Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 23 Frá Guðmundi Guðjónssyni blaðamanni Mbl. í Bern „Vanmetum ekki íslenska liðið“ ÞEIR íslensku landsliðsmenn sem ekki eru á mála hjá erlendum liðum lögðu af stað til Sviss á laugardaginn. Eftir f jögra tíma bið á Kastrup komst fiokkurinn loks í flugvél til Sviss. Jón Péturson hitti hópinn í Kaupmannahöfn og hafði hann reyndar beðið allan morguninn á Kastrup og var því orðinn æði þreyttur. Þegar þetta er ritað vantar aðeins Jóhannes Eðvaldsson í hópinn, allir aðrir eru mættir í slaginn. Jóhannes er ekki væntanlegur fyrr en á þriðjudagsmorgun. Hinir útlendingarnir skiluðu sér á sunnudaginn. Fylla ekki völlinn? Landsleikurinn við Svisslend- inga hefst á Wankdorf-vellinum kl. 6.15 að staðartíma, en 5.15 að íslenskum tíma. Kl. 8.15 hefst síðan leikur Hollands og Argentínu. Wankdorf-völlurinn tekur 58 þúsund manns. Heima- menn reikna samt ekki með nema 20 til 30 þúsund manns á völlinn. Þetta þótti okkur furðulegt að heyra en hvort satt er kemur í ljós í kvöld. Vekja forvitni Islenska liðið hefur æft daglega og í gær á sjálfum Wankdorf-vell- inum. Hina dagana hefur verið notast við æfingavelli við hlið Wankdorf-vallarins. Smáflokkar heimamanna hafa fylgst með æf- ingum liðsins af athygli. Pollar safna eiginhandaráritunum, jafnt á bolta sem blöð. Búið er að tilkynna svissneska landsliðshópinn en hann skipa svo framandi nöfn að vel flest þeirra eru ekki nefnandi. Frægasti Sviss- lendingurinn, markaskorarinn Zulzer, verður þó ekki með og eru það slæmar fréttir fyrir Sviss- lendinga. Zulzer er einn leiknasti framherji í Evrópu í dag en meiðsli aftra honum frá því að leika. Hann var heldur ekki með á móti Austur-Þjóðverjum fyrir skömmu. Þá vann þýska liðið heppnissigur. Svisslendingar léku þá vel, sköpuðu sér góð færi, en það vantaði títtnefndan Zulzer til að reka endahnútinn á sóknirnar. Svisslendingar smeykir Dálítið er rætt um leikinn í blöðum hér í Sviss. Þar er ekki rætt um að liklega vinni heima- menn heldur að leikurinn verði að vinnast. Árangur Svisslendinga í landsleikjum hefur nefnilega verið svo lélegur síðustu tvö til þrjú árin að þeir óttast að þeir verði settir á bekk með hornsílum Evrópu á knattspyrnusviðinu, Möltu, Kýpur, Noregi (og auðvitað íslandi), næst þegar raðað verður í riðla í fyrir undankeppni HM. Verði Sviss fyrir áfalli í leiknum á móti íslandi í kvöld verður það einn af síðustu nöglunum í lík- kistu svissneska landsliðsins því það er erfitt að vinna sig upp þegar á botninn er komið. „Vanmetum ekki íslenska liðið Á grasflöt fyrir utan íþrótta- höllina í Biel, sem er borg skammt frá Bern, var margt um manninn áður en hleypt var inn í matinn í miklu hófi sem ambassador Ar- gentínu bauð til. Úti voru bæði veitingar og skemmtiatriði, svo að fáum hefur líklega leiðst. Auk þess var sól, hæg gola og um 20 stiga hiti. Á grasflötinni náði ég tali af þjálfara Sviss, Walker. Eg ræddi við hann um leikinn og sagði hann: „Þetta er leikur sem við verðum að vinna, og ég hef þá trú að við gerum það. Við vanmetum ekki íslenska liðið því að við vitum að það hefur komið á óvart oftar en einu sinni," sagði Walker. „Ég er að yngja svissneska liðið upp og því hefur það litla reynslu í pokahorninu. Við lékum þó góða knattspyrnu á móti Þjóðverjum um daginn og ég held að allir séu á sama máli um að við vorum óheppnir að sigra ekki í leiknum. — Það er slæmt að Zulzer skuli ekki verða með, en ég er með varamenn sem ég treysti, og þeir eiga að geta komið í hans stað þó að það verði erfitt. Ég veit að atvinnumennirnir eru lykilmenn í íslenska liðinu og ég hef aflað mér mikilla upplýsinga um þá og látið fylgjast vel með þeim að undan- förnu, sagði hinn viðmótsþýði Walker að lokum. Þetta er aðeins annar leikurinn sem Walker stýrir svissneska landsliðinu, sá fyrsti var áður- nefndur landsleikur við Aust- ur-Þjóðverja. Walker er sagður kænn þjálfari. Það er því ljóst að stigin tvö verða ekki seld í Hag- kaupi. Svisslendingar ætla sér bæði hvað sem það kostar. Heimsmet í maraþonknattspyrnu f 'isl Þessir átta Þórarar sem sjást á myndinni settu í gær nýtt heims- met unglinga í maraþonknatt- spyrnu innanhúss. Léku þeir samfellt í 52 kiukkustundir og 15 mínútur. Voru þeir merkilega sprækir þegar þeir hættu keppni. Sjúkraþjálfari vakti yfir líðan piltanna allan tfmann. Haft var á orði f Eyjum að þetta yrði í síðasta skipti sem svona keppni yrði leyfð þar, en eins og áður hefur verið fjallað um er mara- þonkeppni komin út f algjörar öfgar. Væri athugandi fyrir fþróttafélög hvar sem er að fara að endurskoða afstöðu sína til svona keppni. Heilbrigðisráð ÍSÍ hefur bent á hversu hættulegt það getur verið fyrir unglinga að vera í fleiri klukkustundir undir erfiðu álagi. Hinn snjalli knattspyrnumaður Rudi Krol fyrirliði knattspyrnulands- liðs Hollands leikur sinn 65. landsleik í kvöld á Wankdorf-vellinum f Bern, þegar lið hans mætir Argentfnu f afmælisleik alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, en leikur íslands og Sviss er forleikur að þeim stórleik. Krol er álitinn einn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Frá GG í Bern 9 leikmenn 8 fararst jórar! íslenska landsliðinu var boðið í glæsilega veislu á sunnudaginn. Argentfska sendiráðið tók á leigu glæsilega fþróttahöll í borginni Biel skammt fyrir utan Bern. Þar voru gestirnir um 600 talsins. Þar á meðal allir leikmenn landsliðanna nema Hollands. Þarna voru m.a. argentfnsku heimsmeistararnir. Það mátti glöggt sjá að heimsfrægð hefur sín áhrif, sínar lakari hliðar. Argentínsku leikmennirnir fengu engan frið fyrir mergð ljósmyndara og fréttamanna. Argentínumenn- irnir reyndu að geðjast þeim er vildu fá eiginhandaráritanir þeirra og leystu alla út með nöfnum sfnum en voru eins og sviplaus vélmenni. Þó að þeir létu á engu bera var þeim greinilega ekki skemmt. Þegar fslenski hópurinn hélt í veisluna voru ókomnir leikmennirnir frá Niðurlöndum og Skotlandi. Því voru aðeins 9 leikmenn mættir (Guðmundur Þorbjörnsson kom einn síns liðs til Sviss þá um kvöldið). Það vakti því kátfnu þegar svissneskur ljósmyndari bað um að fá að taka liðsmynd og kom þá fram að það vantaði aðeins einn KSÍ mann til þess að fararstjórnin væri jafnfjölmenn og leikmennirnir. Eða 9 leikmenn en 8 fararstjórar! Veltu menn því fyrir sér hvort verið væri að æfa maður á mann leikaðferð. Óþekktur golfleikar i sigraði í Skotlandi ARGENTÍNUMAÐURINN Fernandez sigraði í ga*r í brezku PGA golfkeppninni sem haldin var á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Fernandez sem er lítt þekktur golfleikari lék 72 holur á 288 höggum sem er par vallarins. I öðru sæti var líka lítt þekktur kylfingur að nafni B1 Baldo frá ítalfu. Lék hann á 289 höggum. Gary Player og Brian Barnes frá Englandi urðu svo í 3.-4. sæti. Margir frægir golfleikarar kepptu á mótinu en flestum þeirra gekk mjög illa. Góðir 200 m hjá Oddi Sig. ODDUR Sigurðsson KA, frjálsfþróttamaðurinn sem komið hefur á óvart með ágætum árangri í spretthlaupum í vetur og vor, náði athyglisverðum tíma í 200 metra hlaupi á innanfélagsmóti ÍR-inga á Laugardalsvelli á laugardaginn er hann hljóp á 21,8 sekúndum. Þetta var fyrsta hlaup Odds á vegalengdinni og má fastlega gera ráð íyrir því að hann eigi eftir að bæta þennan árangur verulega í sumar. þar sem aðstæður til keppni voru óhagstæðar. Ef svo heldur áfram sem horfir ætti Oddur að geta veitt þeim Vilmundi Vilhjálmssyni KR og Sigurði Sigurðssyni Á harða keppni í sumar. Kristjana Þorsteinsdóttir úr Víði úr Garði kastaði lengst í kringlukasti kvenna. eða 36,30 motra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.