Morgunblaðið - 15.05.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1979
Ingólfur Jónsson,
Hellu, sjötugur
Ingólfur Jónsson er fæddur í
Bjóluhjáleigu, í Holtum 15. maí,
1909. Foreldrar hans voru hjónin
Anna Guðmundsdóttir og Jón
Jónsson bóndi þar og síðar á
Hrafntóftum. Hann stundaði nám
í Hvítárbakkaskóla 1927—1929.
Kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins
Þórs á Hellu frá stofnun þess 1935
til 1953 og er nú stjórnarformaður
þess. Alþingismaður 1942—1953,
1. þm. Rangæinga 1953—1959, 1.
þm. sunnlendinga 1959—1978.
Viðskipta- og iðnaðarráðherra
1953—1956 og fór þá einnig með
heilbrigðismál, flugmál, póst- og
símamál. Landbúnaðar- og sam-
göngumálaráðherra 1959—1971.
Þá hefur Ingólfur setið í ýmsum
stjórnum og nefndum m.a. for-
maður kjötverðlagsnefndar 1942,
raforkuráði frá 1946 og form.
stjórnar Framkvæmdastofnunar
ríkisins 1974—1978.
Ingólfur kvæntist árið 1935 Evu
Jónsdóttur, Jónssonar, bónda á
Árbæ í Holtum og konu hans,
Guðlaugar Ólafsdóttur. Þau hjón
eiga tvö börn: Guðlaug er gift
Garðari Ólafssyni, úrsmið, og búa
þau á Seltjarnarnesi, og Jón Órn,
lögmaður í Reykjavík. Kona hans
er Ástríður Jónsdóttir.
Ásamt nokkrum bændum í
Rangárþingi, beitti Ingólfur sér
fyrir stofnun Kaupfélagsins Þórs
á Hellu, árið 1935 og varð fram-
kvæmdastjóri þess. Þá komu strax
í ljós þeir eiginleikar Ingólfs, sem
hann hefur í ríkum mæli, miklir
vitsmunir og óvenjulegur dugnað-
ur. Hann stýrði kaupfélaginu af
áræði og framsýni, enda varð það
brátt að traustu og öflugu fyrir-
tæki, sem ruddi braut í atvinnu-
og hagsmunamálum héraðsbúa á
ýmsum sviðum. Með starfi sínu
sem kaupfélagsstjóri lagði Ingólf-
ur grundvöll að þeirri byggð, sem
síðan hefur risið á Hellu, enda er
nafn hans tengt við staðinn svo
traustum böndum að vart verða
sundur slitin.
Þegar sjálfstæðismenn í Rang-
árþingi þurftu að velja sér fram-
bjóðendur fyrir Alþingiskosning-
arnar vorið 1942 var þeim mikiíl
vandi á höndum. Þingmenn
flokksins fyrir síðustu kosningar
áður, árið 1937, biðu lægri hlut
fyrir framsóknarmönnum. Nú var
annar þeirra fallinn í valinn og
hinn horfinn að öðrum störfum og
ófáanlegur til að heyja kosninga-
baráttu í Rangárvallasýslu. Ekki
var annað vitað, en báðir þing-
menn Rangæinga myndu leyta
eftir endurkjöri. Þeir voru vinsæl-
ir og mikilsvirtir embættismenn í
sýslunni og veldi Framsóknar
mikið. Það þótti því ekki fýsilegt
að ganga út á þennan orustuvöll af
hálfu sjálfstæðismanna. Eftir
miklar umræður varð niðurstaðan
sú að Ingólfur á Hellu og Sigurjón
í Raftholti yrðu frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins. Það var þá,
og er enn, samhljóða álit sjálf-
stæðismanna að með þessum
málalokum hafi þessi mál vel
skipast.
Við kosningarnar varð Ingólfur
landskjörinn þingmaður. Um
haustið 1942 var kjördæmabreyt-
ing komin til og skipaði Ingólfur
þá fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins og Sigurjón var í öðru
sæti listans. Um þetta varð fullt
samkomulag meðal sjálfstæðis-
manna og hélst óbreytt til 1959, að
núverandi kjördæmaskipan komst
á. Eftir það skipaði Ingólfur
fyrsta sæti á lista flokksins á
Suðurlandi og varð svo til 1978, að
hann gaf ekki kost á því lengur.
Ingólfur þurfti því aldrei að heyja
baráttu fyrir þingsæti sínu. Það
var ölum ljóst haustið 1942 að
hann yrði kjörinn þingmaður.
Síðan var það samhljóða skoðun
sjálfstæðismanna í Rangárþingi
og á Suðurlandi, hvert sæti hann
ætti að skipa. Þetta vissi Ingólfur
og er ekki vafi á því að vitneskjan
um eindreginn stuðning flokks-
manna í eigin kjördæmi varð
honum hvatning til að afla Sjálf-
stæðisflokknum aukins fylgis og
styrkur til að koma áhugamálum
sínum og umbjóðenda sinna í
framkvæmd.
Sumarið 1942 skipaði Ólafur
Thors, Ingólf formann kjötverð-
lagsnefndar. Á þessum tíma var
afurðaverð til bænda lágt, „Breta-
vinnan" í fullum gangi. Sóttust
menn sérstaklega eftir að komast
í hana, bændur og annað sveita-
fólk, jafnt sem aðrir. Ingólfur
sýndi þá að hann var framsýnn og
stórhuga og hækkaði kjötverðið til
bænda um 100%. Enginn vafi er á
því að þessi ráðstöfun varð mjög
til þess að draga úr fólksflutningi
úr sveitunum, frá því sem annars
hefði orðið, enda var ekki annað
talið fært en hækka verðið á
mjólkinni til samræmis.
Harðri gagnrýni sætti Ingólfur
fyrir þessa ákvörðun, en það er
hlutskipti stjórnmálamanna, ekki
síst þegar þeir taka djarfar
ákvarðanir.
Ingólfur varð ráðherra árið 1953
í ráðuneyti Ólafs Thors, ásamt
Bjarna Benediktssyni fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og sýnir það hvers
álits hann hefur notið meðal
forystumanna flokksins. Ráð-
herrastörfin vann Ingólfur með
þeim hætti, að þegar viðreisnar-
stjórnin var mynduð árið 1959,
mun hafa þótt sjálfsagt að hann
tæki þar sæti. Varð hann ráðherra
meðan viðreisnarstjórnin sat að
völdum til ársins 1971 og fór með
landbúnaðar- og samgöngumál.
Með stjórnmálastarfi sínu skip-
aði Ingólfur sér í sveit áhrifa-
mestu stjórnmálamanna þjóðar-
innar á þessum árum. Mest lét
hann málefni dreifbýlisins til sín
taka, enda verið ótrauður mál-
svari bænda alla tíð og hefur
mikla þekkingu á málefnum land-
búnaðarins.
Af fjölmörgum málum, sem
Ingólfur hefur á löngum stjórn-
málaferli beitt sér fyrir, má sér-
staklega nefna, auk flestra eöa
allra helstu málefna landbúnaðar-
ins, rafvæðingu sveitanna og var-
anlega vegagerð út frá aðalþétt-
býlissvæðum landsins. Saga þess-
ara mála verður ekki sögð, án þess
að Ingólfs verði sérstaklega getið.
Nú er Ingólfur formaður félags,
Jarðefnaiðnaðar h.f., sem er að
láta rannsaka jarðefni á Suður-
landi í þeim tilgangi að komast að
hvaða verðmæti þar kunni að vera
fólgin. Er þetta stórmerkilegt
verkefni og ánægjulegt að það
skuli vera undir svo góðri og
öruggri forystu.
Þeir eru orðnir margir, sem
leitað hafa til Ingólfs og óskað
liðsinnis hans til að fá fyrir-
greiðslu mála sinna hjá ýmsum
aðilum. Væri til skrá yfir þau
erindi öll, þá væri sá listi bæði
langur og fjölbreytilegur. Mun það
næsta fátítt að menn leggi sig svo
mjög fram um að greiða götu
annarra. Sá tími, sem Ingólfur
virðist hafa haft til að sinna
þessum vandamálum annarra,
ásamt öðrum umfangsmiklum
störfum, er alveg með ólíkindum.
Fer vart hjá því að honum hafi
verið og sé ríkt í huga, „að það
besta, sem maður gerir sjálfum
sér sé að gera öðrum gott“. Enn
leita menn til hans í alls konar
erindum, til að fá fulltingi hans
við úrlausn mála sinna. Þeir munu
því æði margir sem á þessum
tímamótum á ævi Ingólfs hugsa til
hans þakklátum huga.
Á fyrstu árum Ingólfs og Evu á
Hellu má segja að þau hafi byggt
skála yfir þjóðbraut þvera. Kom
þar til gestrisni húsráðenda og
þörf starfsmanna og viðskipta-
manna kaupfélagsins og annarra
vegfarenda. Þá og alla tíð síðan
hefur heimili þeirra verið opið
fyrir þá fjölmörgu, sem átt hafa
erindi við húsbóndann og öllum
jafn vel tekið. Hefur húsmóðirin
ekki síður átt hlut að því máli,
hvað gott er að koma á heimili
þeirra hjóna, hvort heldur er á
Hellu eða í Reykjavík.
Eftir að hafa unnið að verslun-
armálum í nær hálfa öld, verið
alþingismaður í 36 ár og 15 ár í
ráðherrastóli, getur Ingólfur nú á
sjötíu ára afmæli sínu litið yfir
farinn veg og séð mikinn árangur
af störfum sínum, meiri en flestir
aðrir. Fyrir nokkrum dögum barst
í tal við mann, sem þekkir vel til
starfa Ingólfs að hann væri að
verða sjötugur. Þá sagði þessi
maður að hann hefði komist að
þeirri niðurstöðu að Ingólfur nyti
meiri og almennari virðingar en
nokkur annar stjórnmálamaður á
Suðurlandi á þessari öld. Ég ætla
að þetta sé ekki ofmælt.
Ingólfur og Eva dvelja erlendis
þessa dagana. Þeim fylgja góðar
óskir og hlýjar kveðjur frá Hellu
og úr Rangárþingi á þessum tíma-
mótum.
Jón Þorgilsson.
Ingólfur Jónsson er tvímæla-
laust í hópi mikilhæfustu stjórn-
málaforingja þjóðarinnar síðustu
áratugina, og má víða sjá spor
hans í íslenzku þjóðlífi, því að
hann hefur átt drjúgan þátt í
margvíslegum framförum.
Það er ekki ætlun mín að rekja
æviferil eða starfssögu Ingólfs
Jónssonar á þessum tímamótum í
ævi hans, enda yrði það alltof
viðamikið efni í stutta afmælis-
grein, heldur langar mig fyrst og
fremst til að biðja Morgunblaðið
að flytja þessum góða vini mínum
einlægar þakkir fyrir áratuga
samstarf og vináttu, sem aldrei
hefur borið skugga á.
Kynni okkar Ingólfs hófust
skjótlega eftir að ég hóf afskipti
að stjórnmálum, en hann var þá
kominn í hóp þeirra manna, er
mest létu að sér kveða í Sjálf-
stæðisflokknum, enda hafði hann
þá þegar í heimahéraði sínu sýnt
það baráttuþrek og forystuhæfi-
leika, sem ætíð hafa einkennt
hann, og unnið sér mikið traust
Rangæinga, sem leiddi til þing-
kjörs hans 1942. Varð stjórnmála-
andstæðingum hans fljótt ljóst, að
hann var ekkert lamb að leika sér
við á barattuvellinum, en jafn-
framt fundu Rangæingar
almennt, að hér var á ferð for-
ingjaefni, sem líklegt væri til að
bera framfaramál þeirra fram til
sigurs, ef þeir stæðu fast að baki
honum. Þetta gerðu Rangæingar,
og ég hygg, að eftir áratuga
forystu Ingólfs Jónssonar sé u fáir
ef nokkrir í Rangárþingi og raun-
ar á Suðurlandi öllu, sem ekki
viðurkenna gifturíka og glæsilega
leiðsögn hans.
Þegar ég kom sem nýliði á
Alþingi, var Ingólfur Rangæinga-
goði kominn þar í forystusveit
Sjálfstæðismanna. Kom af sjálfu
sér, að ég leitaði oft ráða hjá
honum, einkum í sambandi við
hagsmunarmál sveita og landbún-
aðar, en hagur bænda og búskapar
hefir ætíð verið ríkasti þátturinn í
stjórnmálastarfi Ingólfs Jóns-
sonar, þótt ótal mörg önnur mál
hafi hann látið sig miklu varða.
Hefir hann aldrei verið smátækur
í kröfum sínum fyrir bændur og
ekki trútt um, að ýmsum hafi á
stundum þótt nóg um. En hvað
sem segja má um það efni, þá
hefir það ætíð verið meginstefnu-
mið hans í málum bænda, að þeir
byggju ekki við lakari kjör en
aðrar þjóðfélagsstéttir, hvorki
varðandi efnahag né félagslega
aðstöðu. Held ég, að engum sé gert
rangt til, þótt staðhæft sé, að flest
stærstu spor í framfaramálum
íslenzks landbúnaðar hefi verið
stigin undir forystu Ingólfs Jóns-
sonar. Mun fremur þeirra skoðun-
ar gæta í dag, að sum þau spor
hafi verið of stór, en það er önnur
saga, sem ekki verður rakin hér,
en gerir á engan hátt minna hið
mikla starf Ingólfs Jónssonar.
Víst var umdeild hin mikla hækk-
un búvöru undir forystu hans í
Kjötverðlagsnefnd 1942, en það er
þó óumdeilt, að fátt hefir meira
stuðlað að jafnræði bænda við
aðrar stéttir í kjaramálum. Segja
má, að framleiðslustefnan í land-
búnaði hafi skilað of miklum
Fimmta stjórn Ólafs Thors: Frá vinstri: Ingólfur Jónsson, Bjarni Benediktsson, óiafur Thors, Birgir Thorlacius forsetaritari, Ásgeir
Ásgeirsson, forseti íslands, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gfslason og Gunnar Thoroddsen.