Morgunblaðið - 15.05.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1979
37
Kuldalegar vor-
kappreiðar Fáks
Utigangshestur sigraði í brokki
Vorkappreiðar Fáks voru haldn-
ar sl. sunnudag 13. maí. Veður var
fremur óhagstaett til kappreiða-
halds, norðaustan strekkingur
með smáskúrum og kom það niður
á árangri keppnishrossa. Óvenju
lítið var um fræg hlaupahross, t.d.
var hinn kunni skeiðhestur Fann-
ar ekki með. I brokkinu voru
aðeins tveir hestar, sem eitthvað
hafa látið að sér kveða á undan-
förnum árum.
Kappreiðarnar hófust með
keppni í 800 m brokki. Til leiks
voru skráðir 9 hestar, en tveir
féllu úr. Merin Þön fékk ekki að
keppa í fyrri umferð, þar sem
knapinn var ekki orðinn 16 ára og
þurfti hann því skriflegt leyfi
foreldra til þess að taka þátt í
keppninni. Allt voru þetta lítið eða
óreyndir hestar, að undanskildum
Blesa frá Miðey og Smyrli, sem
verið hafa framarlega í brokki á
undanförnum árum. Hlutskarp-
astur varð Blesi, eigandi og knapi
Valdimar Guðmundsson. Fór
hann vegalengdina á 1:56:6 mín.,
sem verður að teljast slakur tími,
enda hesturinn nýkominn á hús og
þar af leiðandi óþjálfaður. Annar
varð Styrmir á 1:59:4, eigandi og
knapi Júlíus Hafsteinsson. í þriðja
sæti varð Þön á 2:17:7 mín.,
eigandi og knapi Þórdís Hauks-
dóttir.
I 800 m stökki sigraði Þróttur
nokkuð örugglega, eigandi og
knapi Tómas Ragnarsson. Tími
hans var 65,2 sek. Vakti það
nokkra athygli hvað hesturinn
hljóp iétt, þegar í markið kom og
er sennilegt að hann eigi eftir að
láta að sér kveða á kappreiðum
komandi sumars. Geysihörð
keppni var um annað sætið milli
Gusts eig. Björn Baldursson,
knapi Baldur Baldursson, og
Tinnu, eig. Þórdís H. Albertsson,
knapi Hörður Harðarson, sem er
óþekkt á hlaupabrautinni. Gustur
var sjónarmun á undan í markið.
Að venju mætti Þorgeir í Gufu-
nesi með hesta í skeiðið. Að þessu
sinni sat Sigurður Sæmundsson
hesta Þorgeirs, en þeir voru Þór og
Trausti. Þór sigraði skeiðið á 24,2
sek., sem verður að teljast góður
árangur, því að aðstæður voru
frekar slæmar til skeiðkeppni.
Ekki er ólíklegt, að Þór eigi eftir
að skipa sér á bekk með fremstu
skeiðhestum landsins í sumar.
Annar í skeiðinu varð Villingur
eign Bergljótar Leifsdóttur, knapi
Trausti Þór Guðmundsson á 24,4
sek. Þessir tveir hestar hlupu báða
sprettina af öryggi, og virtust þeir
í mjög góðu formi. Seinni sprett-
inn hljóp Þór á 24,4 sek. og
Villingur á 24,6. Þriðji varð Vafi
Erlings Sigurðssonar á 24,6 sek.
Athyglisvert var hversu rólegur
Vafi var á ráslínu og mættu
knapar og aðrir þeir, sem þjálfa
kappreiðahesta, taka Erling sér til
fyrirmyndar í þessum efnum.
Segja má að skeiðið hafi verið
besti hluti mótsins. Sáust oft á
tíðum skemmtileg tilþrif, t.d. þeg-
ar Aðalsteinn Aðalsteinsson sýndi
mikla keppnishörku á Hrólfi,
nýjum skeiðhesti frá Sigurbirni
Bárðarsyni.
Keppni í 350 m stökki varð ekki
eins spennandi og oft áður, enda
vantaði hlaupadrottningarnar,
Loku, sem hætt er keppni, Glóu,
Nös, Gjálp, Mæju og Blesu. Þó
voru nokkrir þekktir hestar eins
og Reykur og Stormur, sem keppti
í folahlaupi í fyrra og Blákaldur,
sem keppt hefur í 800 m stökki.
Sigurvegari í hlaupinu varð Óli 7
vetra hestur í Landssveit, eigandi
Guðni Kristinsson, knapi Þórður
Þorgilsson. Óli hljóp á 26,2 sek.
Annar varð Stormur, eigandi og
knapi Hafþór Hafdal, á 26,7 sek.
og þriðji Reykur, eigándi Hörður
G. Albertsson knapi Vilhjálmur
Hrólfsson, á 27,3 sek.
Bestum tíma í 250 m folahlaupi
náði Don, Harðar G. Albertssonar
29,8 sek, knapi var Hörður
Harðarson. Annar varð Sáttur
Margrétar Jónsd, knapi Valdimar
Guðmundss. á 19,9 sek. og þriðji
varð Leó Baldurs Baldurssonar á
20,0 sek., knapi var Björn Baldurs-
Á síðasta landsþingi L.H. var
samþykkt að fella niður þyngdar-
mörk knapa í kappreiðum og
virðast eigendur keppnishrossa
notfæra sér það, með ungum og
léttum knöpum. Voru þarna
nokkrir mjög efnilegir kanpar á
ferðinni. Má þar nefna t.d. Baldur
Baldursson og Hörð Harðarson.
V.K./G.M.
Blesi kemur fyrstur í mark í 800 m brokki.
Oft var hörkukeppni í skeiðinu. Hér sést Aðalsteinn Aðalsteinsson á Hrólfi (nær) draga á Gunnar
Arnarson á Geysi.
Þróttur sigrar hér af öryggi í 800 m stökki.
Ljósmyndir: Gunnbjörn
Ályktanir ASÍ og VMSÍ um launaþróun:
Stef nir í ný ja ódaverdbólguhol-
skeflu - aukinn launamismunur
Alþýðusamband íslands og
Verkamannasamband íslands
sendu í gær frá sér yfirlýsingar f
sambandi við þróun kjaramála
og stefnu rikisstjórnarinnar.
Fara tilkynningarnar hér á eftir:
Ályktun framkvæmdastjórnar
VMSÍ 10. maí 1979:
Verkamannasamband íslands
hefur frá upphafi stutt eindregið
þá launastefnu, sem núverandi
ríkisstjórn setti sér, en hún var í
því fólgin að vernda kaupmátt
allra almennra launa, tryggja
aukið launajafnrétti, berjast gegn
verðbólgunni og lögfesta ýmiss
þau félagslegu réttindi, sem
verkalýðshreyfingin hefur barist
fyrir í áratugi.
VMSÍ lýsir áhyggjum sínum af
þróun mála nú að undanförnu, þar
sem hálaunastéttir hrifsa til sín
umtalsverðar launahækkanir og
verðlagsþróun er geigvænleg.
VMSÍ telur ef svo heldur áfram,
sem nú horfir, aukist launamis-
rétti, ný óðaverðbólguholskefla
skelli á, er leikur harðast almennt
verkfólk og veldur þar að auki
atvinnuleysi.
Því krefst VMSÍ þess að ríkis-
stjórnin verji þá launastefnu, sem
hún boðaði í upphafi ferils síns, af
fullri einurð og hörku. Geri hún
það hins vegar ekki, glatar hún því
trausti sem verkafólk bar til
hennar í upphafi, og kjörum og
lífsafkomu þess er stefnt í voða
um ófyrirsjáanlega framtíð.
Sinni ríkisstjórnin ekki þessum
viðvörunarorðum VMSI, hefur
hún brugðist þeim stefnumálum,
sem henni var ætlað að fram-
kvæma og tilvera hennar byggist
á.
Ályktun miðstjórnar Alþýðusam-
bands íslands 10.5. 1979:
Vegna þeirrar þróunar í kaup-
gjalds- og kjaramálum, sem orðið
hefur að undanförnu, gerir mið-
stjórn Alþýðusambands íslands
eftirfarandi ályktun:
Fyrsta verk þeirrar nýju ríkis-
stjórnar sem tók við völdum sl.
haust, í kjölfar alþingiskosning-
anna, var að gera ráðstafanir til
að kjarasamningarnir frá í júní
1977 kæmu að fullu gildi fyrir
þorra félagsmanna innan ÁSÍ.
Með þessu lauk sjö mánaða varn-
arbaráttu verkalýðssamtakanna
gegn kjaraskerðingarlögunum frá
því í febrúar og mai á sí^sta ári.
Á sameiginlegum fundi mið-
stjórnar og stjórna landssam-
banda innan ASÍ var fjallað um
fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar og því fagnac að ; sjón-
máli var að samníngar tækju gildi
á ný.
Þótt ljóst væri að aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í september og
desember væru bráðabirgðaúr-
ræði en ekki varanleg lausn á
þeim efnahagsvanda sem við er að
etja, lýsti sambandsstjórnarfund-
ur ASI, sem haldinn var í desem-
ber, skilningi á nauðsyn aðgerð-
anna.
Ýmislegt hefur áunnist í sam-
skiptum verkalýðshreyfingarinn-
ar við ríkisstjórnina og ber þar
sérstaklega að minna á aukin
félagsleg réttindi, ekki síst nýsam-
þykkt lög um rétt verkafólks í
veikinda- og slysatilfellum. Með
þessum lögum er verið að koma til
móts við ítrekaðar kröfur verka-
lýðssamtakanna um jöfnun á kjör-
um launafólks, með því að auka
réttindi þeirra, sem verst hafa
verið settir í þjóðfélaginu. En þess
ber að minnast að vegna fyrirhug-
aðra féiagsiegra umbóta voru með
lögum felld niður 3% af kaup-
hækkun sem koma átti 1. desem-
ber sl.
Þótt nokkuð hafi áunnist, hefur
ríkisstjórnin í ýmsum veigamikl-
um atriðum brugðið frá yfirlýs-
ingum sínum sl. haust og við
síðustu efnahagsaðgerðir var ekki
tekið tillit til vilja ASÍ varðandi
fyrirkomulag verðbóta.
Að undanförnu hefur verðbólga
magnast og miklar verðhækkanir
gengið yfir, sem ekki er hægt að
rekja til hækkana á kaupi al-
menns launafólks. Má í þessu
sambandi sérstaklega minna á
hinar miklu hækkanir á verðlagi
opinberrar þjónustu.
Nú er ljóst að allir opinberir
starfsmenn munu fá 3% grunn-
kaupshækkun frá 1. apríl nk. að
telja. Vísitöluþakið hefur verið
afnumið með þeim afleiðingum að
þeir launahæstu hafa fengið mest-
ar launahækkanir og launamis-
munur þannig aukist í þjóðfélag-
inu. Við þessar aðstæður getur
almennt launafólk ekki beóið að-
gerðarlaust.
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands krefst þess að launakjörin
verði jöfnuð með kauphækkun til
almenns launafólks.