Morgunblaðið - 22.05.1979, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 Raufarhöfn: Átök við hafísinn Raufarhafnarbátar hafa síðustu daga landað á bórshöfn, en á milli þess- ara staða er illfært. í gær- kvöldi löjíðu nokkrir vöru- bflar af stað frá Raufar- höfn til að sækja fisk til Þórshafnar. Stórhríð er bæði á Ytri- og Fremri Hálsi á heiðinni á milli staðanna þannig að bílarnir ætluðu að bíða þangað til allir væru tilbún- ir til fararinnar til baka. Bátar, sem voru staðsett- ir í Hraunhöfn eftir að ísinn þrengdi sér undir vírinn á . laugardag og sleit hann að lokum, héldu í gær til Kópa- skers, en hinir ætluðu að reyna að verjast í Hraun- höfn. Tjón hafði ekki orðið á bátum né mannvirkjum í gærkvöldi. Rauðinúpur kemst ekki út enn þá vegna hafíss. „Ofan gefur snjó á snjó“ var það fyrsta, sem Húsvíkingum kom í hug er þeir gáðu tii veðurs sfðastliðinn föstudagsmorgun. Við þeim blasti 15 sentimetra jafnfaliinn snjór og það var erfitt að trúa almanakinu, sem sagði að komin væri fimmta vika sumars. (Ljósm. Sigurður P. Björnsson). SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, mun bankaráð Seðlabankans væntan- lega koma saman til fundar á morgun. þar sem tekin verður ákvörðun um 2% vaxtahækkun yfir línuna. í lögum segir að heimilt sé að verðtrygging verði með þeim hætti að vextir og verðbótaþáttur vaxta verði ákvarðaðir í stað lágra vaxta og vfsitölutryggingar. Þessa heimild mun Seðlabankinn ætla að nota til hins ftrasta og hækka vexti á þriggja mánaða fresti til 1. des- ember 1980. Mun hækkunin hvert sinn fara eftir verðbólgu- stiginu, en miðað við það nú, þarf Deildartunguhver: Tillögur um leigu- nám voru felldar STJÓRNARFRUMVARP til laga um eignarnám á hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdals- hreppi ásamt jarðhitaréttindum kom til atkvæða eftir 2. umræðu f neðri deild klukkan 22.30 f gær- kvöldi. Fyrst fór fram atkvæða- greiðsla um rökstudda dagskrá frá Ingvari Gfslasyni um að vfsa málinu frá vegna þess að ekki væri fullreynt á frjálsa samninga. Til- lagan um rökstudda dagskrá var felld með 31 atkvæði gegn 5 að viðhöfðu nafnakalli. Breytingartil- laga frá Gunnari Thoroddsen og önnur breytingartillaga frá Einari Ágústssyni og Albert Guðmunds- syni. sem fjölluðu um leigunám í stað eignarnáms, voru felldar að viðhöfðu nafnakalli með 24 at- kvæðum gegn 12, 1 sat hjá og 3 voru fjarverandi. Frumvarpsgreinarnar voru síðan samþykktar ásamt breytingartil- lögu frá iðnaðarráðherra þess efnis að afhenda megi Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar verðmæti þau, sem tekin kunna að verða eignarnámi eftir því sem almenn- ingsþörf krefur og um semst, eins og það er orðað í tillögunni. Hitaveitan greiði ríkissjóði eign- arnámsbætur og allan kostnað hans af aðgerðum þessum. Frumvarpið á eftir að fara til þriðju umræðu í neðri deild og síöan til efri deildar verði það samþykkt í n.d. hækkunin hvert sinn að vera um 2%. í aðalatriðum munu þessar til- lögur vera hinar sömu og Seðla- bankinn gerði upphaflega. Þær munu hafa komið nokkuð á óvart, þar sem menn töldu eftir að lögin um stjórn efnahagsmála voru samþykkt, að Seðlabankinn myndi fara út í verðtryggingu með hefð- bundnum hætti, þ.e.a.s. að hafa vexti lága en síðan vísitölu í líkingu við fjárfestingalánasjóð- ina og lífeyrissjóðina. Á sumum útlánum verður verð- bótaþáttur og verður þá jafnframt heimilt að bæta honum ofan á höfuðstól lána, þ.e.a.s. fresta greiðslum verðbótaþáttarins. Þessar vaxtareglur munu hafa verið kynntar í ríkisstjórninni, en Morgunblaðinu er ekki kunnugt um viðbrögð hennar við þeim. Inn í þær reglur, sem verið er að móta, er talið líklegt að blandist reglur um meðferð verðbótaþáttar og vaxta í sambandi við skattalög. Mun þá þurfa að koma til skatta- lagabreyting. 15 ára piltur beið bana í umferðarslysi MJÖG harður bifreiðaárekstur varð á Rcykjanesbraut við Fitjar snemma á sunnudagsmorguninn og urðu afleiðingarnar þær að 15 ára piltur, sem var farþegi f ann- arri bifreiðinni beið bana. Piltur- inn átti heima í Keflavfk, en ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu að ósk ættingja. Það var klukkan 5.05 á sunnu- dagsmorguninn að lögreglunni i Keflavík var tilkynnt um slysið. Tvær bifreiðar, önnur af Hornet-- gerð en hin af Toyota-gerð óku Reykjanesbraut í áttina að Keflavík og var Hornet-bifreiðin á undan. Þegar bifreiðarnar komu á gatna- mót Reykjanesbrautar og Flugvall- arvegar ætlaði Toyota-bifreiðin framúr en um leið beygði hin bifreiðin upp Flugvallarveginn og skullu þær harkaiega saman. Toy- ota-bifreiðin fór margar veltur og hafnaði utan vegar. Fjórir piltar voru í bílnum, ökumaður og þrír farþegar. Tveir piltanna slösuðust mikið og voru fluttir á Borgarspítal- ann í Reykjavík og lézt annar skömmu eftir að þangað kom. Þá var þriðji pilturinn fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík en hann var minna meiddur. í hinni bifreiðinni voru ökumaður og tveir farþegar og sluppu án teljandi meiðsla. Bifreiðarnar skemmdust mikið og er Toyota-bifreiðin jafnvel talin ónýt. Hækka vextír um 2% á þriggja mánaða fresti? Stjórnaraðild Alþýðuflokksins: Getur hvenær sem er komið til uppgjörs segir Benedikt Gröndal formaður flokksins .ÞAÐ KOMU fram hjá nokkrum ræðumanna vangaveltur um þetta, frekar en beinar tillögur og það var engin samþykkt gerð. Það er hins vegar ljóst af tóninum í mönnum að spurningin um áframhaldandi stjórnarþátttöku Alþýðuflokksins er mál, sem getur komið hvenær sem er til uppgjörs," sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði hann í gær, hvort á flokkstjórnarfundi um helgina hefðu komið fram raddir um að Alþýðuflokkurinn ætti að ganga úr rfkisstjórninni. »Ég hef ætíð verið bjartsýnis- Á uppstigningardag koma flokks- maður,“ sagði Benedikt, „en mér stjórn, þingflokkur, verkalýðsmála- hrýs hugur við þeim erfiðleikum, sem eru að skapast vegna sjálfskap- arvíta, þar sem fámennir hópar knýja fram miklar launahækkanir eða stöðva mikilsverða starfsemi. Þingflokkur Alþýðuflokksins hef- ur gert samþykkt um að láta í ljós við forsætisráðherra þá skoðun, að Alþingi eigi ekki að slíta fyrr en séð verður, hvaða stefna verður ofan á í atvinnumálunum. Þessi samþykkt hefur verið kynnt í ríkisstjórninni. Mbl. spurði Benedikt, hvort hann teldi að óbrúandi bil hefði myndast milli Alþýðuflokksins annars vegar og hinna stjórnarflokkanna hins vegar vegna mismunandi skoðana á því, hvernig samningamálum skuli skipað. Benedikt kvaðst ekki hafa setið ríkisstjórnarfund eftir að hann kom heim aftur erlendis frá og því gæti hann ekki að svo stöddu lagt svo glöggt mat á hlutina, að hann vildi segja af eða á. „Það er nú stóri gallinn á þessu stjórnarsam- starfi," sagði Benedikt, „að hver er að bauka í sínu horni og gera stóryrtar samþykktir og yfirlýsing- ar, sem menn mæta svo vopnaðir með á ríkisstjórnarfundi. Forystan er ekki, eins og var til dæmis í viðreisnarstjórninni, í ríkis- stjórninni, sem leitaði síðan út í þingflokkana eftir stuðningi við málin. Þetta gerir öll mál miklu snúnari og má þó vissulega segja, að þau séu nógu erfið viðureignar fyrir.“ nefnd og bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins saman til fundar. Bene- dikt sagði, að þessi fundur hefði verið ákveðinn fyrir löngu síðan og væri ætlunin að „gera þar í róleg- heitum almenna úttekt á stöðu Alþýðuflokksins, en hins vegar hefðu mál nú skipast þannig, að búast mætti við því að „aðildin að ríkisstjórninni gleypti þau mál al- veg“. Jafntefli hjá íslend- ingunum ÞRIÐJA umferð svæðamótsins í Luzern f Sviss var tefld í gær. Úrslit urðu m.a. þau f A-riðli að Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli við vestur-þýzka stórmeist- arann Hiibner en Margeir Péturs- son á mjög jafnteflislega biðskák við Svisslendinginn Wirthensohn. ( B-riðli sat Heigi yfir. í 1. umferð urðu úrslit m.a. þau að Margeir og Guðmundur gerðu jafn- tefli og Helgi Ólafsson gerði jafn- tefli við Hug frá Svisslandi. í 2. umferð sat Margeir yfir en Guðmundur gerði þá jafntefli við Wirthenson og Helgi gerði jafntefli við Rantanen frá Finnlandi. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri: Ekki ætlunin að sjúkling- ar verði sendir heim í sumarleyfum starfsfólks - SJÚKLINGUM á Kópavogshæli hefur ekki verið fækkað og stjórnarnefnd Rfkisspftalanna hef- ur ekki fyrirhugað að svo verði í sumarleyfum starfsfólks, sagði Páil Sigurðsson ráðuneytisstjóri f Heilbrigðisráðuneytinu og for- maður stjórnarnefndar Rfkis- spftalanna f samtali við Morgun- blaðið f gær. Undir hann voru bornar fréttir um að vegna sam- „Þakka árangur minn góðri ástund un og tímasókn” segir dúxinn í MH, Elísabet Waage dráttar f fjárvcitingum þyrfti að senda sjúklinga af barnadeild heim f sumarleyfi starfsfólks. Hins vegar sagði Páll að í sumar þyrfti að draga úr starfi almennu sjúkrahúsanna og yrði það gert með að ráða ekki að fullu starfs- fólk í afleysingar í sumarieyfum. Deildum yrði lokað á Landspítal- anum og væntanlega einnig á Kleppsspítala. „Ég þakka árangur minn góðri tfmasókn og ástundun," sagði Elfsabet Waage, dúxinn í MH þegar Mbl. spjallaði við hana í gær, en Elfsabet hlaut 175 eining- ar, sem er bezti árangur sem náðst hefur sfðan nýtt áfanga- kerfi var tekið upp f skólanum. Elísabet, sem er á nítjánda ári, lauk skólanum á þremur árum auk þess sem hún tók próf úr tveimur sviðum, nýmála- og tónlistarsviði. Aðspurð kvaöst hún ekki hafa vakað myrkranna á milli við lestur heldur hafa nýtt sér tímann vel, notað þær stundir sem gáfust á milli tíma til hins ýtrasta, svo og reynt að koma lesin í kennslu- stundir. Auk menntaskólanámsins stundar Elísabet nám við Tón- listarskólann í Reykjavík, leggur hún þar stund á píanóleik sem aðalgrein en að auki lærir hún á hörpu. Hún hefur lokið 8 stigi í píanóleik en hyggst ljúka kennaraprófi á hljóðfærið á vetri komanda. Éinnig hefur Elísabet sungið með kór Hamrahlíðarskól- ans undanfarin þrjú ár. Telur hún slíkan félagsskap sem annað félagsstarf örva mjög tengsl nemenda innbyrðis, enda ekki vanþörf á, þar sem eiginlegt bekkjakerfi er ekki í skólanum heldur nokkurs konar hópar þar sem hver einstaklingur sækir tíma Elfasabet Waage. í þeirri grein sem hann hefur valið og því undir hælinn lagt hvort hann er í tímum með sömu aðilum í fleiri greinum. Næsta vetur kemur Elísabet til með að stunda nám í Háskóla íslands auk tón- listarnámsins og hyggst hún nema þar tungumál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.