Morgunblaðið - 22.05.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979
17
aræmi
tilutana
framboð sé svipað frá ári til árs og fullnægi eftirspurn. Úthlutanir þurfa
að vera í stærri eininíium og úthlutun til einstaklinga að fækka.
Aukning atvinnutækifæra
Hamla þarf gegn innflutningi húsa, húshluta og húsgagna, og gæta
þess að íslensk fyrirtæki njóti ekki lakari aðstöðu en innflutningur í
tolla og skattamálum.
Sem dæmi um óæskilegan innflutning má nefna vinnubúðir við
Hrauneyjarfoss sem keyptar eru frá útlöndum á sama tíma og atvinna
dregst saman í byggingariðnaði.
Endurnýjun og viðhald eldri húsa þarf að sinna betur en gert hefur
verið.
Til þess að svo megi verða þarf einkum tvennt að koma til: Stóraukin
lánafyrirgreiðsla og að stéttarfélögin auki þekkingu og áhuga
félagsmanna sinna fyrir þessu viðfangsefni.
Jöfnun atvinnutækifæra
Undanfarin ár hefur eftirspurn hins opinbera eftir vinnuafli haldist í
hendur við eftirspurn einstaklinga. Þessu þarf að snúa við þannig að ríki
og sveitarfélög auki umsvif sín þegar atvinna minnkar á almennum
markaði.
Síðan fer álit umræðuhóps um fjármögnun húsnæðismálakerfisins:
Biðtúni lána styttist
Að koma í veg f.vrir fyrirhugaða skerðingu á tekjustofnun
Byggingasjóðs og sjá til þess að nægjanlegt fjármagn sé til staðar svo
biðtími eftir lánum styttist svo þær lóðir sem þegar hefur verið úthlutað
nýtist til atvinnuaukningar.
1. Að úthlutun Húsnæðisstjórnarlána fari fram í tveim áföngum í stað
þriggja eins og nú er og að fyrri áfangi úthlutunarinnar komi miklu mun
fyrr á byggingartímanum en nú er.
2. Að opinbert framkvæmdafé sé notað til að koma í veg stórar sveiflur
og spennu í atvinnulífinu.
3. Að auknu lánsfjármagni verði varið til endurbóta á eldra húsnæði.
4. Að nú þegar verði staðið við fyrri yfirlýsingar og loforð um
félagslegar íbúðabyggingar.
FRAMTÍÐIN.
1. Að hið opinbera setji reglur fyrir sveitafélögin um skipulag
lóðaúthlutana til langs tíma, svo lánastofnunum takist að verða sér úti
um næganlegt fjármagn til byggingarframkvæmda á hverjum tíma og
þannig verði gert kleift að úthluta lóðum í stærri einingum en nú er.
2. Að úthlutun lána til íbúðabugginga verði komið á eina hendi og að lán
til þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn verði hlutfallslega hærri en
til þeirra, sem þegar eiga húsnæði
3. Að lánstíminn verði lengdur verulega frá því sem nú er svo hagsmunir
lánadrottins og lántaka verði sem best tryggðir.
4. Að hagsmunir þeirra, sem vilja fremur leigja, verði tryggðir í
lánakerfinu.
Vel heppnaður Dagur
hestsins á Melavelli
ÁHORFENDUR höfðu sannarlega
ástæðu til að klappa fyrir glæsi-
legri sýningu á Melavellinum á
sunnudag, þegar þar var haldinn
Dagur hestsins. Óhætt mun að
fullyrða að sjaldan eða aldrei
hefur sýning íslenska hestsins
hérlendis tekist með jafn miklum
ágætum og á þessari sýningu.
Þarna voru sýndir flestir bestu
stóðhestar landsins, margt frægra
góðhrossa og fram komu flestir
kunnustu knapar landsins. Hópur
unglinga sýndi einnig hesta sína.
Um 3000 manns komu á sýning-
una, sem stóð í tvo tíma, en veður
var með eindæmum gott þó hita-
stigið væri ekki hátt.
Um 3000
manns
komu
á völlinn
Að mótinu stóðu deild Hags-
munafélags hrossabænda á Suð-
vesturlandi ásamt Félagi tamn-
ingí.manna, ýmsum félogum úr
Fáki og fleiri aðilum. Ragnar
Tómasson var formaður sýningar-
nefndarinnar og sagðist hann að
lokinni sýningunni vera stoltur
fyrir hönd þeirra, sem að sýning-
unni stóðu. .
„Eg tel að þessi sýning
eigi eftir að marka tíniamót hvað
snertir fyrirkomulag sýninga á
hrossum hérlendis. Viðbrögð
áhorfenda sýndu að okkur tókst
með þessari sýningu að kynna
töfra íslenska hestsins og ég er
þess fullviss að með þessari stund
á Melavellinum vann íslenzki
hesturinn stórkostlegan sigur",
sagði Ragnar.
Félagar úr Félagi tamningamanna sýndu atriði sem þeir nefndu samspil manns og hests. Ljósm.
Gunnbjörn Marinósson.
Einn af mörgum skeiðsprettum, sem teknir voru ð enda hugsað, pegar Viðar Halldórsson hleypti
Melavellinum á sunnudaginn. Sigurður Sæmunds- Blesa frá Kirkjubæ að hindruninni. Og honum tókst
son leggur hór Þór frá Akureyri. pað.
OKKAR VERÐ KR. 2400 á 20 mynda filmu
VERÐ ANNARS KR. 3700 á 20 mynda
filmu
Litmyndir eru
35% ódýrari
Austurstræti
Simi 10966