Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐl R 114. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð útskrifaði síðastliðinn laugardag föngulegan hóp stúdenta, en próf standa enn yfir í flestum menntaskólanna. Þessa hressilegu fimmmenninga hitti ljósmyndarinn glaða og reifa á förnum vegi um helgina. Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, Iðunn Leifsdóttir, Gunnlaugur Snædal, Brynja Birgisdóttir og Björn Blöndal. Sjá fréttir um brottskráningu stúdenta úr MH og Flensborgarskóla í Hafnarfirði á bls. 20 og viðtal við dúxinn úr MH á bls. 2 Ljósm. Mbl. Kristinn. Völd Trudeaus virðast hanga á bláþræði. Kosið íKanada ÞINGKOSNINGAR fara fram í Kanada í dag, þriðjudag, og er mjög tvísýnt um úrslitin er marka má nýjustu skoðanakann- anir. Flokkur Trudeaus forsætis- ráðherra, Frjálslyndi flokkurinn hefur átt síminnkandi vinsæld- um að fagna frá því að þing var rofið 26. marz og gera íhalds- menn, undir forystu Joe Clarks, sér góðar vonir um að hnekkja veldi frjálslyndra sem stjórnað hafa landinu lengst af í 43 ár. Sjá „Hnffjafnt í Kanada" bls. 46-47. BaiidaríMn vítt á olíuráðstefnu París, 21. maí. Reuter. AP. VESTRÆN iðnríki voru í dag hvött til að spara olíu í tvbfalt ríkari mæli en hingað til í ljósi þess að olíuverð hækkaði um tuttugu og fimm af hundraði á síðasta ári og sérfræðingar spá enn frekari skorti og verðhækkunum á að minnsta kosti næstu átján mánuðum. Þá gagnrýndu fulltrúar Evröpuþjóða Bandaríkjamenn fyrir ráðdeildarleysi og sóun eldsneytis. Orkumálaráðherrar tuttugu orkufrekustu Vesturlandaþjóða funduðu í París til að ræða árangur sinn í tilraunum til að draga úr eftirspurn eftir olm umfimm af hundraði einsogsömuaðilar hófðu áður ákveðið að stefnt skyldi að. Ráðherra orkumála hjá Efnahagsbandalaginu, Guido Brunner, var hvassyrtur í ræðu sinni og benti á að Bandaríkjamenn eyddu tvöfalt meiri olíu á mann heldur en Evrópuþjóðir. Veittist hann að bandarísku öldungadeildinni fyrir að hafna sparnaðaráætl- un Carters forseta. í svari sínu sagði bandaríski olíumálaráð- herrann James Schlesinger að Evrópumenn yrðu að hafa biðlund unz Bandaríkjamenn hefðu gert upp við sig „hvort olían er verulegt vandamál eða ekki". Það kom m.a. fram í ræðu hans að byltingin í íran Khomeini hótar N. Y. þingmanni New York, Teheran, 21. mal. Reuter. AP. BANDARÍSKA öldungadeildarþingmanninum Jacob Javits og konu hans hefur verið séð fyrir traustum lögregluverði eftir að Ayatollah Khomeini og aðrir íransleiðtogar lýstu þau glæpaþý og sögðu þau hafa verið kölluð fyrir byltingardómstól f íran. íranska stjórnin sagði Javits Gyðingaleiðtoga og meðreiðarsvein íranskeisara. Þingmaðurinn er einn þeirra sem forgbngu höfðu iim að óldungadeildin fordæmdi grimmdarlegar blóðsúthellingar. Byltingarstjórnin í Teheran eftir byltinguna. Mæltist brást heiftarlega við gagnrýni íranska utanríkisráðuneytið Bandaríkjamanna á sunnudag m.a. til þess að Bandaríkjamenn og líkti Khomeini bandarískum gerðu ekki út sendiherra til stjórnvöldum við „særðan snák" Irans á næstunni og sagði um að ræða „grófleg afskipti" írönskum innanríkismálum af Utanríkisráðherra írans, Ibrahim Yazdi, reyndi hins vegar að draga broddinn úr ágauð stjórnarinnar í dag og sagði yfirlýsingu öldunga- deildarinnar ekki geta skoðast sem ögrun við þjóð sína. „Stjórn- málasamband við Bandaríkin veltur á Bandaríkjamönnum," sagði ráðherrann. hefði minnkað framboð olíu á heimsmarkaði um 1,5 til 2 milljónir tunna á dag. Schlesinger svaraði þeirri við- vörun Brunners að hvorki heimsmarkaðurinn né al- þjóðagjaldeyriskerfið gæti staðið undir núverandi inn- flutningi Bandaríkjamanna á olíu með því að segja að þrátt fyrir að Samtök olíuinnflutn- ingsríkja (OPEC) og Alþjóða- orkustofnunarinnar (IEA) gerðu sér grein fyrir sam- drættinum hefði hvorki öld- ungadeildin né bandarískur almenningur skilið það enn. Fulltrúar Dana og Svía hvöttu til þess að orkumála- ráðherrar framfylgdu neyðar- áformum IEA um olíujöfnuð meðal aðildarríkjanna, færi eftirspurn verulega fram úr framboði. Töldu þeir slíka alþjóðakvöð gera stjórnvöld- um auðveldara fyrir í fram- kvæmt sparnaðaráætlana heimafyrir. í dag virtist þó fátt benda til að tillagan fengi hljómgrunn á ráðstefnunni. Carstens fœr loks keppinaut Bonn. 21. maí. Reuter. VESTUR-ÞÝZKI Jafnaðar- mannaflokkurinn mun útnefna frambióðanda á elleftu stund úr eigin röðum tii að keppa við forsetaefni kristilegra demó- krata, dr. Karl Carstens. að því er talsmaður flokksins sagði á mánudagskvöld. Svo virtist sem Carstens yrði einn um hituna eftir að jafnaðarmönnum mis- tókst í dag að afla stuðnings tillögu sinni um ópðlitískan frambjóðanda. Aðalritari jafnaðarmanna- flokksins, Egon Bahr, sagði í sjónvarpsviðtali að flokkur sinn hefði ákveðið frambjóðandann en nafn hans yrði hins vegar ekki kunngert fyrr en á þriðjudag. Tilkynning Bahrs kom stuttu eftir að vísindaheimspekingurinn .Carl-Friedrich von Weizsácker hafnaði áskorun um að gefa kost á sér. Kosið verður á miðvikudag. Prófessor dr. Karl Carstens. Bítlar léku 3 saman London. 21. maí. AP. ÞRÍR félagar hinna gamal- kunnu popphljómsveitar „Tho Beatles". Ringo Starr. Paul McCartney og George Harri- son. komu saman og léku i giftingarsamkvæmi gítarleik- arans Eric Claptons um helg- ina að því er brezka blaðið „Daily Éxpress" sagði í dag. Fjórði Bítillinn. John Lennon, var fjarstaddur. Blaðið segir þá félaga hafa sungið gömul og vinsæl lög f samkvæminu þar sem voru um tvö hundruð gestir. Þá herma fréttir að Paul McCartney hafi í dag undirrit- að stærsta plötusamning sem tónlistarmaður hefur nokkru sinni gert við útgáfufyrirtæki. McCartney mun hafa samið við „Columbia Records" um að gera níu breiðskífur á næstu þremur árum og fær hann um sex hundruð og sjötíu milljónir íslenzkra króna fyrir vikið að viðbættum allt að tuttugu og átta af hundraði söluhagnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.