Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 35 reynslu taldi útgerðarfélagið ekki hentugt að nota RO/RO-búnaðinn á norskum höfnum. Skipið var sumpart sett í tímaleigu, en hafði í marz s.l. legið án verkefna í nærri heilt ár. Enn fremur segir, að á mörgum þeim höfnum, sem hraðrútuskip- unum sé ætlað að koma á, muni reynast lítið gagn af RO/RO-búnaði. skip með 100 millj. nkr. (7538 millj. ísl. kr.) hvert, en skip, sem ráðuneytið telji heppilegri, muni ekki kosta nema 70 millj. nkr. (5277 millj ísl. kr.) hvert. En auk þessa mis- munar fjárfestinga í hafnarmann- virkjum upp á ca. 165 millj. n.kr. (12438 millj. ísl kr.). Norskur skipstjóri, M. Markusson, hefir starfað sem hag- sýsluráðgjafi um rekstur og gerð kaupskipa um nærri 20 ára skeið og verið flestum áhugasamari og starfsamari á sínu sviði, sótt ráðstefnur vítt um lönd og haldið fræðsluerindi, sem vitnað hefir verið til í fagblöðum og tímarit- um, auk þess sem hann hefir sjálfur skrifað fjölda athyglis- verðra blaðagreina. M. Markussen telur, að báðar áður nefndar gerðir hrað- rútuskipa, séu óhagkvæmar, og myndu 1600 tonna skip á ca. 50 millj. n.kr. (3769 millj. ísl. kr.) vera nær hinu rétta. — Hefir M. M. gert veigamiklar athugasemdir við nefndar tillögur og áætlanir en R.vík - Egilsstaðir kr. 16,050, en við bættist t.d. fyrir Fáskrúðfirð- ing bílfar kr. 2,800. Sætisfar með Herjólfi Þorlákshöfn - Ve var í apríl kr. 3.000 en bílfar R.vík - Þorláksh. kr. 1,000. M.M. bendir á, að ráðgerður búnaður umræddra skipa, einkum þeirra, sem hraðrútufélögin mæli með, sé hóflaus til að lesta og losa að meðaltali aðeins 5 tonn á 68 viðkomustöðum skipanna. Tekur hann sem dæmi, að á Möre verði lestað niður um venjulegt þilfars- lestarop að framan, en losað um skutop í Þrándheimi. Þar sé einnig lestað um skutop, en losað upp um þilfarslestarop á Helgolandi, og krefji þetta í heild óhagkvæmni í miklu rými og búnaði. M.M spyr: „Hve mörg hafna- mannvirki á 20 — 30 millj. n.kr. (samsvarandi 1507—2261 millj. ísl. kr.) hvert þarf til að nýta RO/RO-búnaðinn á skipunum, sem hraðrútufélögin hafa óskað að fá?“ Varðandi tillögu samgöngu- ráðuneytisins um hraðrútuskip virðist M.M. sáttur við að hafa aðeins 85 svefnrúm fyrir farþega, en telur hins vegar óhóflegu rými í heild varið fyrir farþegana. Þá telur hann vörurými tvisvar til þrisvar sinnum stærra en það ætti að vera og miður haganlega fyrir komið á þrem þilförum. Oheppi- legt sé að hafa aðeins hliðarfarm- dyr og krana bakborðsmegin á skipum, sem afgreiða þurfi á 7—8 höfnum daglega við mismunandi vindstöðu, og skipin ýmist á suð- urleið eða norðurleið. Fram til síðustu áramóta hafði Det Bergenske Dampskibsselskab, sem er m.a. velþekkt hér á landi, í mörg ár gert út 4 hraðrútuskip, en óskað að draga sig út úr þeim rekstri og seldi Troms Fylkes Dampskibsselskab öll skipin til áframhaldandi starfrækslu, en áður hafði það félag útgerð um eða yfir 20 lítilla strandferða- skipa. Átti NH]ST af þessu tilefni viðtal við W. Pettersen forstjóra TFDS, er birtist í blaðinu 29/1 79, um álit hans á tillögunum um hin nýju hraðrútuskip. Kvað W.P. málið ekki snúast eingöngu um það hve stór skip> skyldu valin, með hve miklu far- þegarými og búnaði til lestunar og losunar heldur einnig hvaða kröf- ur mismunandi lausnir gerðu til skilyrða á landi. Menn töluðu um búnað til að aka vögnum eða hjólasleðum með vörum um borð, hvaða þýðingu sem slíkt gæti haft, þegar eins vel mætti komast af með notkun gáma. Þá bendir W.P. á, að hann hafi töluverða reynslu og þekkingu á því hvað hafnamannvirki kosti, og séu gerðar kröfur um skip, sem krefjist kostnaðarsamra hafnarmannvirkja, þá verði ríkið vitanlega að borga brúsann. Snjóar í f jöll í Skagafirði — og marglitta sést ekki enn í s jó Ba?. 16. júlí. AÐ UNDANFÖRNU hefur það ekki brugðist að snjóað hefur í fjöll jafnvel í byggð i hverri viku. Það lýsir veðurfari að fiskifluga og maðkur sjást varla. Einnig sést marglitta ekki í sjó ennþá. Aðeins blettir í túnum, sem varðir h'afa verið, eru orðnir sæmilega sprottnir og líkur til að þá megi slá upp úr 20. þessa mánaðar. A einum bæ í Skagafirði veit ég til að búið er að slá smáspildu. Þó lítið sé sprottið þá verða bændur að byrja á slætti áður en langt um líður vegna þess að unglingar, sem eru mikið til hjálpar við heyskap fara í skóla 1. september. - Björn. Dettifoss tekur hægum en stöðugum breytingum hann hverfur alveg af náttúrulegum völdum. og að því kemur að EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Dettifoss orð- inn stöllóttur Dettifoss hefur löngum verið talinn með tignarlegustu fossum landsins. Nú er svo komið að fossinn hefur tekið töluverðum breytingum frá upprunalegri mynd. Að sögn Gunnlaugs Theödórs- sonar, sem nýlega skoðaði fossinn, hefur gjá vestan megin við Jök- ulsá stækkað talsvert og breytir það nokkuð útliti fossins. Sagði Gunnlaugur einnig að með tíman- um ynni áin á fossbrúninni og væri nú svo komið, að björg væru farin að detta úr henni með þeim afleiðingum að fossinn er orðinn stöllóttur. Gunnlaugur tók fram að þær breytingar, sem orðið hefðu á fossinum væru engan veginn af manna völdum, heldur væru þetta náttúrulegar breytingar, sem átt hefðu sér stað á löngum tíma. um ný hraðrútuskip og m.a. bent á, að óhagstætt sé að sameina farþega- og vöruflutning á löngum og stuttum leiðum, svo sem stefnt sé að, en meira en helmingur flutninga með hraðrútuskipunum sé skammleiða — en ekki lang- ferðaflutningur. M. M. heldur því fram, að farþegarýmið hafi yfir- leitt ekki reynst vel notað nema á fjórðungi siglingaleiða skipanna, og fargjaldatekjurnar takmarkist að mestu við 3 sumarmánuðina. Meðalnýting farþegarýmisins verði þannig innan við 10%. Þá telur M. M., að yfir 80% þeirra farþega, sem ferðist yfir 600 sjó- mílur með skipunum samfellt, séu útlendingar, sem greiði í raun og veru aðeins fæði, umhirðu og farmiðasölulaun, en sjálft ferða- lagið að öðru leyti sé ókeypis, þ.e. á kostnað norskra skattborgara samsvarandi 7000 — 10000 (ísl. kr. 527,660 - 753,800) á hvern þessara farþega, og er þá hinn nytjarýri tími í 9 mánuði ársins væntanlega tekinn inn í dæmið. Kannast menn nokkuð við til- svarandi dæmi á íslandi, þar sem ríkið greiðir hundruð millj. kr. á ári til Vestmannaeyjaferju til þess m.a. að lystifarþegar, útlendingar sem aðrir, geti ferðast milli R.vík- ur og Vestmannaeyja með hálfum flugfarkostnaði, sem er þó innan við heiming þess, sem Austfirð- ingar flestir þurfa að greiða fyrir flugfarstengingu við V.vík um Egilsstaði. Flugfar R.vík- Ve frá 22/3 79 var kr. 8,050 aðra leiðina, Verzlanahöllinni, 2. hæð, Grettisgötumegin, sími 17744. Næg bílastæði NýkomiÖ i miklu úrvali Kjólar, -......... , PUs, Blússur, Bolir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.