Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 37 og veðmæt hús. Húsin færa okkur nær lífsháttum, lífskjörum, verk- menningu og byggingarlist fyrri tíma og hafa þannig ótvírætt menningarsögulegt gildi. Þá hafa sum húsanna sögulegt gildi svo sem gamla sjúkrahúsið, Aðal- stræti 14. Síðast en ekki síst geta gömul hús haft mikið hagnýtt gildi. Væri mikils um vert að stuðla að því að gömlum húsum væri haldið við sem íbúðarhúsum en ekki aðeins sem safngripum. Tryggvi gat um að friðunarráð- stafanir væru tvenns konar: annars vegar friðun samkvæmt lögum um fornminjar og væri þá um að ræða þinglýsta kvöð á húseign; hins vegar væri verndun er byggðist á semeiginlegum vilja bæjaryfirvalda og húseigenda. I erindi Gísla Jónssonar komu fram upplýsingar um lög um friðun húsa og um tilurð hús- friðunarsjóðs Akureyrar. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að friðun og varðveislu húsa eða húshluta með styrkjum eða lán- um. Tekjur sjóðsins eru 0,5—1% af fasteignaskatti. Öllu fé, sem runnið hefur til sjóðsins, hefur verið varið til endurbyggingar á laxdalshúsi, ef undan er skilið lítið lán sem Guðmundi Tulinius var veitt sem viðurkenning fyrir það brautryðjandastarf sem hann hefur staðið fyrir með endurnýjun Tuliniusarhúss. Sverrir Hermannsson, húsa- smíðameistari, lýsti þeim verk- efnum sem hann vinnur nú að. Elsta hús bæjarins, svonefnt Laxdalshús, sem reist var árið 1795, er verið að endurbyggja að verulegu leyti. Mikill fúi var í þessu húsi og telur Sverrir að misheppnuð viðgerð á sökkli húss- ins hafi átt mestan þátt í því. Er gert ráð fyrir að húsið verði endurbyggt að 70 hundraðhlutum. Ennfremur vinnur Sverrir Hermannsson að endurbótum á Tuliniusarhúsi og Grundarkirkju. Eru bæði þessi hús ófúin og taldi Sverrir að það mætti að nokkru leyti rekja til þess hve illa þau væru einangruð. í Grundarkirkju hafa mestar skemmdir orðið á útskornu tréverki. A fundinum voru rúmlega 40 manns. Nokkuð var um það rætt hvort rétt væri að flytja gömul hús til Innbæjarins og koma þeim þar fyrir, og voru skoðanir skiptar um þetta atriði. Jón G. Sólnes, alþingismaður, taldi nauðsynlegt að verndunarsjónarmið næðu til fleiri mannvirkja en gamalla húsa. Nefndi hann sérstaklega Torfunefs- og Höepfnersbryggjur. Taldi hann fá mannvirki hafa átt ríkari þátt í að móta mannlífið á Akureyri en þessi tvö, og væri það því óbætanlegt tjón ef þau yrðu eyðilögð. Arni Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrar, taldi að drýgsta framlag Akureyrar- bæjar til viðhalds gamalla húsa væri að gefa gömlum bæjarhverf- jim gaum og hlúa að þeim; áleit Árni einsýnt að þá fylgdu hús- f igendur fordæminu. (Fréttatilkynning). Þingað í Vaðlaskógi á fyrirhuguðu vegastæði. Tómas Ingi Olrich conrektor Menntaskólans á Akureyri stýrði umræðum. Andstaða gegn vegi um Leirur ogVadlaskóg Sunnudaginn 24. júnf síðastlið- inn gengust landssamtökin Líf og Land, Skógræktarfélag Eyfirðinga og S.U.N.N. fyrir fundi um vegarlagningu um Leirur og Vaðlaskóg. Erindi fluttu þeir Jón Rögnvaldsson. yfirverkfræðingur hiá Vegagerð rfkisins, Ingólfur Armannsson, formaður Skógræktarfél. Eyf., Helgi Hallgrfmsson, form. S.U.N.N., Jóhann Pálsson, forstöðumaður Lystigarðsins og Árni Jóhannsson. garðyrkju- stjóri Akureyrar. Fram kom m.a. að fyrirhugað er að leggja þjóðveg um Vaðlaskóg endilangan, en Vaðlaskógur nefn- ist skógarreitur Skógræktarfél. Eyfirðinga sem blasir við Akur- eyringum handan fjarðarins. Skógurinn er um 200 metra breiður frá austri til vesturs, og stendur í talsverðum halla. Undir veginn fara um 50—60 metrar. Frá norðri til suðurs er skógurinn um 2,2 km; vegurinn um skóginn er 1,7 km. Efni til vegagerðarinn- ar verður flutt að. Óhjákvæmilegt verður að sprengja klappir í norðanverðum reitnum og er þar í hættu vöxtulegur stafafurureitur, sem skógræktarstjóri ríkisins telur vera einstakan hér á landi. Óttast menn einnig að framræsla sem vegargerðinni fylgir muni rýra vaxtarskilyrði ofan vegarins. Vegalagning um Vaðlaskóg tengist vegarlagningu um Leirur. Hugmyndir um Leiruveg má rekja til svonefndrar Vaðlaheiðarnefnd- ar, sem skipuð var 1970 og skilaði tillögum um vegarstæðið 1972. Var vegarframkvæmdin á Leirun- um þá talin tæknilega möguleg og hagkvæmari, þegar til lengdar lætur, en vegur sunnan flugvallar. Á árunum 1974—1975 voru fram- kvæmdar rannsóknir á lífríki Leirunnar á vegum Háskóla íslands. Skýrsla Háskólans, sem kom út 1976, var túlkuð á þann veg að vegarframkvæmdin bryti ekki í bága við sjónarmið náttúruvernd- ar. Fram kom á fundinum að náttúruverndarmenn eru ekki á einu máli um niðurstöður skýrsl- unnar. Telur Helgi Hallgrímsson skýrsluna ófullnægjandi meðal annars vegna þess hve árferði var óvenju milt þau ár sem rannsókn- irnar voru gerðar. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi tillaga: Sameiginlegur fundur landssamtakanna Líf og Land, Skógræktarfél. Eyfirðinga og S.U.N.N., haldinn á Akureyri 24. júní 1979, beinir þeim tilmælum til Vegagerðar ríkisins og annarra viðkomandi aðilja að þeir endurskoði áætlanir sínar um veg yfir óshólmasvæði Eyja- fjarðarár og Vaðlaskóg með tilliti til nýrrar þekkingar og nýrra viðhorfa í þessum málum. Jafn- framt verði hafist handa um könnun á vatnsrennsli, straumum og sethraða með tilliti til hugsan- legs Leiruvegar og mismunandi hönnunar á honum. Á fundinum voru 30 manns og urðu miklar umræður um fyrirhugaða vegarlagningu. Kom fram greinileg andstaða meiri- hluta fundarmanna gegn vegi um Leirur og Vaðlaskóg. Fundarstjóri var Tómas Ingi Olrich. (Fréttatilkynning). ,jOh ÚTIHÁTÍÐ HPI við Kolviðarhól um næstu helgi Freeport og Picasso sjá um stanslaust fjör úti. . . Þrumudiskó tek í tjaldi bæöi kvöldin. Mótsgestir geta tekiö þátt í m.a. hullahopp, feguröarsamkeppni, kappdrykkju, sippukeppni, limbó, broskeppni, pokahlaupi, vítakeppni o.fl. sem sagt „kol“brjálaö stuö. 20. og 21. júlí |#fl| IflflADUÖI I er aöeins þrjátíu kílómetra frá Reykjavík IVUL VltlMnnUL L og þar eru næg tjaldstæði. Sætaferðir frá Akranesi, Borgarnesi, Selfoss, Hveragerði, Grindavík, Njarðvík, Keflavík og Reykjavík. HDK. Víkings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.