuljós, jafnt í björtu sem myrkri. Hvernig á því stóð? Það var vegna slysahætt- unnar, sem af því stafaði að aka með ljós. Bílljósin blinduðu hjól- reiðamennina, sem rákust hver á annan og allt lenti í kös. Já, það er að mörgu að hyggja. Hið sama á ekki við alls staðar. Ar og skurðir mikilvæg samgönguleið Það leiðir af sjálfu sér, að hyggi Kínverjar á aukna bílaeign verða þeir að gera stórátak í vegafram- kvæmdum. Á þeim ferðamanna- slóðum, sem við fórum út fyrir borgir, voru vegirnir að vísu að mestu malbikaðir, en þar voru einnig kaflar, sem minntu á okkar „ágætu" íslenzku vegi. Rétt er þó að minna á að ár og bát- eða skipgengir skurðir eru mikilvægar samgönguleiðir þar í landi. Við ókum alllangan spöl með- fram einum skipaskurðinum og var þar mikil umferð fljótabáta. Var ekki óalgengt að fremsti báturinn væri með marga í togi, þannig að myndaðist löng lest. Virtist búið í fjölda þessara báta, að minnsta kosti var þar þvottur á snúrum og konur og börn auk karla. Það má skjóta því hér inn í, að við sáum enga bensínstöð í Kína, hvorki meðfram vegum né í borg- um, enda þeirra sennilega ekki þörf. Þar verður ekki komist langt á eigin bíl. Leigubila er hægt að fá, að minnsta kosti á stöðum þar sem reiknað er með að útlendingar geti verið einir á ferð. í Shanghai kostuðu þeir 35 jiao (100 jiao eru í einu jean) fyrir hvern ekinn kíló- metra. Launin Það gefur að skilja að launa- greiðslur eru ekki háar í þróunar- landi eins og Kína. Okkur var sagt að meðallaun verkamanns væru um 60 yean á mánuði (láta mun nærri að einn Bandaríkjadalur sé 1 */2 yean). í skipasmíðastöð sem við heimsóttum í Shanghai var okkur sagt að launin væru frá 41 yean upp í 124 yean hjá skipaverk- fræðingum. — í samyrkjubúinu, sem við heimsóttum, var okkur sagt, að meðallaunin væru 212 yean fyrir hvert hálft ár. Launin væru þó nokkuð misjöfn eftir afköstum. Peningana notar fólkið til matar og klæða. Auk þess hefur hver bóndi 66 fermetra reit þar sem hann getur ræktað fyrir sjálfan sig. Hvernig fólkið færi að lifa af þessum tekjum? Jú, það hafði vel í sig og á og „80 prósent af bændum eiga meira að segja peninga á banka til þess að mæta óvæntum útgjöldum". Annars geta menn fengið lán, ef í harðbakka slær. Fáir írídagar Þess ber þó að geta að ýmsa félagslega þjónustu frá Kínverjar ókeypis eða við vægu verði. Túlk- urinn vakti t.d. sérstaka athygli okkar á nýju sambýlishúsi í Pek- ing. Hann sagði að þeir, sem þar ættu heima, borguðu 5% af laun- um sínum í húsaleigu. Vinnudagurinn í Kína er 8 klst. á dag í sex daga vikunnar. Frí er í einn dag. Hjá flestum er það sunnudagur, en þó skiptist það dálítið eftir störfum. Verzlanir eru t.d. opnar á sunnudögum og í mörgum verksmiðjum er ekki sami frídagur. Er það gert til þess að nýta orkuna sem bezt. Auk þessara vikulegu frídaga, er frí 1. maí, á þjóðhátíðardaginn og 4 eða 5 aðra hátíðisdaga. Um sumarfrí eða önnur frí er ekki að ræða. „Vináttu- búðirnarét Verðið í „Vináttubúðunum", sem ætlaðar eru útlendingum, er örugglega ekki dæmigert fyrr verðlag í Kína, til þess er það allt of hátt. Við komumst meira að segja að því, þegar við komum aftur til Hong Kong, að verðið á kínverskum vörum í þessum búðum í Kína var allt að helmingi hærra en í Hong Kong. En nóg um það. Allir hafa heyrt talað um vegg- spjöldin í Kína þar sem ósjaldan hefur verið greint frá þeim í fréttum. Ég hafði gert mér í hugarlund að „veggurinn" í Pek- ing væri háreistari en hann er, en auðvitað skiptir það ekki máli, ef hann er nógu langur og ekki þýðir að líma spjöldin ofar en í leshæð. í hvert sinn, sem við fórum fram- hjá, var þar múgur og margmenni. Menn lásu það sem á spjöldunum stóð og ræddu málin. „Hverjir skrifa þessi spjöld?" spurði ég túlkinn. „Hver sem er“, var svarið. „Ef þú hefur til dæmis yfir einhverju að kvarta í sam- bandi viö vistina á Peking-hóteli, þá geturðu bara skrifað vegg- spjald og límt það upp.“ Nýtt símanúmer á afgreiöslu blaösins 83033 (rompton Porkinson Enskir rafmótorar einfasa 0-33—3 HÖ þrífasa 0.5 — 25 HÖ Gírmótorar 0.5 —7.5 HÖ VÖNDUÐ VARA HAGSTÆTT VERÐ VALD. POULSEN -f SUÐURLANDSBRAUT1Ú — SÍMAR: 38520-31142

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.