Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl vandræóum VEÐUR haía mjög skipast í lofti í efnahagsmálum I)ana á þessu ári. í byrjun ársins var staða dönsku krónunnar svo sterk að horfði til vandræða, var jafnvel farið að hafa hin verstu áhrif á útflutning landsmanna. Holskefla vandræða hefst svo með hækkandi orkuverði á fyrri hluta ársins. en Danir kaupa inn 75 — 80% af allri orku. — Laun hafa það sem af er árinu hækkað um 18% og framfærslukostnaður hef- ur hækkað um 25% frá áramótum. Stjórnvöld hafa engan hemil á opinberum fjáraustri, sérstak- lega hafa útgjöld stórlega hækk- að til félagslegra mála, eða um 55% frá því að frumvarp til fjárlaga var samið. — Þá hefur tekjuhalli ríkissjóðs aukist úr 6,54 milljörðum danskra króna fyrstu fimm mánuði ársins í 8,17 milljarða danskra króna. Til að mæta þessum vandræð- um hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana, sem þó hafa sætt harðri gagnrýni ýmissa hagfræð- inga þar í landi, þeir telja stjórn- völd hafa gengið alltof skammt í aðgerðum sínum. Hagfræðing- arnir telja til að mynda að vaxta- hækkun úr 8% í 9% sé a.m.k. tveimur prósentustigum of lág, til að mæta þessum auknu vand- ræðum. Danska stjórnin hefur eins og áður hefur komið fram ákveðið að skera niður opinberar fram- kvæmdir um a.m.k. 15% og út- gjöld til félagslegra mála munu lækka um 12—15% og í því sambandi vekur sérstaka athygli að í stað þess að halda áfram uppbyggingu dagvistarstofnana eins og til þessa ætla Danir nú að greiða ellilífeyrisþegum og jafn- vel atvinnuleysingjum, sem hefur farið ört fjölgandi á síðustu mánuðum, laun fyrir að gæta barna. ____________ Sýninga- og íþróttahöllin í Laugardal á síðustu aiþjóðlegu vörusýningunni 1975. „Vörusýningar öruggur vettvangur til að ná til þriðja hluta þjóðarinnar” Danir í Alþjóðlega vörusýningin 1979 verður haldin í íþrótta- og sýningarhöllinni í I.augardal dagana 24. ágúst til 9. septembcr n.k. og er það Kaupstefnan í Reykjavík, sem stendur fyrir henni. Einkunnarorð sýningar- innar eru: „Vettvangur sem örv- ar viðskipti — Vettvangur sem opnar tækifæri“. Morgunhlaðið ræddi stuttlega við Bjarna Ólafs- son framkvæmdastjóra Kaup- stefnunnar og spurði hann fyrst hvort markaður væri fyrir svona stórar sýningar annað hvert ár, Séð yfir sýningarsvæðið innandyra. Ilver eru þá tækiíæri þeirra sem sýna? „Þeim sem sýna vörur eða kynna starfsemi á vörusýningum, bjóðast margháttuð tækifæri til að ná árangri, tækifæri sem ekki gefast eftir hefðbundnum auglýs- ingaleiðum. Það sem skapar þau tækifæri er í stuttu máli: Beint samband við geysilegan fjölda fólks, þ.á.m. fólk sem kemur til að kynnast ákveðnum vörutegundum eða þjónustu. eins og verið hefur að undan- förnu. — „Alveg ótvírætt, reynsl- an sýnir og sannar að vöru- sýningar eru ótrúlega fjölsóttar hér á landi. Fimm stórsýningar Kaupstefnunnar í Reykjavík á þessum áratug hafa dregið til sfn sífellt fleiri gesti. 1970 komu um 53 þúsund gestir. 1971 komu um 61 þúsund gestir. 1973 komu 65 þúsund gestir, 1975 komu 72 þúsund gestir og á sýninguna Heimilið ’77 komu alls um 80 þúsund gestir, sem var á þeim „Að handleika og bragða“ tíma mun meira heldur en við þorðum að vona. Vörusýningar Kaupstefnunnar í Reykjavík eru þannig orðnar öruggur vettvangur til að ná til þriðja hlu*a þjóðarinnar eða meira“, sagði Bjarni. Timbur flutt inn með Smyrli Meö Smyrli kom í síöustu ferö þessi timburfarmur, sem er 20 tonn, og var sóttur til Noregs fyrir mcnn á Norðfirði. LjÓHm. Mbl.: Sveinn. Ólögleg áfeng- issala í Eyjum NÚ um helgina komst upp um ólöglega áfengissölu í Vestmannaeyjum. Þrjár manneskjur hafa verið í yfirheyrslum hjá lögregl- unni í Eyjum vegna málsins. Talið er að þessi ólöglega sala hafi viðgengist síðan um áramót. Júlíus Georgsson fulltrúi hjá bæj- arfógeta sagði að hér væri ekki um að rafða smyglað áfengi og óvíst væri um magn þess. Þær tvær manneskjur sem eru taldar viðriðnar þetta mál hafa verið búsettar í Eyjum síðastliðið ár þó aðeins önnur þeirra hefði þar lögheimili. Hann sagði að aðallega hefði verið um að ræða íslenskt brennivín og flaskan af því hefði selst á 12—13 þúsund krónur. Aðalfundur vestfirskra náttúru- verndarsamtaka Miðhúsum. 16. júlf. NÆSTKOMANDI laugardag halda vestfirsk náttúruverndar- samtök aðalfund sinn að Bjarkar- lundi og kl. 21 verður kvöldvaka að Vogalandi. Verður þar margt til skemmtunar. Á fundinn og kvöld- vökuna er allt áhugafólk um náttúruvernd velkomið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Vest- fjarða er frú Lára G. Oddsdóttir, ísafirði. — Svcinn •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.