Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 23 ísland orkuver fyrir aðrar þjóðir: „Davíð norðursins og Golíatar umheimsins” höfundur á nýtingu jarðvarma hér á landi, og á þá staðreynd að ísland er á norðurenda Atlants- hafssprungunnar. Þess vegna megi vinna mikla orku úr jarð- varmanum,' ýmist með venjuleg- um borunum, eða með kjarn- orkusprengingum neðanjarðar, sem auðveldi hitabeizlunina og lækki tilkostnaðinn. Höfundur segir að fyrir tíu árum hafi vísindamaðurinn Krafft A. Ehricke fyrst borið fram þá hugmynd að flytja orku milli staða með því fyrst að breyta raforku í örbylgjuorku, sem senda mætti með geisla yfir í gervihnött, og þaðan héldi svo geislinn áfram til móttökustöðv- ar á jörðu, sem breytti örbylgju- orkunni á ný í raforku. Að sögn höfundar hefur ríKisstjórn Is- lands fyrir skömmu spurt Ehricke nánar um þessar tillög- ur hans og óskað eftir umsögn hans um möguleika á því að hrinda þeim í framkvæmd. Svar Ehricke var á þá leið að með því að koma gervihnetti fyrir yfir miðbaug jarðar, yfir miðju At- lantshafi, geti Island náð til þriggja heimsálfa með 50 ríkj- um, þar sem búa 1.300 milljónir manna, þ.e. Afríku og Norður- og Suður-Ameríku, þar sem orkuþörfin er mikil og vaxandi. „Á þennan hátt getur ísland orðið „Mið-Austurlönd Norð- ur-Atlantshafsins,“ segir höf- undur. Þessi fullyrðing er ekki út í hláinn, segir Hyypia, því ríkisstjórn íslands vill koma á þessum orku-útflutningi á næstu 20 árum. Því geti svo farið að um næstu aldamót verði heimili lesenda Science & Mechanics hituð með raforku unninni úr heitum lindum Islands. í BANDARÍSKA tímaritinu Science & Mechanics, sumar- hefti 1979, er grein eftir Jorma Hyypia um hitaorku á íslandi og hugsanlegar leiðir fyrir ís- land til að flytja þessa orku út. Segir höfundur að ísland geti átt það á „hættu“ að verða mjög auðugt land, auk þess sem áhrif landsins á sviði efnahags- og stjórnmála geti orðið gífurleg. „Þegar þessi Davíð norðursins er reiðubúinn til að varpa ör- bylgjuorku sinni út í geiminn með „amplitron“-slönguvað sín- um. er vissara fyrir Golíata umheimsins að géfa því gætur,“ segir höfundur. Greinin í Science & Mechanics er myndskreytt, og eru þar bæði ljósmyndir og teikningar. Bendir Forsíða „Science & Mechanics“ sýnir hvernig flytja á orkuna frá íslandi yfir Atlantshafið. Tékkneskur flóttamaður fulltrúi á Evrópuþingi að koma þar á umbótum, og átti þá sæti í miðstjórn kommúnista- flokksins auk þess sem hann var yfirmaður sjónvarps og hljóð- varps þar í landi. Þegar Sovétríkin réðust gegn Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og beittu skriðdrekum sínum til að bægja frá frjálslyndari öflum í landinu, flýði Pelikan til Ítalíu og fékk þar borgararétt. Þegar Pelikan var lcjörinn full- trúi á Evrópuþingið á vegum ítalska sósíalistaflokksins,' sagði flokksformaðurinn, Bettino Craxi, að með því að senda Pelikan til Strasbourg hefðu ítalskir kjósend- ur valið aáðríkan Evrópubúa, er berðist fyrir hugsjónum og verð- mætum, sem næðu langt út fyrir öll landamæri. Jiri Pelikan Þetta gerdist 19. júlí Veður víða um heim Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 23 skýjaó Apena 31 heíóskfrt Barcelona 25 heióskfrt Berlín 21 rigning BrUssel 25 afskýjað Chicago 21 heióskírt Frankfurt 21 rigning Genf 28 lóttskýjaó Helsinki 20 heióskfrt Jerúsalem 30 lóttskýjaó Jóh.borg 19 léttskýjaó Kaupm.höfn 20 rigning Lissabon 24 lóttskýjað London 27 skýjaó Los Angeles 31 skýjað Madrid 35 lóttskýjaó Mallorca 29 heióskírt Miamí 30 skýjað Moskva 24 akýjað New York 32 rigning Ósló 23 rigning París 26 léttskýjaó Reykjavík 11 úrkoma f grennd Rio de Janeiro 26 skýjaó Róm 32 heiðskírt Stokkhólmur 20 skýjaó Tel Aviv 29 lóttskýjaó Tókyó 23 rignfng Vancouver 25 skýjaó Vinarborg 18 skýjaó Gullið hækk- arenn—Doll- ar á niðurleið London. 18. júlí. AP. Reuter. VERÐ á gulli fór í fyrsta skipti í sögunni upp fyrir 300 dollara únsan (31,103 grömm) á gullmörkuðunum bæði í London og ZUrich í dag. Þá lækkaði dollarinn gagnvart öðrum gjaldmiðlum, og brezka sterlings- pundið var í gær skráð á 2,29 doliara, sem er hæsta skráning pundsins frá þvf f júní 1975. Sérfræðingar telja að verðhækkun- in á gulli og fall dollars standi í sambandi við óvissuna sem ríkir um það hvort Jimmy Carter Bandaríkja- forseta takist að koma orkumála- stefnu sinni í framkvæmd. Á gull- mörkuðunum í London og Ziirich var gullverðið í dag 302,375 dollarar únsan, en við lokun í gær var verðið 298,375 í London og 296,125 í Zörich. Til samanburðar má geta þess að gullverðið fór í fyrsta skipti yfir 200 dollara 28. júlí í fyrra, við síðustu áramót var það komið upp í 225,20 dollara, og fyrir mánuði var það um 280 dollarar únsan. NÝKJÖRIÐ Evrópuþing hóf störf í Strassbourg í Frakklandi í gær, en það sitja 410 fulltrúar frá níu ríkjum Efnahagsbanda- lags Evrópu. Meðal þingmanna er tékkneski flóttamaðurinn Jiri Pelikan, en hann situr þingið sem fulltrúi ítalska Sósíalista- flokksins. Hvatti hann í gær þingið til að leggja hart að yfirvöldum í Tékkóslóvakíu að Washington, 18. júlí. AP. SÉRSTÖK þingmannanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, sem skipuð var fyrir rúm- um tveimur árum til að kanna morðin á John F. Kennedy fyrr- um forseta í nóvember 1963, og blökkumannaleiðtoganum Mar- tin Luther King í apríl 1968, hefur nú skilað skýrslu sinni um rannsóknirnar. í skýrslunni kemur fram að hugsanlega hafi verið um samsæri að ræða þegar Kennedy var myrt- ur, og að líkur séu fyrir því að samsæri hafi einnig verið að baki morðinu á dr. Martin Luther King. Sérstök nefnd, sem skipuð var eftir morðið að Kennedy og gekk undir nafninu Warren-nefndin, komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði einn staðið að forsetamorðinu. Nýja nefndin telur hins vegar miklar líkur á því að annar maður hafi einnig skotið á forsetann þar sem hann ók um borgina Dallas í Texas 22. nóvem- ber 1963. Snowdon pabbi á ný I.ondon, 18. júK. AP. SNOWDON lávarður, sem áður var kvæntur Margréti Bretaprins- essu, skýrði frá því í London í dag að hann væri orðinn pabbi á ný. I desember í fyrra kvæntist Snow- don Lucy Lindsay-Hogg, sem í gær ól honum dóttur. Er þetta fyrsta barn frúarinnar, en Snowdon lávarður eignaðist tvö börn, dreng og stúlku, með Margréti prinsessu. láta lausa tíu andófsmenn úr samtökunum „Mannréttindaskrá 77“, sem leiða á fyrir rétt í næsta mánuði. Er reiknað með að Evr- ópuþingið greiði atkvæði um þessa tillögu Pelikans í næstu viku. Jiri Pelikan kom mjög við sögu í heimalandi sínu árið 1968, þegar Dubcek þáverandi leiðtogi reyndi Varðandi morðið á dr. King segir nefndin að morðinginn Ja- mes Earl Ray hafi líklega vitað að samtök nokkur í borginni St. Louis höfðu heitið 50 þúsund dollara verðlaunum fyrir að myrða King. Ekki hefur nefndin þó neinar sannanir fyrir því að Ray hafi á nokkurn hátt haft samband við þessi samtök. Hólkurinn er úr Skylab Perth, ÁHtralfu, 18. júlí. AP. SÉRFRÆÐINGAR frá banda- rísku geimferðastofnuninni staðfestu í dag að hólkur, sem er tveggja metra langur og metri í þvermál, sem fannst skammt frá ástralska bænum Rawlinna, sé hluti úr geimfar- inu Skylab. Talsmaður sérfræðinganna, Robert Grey, sagði fréttamönn- um í Perth að á því léki enginn vafi, hér væri um hluta af Skylab að ræða, sennilega súr- efnisgeymi. Taldi hann rannsókn geta gefið góðar upplýsingar um það hvernig Skylab eyddist við endurkomuna inn í gufuhvolf jarðar, og einnig gæti verið athyglisvert að kanna hver áhrif sex ára dvöl í geimnum hefði haft á efnið í hólkinum. „Við erum ekkert sérlega ánægðir," sagði Grey um hólk- inn. „Við höfðum vonað að við sæjum hann aldrei aftur. Það hefði verið betra ef hann hefði fallið niður í Indlandshaf." 1974 — Franco fær Juan Carlosi prins völdin um stundar- sakir á Spáni. 1965 — Ahmed Ben Bella steypt í byltingu í Alsír. 1956 — Bandaríkjamenn og Bretar tilkynna Egyptum að þeir geti ekki tekið þátt í að kosta smíði Aswan-stíflunnar. 1949 — Laos fær sjálfstæði. 1943 — Fyrstu loftárásir Bandamanna á Róm. 1941 — Winston Churchill innleiðir V-sigurmerkið í út- varpsræðu. 1928 — Fuad konungur gerir byltingu í Egyptaland og þingið leyst upp. 1919 — Friðarhátíð. 1918 — Undanhald Þjóðverja yfir Marne hefst eftir ósigur þeirra í síðustu stórsókninni í fyrri heimsstyrjöldinni. 1917 — Þýzk Zeppelin-loftför ráðast á ensk iðnaðarsvæði. 1870 — Fransk-prússneska stríðið hefst með stríðsyfirlýs- ingu Frakka. 1830 — Kosningar í Frakk- landi og frjálslyndir stjórnar- andstæðingar fá meirihluta. 1821 - Georg IV af Englandi krýndur konungur, en Karólína drottning fær ekki að vera við- stödd athöfnina. 1719 — Bretar og Frakkar undirrita vopnahlé. 1610 — Basil Shuisky Rússa- keisara steypt eftir uppgjöf sænsks hers Jakobs de la Gardie sem var sendur gegn pólsku innrásarliði. 1588 — Flotinn ósigrandi sést undan strönd Cornwall, Eng- landi. 1553 — Lafði Jane Grey steypt og Maria, dóttir Hinriks VIII, verður drottning. 1551 — Réttur Ferdinands erkihertoga til krúnu Ungverja- lands ítrekaður samkvæmt Karlsburg-sáttmálanum. 1545 — Landganga fransks herliðs á Wight-eyju. Afmæli — Gottfried Keller, þýzkur rithöfundur (1819 ---1890) — Edgar Degas, franskur listmálari (71834-1917). Andlát Matthew Flinders, landkönnuð- ur, 1814. Innlent — Þórsnesfundur 1849 — Bein Odds Þórarinssonar flutt til Skálholts og grafin þar 1279 — Samningur lærðra og leikra í Skálholti 1358 — Tyrkir fara frá Vestmannaeyjum 1627 — d. Magnús Ketilsson sýslu- maður 1803 — Eiríkur Kúld prófastur 1895 — Jónas Jónsson frá Hriflu 1958 — Minnisvarði Stephans G. Stephanssonar á Vatnsskarði afhjúpaður 1953 — „Þór“ tekur „C.S.Forseter" 1974 — Norsku víkingaskipin fara til íslands 1974 — f. Birgir ísl. Gunnarsson 1936. Orð dagsins — Við lærum af sögunni að við lærum ekkert af sögunni — G. Bernard Shaw, irskur rithöfundur (1856—1950). „Hugsanlega” samsærí er Kennedy var myrtur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.