Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 4
4
Sumar-
bústaöa- og
húseigendur
Björgunarvesti
Árar — Arakefar
Bátadrekar. Keöjur.
Kolanet. Silunganet
Kork og blýteinar
Silunga- og laxalínur.
Önglar. Pilkar. Sökkur.
•
ÍSLENZK FLÖGG
Allar stæröir.
Flaggstangarhúnar.
Flagglínur. Festlar.
•
Sólúr
Tjaldljós Útigrill
Viðarkol
Gasferðatæki
Olíu prímusar
Steinolía, 2 teg.
Plastbrúsar 10 og 25 Itr.
Dolkar. Vasahnífar.
GARÐSLÁTTU-
VÉLAR
Garöslöngur og tilh.
Slöngugrindur. Kranar.
Garökönnur. Fötur.
Hrífur. Orf. Brýni.
Eylands-ljár.
Greina- og grasklippur.
Músa- og rottugildrur.
Handverkfæri, allskonar.
Kúbeín. Járnkarlar.
Jaröhakar. Sleggjur.
Múraraverkfæri.
Málning og lökk
Bátalakk. Eirolía.
Pinotex, allir litir.
Fernisolía. Viðarolía.
Tjörur, allskonar.
Kítti, allskonar.
Vírburstar. Sköfur.
Penslar. Kústar. Rúllur.
Polyfilla-fyllir, allskonar.
Polystripa-uppleysir.
Vængjadælur
Bátadælur
Vlalor
Olíuofnar
meö rafkveikju
Olíulampar
Arinsett
Físibelgir
Ginge-
slökkvitæki
•
Ullarnærfatnaður
„Stil-Longs“
Ullarpeysur
Ferðasokkar
Vinnufatnaður
Regnfatnaður
Gúmmístígvél
Vinnuhanzkar
Ananaustum^
Sími 28855
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979
Útvarp kl. 22.50:
„Áfangar”
Tónlistarþátturinn Áíangar er
á dagskrá útvarpsins í kvöld og
hefst hann kl. 22.50. Sfðasti
þáttur var helgaður minningu
Lowell George, en hann var
virtur tónlistarmaður, sem lést
29. júní sl. Þessi svo og næsti
þáttur verða einnig helgaðir
minningu þessa manns.
Lowell George lést eins og áður
sagði þann 29. júní sl., úr hjarta-
slagi, aðeins 34 ára að aldri. Hann
var einn af merkustu tónlistar-
mönnum sem nú eru uppi og hafði
skapað sér veglegan sess í tónlist-
arheimi samtímans. Þótt aldrei
hafi hann notið almennra vin-
sælda. Hann hafði mikla tónlist-
arhæfileika, enda fór það ekkert
milli mála, því hann samdi lög og
texta, lék á hljóðfæri, þó aðallega
gítar, stjórnaði upptökum o.s.frv.
Hann hóf tónlistarferil sinn ung-
ur að árum og spilaði fyrst, eins
og svo margir aðrir, með skóla-
hljómsveitum. Hann fæddist í
Hollywood, kvikmyndaborginni
frægu, og stundaði nám í Holly-
wood Highschool, en þar hóf hann
einmitt spilamennsku sína.
Fyrsta stóra hljómsveitin sem
Lowell George lék með var undir
stjórn Frank Zappa, Mothers, og
lék hann á tveimur plötum þeirr-
ar hljómsveitar, „Hot Rats“ og
„Veasels Ripped my Flesh." Eftir
að Zappa leysti upp þessa útgáfu
hljómsveitar sinnar árið 1969,
kom brátt að því að Lowell
George stofnaði sína eigin hljóm-
sveit, en það var Little Feet sem
stofnuð var haustið 1969.
Sú hljómsveit hætti störfum á
þessu ári, og var talið að einhver
ágreiningur hefði komið þar upp.
Þessi hljómsveit hlaut yfirleitt
sérlega góða dóma hjá tónlistar-
gagnrýnendum, og var af mörgum
talin ein sú besta í heimi. Þrátt
fyrir slíkan stuðning náði hljóm-
sveitin aldrei vinsældum meðal
almennings, var alltaf handan við
hornið, ef svo má segja.
Lowell heitinn George neytti
oft ýmissa lyfja sér til sáluhjálp-
ar og bera margir texta hans þess
merki. I ljóðum hans koma ekki
fram neinar lausnir þeirra vanda-
mála sem hann lýsir gjarnan,
heldur er ástandinu aðeins lýst
eins og það kemur honum fyrir
sjónir.
Umsjónarmenn Áfanga eru
þeir Guðni Rúnar Agnarsson og
Ásmundur Jónsson.
Lowell heitinn George,
ásamt einhverjum ódrætti
sem hann hefur dregið á
land.
Leikrit vikunnar í útvarpi kl. 20.10:
Einkahagur hr. Morkarts
Helgi
Lárus
Þorsteinn
í kvöld verður flutt leikritið
„Einkahagur hr. Morkarts“, cftir
Karlheinz Knuth. Verkið þýddi
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi.
Helgi Skúlason leikstýrir, en með
hiutverkin fara þeir Lárus Páls-
son og Þorsteinn Ö. Stephensen.
Þetta leikrit hefur áður verið
flutt í útvarpið en það var árið
1962, og tekur það hálftima í
flutningi.
Ellimálafulltrúi frá borgaryfir-
völdum kemur til að iíta eftir
högum gamals manns, sem býr
einn. Öldungurinn fer að segja
honum frá ýmsu því sem á daga
hans hefur drifið og kemur þá eitt
og annað úr kafinu sem embættis-
maður borgarinnar hefði helst
kosið að lægi kyrrt.
Karlheinz Knuth er þýzkur rit-
höfundur, nú rösklega miðaldra.
Hann hefur samið allmörg leikrit,
en „Einkahagur hr. Morkarts" er
eina verkið sem flutt hefur verið
eftir hann í íslenska útvarpinu.
Útvarp Reykjavlk
FIM41TUDKGUR
_________19. JÚLf_________
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Ármann Kr. Einarsson lýkur
við að lesa ævintýri sitt
„Gullroðin ský“ og les einnig
fyrri hluta ævintýris síns
„Niðri á Mararbotni“.
9.20 Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. 10.25 Tónleikar.
11.00 Verzlun og viðskipti.
Umsjónarmaður: Ingvi
Hrafn Jónsson. Rætt við
Eirík Guðnason viðskipta-
fræðing hjá Seðlabankanum.
11.15 Morguntónleikar:
Sigurd Rascher og Fíl-
harmonfusveitin f Miinchen
leika Saxófónkonsert eftir
Erland von Koch; stig
Westerbert stj./ Francois
Daneels og Belgfska ríkis-
hijómsveitin leika Fantasfu
eftir Franz Constant; Jean
Baillu stj./ Francois Daneels
og Patrice Merchs leika
Dúett fyrir saxófón og pfanó
eftir Jacqueline Fontyn.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
14.30 Miðdegissagan: „Korriró“
eftir Ása f Bæ
Höfundur les. (4).
15.00 Miðdegistónleikar:
Hljómsveit rfkisóperunnar f
Monte Carló leikur „Dans
fuglanna" úr Snædrottning-
unni, óperu eftir
Rimsky-Korsakoff og
„Polovetska dansa“ úr Prins
Igor, óperu eftir Alexander
Borodín; Lois Fremaux stj./
Suisse Romandehljómsveitin
leikur „Romeó og Júlfu“,
hljómsveitarsvftu eftir
Sergej Prokofjeff; Ernest
Ansermet stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar
17.20 Lagið mitt.
Helga Þ. stephcnsen kynnir
óskalög barna.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.
Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 lslenzkir einsöngvarar og
kórar syngja.
20.10 Leikrit:
„Einkahagur herra
Mörkarts“ eftir Kariheinz
Knuth, áður útv. 1962.
Þýðandi: Bjarni Benedikts-
son.
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Persónur og leikendur:
Herra Mörkart/Þorsteinn ö.
Stephensen. Herra
Liebermann/ Lárus Pálsson.
20.45 Píanóleikur: Rudolf
Frikusny leikur
„Silhouettes“ op. 8 eftir
Antonfn Dvorák.
21.05 „Nú er ég búinn að brjóta
og týna ...
Þáttur f umsjá Everts
Ingólfssonar.
21.25 Tónleikar:
Frá tónleikum Tónlistar-
skólans í Reykjavfk og
sinfóníuhljómsveitar íslands
f Háskólabfói 3. febrúar s.l.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari: Þórhallur Birgis-
son.
a. „La Clemenza di Tito“,
forleikur eftir Mozart.
b. Fiðlukonsert í e-moll op.
64 eftir Mendelssohn.
22.00 Á ferð um landið.
Þriðji þáttur: Hornbjarg.
Umsjón: Tómas Einarsson.
Rætt við Hauk Jóhannesson
jarðfræðing og Harald Stfgs-
son frá Horni. Flutt blandað
efni úr bókmenntum. Lesari
auk umsjónarmanna:
Klemenz Jónsson.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Áfangar
Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.