Morgunblaðið - 15.05.1979, Side 23

Morgunblaðið - 15.05.1979, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1979 27 Úlgefandi Framkvsmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 ménuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Rádherrarnir í hár saman Enn einu sinr.i er það orðið eitt helzta frétta- efni fjölmiðla, að ríkis- stjórnin jíeti ekki komið sér saman um það, hvernig haldið skuli á málefnum þjóðarinnar. Ut af fyrir sig getur þetta ekki talizt til tíðinda. h>á því að ríkis- stjórnin var mynduð hafa störf hennar einkennzt af hiki, sundurlyndi or hrossa- kaupum. Ojí forystumenn stjórnarflokkanna hafa rifizt Ojí karpað um það, hvað sé hverjum að kenna og hver hafi brugðizt hverjum. Ekki er nema mánuður síðan ríkisstjórnin kom efnahagsráðstöfunum sínum fram á Aiþingi. Þá var því á loft haldið, að þær ættu að duga til langrar framtíðar og væru byggðar á traustum grunni, þar sem væri sam- komulag og samráð við laun- þegahreyfinguna í landinu. Enn fremur var að því gum- að, að þessar ráðstafanir væru vel grundaðar og tækju til fjölmargra þátta efnahagsmálanna. Og verður því að vísu ekki neit- að að aðdragandinn var langur og fyrir margra hluta sakir óvenjulegur. Þannig var stefnan mörkuð í grein- argerð með efnahags- ráðstöfununum í desember, síðan var þriggja ráðherra nefnd sett í málið og forsæt- isráðherra lagðí frumvarp sitt fram í ríkisstjórninni í febrúar. Framhaldið kunna svo allir, heitingar stjórnar- flokkanna og brigzlyrði hvers í annars garð, unz samkomulag tókst að síð- ustu um endanlega gerð efnahagsráðstafananna. Þó þannig, að enginn stjórnar- flokkanna var ánægður en allir óánægðir. Þegar lögin voru endan- lega afgreidd frá Alþingi lagði forsætisráðherra sér- staka áherzlu á það annars vegar að ekki kæmi til frek- ari grunnkaupshækkana á árinu. Hins vegar væri öll- um stéttarfélögum frjálst að semja um frekari grunn- kaupshækkanir. Rökin fyrir því, að þetta hvort tveggja átti að geta staðizt, voru þau, að samkomulag hefði tekizt milli verkalýðshreyf- ingarinnar og ríkisstjórnar- innar um það, að ekki kæmi til grunnkaupshækkana á árinu. Eftir atkvæðagreiðsl- una í BSRB var þessi stefna ríkisstjórnarinnar hrunin til grunna. Vinnustöðvun skall á hjá farmönnum og verður ekki séð fyrir endann á henni. Mjólkurfræðingar hafa hafið verkfallsaðgerðir og flugumferðarstjórar tor- velda flug með forföllum. Síðan flugmannadeilan skail á fyrir páska hafa einstakir ráðherrar hvað eftir annað lýst því yfir í blöðum að nauðsynlegt væri að grípa inn í vinnudeilur með lögum og banna verk- föll. Fram til þessa hefur þetta þó ekki orðið annað en gaspur eitt, en þó haft áhrif að því leyti, að óróinn á vinnumarkaðinum hefur aukizt og tortryggni laun- þega í garð ríkisstjórnarinn- ar vaxið með hverjum degin- um sem líður. Jafnframt hefur það gerzt, sem er sennilega einsdæmi, að stjórnir Verkamanna- sambands íslands og Alþýðusambands íslands hafa samþykkt ályktanir, sem ekki verða skildar öðru vísi en svo, að þær séu að biðja um það, að löggjafinn grípi einhliða inn í kjara- deilur með löggjöf og bindi kaupgjald á árinu. Ekki eru þessari ályktanir þó traust- vekjandi með hliðsjón af því, að þeir, sem að þeim standa, eru sömu mennirnir og hæst hrópuðu á samningana í gildi fyrir ári. Útspil Verka- mannasambandsins og Alþýöusambandsins er því flokkspólitískt og engin ástæða til að ætla annað en að stjórnir beggja þessara launþegasamtaka snúi við blaðinu, ef þeim þykir það henta flokkspólitískum hagsmunum sínum. Engum blandast lengur hugur um, að ríkisstjórnin er endanlega búin að missa öll tök á launamálunum og þar með þróun efnahags- mála. Nú er í fyrsta skipti farið að tala um það, að verðbólgan fari yfir 100%. Á sama tíma og þetta gerist eyða einstakir stjórnarþing- menn tímanum í að rífast um ráðherrabíla, en ráð- herrarnir karpa um minni- háttar mál. Þannig hefur þetta gengið upp aftur og aftur síðan ríkisstjórnin var mynduð. En þjóöin verður að þreyja þorrann og góuna í von og raunar vissu um að það vori um síðir í íslenzkum stjórnmálum með nýjum kosningum. Skútan fór he” ísjónumogtve borð en allt en EKKI mátti miklu muna að ævin- týraferð sex Breta frá Bristol í Englandi til Vestmannaeyja yrði þeirra síðasta ferð. SíðdeKÍs á laugardaK varð fley þeirra, 34 feta lön>? skúta, fyrir brotsjó í 10 vindstigum rúmle(?a 30 mílum suður af Vestmannaeyjum. Skútan fór heilan hrin>? í sjónum áður en hún rétti sig við. Tveir af áhöfninni féllu útbyrðis, þau Paul James ok Jenny CollinKridKe. sú síðarnefnda er skipstjóri á skútunni, kven- maður. sem KrcinileKa lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þau tvö voru uppi á dekki við stýri skútunnar er sjórinn reið yfir. Félagar þeirra í vistarverun- um voru fljótir að átta sig er skipið rétti sig við og telja að þau hafi náð Jenny og Paul James um borð eftir 1—2 mínútur í sjónum. Vél skipsins laskaðist í brotsjón- um og einnig ýmis siglingatæki skútunnar, ekki tókst að ná sam- bandi við land og sjór fór í mat áhafnar, auk ýmislegs annars sem á bjátaði. Skipverjum tókst þrátt fyrir áfallið að halda siglingu sinni áfram fyrir seglum og eftir 36 erfiðar klukkustundir án matar og svefns náðu þau landi í Vest- mannaeyjum snemma í gærmorg- un. Enginn í Eyjum vissi neitt um ferðir skútunnar fyrr en hún dólaði inn á höfnina. Áhöfnin var hrakin og köld og Paul James nokkuð slasaður. Öll áhöfnin fékk góða aðhlynningu á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og þar liggur Paul James enn með brotin rifbein og slitin liðbönd, en mun að mestu hafa sloppið við alvarleg meiðsli. En morgunblaðið leit við á sjúkrahúsinu í Eyjum síðdegis í gær var verið að útskrifa skip- verja skútunnar að Paul James undanskildum. Við spjölluðum við skipverja og þá fyrst við skipstjór- ann Jenny Collingridge, konu um þrítugt á.a.g. en ekki vildi hún gefa upp aldur sinn við blaða- mann. Það lá beint við að spyrja hvaða ferðalag hefði verið á þefm. — Við lögðum upp frá Bristol 5. maí síðastliðinn og hefðum orðið í Vestmannaeyjum á laugardags- kvöld ef veður hefði ekki spillst síðari hluta leiðarinnar, segir Jenny. — Framan af gekk ferðir mjög vel og við reyndum m.a. að fara upp í klettinn Rockall. Það tókst þó ekki þar sem svo mikið sog var við klettinn, en samt ekki Skipverjar á Windrift of Clyde hressir um borö í skútu sinni síödegis í gær: Arthur Davies, Jenny Collingridge skipstjóri, John Wilson, Carla McAskill og Gordon R. Clark. vont veður. í fyrra fór fólk þangað og skildi eftir kampavínsflösku. Við ætluðum að hirða kampavínið, en skilja eftir gott Whisky, en það verður að bíða betri tíma. — Á laugardag gerði mjög vont veður og vindhæðin hefur örugg- lega verið 10—11 vindstig. Um kvöldið fengum við síðan á okkur brotsjó, sem sneri skútunni alveg heilan hring í sjónum áður en hún rétti sig við. Síðar fór hún hálf- hring, en rétti sig þá við. Þetta er versta veður, sem ég hef lent í og veðrið gekk ekki niður fyrr en á sunnudag. Síðasta spölinn hingað inn til Vestmannaeyja áttum við hinsvegar í erfiðleikum með að komast áfram vegna logns, segir Jenny. Hún vill greinilega ekki gera mikið úr þessum erfiðleikum og er kona orðvör. Auglýsti eftir ferÖafélögum“ í Vestmannaeyjum voru menn í gær heldur efins í að skútan hefði farið heilan hring í sjónum og rétt sig síðan við aftur án þess að mastur skútunnar gæfi sig. Skip- verjar í Windrift of Clyde voru þó sammála um að ástæðulaust væri að rengja það og eftir að hafa spjallað við þessa rólegu og yfir- veguðu Breta getur maður ekki annað en trúað sögu þeirra. Á bryggjunni í Vestmannaeyjum var margt sem athygli vakti. Menn voru á einu máli að það væri kraftaverk að skútan skyldi hafa komist yfir hafið í því veðri, sem gengið hefði yfir síðustu daga. Skútan er smíðuð í Skotlandi fyrir tveimur árum og Jenny er eigandi hennar ásamt manni sín- um. Hann ætlaði að koma með í siglinguna til Islands, en hætti við á síðustu stundu er honum var boðið að taka þátt í merkri kapp- siglingu ásamt kunningja sínum. Skútunni hafði fyrir íslands- ferðina verið siglt um 500 mílur og þá eingöngu með ströndum Bret- lands. Á sumrin hefur hún verið leigð ferðafólki í Skotlandi og þangað var ferðinni heitið héðan. Ástæðan fyrir því að Jenny og félagar voru svo snemma árs á ferðinni var sú að aðalferða- mannatíminn er ekki byrjaður í Skotlandi, en áætlunin var að skútan yrði komin til Skotlands fyrir mánaðamót. Sú áætlun ætti að geta staðist því ný áhöfn heldur í dag frá Reykjavík til móts við Jenny, sem ótrauð ætlar að halda ferðinni áfram. Paul James þarf að dvelja einhverja daga á sjúkra- húsinu í Eyjum, fjögur halda til Reykjavíkur næstu daga, en á fimmtudag heldur Jenny áfram með fimm nýjum mönnum. Óhappið suðaustur af landinu breytir í engu upphaflegri ferða- áætlun og það var allan tímann ákveðið að skipt yrði um áhöfn í Vestmannaeyjum. Hópurinn, sem tekur þátt í þessari ævintýraferð hefur einlægan áhuga á siglingum. Þau eiga það líka sameiginlegt að hafa undanfarið stundað nám við kvöldskóla í Bristol. Jenny var þó ekki í þessum skóla til að læra, heldur kenndi hún siglingafræði við skólann, sen skipsfélagar hennar lögðu stund á hinar ýmsu Hrakningar sex Breta í 10 vindstigum á lítiUi skútu á leið frá Englandi til Vestmannaegja Jenny Collingridge ræöir viö Paul James á sjúkrahúsinu í Eyjum í gær, en pau fóru bæöi fyrir borö er skútunni hvolfdi síödegís á laugardag. James rifbrotnaði og liöbönd slitn- uöu, en aörir skipverjar slösuðust ekki. (Ljósmynd Sigurgeir Jónasson). greinar í skólanum. Eina góðan veðurdag ákvað skipstjórinn Islandssiglinguna og auglýsti í skólanum eftir fólki sem hefði áhuga á að slást í förina. Margir voru um hituna, en þeir útvöldu lögðu af stað 5. maí eins og áður sagði, þ.e.a.s. fyrri hópurinn, en sá seinni flaug til íslands til að leysa af í Vestmannaeyjum. „.... Væri það síðasta, veðrið var svo hrikalegt...“ Bifreið Sigurgeirs ljósmyndara var notuð til að selflytja mann- skapinn af Windrift of Clyde frá sjúkrahúsinu niður í skútuna. Fimmmenningarnir virtust siumir nokkuð slegnir yfir atburðum, en voru greinilega að jafna sig eftir volkið. Átökin við Ægi síðustu daga sat þó í mönnum og ekki var laust við að brakaði í liðamótum þegar setzt var upp í bílinn — enda verkefni þessa fólks síðustu daga að fást við segl og kaðla. Þeir Gordon R. Clark og John Wilson sögðu okkur að er báturinn fór hring í sjónum hefði olíurör gefið sig og við það hefði vélin tekið loft. Eftir það varð vélinni ekki komið í gang og því þurfti að notast við seglin eingöngu það sem eftir var leiðarinnar. Þegar óhappið varð sat Wilson við borð bakborðsmegin í vistaverum skút- unnar. Þegar hann rankaði við sér eftir hringferðina hafði hann flog- ið á rúðu stjórnborðsmegin og mölbrotið hana. Vatn komst í einhver tæki og þar á meðal í neyðarsendi. Þau reyndu 12 sinnum að ná sambandi viö land eða nærstatt skip í gegnum stöðina en án árangurs. Sjókort urðu öll sjóblaut, sömu- leiðis fatnaður allur og allt laus- legt um borð. Matur, sem ekki var í sérstökum umbúðum, eyðilagðist og áhöfnin borðaði hvorki né svaf þá 36 tíma sem liðu áður en þau náðu til Eyja. En hvað hugsuðu þeir félagar þegar veðrið var sem verst og báturinn fór hring í sjónum? — Manni kom ekki annað til hugar en þetta væri það síðasta, veðrið var svo hrikalegt og skútan okkar svo lítil í öllum þessum látum. Við sem höfum mikið stundað siglingar með ströndum fram höfum aldrei lent í slíku — þetta er versta veður, sem við höfum lent í. Fyrstu klukkustund- irnar höfðu allir meira en nóg að gera við að reyna að halda skút- unni á floti, við lærðum hvað var hægt að gera og hvað við áttum að gera. Síðan fór veðrið að ganga niður og þetta bjargaðist allt saman, en það þarf ekki að lýsa því hversu ánægð við vorum þegar við sáum land, þó svo að það tæki tímann sinn að sigla síðasta spöl- inn í logninu, sem þá var komið sögðu þeir félagar Clark og Wilson að lokum. — áij Séö inn í blautar og pröngar vistarvarurnar. Eyjólfur Kunráð Jónsson Eyjólfur Konráð Jónsson alþm.: Vörpum fyrir róða danskri kóngahefð í myntheitinu Við meðferð Alþingis á laga- frumvarpi um breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils höfum við þrír alþingismenn, sem sæti eigum í fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar (Ágúst Einarsson, Karl Steinar Guðna- son og ég), flutt tillögu um að jafnframt verði breytt heiti gjaldmiðilsins. Við leggjum til, að krónuheitið, sem Danir tróðu upp á okkur, verði lagt niður, og upp verði tekið íslenskt heiti á gjaldmiðlinum: mörk og eyrir, í fleirtölu að sjálfsögðu merkur og aurar. Þessi tillaga okkar fékk því miður ekki nægan stuðning í efri deild Alþingis. En það er von mín, að tillaga okkar verði tekin upp af nefndarmönnum í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar, verði samþykkt í þeirri deild og komi þannig aftur til kasta okkar í efri deild. Er ég í litlum vafa um, að þingmenn efri deildar muni taka málinu betur, er það verður undir þá borið öðru sinni. Hvers vegna danska kóngahefð? Til þess hníga mörg rök, að rétt sé að breyta heiti islenska gjaldmiðilsins, úr því að lagt er í þann kostnað að breyta verðgildi hans. Það er með öllu óverjandi að mínu mati að ætla að fara að viðhalda danskri kóngahefð í nafni á mynt lýðveldisins ís- lands. Úr því á annað borð er verið að breyta um mynt, hljót- um við að taka upp íslenskt heiti og þjóðlegt heiti. Þar kemur ýmislegt til álita. Það er hægt að hugsa sér mörkina og aurana að sjálfsögðu. Það má líka hugsa sér skilding eða þá bara hrein- lega pening. Allt eru þetta rammíslensk og forn orð. Kórón- an er að vísu íslenskt orð, en bendir til þess tíma, er við illu heilli vorum konungsríki. Mér finnst það því vera fyrir neðan Tökum upp mörk í stað krónunnar virðingu Alþingis að viðhalda þessu heiti. Þó að Seðlabankinn leggi til, að þessu nafni verði haldið, þá er það ekkert guðsorð, sem frá þeírri stofnun kemur. Kórónuna á nýtt þinghús? Að mínu áliti eru það engin rök gegn breytingu á myntheit- inu að vitna til langrar hefðar. Það er einungis liðin konungs- hefð, sem að sjálfsögðu skuld- bindur okkur íslendinga á engan hátt. Þó að okkur sé vel við Dani, þá er það öldungis óþarfi, að við minnumst dönsku konungsfjöl- skyldunnar í hvert einasta skipti, sem við handleikum okk- ar íslenska gjaldmiðil. Auðvitað förum við að eins og Finnar. Við tökum upp norrænt heiti á m.vntinni. Þegar næsta kynslóð tekur upp þjóðlegt og íslenskt heiti á myntinni, sem hún áreiðanlega gerir, ef við ekki gerum það, þá verður minnst afstöðu núverandi alþingismanna tii þess, að við ætluðum núna að fara að viðhalda kóngafé. Það er alveg sambærilegt við það að við byggðum nýtt þinghús. Dytti einhverjum manni í hug að fara að setja kórónu á það? Óþjált í munni? Þá eru það þau rökin, sem ég held, að sé helst ástæða til þess að víkja að, að orðið mörk sé óþjált í munni og erfitt í beygingu. En þetta er algerlega ástæðulaus ótti. Það er ekkert óþjált í munni eins einasta manns á íslandi að segja: Barnið var 16 merkur. í gömlu mörkinni voru 8 aur- ar. Það er þess vegna rökrétt að hafa stærri eininguna með því heiti, og svo aftur aurana minni eininguna. Þetta er það eina rétta í málinu — eða hvaða íslendingi finnst það skrýtið að tala um 8 merkur silfurs? Áreiðanlega ekki einum einasta manni, sem læs er og hefur einhvern tíma litið í íslendinga- sögu. Krafla: Kviku- hlaup í norðurátt „ÞAÐ lætur nærri að síðan í gærmorgun frá því að kvikuhlaupið byrjaði hafai runnið um 15 millj. rúmmetrar í norðurátt til svæðis sem við héldum að hefði ekki rúm fyrir meiri kviku,“ sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en þá hafði kvikuhlaupið og jarðsigið á Körflusvæðinu aukizt nokkuð hratt síðustu klukkutímana og hafði landið sigið um 26 sm. Fyrri kviku- hlaup hafa flutt til 20—70 milljón rúmmetra af kviku. Jarðskjálftavirkni jókst nokkuð í gærkvöldi í Gæsadal jafnhliða því að hraði kviku- hlaupsins jókst, en hraði þessa hlaups er helmingi minni en í fyrri hlaupum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.