Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Sigríður E. Magn- úsdóttir syngur fy rir N orðf irðinga EINS og kunnugt er heimsóttu tveir aí vinabæjum Neskaupstaðar bæinn á 50 ára afmælinu og sem nokkurs konar afmælisgjöf komu listamenn frá Stavanger og Esbjerg og tóku þátt í hátíðahöldunum. Vegna skorts á gistirými ákváðu hópar frá tveim vinabæjanna, Eskilstuna í Svíþjóð og Jyvaskyla í Finnlandi, að koma ekki á sama ti'ma. í dag fimmtudag er væntanlegur 50 manna hópur frá þessum bæjum og í þeim hópi eru 10 listamenn frá Eskilstuna. Það eru Stadspiperne, sem eru þekktir fyrir að leika á margs konar hljóðfæri frá fyrri öldum og koma fram í tilheyrandi búning- um og bregða á leik. Þeir munu koma fram í kvöld í Egilsbúð, en þá munu fleiri góðir gestir koma fram. Sigríður E. Magnúsdóttir söngkona sem nú er stödd hér á landi ætlar að skreppa austur og syngja fyrir Norðfirðinga og þarf ekki að efa að margir bíða eftir að sjá hana og heyra. Sigríður lærði söng að mestu í Vínarborg. Hún hefur fengið verð- laun í alþjóðlegum söngkeppnum, m.a. í Frakklandi og Bretlandi og sungið víðs vegar, bæði í Evrópu og Ameríku. Hér á landi er hún vafalaust þekktust fyrir hlutverk sitt í Carmen, þar sem hún kom, sá og sigraði, svo að lengi verður í minnum haft. Undirleikari Sigríðar verður Ól- afur Vignir Albertsson, píanóleik- ari, sem er Islendingum að góðu kunnur fyrir undirleik hjá fjöl- mörgum íslenzkum söngvurum og hefur hann m.a. leikið undir hjá Sigríði í 15 ár. — Fréttatilkynning írá NeHkaup88tad. Sovésku flugvélarnar fóru af landinu í gær SOVÉSKU flugvélarnar sem staðið hafa á Reykjavíkurflug- velli siðan á mánudag héldu af landi brott f gær eftir hádegið, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá flugturn- inum á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hafa þær þá stansað hér í tvo sólarhringa, en héðan fara þær til Gander á Nýfundnalandi. Þar stoppa þær í einn sólarhring, en fara þá áfram til Kúbu. Þetta er fjórði hópur sovéskra flugvéla sem hér millilendir á leið til Kúbu, samkvæmt leyfi utan- ríksiráðuneytisins. Vélarnar eru af gerðinni AN-26, og áhafnir þeirra telja um 30 manns saman- lagt. Á fullri ferð í Húsavíkur-rallinu. Ljósm. Börkur Arnviöarson. Sögulegt bílrall á Húsavík: Bíllinn flaug tæpa 15 metra UM siðustu helgi fór fram á Húsavík hið svonefnda Hótel-rall sem er bifreiðarall. Eknir voru um 200 kílómetrar en stytta varð keppnina talsvert vegna ófærðar í nágrenni Húsavíkur. 16 bílar mættu til keppni og luku henni 14 þeirra. Tveimur bflum hlekktist á í Aðaldal, annar fór útaf veginum og hinn bflinn fór fram af hárri vegarbrún og flaug tæpa 15 metra í loftinu og lenti á framhjólunum. Er hann talinn ónýtur eftir flugferðina. Engin slys urðu á mönnum. Strax í upphafi keppninnar tóku Tryggvi Aðalsteinsson á Toyota þeir Hafsteinn Hauksson og Kári Sigurðsson á Ford Escort foryst- una og tókst þeim að halda henni til loka keppninnar. Röð næstu bíla varð sem hér segir: Nr. 2: Hafsteinn Aðal- steinsson og ólafur Guðmundsson á BMW, 3: Halldór Úlfarsson og Celica, 4: Birgir Þ. Bragason og Hafþór B. Guðmundsson á Dats- un, 5: Sigurður Grétarsson og Sigurbjörn Björnsson á Ford Esc- ort, 6: Ómar Þ. Ragnarsson og Jón Ragnarsson á Renault, 7: Her- mann Jóhannsson og Steingrímur Ingason á Saab 96. Einnig var keppt í tveimur stærðarflokkum. í flokki bifreiða 1301—1600 cc sigruðu Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteins- son en í flokki 1601—2000 cc sigruðu Hafsteinn Hauksson og Kári Sigurðsson. I sveitakeppni sigraði sveit Bílaryðvarnar hf. María Pétursdóttir kjörin formað- ur Kvenfélagasambands íslands Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, flutti erindi um for- eldrafræðslu. Fjöldi merkra mála og tillagna var ræddur á þinginu. Fulltrúar og gestir voru liðlega 70 manns, en í Kvenfélagasambandi íslands er nú 21 samband og eitt félag og er félagatalan nú um 25.000 manns. Á þessu fulltrúaþingi urðu formannsskipti. Sigríður Thorla- cíus lét af formennsku en í hennar stað var kjörin María Pétursdótt- ir. Frú Sigríður á að baki langt og merkilegt starf fyrir Kvenfélaga- samband íslands og voru henni þökkuð vel unnin störf. Aðrar í stjórn eru Sigurveig Sigurðardóttir, Selfossi, og Margrét Einarsdóttir, Reykjavík, en í varastjórn eiga nú sæti Sigríður Thorlacius, Reykjavík, Sigurhanna Gunnarsdóttir, Ár- nessýslu, og Þórunn Eiríksdóttir, Borgarfirði. Kvenfélagasamband íslands var stofnað árið 1930 og verður því fimmtíu ára á næsta ári. Nú er í undirbúningi að skrifa sögu sam- bandsins. Á vegum Kvenfélagasambands íslands er rekin Leiðbeiningarstöð húsmæðra og einnig sér sam- bandið um útgáfu Húsfreyjunnar. Á vegum Kvenfélagasambandsins hafa ennfremur verið gefin út 19 fræðslurit í 78 þúsund eintökum, en mörg þeirra eru nú nær upp- seld. 157 atvínnulaus- ir í Reykjavík KVENFÉLAGASAMBAND ís- lands hélt 23. landsþing sitt að Varmalandi dagana 22. — 24. júní 1979 og var þingið haldið í boði Sambands borgfirskra kvenna. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru flutt 3 erindi um neytenda- þjónustu í dreifbýli. Flytjendur voru Þorbjörg Bjarnadóttir frá Sambandi vestfirskra kvenna, Að- alheiður Geirsdóttir frá Sambandi austur-skaftfellskra kvenna og Sigríður Th. Sæmundsdóttir frá Sambandi sunnlenskra kvenna. Sigríður Haraldsdóttir, sem veitir forstöðu Leiðbeiningarstöð hús- mæðra, flutti erindi um erfiðleika verslunarþjónustu í dreifbýli á hinum Norðurlöndunum og Jón' UM miðjan þennan mánuð voru 157 skráðir atvinnulausir í Reykjavík, 113 karlmenn og 44 konur. Atvinnuleysi er áberandi mest meðal verkamanna og bif- reiðastjóra. 2ír í?r á eftir yfirlit yfir atvinnuleysi í Reykjavík CÍHr starfsstéttum: Karlmenn: Verkamenn 37 Öryrkjar 16 Sjómenn 4 Verslunarmenn 4 Vélstjórar 3 Matreiðslumenn 1 Trésmiðir 1 Skólapiltar 2 Bifreiðastjórar 34 Járnsmiðir 1 Pípulagningamenn 1 Iðnverkamenn 9 Alls: 113 karlmenn Konur: Verkakonur 1 Öryrkjar 14 Verslunarkonur 7 Skóiastúlkur 3 Starfsst. í sjúkrah. 9 Iðnverkakonur 10 Alls: 44 konur Samtals á skrá konur: 157. karlmenn og „Við sem fljúgum“ Nýtt rit í Flugleiðavélum — ÖLL EYÐSLA er nú skorin niður svo sem frekast er unnt og einn liður í sparnaðinum er að minnka dagblaðakaup, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða. — Flugleiðir hafa keypt dagblöð á hverju ári fyrir milljónir og til að minnka þau útgjöld hefur verið ákveðið að gefa út nýtt blað sem dreift verður í Fokker flugvélunum, sem fljúga innanlands. Sveinn sagði að gefa ætti út blaðið til reynslu fyrst um sinn fjórum sinnum á ári og yrði síðufjöldinn um 100. Kvað hann fyrsta tölublaðið senn fara í prentun, en ritstjóri þess er Mark- ús Örn Antonsson og útgefandi Frjálst framtak. Sagði hann að blað þetta væri svipað riti því sem dreift er á ensku í millilandavél- unum, en ritstjóri þess er Harald- ur J. Hamar. Hið nýja rit nefnist Við sem fljúgum. — Við erum þó ekki að draga úr þjónustunni heldur kemur hér nýtt blað í stað þeirra, sem fara, en hins vegar verður eitthvað um dagblöð áfram og þá kannski meira millilanda- vélunum, sagði Sveinn að lokum. Hin nýkjörna stjórn Kvenfélagasambands fslands ásamt fráfarandi formanni. F.v. Sigríður Thorlacíus, Margrét Einarsdóttir, Marfa Pétursdóttir og Sigurveig Siðurðardóttir Ljósm.: Krlstlnn. .vsvt; •íisiar/cö ,0(}£i /iteif ww mw. ‘nrö 'l'l'i'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.