Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1979 Brezhnev & sonur Veikindi Leonid Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna, vekja stöðugt athygli. Þau komu berlega í Ijós í Moskvu-heimsókn Giscard d’Estaings Frakklandsforseta á dögunum þótt heimsóknin geti verla hafa krafizt mikils af sovézka forsetanum. Læknar Brezhnevs hafa ráðlagt honum að ferðast ekki með flugvélum. Á ferðum til Azerbaidzhan og Búlgaríu nýverið hefur hann ferðazt með járnbrautarlestum, jafnvel þótt það kostaði hann þau óþægindi að fara um Rúmeníu. Brezhnev er ekki nógu góður til heilsunnar til að fara til Washington til að undirrita nýjan Salt-samning. Þess vegna varð Vín fyrir valinu og þar fer undirritunin fram 15. júní n.k. Þegar þannig er ástatt aukast allar vangaveltur um hugsanlega eftirmenn Brezhnevs og auðvelt er að benda á menn eins og Kiril- enko, Chernenko og nokkra aðra yngri menn sem koma sterklega til greina. En minna hefur verið fjallað um fjölskyldur sovézku leiðtoganna. Brezhnev hefur kom- ið mörgum vinum sínum og sam- starfsmönnum fyrir í æðstu stjórn kommúnistaflokksins. Fjölskyldu- sambönd hafa mikil áhrif á stöðu- veitingar í Sovétríkjunum og frændsemissjónarmið eru oft látin ráða. Heiðursmerki Athyglin hefur beinzt mikið að undanförnu að syni Brezhnevs, Yuri Leonidovich Brezhnev, sem nýlega fékk enn eitt heiðursmerki. Hann gegnir nú starfi fyrsta varautanríkisviðskiptaráðherra. Hann virðist eiga föður sínum skjótan frama sinn að þakka, enda er ráðherrann sjálfur, Nikolai Patolichev, sjötugur að aldri. Yuri Leonidovich Brezhnev er fæddur í Deprodzerzhinsk 1933 og útskrifaðist frá málmfræðistofn- uninni í Denpropetrovsk 1955. Yuri ákvað að íiann skyldi njóta allra þeirra lífsgæða, sem börnum sovézkra forystumanna standa til boða, og þá ekki síður þeirra gæða, sem vestræn ríki geta boðið. Hann ákvað því að fá sér starf, sem gæti gefið honum kost á utanlandsferð- um. Árið 1960 útskrifaðist hann frá utanríkisviðskiptastofnuninni og hóf störf hjá ríkisfyrirtæki sem flytur inn tæki og vélar til létta- iðnaðarins. Þannig átti hann kost á við- skiptaferðum til útlanda og 1965 varð hann deildarstjóri í sovézku viðskiptanefndinni í Svíþjóð þar sem hann varð síðan sovézkur viðskiptafulltrúi. Hann var hækk- aður í tign 1970 og skipaður formaður innflutnings- og út- flutningsfyrirtækis, sem útvegar hráefni til iðnaðar og það táknaði að hann hafði bækistöð í Moskvu, en gat haldið áfram að ferðast til útlanda í viðskiptaerindum með öllum þeim forréttindum sem því fylgir. Ferill hans fram til þessa var ekki frábrugðinn ferli annarra sona sovézkra valdamanna, en í febrúar 1976 var hann kosinn einn nokkura þúsunda fulltrúa á 25. þingi sovézka kommúnistaflokks- ins og þann heiður hlaut hann greinilega frekar út á nafnið en fyrir hæfileika sína. Og í desem- ber sama ár var hann skipaður varautanríkisviðskiptaráðherra, án þess að það væri tilkynnt opinberlega eins og venja er, sennilega til að vekja ekki grun- semdir um að annarlegar ástæður hafi búið á bak við. En óvíst er að Brezhnev hafi beinlínis fyrirskip- að stöðuveitingu sonar síns: alveg er eins líklegt að valdamenn, sem gátu skipað hann í stöðuna, hafi gert það til að koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Undirskrift Síðasta stöðuhækkun Yuris varð kunn þegar hann skrifaði undir grein í Pravda 22. marz sl. sem fyrsti varautanríkisviðskipta- ráðherra. Undirskriftin var að heita má það eina markverða, er birtist í greininni. Hún var upp- full af útjöskuðum slagorðum og laus við allan frumleika og rökvísi, sem gæti réttlætt skjótan frama hans. Auk þess var hann sæmdur orðu búlgarska lýðveldisins í janúar fyrir þátt hans í því að koma á ferjusamgöngum milli Sovétríkj- anna og Búlgaríu. í marz var honum veitt orða októberbylting- arinnar fyrir framlag hans til nýtingar gassvæðanna í Orenburg í þágu Comecons. Það er frekar fágætt að ungur skrifstofustarfs- maður fái slíka viðurkenningu fyrir venjuleg skyldustörf. Drykkjuskapur Yuris á ferðum erlendis hefur vakið athygli, en Galina systir hans hefur sætt miklu meiri gagnrýni fyrir lífs- hætti sína. Ahrif föður hennar virðast vera skýringin á aðdrátt- arafli hennar eftir myndum að dæma. Hún er þrígift og núver- andi eiginmaður hennar, Yuri Churbanov, er varainnanríkisráð- herra og yfirmaður stjórnmála- deildar MVD. Sjálf hefur Galina Leonidovna mikilvæga stöðu hjá Novosti-fréttastofunni. Þriðja barn forsetans, Mikhail, fékk upp- töku í háskólann í Moskvu þrátt fyrir harða samkeppni og er tal- inn leggja fyrir sig blaðamennsku. Brezhnev er ekki einn um það að hjálpa börnum sínum að komast áfram. Dóttir Kosygins forsætis- Pabbi Brezhnev Blómlegt fyrír- greióslu- kerfi í Sovét- ríkjunum ráðherra, Lyudmila, er kandídat í ensku og stundar rannsóknarstörf í Vísindaupplýsingastofnuninni. Eiginmaður hennar, Dzermen Gvishiani, er forstöðumaður Rík- isvísinda- og tækninefndarinnar og er talinn háttsettur í KGB. Þau ferðast líka óft til útlanda. Önnur dóttir Kosygins er sögð forstöðu- kona ríkisbókasafns erlendra bóka ríkisins. Gromyko Jr. Sonur Andrei Gromykos utan- ríkisráðherra, Anatoly, hefur gegnt ýmsum mikilvægum emb- ættum í utanríkisþjónustunni, meðal annars eftirsóttri stöðu í sendiráðinu í Washington, og dóttir hans lagði stund á ensku í háskólanum í Moskvu og Alþjóða- málastofnuninni, sem mikil að- sókn er að. Sonur Ivan Kapitobovs flokksritara er diplómat, en Igor sonur Yuri Andropovs, yfirmanns KGB, hefur fengið að stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum og dóttir hans hefur lagt stund á erlend tungumál í háskólanum í Moskvu. Vert er að hafa í huga að flokksleiðtogar hvetja ekki börn sín að fá sér framtíðaratvinnu í flokkskerfinu og vilja heldur að þau fái sér áhugaverð störf hjá hinu opinbera, í blaðamennsku eða rannsóknarstörf, þar sem breytingar á pólitískum völdum feðra bitni ekki á þeim, en þeim verði tryggð forréttindi til lang- frama. Að vísu eru sum störf viðkvæmari en önnur og tengda- sonur Krúsjeffs, Alexei Adzhubei, varð ekki langlífur í starfi rit- stjóra Izvestia eftir fall Krúsjeffs. Hins vegar hafði fall hans ekki áhrif á son hans Sergei Krúsjeff, sem er verkfræðingur, þótt mögu- leikar hans á stöðuhækkunum séu minni en áður. Sama máli gegnir með Mikhail Mazurov, son Kiril stjórnmála- ráðsfulltrúa, sem var nýlega sett- ur af og hann nýtur sem fyrr forréttinda sem vísindalegur emb- ættismaður og dýrafræðingur og Feðurnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.