Morgunblaðið - 22.05.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979
37
valdsins er það sem í raun verður
kosið um. Stjórnmál hér eru eins
ólík íslenskum stjórnmálum og
þjóðirnar tvaer og aðstæður þeirra
eru ólíkar enda hljóta stjórnmál
frekar flestu öðru að endurspegla
þj óðfélagsástand."
Hefur konungsdæmið enn
mikla þýðingu í Bretaveldi?
„Konungdæmið er gífurlega
mikilvægur þáttur í Bretlandi og
hefur ekki eingöngu tilfinninga-
lega þýðingu. Það er oft vanmetið
af útlendingum hve miklu hlut-
verki konungdæmið gegnir í að
halda þjóðum Bretlands saman og
í að viðhalda þeim sterku sam-
böndum sem Bretland hefur við
þær fyrrverandi nýlendur sínar
sem byggðar eru fólki frá Bresku
eyjunum. Þannig er drottningin
einnig drottning Ástralíu, Nýja
Sjálands, Kanada og fleiri ríkja.
Sambandið milli Bretlands og
þessara ríkja er að ýmsu sterkara
en samband það sem ísland hefur
við hin Norðurlöndin og má meta
þýðingu þess eftir því. Hin megin-
þýðing konungdæmisins er sú að í
stað þess að horfa á sjálfan sig og
þjóð sína eingöngu í ljósi tíma-
bundinnar frammistöðu á ýmsum
sviðum, hafa Bretar eitt tákn fyrir
allt sem þeir eru stoltir af og vilja
viðhalda. Það tekur langan tíma
fyrir útlending að skilja sálfræði-
lega og þjóðfélagslega þýðingu
konungdæmisins, sem er mun
meiri en í fyrstu kann að virðast.“
Nú fara kosningar f hönd,
hvernig heldur þú að þa*r íari, og
hver er staða flokkanna meðal
almennings um þessar mundir?
„Öllum skoðanakönnunum ber
saman um að Íhaidsflokkurinn
muni vinna allstóran sigur í kom-
andi kosningum. Það eina sem
getur komið í veg fyrir fylgishrun
Verkamannaflokksins eru per-
sónulegar vinsældir Callaghans.
Ljóst er að Frjálslyndiflokkurinn
mun gjalda afhroð og mun hann
einkum tapa til íhaldsflokksins.
Þó að útlit sé fyrir sigur íhalds-
flokksins er það eitt sér ekki
óblandið fagnaðarefni fylgis-
mönnum hans. Til þess að geta
stjórnað landinu í andstöðu við
verkalýðsfélögin þarf sigur flokks-
ins að vera mjög verulegur og
afgerandi. Óvinsældir Thatcher og
hræðsla við aö flokkurinn lendi í
útistöðum við verkalýðsfélögin,
sem þýtt gæti allsherjarverkfall,
eða langvarandi lömun mikil-
vægra iðngreina, eru flokknum
erfiðustu tálmarnir á leið til
valda. Sjáifum þykir mér líklegast
að flokkurinn vinni með 30—40
þingsæta meirihluta, sem ekki er
að mínu viti nægilega afgerandi
sigur til þess að flokknum takist
að stjórna landinu á sterkan og
öruggan hátt. Frjálslyndi flokkur-
inn mun sennilega fá 6—8 þing-
menn af 635 í neðri málstofunni
og mun hafa áhrif í samræmi við
það. Skoskir Þjóðernissinnar
munu sennilega einnig tapa þing-
sætum þannig að tveggja flokka
kerfið, sem talið var af mörgum
vera á síðasta snúningi eftir síð-
ustu kosningar virðast ætla að lifa
enn um sinn. Kerfið á sér djúpar
rætur í tvískiptingu bresks þjóðfé-
lags í stéttir og aðlögunarhæfni
Ihaldsflokksins hefur gert það að
verkum að breytingar á stétta-
skiptingu hafa ekki náð að breyta
flokkakerfinu. Þrátt fyrir nafnið,
fornar hefðir og þá staðreynd að
meirihluti þingmanna flokksins
eru úr efstu og fámennustu stétt.
þjóðfélagsins lýtur flokkurinn að
flestu sömu lögmálum og fjölda-
flokkar Kristilegra demókrata á
meginlandinu. Verkamannaflokk-
urinn hefur hins vegar hneigst
mjög til vinstri í orði á síðustu
árum og byggt á þrengri grunni en
áður. Hægrisinnaðir leiðtogar
flokksins og þá einkum Callaghan
hafa þó enn undirtökin en það
gæti auðveldlega breyst ef flokk-
urinn tapar kosningunum, sem
útlit er fyrir að hann geri.
Eins og viðtalið ber með sér er
það tekið áður en kosið var í
Bretlandi.
- AH.
Vinsœldalistar
England
1. (2) Pop Muzik M
2. (1) Bright Eyes Art Garfunkel
3. (3) Hooray Hooray It’s a Holi-Holiday Boney M
4. (9) Does Your Mother Know Abba
5. (-) Banana Splits Dickies
6. (-) Reunited Peaches & Herb
7. (-) One Way Ticket Eruption
8. (8) Knock on Wood Amii Stewart
9. (-) Dance Away Roxy Music
10. (-) Roxanne Police
Bandaríkin
1. (
2. (
3. (
4
5. (
6
1)
2)
( 3)
( 7)
6)
( 4)
7. (10)
8. ( 9)
9. ( 5)
( 8)
Reunited
In The Navy
Heart of Glass
Hot Stuff
Shake Your Body
Music Box Dancer
Goodnight Tonight
Take me Home
Knock on Wood
Peaches & Herb
Village People
Blondie
Donna Summer
Jacksons
Frank Mills
Wings
Cher
Amii Stewart
10.
Stumblin in
Suzi Quatro & Chris Norman
Sjaldséðir
hvítir hrafnar
STEINHLJOÐ GEFUR ÚT
TVÆR KLASSÍSKAR PLÖTUR
• Þótt svo árlega komi út fjöldi
breiðskífna. hefur útgáfu
klassískrar tónlistar verið lítill
gaumur gefinn hingað til. Á
þessu varð nokkur breyting nú
fyrir skömmu. en þá komu á
markaðinn tvær fyrstu plöturn-
ar í plöturöð, sem Steinhljóð
hyggst gefa út á næstunni.
Plöturnar, scm nú komu út, eru
með þeim Manuelu Wicslcr og
Júlian Dawson Lyell og Gísla
Magnússyni go Ilalldóri
Haraldssyni.
Plata þeirra Manuelu Wiesler
og Julian Dawson hefur að
ge.vma fimm verk fyrir flautu,
eftir innlenda sem erlenda höf-
unda. Innlendu verkin eru
Intermezzo úr Dimmalimm eftir
Atla Heimi Sveinsson og Calais
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en
þau erlendu eru Divertimento
eftir Jean Francaix, Chant de
Linos eftir André Jolivet og
Sonatine eftir Pierre Boulez.
Gísli og Halldór leika saman
tvö píanóverkin Tilbrigði um
stef eftir Paganini eftir Witold-
Lutoslawski og Vorblót eftir
Igor Stravinsky, en síðara verkið
skiptist i tvo hluta, Dýrkun
jarðar og Fórnin.
Ekki verður annað sagt en að
Steinhljóð fari vel af stað með
þessa plöturöð. Allur leikur á
plötunum er mjög góður og sama
er að segja um upptöku og skurð.
Að mati fróðra manna eru fyrr-
nefndar plötur vel sambærilegar
við erlendar plötur og er það vel.
Steinhljóð, sem gefur plöturn-
ar út, er í raun tvö fyrirtæki.
Annars vegar Hljóðriti h.f. og
hins vegar Steinar h.f. í upphafi
þegar fært var í tal að rétt væri
að gefa út plöturöð á borð við
þessa, kom í ljós að Hljóðriti
taldi rétt að einhverjir aðrir
aðilar tækju að sér útgáfu platn-
anna og sölu, þar sem slíkt væri
ekki í verkahring stúdíósins.
Varð af samkomulag milli Stein-
ars h.f. og Hljóðrita h.f. um
sameiginlega útgáfu, en nafnið
Steinhljóð er dregið af nöfnum
beggja fyrirtækjanna.
Sem fyrr segir eru nýútkomnu
plöturnar tvær aðeins byrjunin á
plöturöð íslenskra tónskálda og
tónlistarfólks og stendur til að
gefa út plötur, með verkum eftir
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Leif Þórarins-
son og fleiri. Plöturnar á að selja
bæði á innlendum og erlendum
markaði, en til að hægt sé að
selja þær erlendis verður að
greiða þær allmkiið niður. Er
talið að niðurgreiðslurnar geti
numið allt að 60%.
Upprunalega stóð til að plöt-
urnar tvær kæmu út skömmu
fyrir jól, en það fórst fyrir og
eftir á að hyggja hefðu plöturnar
sennilega drukknað í jólaplötu-
flóðinu. Önnur platnanna var
tekin upp í upptökusölum Ríkis-
útvarpsins og Hljóðrita, en hin
var tekin upp í Háskólabíói og
voru aðeins notaðir um 30 tímar
við upptöku hvorrar plötu. Er
það mjög lítill tími, miðað við
þann tíma, sem upptaka venju-
legrar pop-plötu tekur. Þá er
upplag platnanna mun minna en
gengur og gerist, eða aðeins um
1000 eintök.
Segja má með sanni að. það sé
að færast mikið í fang að gefa út
klassískar plötur hér á Fróni. En
þegar jafn vel er að þeim staðið
og að þessum tveimur breiðskíf-
um, er ekki ástæða til að vera
með neina svartsýni, því
óneitanlega virðist sem íslenzk-
ar klassískar plötur séu fyllilega
sambærilegar við erlendar.
SA
fMMMMMMMmmMM,
VOULEZ VOUS
A3BA
(EPIC/STEINAR HF.1979)
Flytjendur:
ABBA: Bjcirn Ulvaeús: Siing-
ur. gítar og banjó / Benny
Anderson: Siingur. hljómborð
og synthesiezer / Agnetha
I'áltskog: Söngur / Frida
Lyngstad: Siingur / auk: Ola
Brunkert: Trommur / Rutger
Gunnarsson: Bassagítar /
Janne Schaffer: Gítar /Mike
Watson: Bassagítar /Rolf Alex:
Trommur /Lasse Wellander:
Gítar / Joe Galdo: Trommur
/Arnold Pesciro: Bassagi'tar /
Paul Ilarris: Píanó / Ish
Ledesma: Gítar /George Perry:
Gítar / Halldór Pálsson: Tenór
saxófón / Johan Stengaard:
Tenór saxófón / Nils Landgren:
Básúna / Jan Risberg: Obó /
Lars O. Carlsson: Tenor saxóf-
ón / Kajtek Wojciechowski:
Tenór saxófón /Malando Gass-
ama: Slagverk.
STJOlíN UPPTÖKU:
BENNY ANDERSSON &
BJÖRN ULVAEUS.
— Það þarf engan spámann til
að segja að „Voulez Vous“ með
Abba verði vinsæl plata. Plötur
Abba hafa ALLTAF orðið vinsæl-
ar og þessi verður engin undan-
tekning. Það skemmir alls ekki
fyrir að þessi Abba plata er
líklega þeirra besta sem komið
hefur og þar að auki
aðgengilegust...
Abba hafa haft einfalda tónlist
að leiðarljósi, ekki endilega neitt
nýtt, heldur sérlega vel upptekið,
einfalt og sláandi. Hljóðfæraleik-
ur þeirra er vandaður en einfaldur
og yfirleitt fá hljóðfæri notuö svo
lögin séu nógu grípandi. Raddirn-
ar eru líka yfirleitt notaðar sem
hluti af hljóðfalli, sérstaklega
kvenraddirnar sem eru sérlega
kuldalegar og framandi, með öðr-
um orðum málmhljómandi. En
það er heillandi á sinn hátt.
Það eru nú liðin níu ár síðan
Abba-söngflokkurinn hóf að
svngja saman og þó fvrst undir
nafninu TO GANGE FÁSTFOLK,
síðan brevttu þau nafninu í
BJÖRN BÉNNY AGNETHA &
FRIDA, og gáfu út fyrstu litlu
plötuna „People Need Love“, sem
náði inn á topp 100 í Bandaríkjun-
um. Skömmu síðar breyttu þau
nafninu í ABBA og gáfu út litlu
plöturnar „Ring Ring“ og „Water-
loo“ en það síðarnefnda varð
hlutskarpast í Eurovision-söngva-
keppninni 1974.
Síðan hefur saga þeirra verið
stráð gullplötum. Á eftir „Water-
loo“ komu litlu plöturnar „Honey
Honey", „S.O.S,“ „Mamma Mia“,
„Fernando", „Dancing Queen“,
„Money, Money, Money", „Know-
ing Me Knowing you“, „The Name
of the Game", „Take a Chance on
Me“, „Summer Night City, og
I
I
I
„Chiquitita". Það síðastnefnda er ^
reyndar líka á „Voulez Vous“.
Auk þess hafa stóru plöturnar ^
þeirra notið sömu vinsælda en ^
þær hafa verið „Ring Ring“ (1973), J
„Waterloo“ (1974), „Abba“ (1975),®
„Arrival (1976) og „ABBA the ^
Album“ (1978). Þar fyrir utan ^
hafa nokkrar samansafnsplötur fc
eins og „Greatest Hits“ og „Great- w
est Double“ náð mjög miklum ®
vinsældum.
Þeir félagar Björn Ulvaeus og ^
Benny Andersson hafa alltaf sam- ^
ið og útsett lögin og stjórnað
upptokum á plölunum, þó fyrst w
með hjálp Stikkan Andersson.
Þeir hafa oftast verið í bak- í
grunni í söng en í þeim lögum sem ^
Björn hefur sungið hefur honum ^
alltaf tekizt vel til. Á „Voulez k
Vous“ syngur hann einmitt lagið 5
sem er áberandi best og er reynd- ®
ar komið á litla plötu „Does Your ^
Mother Knöw“. Það sem er ^
skemmtilegast við það er hversu
vel það er blandað þannig að úr k
því fæst mjög hresst og fjörugt 5
ekta Abba „danslag". „Chiquitita“ J
fannst mér alltaf vera fyrir neðan 9
þeirra meðallag og hefur sú skoð- ^
un ekkert breyst. Þó eru flest
laganna fyrir ofan meðallagið og ^
eiga án efa þó nokkuð fleiri en 5
þessi tvö eftir að verða vinsæl. ®
Líklegastur arftaki „Does Your ^
Mother Know“, á vinsældalistun- ^
um er „Angeleyes“ sem er hresst ^
samsöngs-Abhalag, fjörugt og líf- k
legt. Titillagið „Voulez-Vous“ 5
vinnur á við hverja spilun, en í því J
lagi bre.vta þau út af venjunni og 9
eru mjög margir aðstoðarmenn í ^
laginu, þar á meðal okkar eigin ^
íslenzki saxófónleiari Halldór ^
Pálsson sem leikur á tenór i þessu 5
lagi ásamt einum öðrum, Johan J
Stengaard. Halldór er þó ekki sá ^
eini sem ísienzkir tónlistarunn- ^
endur ættu að kannast við í þessu h
lagi því í því leika t.d. Paul Harris ^
(Crosby, Stills, Nash & Young, 5
Neil Young) og George Terry (Eric ^
Clapton Band). Halldór kemur út ^
með sinn sérstaka stíl, en þó er ^
mun skemmtilegra að heyra í k
honum á plötum Mannakorns og ^
fleiri sem hérlendis hafa komið út, 5
þar sem þá hefur hann fengið að ^
njóta sín frekar og þá yfirleitt ^
leikið á alt-saxoþfón. ^
„Kisses Of Fire“ er þegar komið
út á bakhlið „Does Your Mother ^
Know“ en það lag hefði vel getað J
staðið undir sér sjálft, enda sæmi- ^
legt diskólag. Ein sérstök ballaða ^
„I Hava A Dream", sem sungin er ^
af Frida Lyngstad er á plötunni og k
er það eina lagi sem heldur ekki S
klassísku Abba-línunni.
Líklega er Abba komin yfir sitt ®
besta skeið í vinsældum en með ^
þessari plötu ættu þau allavega ^
ekki að missa neitt. «•
IIIA. j
MMMMMMMMMMMM5