Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 48
PLAST
ÞAKRENNUR ^
Sterkar og endíngargoðar
Hagstætt verð
c&Nýborg?
O Armúla 23 — Si'mi 86755 J
Síminn á afgreiöslunni er
83033
2tWrgunbI«t>it>
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979
Vinnuveit-
endurá
fundi með
ráðherra-
nefnd í dag
VINNUVEITENDASAM-
BAND íslands heindi því til
fulltrúa Alþýðusamhands ís-
lands Farmanna- »k íiski-
mannasamhands íslands í
«ær á fundum. sem aðilarnir
sátu í húsakynnum VSÍ, að
hvert samhand tilnefndi tvo
fulltrúa í nefnd til þess að
reyna að finna flöt á vanda-
málum aðila vinnumarkaðar-
ins með lausn á heildargrund-
velli í huKa. Farmanna- »b
fiskimannasambandið svar-
aði þessum tilmælum VSÍ
játandi, en skilyrti þátttöku
sína í slíkri neínd við þátt-
töku ASÍ. ASÍ hafnaði í
fyrstu. en síðan var ákvcðið
að um málið yrði fjallað á
miðstjórnarfundi ASI í dag.
I>á óskaði fjármálaráðherra
eftir því síðdeBÍs í Bær, að
fulltrúar VSÍ kæmu til við-
ræðu við ráðherranefnd.
Tillaga VSÍ miðaði að því að í
nefndinni yrðu tveir fulltrúar frá
VSÍ, tveir frá ASÍ og tveir frá
FFSÍ. Á fundi árdegis tóku full-
trúar Alþýðusambandsins mjög
dræmt í þessa tillögu og nánast
FJÖLMENNI tók á móti hinum nýja og glæsilega skuttogara Ólafsfirðinga. Sigurbjörgu ÓF 1, þegar
skipið kom í fyrsta skipti til heimahafnar s.l. laugardag. Ólafsfirðingar eru stoltir af þessu nýja skipi, sem
er eitt hið fullkomnasta í íslenzka flotanum, smíðað í Slippstöðinni á Akureyri. Eigandi skipsins er
Magnús Gamalíelsson og útgerð hans. Barnabörn Magnúsar og Guðfinnu Pálsdóttur voru í hópi þeirra sem
fögnuðu skipinu og áhöfn þess með blómum og sjást blómarósirnar á myndinni.
Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson.
Sigurjón
hækkaður
i launum
LAUNAMÁLANEFND
Reykjavíkurborgar hefur
samþykkt að hækka þókn-
un Sigurjóns Péturssonar
vegna starfa hans sem for-
seta borgarstjórnar sem
nemur 17 næturvinnutím-
um á mánuði. Munu laun
hans hækka um sem svar-
ar 75 þúsund krónum á
mánuði.
Sifíurjón fór sjálfur fram
á hækkun á þeirri forsendu
að forsetastarfið væri svo
tímafrekt að það kæmi nið-
ur á öðrum störfum. Var
það mat launamálanefndar
að hækka bæri laun Sigur-
jóns sem næmi 17 yfir-
vinnutímum á mánuði.
Kjaradómur um laun verzlunarfólks:
Kauphækkanimar
á bilinu 4,6 - 46,8%
höfnuðu henni. A fundi eftir
hádegið samþykktu farmenn að
taka þátt í nefndinni að því
tilskildu að fulltrúar ASÍ kæmu
einnig í nefndina. Síðdegis var svo
beiðnin ítrekuð við fulltrúa ASI og
varð að samkomulagi að þátttaka
ASÍ í nefndinni yrði borin upp á
miðstjórnarfundi ASÍ, sem hald-
inn verður í dag. Samkvæmt upp-
lýsingum Þorsteins Pálssonar
mun VSÍ ekki hafa neitt á móti
þátttöku fulltrúa Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna, ef þeir
óska eftir því, en fulltrúar þess
neítuðu að eiga aðild að þeim
fundahöldum, sem fram fóru í
gær.
f’armenn og vinnuveitendur
sátu á samning£.'Undi í allan
fyrradag og gerðu farmenn þar
ákveðið tilboð í sambandi við
vinnutíma. Vinnuveitendur höfðu
í gær ekki svarað þessu tilboði og
munu hafa það til athugunar.
KAUPIIÆKKANIR á töxtum
verzlunarfólks samkvæmt úr-
skurði kjaradóms, sem kynntur
var í gær. eru á hilinu 1,6% til
16.8%, en sú hækkun er bundin 15
ára starfi hjá sama vinnuveitanda.
Kauphækkunarúrskurður kjara-
dóms er samkvæmt tillögu þriggja
dómara. sem tilnefndir voru af
yfirborgardómaranum í Reykja-
vik. en dómarar tilnefndir af
verzlunarmönnum og viðsemj-
endum þeirra sátu hjá við at-
kvæðagreiðslu um úrskurðinn, en
skrifuðu undir tillögu hinna með
bókunum; dómarar tilnefndir af
verzlunarmönnum vegna framan-
greindrar starfsaldurshækkunar
eftir 15 ár en dómarar tilncfndir
aí hinum málsaðilanum með
hliðsjón af nauðsyn þess að niður-
staða fengist í málinu.
Dómurinn gildir frá 10. apríl sl.
til 1. desember n.k. og er miðaður
við þau laun og launahlutföll, sem
í gildi voru á vinnumarkaðnum 11.
marz sl„ þannig að hann tekur
ekki til þeirrar 3% launahækkun-
ar. sem stjórnvöld hafa rætt um að
gengi yfir allan almennan vinnu-^
markað eftir atkvæðagrciðslu
B.S.R.B.
Kjaradómurinn ákvað kaup í
Neðri-deild
hafnaði 3,5
milljarða
lánsheimild
vegna út-
flutningsbóta
NEÐRI deild Alþingis felldi f
gær með 19 atkvæðum gegn
18 atkvæðum að viðhöfðu
nafnakalli að veita rfkis-
stjórninni heimild til að
ábyrgjast allt að 3'Æ milljarða
króna lán. er Framleiðsluráð
landhúnaðarins tæki til að
standa undir vöntun á útflutn-
ingsbótafé vegna landbúnað-
arafurða og kostnaði vegna
mikilla birgða búvara.
Það var landbúnaðarnefnd
deildarinnar, sem bar fram
tillögu um þessa ábyrgðar-
heimild.
Þingmenn Framsóknar-
flokksins í deildinni, þingmenn
Alþýðubandalagsins utan
tveir, einn þingmaður Alþýðu-
flokksins og tveir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins greiddu
atkvæði með ábyrgðarheimild-
inni en á móti voru aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokks en tveir þing-
menn Alþýðubandalagsins
greiddu ekki atkvæði og einn
þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins var fjarstaddur.
launaflokkum, sem málsaðilar
höfðu komið sér saman um í
samningum 10. apríl sl. en þá varð
einnig samkomulag um að vísa
kauphækkunarákvörðun til kjara-
dóms. Almennar kröfur verzlunar-
manna fyrir dómi voru á bilinu
215.920 krónur til 383.670 krónur en
vinnuveitendur gerðu þær kröfur að
dómurinn ákvæði almennt
mánaðarkaup á bilinu 168.236 til
302.757 krónur. Dómur féll um
kauphækkanir á bilinu 173.700
krónur til 330.000 krónur auk
framangreinds 15 ára flokks upp í
348.700 krónur.
Sem dæmi um breytingar sam-
kvæmt dómnum má nefna að laun
almenns afgreiðsiufóiks hækka úr
196.871 krónu í 206.000 krónur, eða
um 4,6%, en nú koma til nýir
flokkar fyrir sérhæft afgreiðslu-
fólk, 230.600 krónur (17,1%
hækkun) og 270.400 krónur (37,3%
hækkun). Almennt skrifstofufólk,
sem var í 5. og 6. flokki, er nú í 7. og1
8. flokki og hækkar kaup þess úr
190.629 krónum í 230.600, eða um
21%, og úr 196.871 krónu í 270.400
krónur, eða um 37,3%.
Símaverðir I, sem voru í 5. flokki
með Í90. 629 krónur eru nú í 5.
flokki með 206.000 krónur og er
kauphækkun þeirra 8,1%.. Gjald-
kerar II, sem voru í 5. flokki eru nú
í 8. flokki með 243.800 krónur, sem
er 27,9% kauphækkun. Lyfja-
tæknar voru í 9. flokki með 223.082
krónur en eru nú í 11. flokki með
283.700 krónur og er þeirra kaup-
hækkun 27,2%. Bókarar I, sem
voru í 7. flokki með 205.721 krónur
eru nú í 11. flokki með 283.700
krónur, sem er 38% kauphækkun.
Laun flugafgreiðslufólks og fólks,
sem selur farmiða til útlanda,
hækka um 18,6% úr 205.611 krónur
í 243.800 krónur og er þar einnig um
hækkun um einn flokk að ræða.
Sjá: Samkomulag um breytta
flokkaskipan fyllt út með kaup-
tölum bls. 18.
Fundur um Jan
Mayen-loðnuna
Geta Norðmenn
takmarkað veið
ar sinna skipa?
ÓFORMLEGUR fundur fulltrúa
úr íslenzka og norska sjávarút-
vegsráðuneytunum verður hald-
inn í Reykjavík í vikunni, þar
sem einkum verður rætt um
loðnuveiðar við Jan Mayen. Fiski-
íræðingar þjóðanna hafa lagt til
að á sumarvertíð í ár og vetrar-
vertíð 1980 verði ekki veiddar
meira en 600 þúsund lcstir úr
íslenzka loðnustoíninum. Hins
vegar hefur komið fram að Norð-
menn gætu hugsanlega verið
búnir að veiða mikinn hluta
þessa magns við Jan Mayen áður
en fslenzku skipin héldu til veiða.
Að sögn Þórðar Ásgeirssonar
skrifstofustjóra í Sjávarútvegs-
ráðuneytinu er þarna mikið al-
vörumál á ferðinni og verulegt
áhyggjuefni ef Norðmenn hafa
mikinn viðbúnað ,við veiðarnar í
sumar. Með veiðum Norðmanna
við Jan Mayen í fyrra hafa skap-
ast ný viðhorf og meðal þeirra
atriða, sem rædd verða á fundin-
um í Reykjavík, er hvort Norð-
menn hafa löggjöf, sem getur
takmarkað veiðar norskra skipa á
svæðinu við Jan Mayen, en það er
alþjóðlegt hafsvæði.
01. R. Grímsson upplýsir á Alþingi;
Ráðherramir létu ríkið
endumýja gömlu bílana
BÍLAMÁL ráðherra komu til umræðu á Alþingi í gær þegar Ólafur
Ragnar Grímsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild og gerði
þessi mál að umtalsefni.
I umræðunum kom m.a. fram í
máli Tómasar Árnasonar fjármála-
ráðherra, að hann hefði nýtt sér
heimild til þess að taka 3 milljónir
króna að láni hjá ríkissjóði til
bílakaupa, en ráðherrann hefur
ítrekað verið spurður um þetta mál
að undanförnu en færst undan að
svara.
Þá kom það ennfremur fram hjá
Olafi Ragnari Grímssyni að hann
hefði óskað eftir því við yfir-
skoðunarmenn ríkisreikninga að
sérstaklega yrði athugaður við-
gerðar- og endurnýjunarkostnaður
þeirra bifreiða, sem nokkrir ráð-
herrar í núverandi ríkisstjórn áttu,
áður en þeir urðu ráðherrar, og þeir
létu endurnýja á ýmsan hátt á
kostnað ríkisins og seldu þannig
uppgerða nokkrum vikum síðar. I
bréfi þingmannsins til skoðunar-
manna stendur orðrétt: „Söluverð
hinna gömlu einkabifreiða var þá
vegna endurnýjunarinnar orðið
mun hærra og kom allur söluhagn-
aður í hlut þessara ráðherra sem
svo létu flestir ríkið kaupa handa
sér nýjar bifreiðar."
Sjá nánar um bílamál ráðherra á
bls. 30.