Morgunblaðið - 15.05.1979, Page 34

Morgunblaðið - 15.05.1979, Page 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1979 Elísabet Erlingsdótt- ir fyrrv. yfirhjúkrun- arkona — Minning Fædd 25. maí 1898 Dáin 6. maí 1979 Elísabet Erjendsdóttir fyrrv. yfirhjúkrunarkona er nú loksins búin að fá hvíldina, sem hún hefur þráð svo lengi. Óhætt er að segja að Siglfirðingar eru fegnir hennar vegna. Frk. Elísabet, eins og hún ávallt var kölluð, kom til Siglufjarðar sem yfirhjúkrunarkona árið 1931 og starfaði hér síðan í 27 ár eða meðan starfskraftar hennar ent- ust. Heilsa hennar var farin að’ bila þegar hún fór héðan. Það er óhætt að segja, að frk. Elísabet var sér í flokki. Hún var svo vinnusöm, að annað eins hefi ég tæplega þekkt. Hún sleppti aidrei verki úr hendi og hefði hún frístund notaði hún þann tíma í hannyrðir, bæði prjón og útsaum og bjó til mörg mynstur sjálf. Þegar hún tók sér sumarfrí, sem ekki var alltaf, sló hún oft upp tjaldi sínu á spítalalóðinni og svaf þar. Svo fór hún í berjamó og allt sem hún tíndi fór í saft og sultu- gerð á sjúkrahúsinu. Frk. Elísabet var af gamla skólanum og taldi aldrei vinnustundirnar. Hún hafði herbergi sitt á sjúkradeild gamla sjúkrahússins og má segja að hún hafi verið á vakt nótt sem nýtan dag. — Og erfið voru starfsskil- yrðin. Skurðstofan þjónaði sem fæðingarstofa, skiptistofa og skurðstofa. Á þessu tímabili var oft erfitt á sumrin, þegar síldveið- arnar voru í algleymingi og alltaf fullt af sjómönnum, sem eitthvað þurfti að sinna. En svo var frk. Elísabet aðgætin, að aldrei kom það fyrir að það græfi í nokkru sári eða að vandræði kæmu upp í sambandi við uppskurði, sem þar fóru fram og það margsinnis stórir og vandasamir. — Oft og mörgum sinnum aðstoðaði hún yfirlæknirinn sjálf með mestu prýði. — Öllum sínum bestu árum eyddi frk. Elísabet hér á Siglufirði og er hún öllum þeim Siglfirðing- um kær, sem hún stundaði meðan hún starfaði hér. Stuttu eftir að frk. Elísabet fór héðan var hafist handa um byggingu nýs sjúkra- húss. Þessu starfi fylgdist hún með af eldhuga og mörg voru þau bréf, sem hún sendi okkur og ekki var það iítið, sem hún lét af hendi rakna. Já, af öllum einstaklingum hefur hún verið nr. 1. Þegar ellideildin hér, í sam- bandi við nýja sjúkrahúsið var komin upp, stóð frk. Elísabetu til boða að flytja þangað, hvenær sem henni fyndist að hún þyrfti á vist þar að halda. Þetta boð notfærði hún sér þegar hún var hætt að vinna „fyrir sunnan", enda þá orðin óvinnufær. Þá voru Siglfirðingar fegnir að geta tekið á móti henni með opnum örmum. Nú hefur frk. Elísabet dvalið þar í um 7 ár og allan þann tíma hefur hún ekki gengið heil til skógar. Hennar stærsta þrá var að fá að fara, og t Ömmubróðir minn SIGURDUR GUÐMUNDSSON, frð Efstadal í Laugardal, ísafirði. andaöist 22. apríl aö heimili sínu í Gainesville í Florida. Fyrir hönd vandamanna Hulda Guðmundsdóttir. t Fósturmóöir mín JÓHANNA KETILSDÓTTIR frð Hellissandi, andaöist á Landakotsspítala 12. maí. F.h. systkina hennar og annarra vandamanna. Kristinn Breiófjörö. t Sonur okkar og bróöir, ÞORFINNUR GUNNLAUSSON, Hðveg 10, Siglufirói, andaöist í Landspítalanum 13. þ.m. Foreldrar og systkim. t „ Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir MAGNEA KJARTANSDÓTTIR, Ljósalandi 16, andaöist í Landakotsspítala aöfaranótt 12. þ.m. Eggert Benónýsson, Erla Eggertsdóttir, Ingólfur Antonsson, Svala Eggertsdóttir, Baldur Einaraaon. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ^r%l) Það er augljóst, að foreldrum hafa orðið á einhver mistök, enda sjáum við, hvert unga fólkið stefnir. Haldið þér ekki, að foreldrar séu orðnir hræddir við börn sín? Eg get auðvitað ekki fallizt á, að allt ungt fólk sé á „niðurleið", né heldur, að öllum foreldrum hafi orðið á alvarleg mistök. Alhæfingar eru léttvægar, en það er erfiðara að greina þræðina í sundur. Eigi að síður lít eg svo á, að alvarlega bresti sé að finna í málefnum fjölskyldunnar. Dæmi: Áður óttuð- ust börn foreldra sína, en nú um stundir óttast margir foreldrar börn sín. Tímaritið „Ladies Home Journal" kannaði skoðanir 660 kvenna meðal lesenda sinna. Þær áttu heima víðsvegar í landi okkar. Þar kom fram, að „foreldrar gera sér grein fyrir og ekki sársaukalaust, að þeir eru að eyðileggja börn sín með því að vera of undanláts- söm við þau“. En þó að konurnar áttuðu sig á þessu, játuðu þær, að þær væru úrræðalausar. Foreldrar eru farnir að verða hræddir við börn sín, og það er nýtilkominn veikleiki. Þeir þora ekki að beita þau aga, óttast þá, að börnin snúist gegn þeim og hætti að elska þá. Ótti vekur ekki virðingu. Vítahringurinn helzt við, og erfiðleikarnir magnast. Kenningin um undanlátssemina hefur seitlað inn í allt þjóðfélagið, jafnvel í stjórnmálin, og hefur það komið fram í dómum hæstaréttar. Þrennt er það, sem foreldrar þarfnast: Styrktar trúar, heilbrigðrar lífsskoðunar og hugrekkis til að halda fast við þessi viðhorf sín, hvað sem það kostar. Sannleikurinn er sá, að foreldrar hafa Veiklazt. Þá skortir eiginleika, sem börn vænta og eiga rétt á: Styrks. nú er hennar erfiöleikum lokið. Fyrir allt hennar starf hér á Siglufirði er frk. Elísabetu þakkað innilega. Og fyrir tryggð hennar og vináttu í garð okkar hjónanna er hún nú kvödd með hlýhug og kærleika. Kristinc Þorsteinsson Hinn 6. maí andaðist í Siglufirði Elísabet Erlendsdóttir, lengi yfir- hjúkrunarkona við sjúkrahús Siglufjarðar og verður útför henn- ar gerð þar í dag, frá Siglufjarðar- kirkju, og vissulega mun fylgja henni einlægur þakklætishugur margra Siglfirðinga, því svo lengi og vel hafði frk. Elísabet þjónað þeim og reyndar mörgum öðrum, sem á starfstíma hennar nutu hjúkrunar á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar, lengur eða skemur. Frk. Elísabet var fædd að Gerðubergi, Eyjahreppi í Hnappa- dalss. 25. maí 1898 og voru foreldr- ar hennar Erlendur Gíslason, bóndi þar og Anna Helgadóttir. Um tvítugsaldur stundaði hún nám við Hvítárbakkaskólann, eða 1917—19. Síðar hélt hún til Dan- merkur til hjúkrunarnáms og lauk námi við Álborg Amtsygehus í febr. 1924 og stundaði síðan fram- haldsnám og hjúkrunarstörf, bæði í Hróarskeldu og Kaupmannahöfn á árunum 1924—26. En eftir heim- komuna starfaði hún sem hjúkr- unarkona hjá hjúkrunarfélaginu „Líkn“ til 1928. Þá fór hún til Vesturheims og dvaldi við nám og hjúkrunarstörf í New York 1929—30, og síðar hér í Reykjavík, við hjúkrunarheimilið Sólheima. En lengst starfaði frk. Elísabet, sem yfirhjúkrunarkona við sjúkrahús Siglufjarðar eða á ár- unum 1931—57. Eftir að hún fluttist frá Siglu- firði starfaði hún í nokkur ár við sjúkrahús St. Jósefssystra í Hafn- arfirði, en 1973 flyst hún aftur til Siglufjarðar og dvelur á elli- og hjúkrunardeild nýja sjúkrahúss- ins til dauðadags, en síðustu árin var hún þrotin að heilsu og kröft- um. Ævistarf frk. Elísabetar var því að mestu bundið við Siglufjörð, og sjúkrahúsið þar. Hún starfaði þar í tíð tveggja vinsælla yfirlækna, Steingríms Einarssonar og Ólafs Þ. Þorsteinssonar, og með öðrum læknum, sem störfuðu þar lengur eða skemur. Um það munu allir sammála, er til þekkja, að hún hafi leyst sín vandasömu störf frábærlega vel af hendi og taldi ekki eftir sér vökur og fyrirhöfn, þegar með þurfti, og oft langt fram yfir það sem skyld- an bauð. Sum störf eru þess eðlis, eins og t.d. læknaþjónusta og hjúkrunar- störf, að þau verða ekki unnin svo vel sé, nema þar gæti sérstakrar fórnfýsi og nærgætni. Margar voru þær vökunætur, sem frk. Elísabet þurfti á sig að leggja, og þó að sjúklingar væru stundum illa farnir og langt leiddir, þá missti hún ekki trú á batamögu- leikum þeirra, eða þolinmæði að gera þeim til góða, og lagði sig alla fram að hjálpa þeim yfir örðug- ustu hjallana. Þó að frk. Elísabet væri lítil vexti, þá var hún oft næstum ótrúlega þrekmikil, og kjarkur hennar óbilandi. Hún talaði kjark í sjúklingana, jók sjálfstraust þeirra og glæddi von þeirra um batahorfur, og reyndist oft best á erfiðum stundum, og átti því sinn góða þátt í bata margra sjúklinga. Það var lán fyrir Siglfirðinga, að fá að njóta starfskrafta hennar svo lengi sem raun varð á, og ég held, að það séu fáir Siglfirðingar, sem ekki eiga henni eitthvað gott að gjalda, beint eða óbeint. Þegar við hjónin áttum heima í Siglufirði, vorum við næstu ná- grannar sjúkrahússins, og við teljum okkur standa í sérstakri þakkarskuld við sjúkrahúsfólkið. Og oft var frk. Elísabet fljót að bregða við, ef einhvern vanda bar að á heimili okkar. Oft var frk. Elísabet á ferli seint á kvöldin, til þess að fylgjast með líðan sjúklinganna á sjúkrastof- unum, laga um þá, búa þá undir nóttina og tala uppörvandi orð til þeirra. Slík umhyggja nærgæt- inna hjúkrunarkvenna er vissu- lega kærkomin þreyttum og þjáð- um sjúklingum og á kannski meiri þátt í bata þeirra en margur byggur. Starf frk. Elísabetar var bundið við gamla sjúkrahúsið í Siglufirði, þar sem hún hætti störfum nokkru áður en hið nýja og vand- aða sjúkrahús var byggt, en þá framkvæmd studdi hún með ráð- um og dáð og rausnarlegum fram- lögum. Frk. Elísabet óskaði eftir að eyða ævikvöldi sínu hjá vinum sínum í Siglufirði og dvaldi á elli- og hjúkrunardeild nýja sjúkra- hússins, síðustu ár ævi sinnar, þá farin að heilsu og kröftum, og það fór sannarlega vel á því, að hún skyldi njóta þar skjóls og umönn- unar, þegar hún þurfti mest á því að halda. Það er gleði og sómi Siglfirðinga, að hafa getað sýnt þessari mætu konu þakklæti sitt á þennan hátt. Með þessum fátæklegu orðum vil ég tjá frk. Elísabetu þakklæti okkar hjónanna, fyrir allt það, er hún gerði fyrir okkur, og við blessum minningu hennar og ævi- starf. Um leið sendum við okkar bestu kveðjur á sjúkrahúsið og til Siglfirðinga. óskar J. Þorláksson t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞÓRHALLUR KARLSSON, skipstjóri, Ásgarösveg 5, Húsavík lést í sjúkrahúsi Húsavíkur 13. maí. Hrefna Bjarnadóttir, Óskar Þórhallsson, Höröur Þórhallsson, Hjðrdís Sævar, tengdadætur og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi. PÁLMI ÞORÐUR HRAUNDAL, frá Ási, Hvammstanga, skipstjóri Álftahólum 6, andaöist á Landsspítalanum sunnudaginn 13. marz. Sigríóur Benný Guðjónsdóttir, Hallgeir Pálmason, Helga Jakobsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORGEIR S. JÓHANNSSON, verzlunarstjóri, Goöheimum 6, andaöist á Landspítalanum, þann 13. þ.m. Valgeröur Magnúsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.