Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Það var líf og f jör í Vinnuskóla Kópavogs, er blaðamaður og ljósmyndari Mbl. litu þar við fyrir stuttu. Fólk var önnum kafið við vinnu sína og sólin var meira að segja svo vingjarnleg að senda geisla sína niður til okkar af og til, og var það til þess að vinnugleði unga fólksins jókst til muna. Tilefni heimsóknar okkar var að fræðast örlítið um þá nýjung í starfsemi vinnuskólans að láta vinnuflokka á hans vegum aðstoðá aldraða og öryrkja við að snyrta garða og fleira þeim að kostnaðarlausu. Einnig hefur unga fólkíð heimsótt aldraða og spjallað við þá báðum til gagns og gleði. „Gott samband skapaðist á milli krakkanna og gamla fólksins“ Marteinn Sigurgeirsson sér um starfskynningu og tómstundastarf á vegum Vinnuskólans í Kópavogi. í samvinnu viö Kristján Guðmunds- son félagsmálafulltrúa Kópavogs- kaupstaðar hefur Marteinn skipu- lagt þessa nýjung í starfsemi Vinnuskólans og sagði Marteinn að hann gæti ekki betur séð en að þetta hefði tekist mjög vel. „I fyrra byrjuðum við aðeins á því að láta krakkana vinna í görðum gamla fólksins og sáum þá að full þörf var á slíkri þjónustu. Við ákváðum því að efla þetta í ár og kynntum þetta i dreifibréfi, sem sent var út til þeirra, sem kost áttu á þessari þjónustu. Viðtökurnar voru mjög góðar og hefur heill vinnuhópur verið í þessu í sumar og varla haft undan. Gamla fólkið tók oft mjög vel á móti krökkunum og færði þeim stundum kaffi og með því út í garð, og held ég að oft hafi skapast ágætis samband á milli þeirra. Krakkarnir virðast líka hafa mjög mikinn áhuga á þessu og hafa staðið sig ljómandi vel. I Vinnuskóla Kópavogs erum við með tvo aldursflokka umfram það sem almennt gerist í unglingavinn- unni. Þau yngstu eru fædd 1966 og þau elstu 1963. Launin þeirra miðast við 90% af Dagsbrúnartaxta og er það töluvert meira en tíðkast víða annars staðar, og einnig gerum við mikið fyrir krakkana í sambandi við tómstundastörf. Við erum þeirrar skoðunar hér í Vinnuskólanum að ef krakkarnir eru ánægðir með kaupið og annað, þá skilar það sér margfalt aftur í betri vinnuafköstum. Við reynum líka eftir megni að hafa þá í skapandi vinnu, þannig að þeir sjái einhvern árangur af því sem þeir eru að gera.“ „Ef krakkarnir Flokkstjórinn, Lilja Magnúsdóttir, var ekkert á því að láta mynda sig, en Marteinn Sigurgeirsson kunni ráð við því og Ingibjörg, Herdís, Birna og Guðlaug horfa skellihlæjandi á. Ljósm.: RAX. eru ánægðir skilar það sér margfalt aftur“ garði við Kársnesbrautina voru þær Sigrún, Anna, Steinunn og Jóhanna önnum kafnar við að slá og hreinsa trjábeð. „Arfinn er alls staðar eins“ en gott er að vera við öllu búin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.