Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1979 Opið bréf til Davíðs Sch. Thorsteinsson Dulbúið atvinnuleysi: Orsakir þess og afleiðingar Kæri Davíð. Fyrir iðnrekendum muntu hafa haldið tölu nú nýverið, sem þú fékkst birta í Morgunblaðinu þann 6/4 s.l., í hverri þú þú kemur fram með ýmsar vangaveltur um hag- mál, er mér þykja áhugaverðar. Áður en ég gef mig að aðalefni þessa tilskrifs, sem er gagnrýni á efni ræðu þinnar, finnst mér rétt að láta það koma fram, að við erum trúlega sammála um mörg atriði efnahagsmála. T.a.m. hygg ég, að við séum á einu máli um það, að leið Islands til bættra lífskjara felst í uppbyggingu inn- lends iðnaðar. Um hitt er svo ekki að efast, að við erum í mörgum greinum ósammála. Efni ræðu þinnar mætti flokka í þrjá megin efnisflokka, sem eru samtvinnaðir í ræðu þinni á hug- vitsamlegan hátt. í fyrsta lagi fjallar erindið um erfiðleika íslensks iðnaðar og leiðir til að hjálpa þessari grein úr ógöngun- um. í öðru lagi fjallar greinin almennt um hagkerfi, æskileg markmið og hagstjórn í ljósi íslensks efnahagsvanda. Þessir tveir efnisflokkar eru rækilega aðgreindir hjá þér, þannig að forðast megi augljósa hagsmuna- árekstra milli atvinnugreina inn- byrðis (þ.e. milli framleiðenda), en rammann má engu að síður nota til samanburðar þegar það hentar málsmeðferðinni. í þriðja lagi má líta á greinina sem stjórnmála- yfirlýsingu, þar sem þú kemur á framfæri skoðunum þínum (og e.t.v. skoðunum iðnrekenda) á efnahagsstjórn landsins, einkum þeim hluta hennar, sem fæst við að firra vinnufært fólk tækifær- um til að njóta stöðugrar atvinnu. Ég mun reyna að gera þessa lesningu stutta og einfalda. En því er ekki að neita, að því fylgir viss áhætta, þar sem efnið er bæði margslungið og torvelt, og hefur mörgum farnast illa á því, að reyna að draga dul á það. Titill greinar þinnar, „Við búum við dulbúið atvinnuleysi", læddi þeirri hugsun að mér og trúlega mörgum öðrum, að þér finnist atvinnustig of hátt á Islandi; að of fáir séu atvinnulausir. Þú sýnir fram á með dæmum hvernig þetta ástand, dulbúið atvinnuleysi, lýsir sér á Islandi; of margir hafa vinnu í sjávarútvegi, bæði vegna þess að viðiflotinn er of stór og fyrir þá sök að rányrkja er stunduð á fiskimiðunum; of margir stunda búrekstur og störf tengd landbún- aði vegna niðurgreiðslna á útflutt- ar landbúnaðarvörur; að ríkið veiti fleirum og fleirum atvinnu; og að mismunur í framleiðni innlends vinnuafls í iðnaði og erlendra starfsbræðra sýni að of margir vinni einnig þar. Þú tekur auk þess fram áhrif búferlaflutn- inga fólks úr landi og áhrif sífellt lengri skólagöngu. Allt sýnir þetta, að þínu mati, hvernig við, landar þínir, höfum ranglega stært okkur af litlu atvinnuleysi. Á íslandi ríkir blandað hag- kerfi, sem með öðrum orðum er samstjórn framleiðenda og ríkis- valds yfir framleiðsluákvörðunum og hagstjórnartækjunum en okkur hinum, neytendunum svokölluðu, er treyst fyrir neysluhliðinni. Hlutverk ríkisins birtist annars í mörgum myndum, þegar betur er að gáð. Ríkið hefur með höndum ýmiss konar þjónustu, sem það ýmist framleiðir sjálft eða kaupir frá einkafyrirtækjum. Það er samkenni með þessari þjónustu, að hún er veitt af hinu opinbera, vegna þess að hún er ekki markaðshæf (þ.e. eftir að búið er að framleiða hana fær enginn ráðið yfir því hver notar vöruna) eða vegna hins, að hún krefst verulegs fjárfestingarfjármagns, sem allmikil áhætta er tengd í rekstri. Ennfremur framleiðir rík- ið alls kyns vörur sjálft, stundum vegna þess að varan er ekki markaðshæf og stundum vegna þess að allir aðrir hafa gefist upp á framleiðslunni, þótt almenning- ur (þ.e. ríkið) telji að nauðsyn beri til framboðs vörunnar. Að síðustu birtist ríkið sem sá aðilji, er kveður á um lagasetningu og beitingu hagstjórnartækja hverju sinni. Það er einkum í hinu síðast- nefnda hlutverki, sem umsvif ríkisins hafa aukist. Helstu ásteytingarsteinar þínir gegn ríkisvaldinu felast í starf- semi þess, er dregur úr markaðs- frjálsræðinu, semkeppnishæfni markaðanna, ef ég skil þig rétt. Ríkið á ekki að auka starfsemi sina, en „Ríkisvaldið verður hins vegar að hafa jákvæð viðhorf til atvinnurekstrarins", hvað svo sem það á nú að merkja. Þú virðist þeirrar skoðunnar, að þensla ríkisrekstrarins hafi neikvæð áhrif á vaxtarmöguleika einkafyr- irtækja. Um þetta leyfi ég mér að efast, einkum þegar tillit er tekið til þess hvers eðlis þensla hins opinbera er. Ég á erfitt með að trúa hinu, að þú viljir bæði að ríkið dragi saman seglin en sýni atvinnufyrirtækjum á sama tíma „jákvæð viðhorf", ef þú meinar með því aukna styrki eða minni skatta. Sennilegra er, að þú sért meira með i huga sérhagsmuni iðnaðarins og tollasamningana frá 1970. Af tillögum iðnrkenda, sem þú birtir í grein þinni, ræð ég, að þú sjáir ríkisvaldinu mörg verkefni á íslandi í skammtíma samhengi. Ríkisvaldið á að jafna mismunun á starfsaðstöðu atvinnuveganna, hækka jöfnunargjald, sjá til gengisskráningar er tryggir hag útflytjenda og samkeppnisiðnað- ar, stýra fiskveiðum samkv. lög- málum framboðs og eftirspurnar Birgir Björn Sigurjónsson með sölu veiðileyfa, halda verð- jöfnunarsjóð er sjái til sveiflu- minnkunar, o.s.frv. En í lengra samhengi viltu koma á frjálsu markaðshagkerfi, ef marka má einn af undirtitlum greinar þinn- ar. í fullkomlega frjálsu sam- keppnishagkerfi skiptir engu máli hversu mikil nauðung sjúks manns er; ef hann er févana fær hann enga hjálp þeirra sem eiga lyfin og búa yfir þekkingu lækna- vísindanna. Það sama gildir um hungraða og vansæla. Og það sama gildir um atvinnurekstur, sem ekki býr við samkeppnisbær- ar forsendur. Ef marga menn þarf til að framleiða íslenska iðnvöru miðað við aðrar þjóðir (þó tillit sé tekið til flutningskostnaðar og tolla o.þ.h.), þá mun vaxandi markaðsfrjálsræði leiða til minni iðnrekstar ar á íslandi. Og minn- kandi dulbúins atvinnuleysis, eins ogþú nefnir það. Ég ætla ekki að gera langa sögu úr því, hvers vegna ég tel tilgangs- laust fyrir þig að bíða eftir inn- leiðslu fullkomins frjáls markaðs- hagkerfis. Á það má þó benda að ekki aöeins tilvist ríkisrekstrar stendur í veginum heldur, og ekki síður hitt, að margar vörur eru með J)eim hætti, að þær verða ekki framleiddar nema að miklu fjár- magni sé saman safnað til þess, en síðan býr framleiðandinn við sí- lækkandi einingarkostnað. Svo má benda á það, að hvorki framleið- endur né vinnuafl eru eins skyn- samir og líkönin gera ráð fyrir, þ.e. geta ekki haft fullkomnar upplýsingar um öll atriði sem skipta máli né dregið óskeikular ályktanir um hagkvæmustu leiðir, bæði nú og síðar. Eitt af einkennum samkeppnis- hagkerfisins er að atvinnuvegun- um er ekki mismunað, sem er fyrsta tillaga iðnrekenda. Hér þykist ég vita, að þú sért að mótmæla við ríkisvaldið, að það styðji betur við bakið á sumum atvinnuvegum en iðnaðinum. Mis- munun þessi liggur áreiðanlega helst í mismunandi niðurgreiðsl- um á lánsfjármagni til fram- leiðslugreinanna. Hagkannanir hafa leitt í ljós, að iðnaðurinn borgar hæstu vexti af framleiðslu- greinunum, nýtur engra tollaíviln- ana, og rær oft í miklum andbyr vegna gengisákvarðana. Ef frjálst markaðshagkerfi yrði innleitt, þá yrðu vaxtakjör ráðin af framboði og eftirspurn og yrðu trúlega miklu þyngri. Þá yrði ekki farið í manngreinaálit heldur væri dreif- ing lánsfjár sjálfkrafa ákveðin af arðsemi rekstrar. Sömuleiðis yrðu gengisákvarðanir í höndum aðilja utanríkisverslunarinnar og mættu þeir sín mest er mest umsvif hefðu, þ.e. sjávarútvegsgreinar og innflutningur. Af þessu tvennu athuguðu sé ég ekki að hagur iðnaðarins vaxi við versnandi hag annarra atvinnugreina eða við það að ríkisvaldið afsali sér réttinum að skrá gengi krónunnar. Allt þetta leiðir hugann til baka að aðalefni þessa tilskrifs. Kjarni málsins er sá, að ríkisvaldið hefur í mismiklum mæli niðurgreitt fjármagnskostnað framleiðenda, sem leitt hefur til of mikilla fjárfestinga í flestum greinum, einkum þjó sjávarútvegi og land- búnaði, sem síðan hefur leitt af sér of stóran veiðiflota, of stóran bústofn, ónotað iðnrekstrarhús- næði o.s.frv. Það er ekki sparifjár- eigendum að kenna, hvernig láns- fé er notað. Það er því síður sök skattgreiðenda, sem flestir eru ómeðvitaðir um hvað er að gerast. Síðast og ekki síst er það beinlínis í óhag fyrir vinnuaflið, að vinnu- aflseftirspurnin sé aukin með fjármagnsniðurgreiðslum (og þannig búið til dulbúið atvinnu- leysi), því slík hagstjórn leiðir til lélegrar nýtingar á framleiðslu- möguleikum landins og minni vinnuaflseftirspurnar en annars mætti halda uppi með góðri skipu- lagningu eða mikilli samkeppni. Verkstæði hættir Reiðhjólaverkstæðið Baldur í Reykjavík hefur nú hætt starfsemi sinni og var þessi mynd ‘tekin sl. föstudag er verið var að bera út þaðan varning. Verkstæðið hefur um ára- tugaskeið annast hvers konar reiðhjólaviðgerðir fyrir unga hjólreiðamenn og munu þeir ófáir sem lagt hafa leið sína til viðgerðar- manna Baldurs með vanda- mál sín. LjÓHm. KrÍHtján. Flestum íslendingum er kunn- ugt um þær sveiflur veiðiafla og á heimsmarkaðsverði sjávarafurða, er sett hafa sinn svip á efnahag landsins og hagstjórn. Tillögur um verðjöfnunarsjóð til lausnar sveifluvandamálinu eru ekki nýj- ar, en trúlega er öllum orðið ljóst, að það er óraunhæft að ætla slíkum sjóði að jafna út allar sveiflur. Það kostar einfaldlega of mikið að halda nógu miklu fjár- magni á sjóðum til að bregðast við ófyrirsjáanlegum sveiflum. En iðnrekendur ganga fetinu framar: þeir vilja trúa ríkinu fyrir heildar- skipulagningu veiðanna, þannig að ríkið selji veiðiheimildir og mark- aðslögmálin ákveði hagkvæmustu nýtingu. Ég sé tvo megingalla á þessari aðferð og einn mikinn kost sem læra má af. Fyrri galli: Með því að upplýs- ingar um væntanlegt aflamagn, veiðiaðferðir, stærð fiskstofna á tegundargrundvelli, og áhrif veiða og veiðiaðferða nú á veiðimögu- leika í framtíðinni eru af skornum skammti, má fullyrða, að ríki geti ekki komið því til leiðar að mark- aðshagkerfið sjái til bestu nýting- ar fiskimiða landsmanna. Og ríkið getur alls ekki meinað fyrirtækj- um með skammtímagróðasjónar- mið að auka ásókn sína á miðin með því að greiða hærra gjald fyrir veiðiheimild, jafnvel þótt slíkt leiði til rányrkju og — dulbúins atvinnuleysis nú og — minni atvinnu síðar. Hinn gallinn: Með því að veiði- leyfin eru á boðstólunum til hvers sem er (þ.e. á frjálsum makaði), þá gæti hæglega komið upp sú staða, að eitthvert eitt fyrirtæki kaupi allar veiðiheimildirnar og nái einokun á fiskimiðunum. Menn geta hrist höfuðið kæruleysislega yfir þessu, en tilraunir í Perú sýna að á alveg frjálsum markaði ráða erlend fjársterk fyrirtæki lögum og lofum yfir litlum fyrirtækjum á borð við þau stærstu í Perú og á Islandi. (Hver veit svo nema Rúss- ar kaupi allar veiðiheimildirnar? Eða Bretar? Og til hvers þá öll þessi þorskastríð?). Kosturinn: Ef ríkinu er falin skipulagning atvinnurekstrar eins og sjávarútvegs á íslandi, þá má ætla að þar fari sá aðilji með stjórn, sem mest fjármagn hefur sett að veði í greininni. Það ætti því að leiða til aukinnar hag- kvæmni í öllum framkvæmdum. En þess ber líka að gæta, að ríkið hefur ugglaust besta þekkingu á raunverulegu virði framleiðslu- fanga og kann betur til verka, er lúta að framleiðsluhámörkun inn- an þess félagslega ramma sem þjoðfélagið hefur sniðið gróða- mynduninni. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi, að ríkið gæti til að byrja með spreytt sig á skipulagningu á öðru framboði en fiski. Hef ég í huga, að rikið byrjaði samsölu á öllu vinnuafli í landinu, til að tryggja skynsamlega nýtingu þess. Ríkið þekkir best kostnaðar- liðina við að mennta fólk og gæta að heilsu þess og koma þaki yfir landsmenn. Og ríkið veit meira en einstakir launþegar, hvert er raunverulegt framlag hvers og eins í framleiðsluferlinu — og hvað hverjum ber. Eins og út- gerðarmenn láta suma fiska synda lausum hala á milli ára vegna lélegrar skipulagningar veiða, má hugsa sér að sumir gangi atvinnu- lausir, a.m.k. stundum vegna lé- legrar skipulagningar atvinnurek- enda. Þetta getum við látið ríkið bæta upp fólki með því að fá því annan starfa og daglegt brauð. Fyrsti gallinn sýnir, hvernig aðferðin leiðir til dulbúins at- vinnuleysis strax og ódulbúins atvinnuleysis síðar. Ánar gallinn sýnir hvernig aðferðin getur leitt til ódulbúins atvinnuleysis strax. Kosturinn sýnir, hvernig nýta má sér aðferðina úr fiskihagfræðinni til að finna aðferð sem útrýmir hvoru tveggja, dulbúnu og ódul- búnu atvinnuleysi. Var það ekki nokkurs virði? Með bestu vorkveðjum, Birgir Björn Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.