Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979
41
félk í
fréttum
+ HÉR sjáum við hina
íögru Maritza Sayalero,
„Ungírú Venezuela “ sem
mætt er til leiks við keppn-
ina „Fallegasta stúlka
heims“ sem fram fer í
Pert í Ástralíu. — í
myndatextanum frá AP-
fréttastofunni segir að
Maritza hafi gripið pels-
inn sinn morgun einn er
henni hafi þótt svalt í
veðri þarna suður í Ástral-
íu. Þess var fyrir nokkru
getið í blaðafregnum að
laus væri dómarastaða við
fegurðarsamkeppnina. í
þessum fegurðar-hæsta-
rétti sitja alls 11 dómarar.
Vonandi hefur tekizt að
ráða framúr vandanum.
Meðal þess sem krafist var
af væntanlegum umsækj-
anda var að hann kynni að
telja upp að tíu.
+ Patricia Hearst, dóttir
bandaríska blaðakóngs-
ins, en hún rataði í hinar
mestu mannraunir er
mannræningjar rændu
henni, er nú aftur komin í
fréttirnar vestanhafs. —
Þessi mynd er tekin af
henni á blaðamannafundi í
Los Angeles fyrir nokkru.
— Skýrði hún þá frá því,
að hún hefði ákveðið að
gefa sig að virkri þátttöku
í jafnréttisbaráttu kvenna.
Hún hefði ákveðið þetta
m.a. af því, að hún teldi að
nafn sitt á þeim vettvangi
myndi vekja athygli fjöl-
miðlanna á þessu baráttu-
máli.
+ Heim úr langelsi. — Þessi
unga kona, Tette Fleener frá
Texasfylki í Bandarfkjunum.
kom fyrir nokkru heim til sín
eftir ad hafa setið f fangelsi í
fsrael f 20 mánuði. —
Hún var flugfreyja hjá flugfé-
lagi f Arabaríkinu Kuwait, er
hún var handtekin f fsrael árið
1977 og þá sökuð um að vera
njósnari fyrir erkióvin rfkisins
PLO-samtökin. Var hún svo
dæmd fyrir njósnir f janúar-
mánuði 1978 og hlaut 5 ára
fangelsi. Fyrir þrýsting að
heiman, segir í myndatextan-
um, var henni sleppt er hún
hafði afplánað 20 mánuði af
fa ngo Isis visti nni.
A flugstöðinni tók amma
hennar á móti henni og nokkrir
vinir, sem komu klyfjaðir
kampavíni í tlugstöðina. til að
samfagna henni og ömmunni.
Flugfreyjan er fyrsti Banda-
ríkjamaðurinn, sem settur er f
tangelsi í fsrael fyrir brot á
öryggiskerfi landsins.
Karlmannaföt kr. 14.900
Flaugelssett blússa og buxur kr. 9.975,- Danskar
terelynebuxur ný komnar, verö kr. 7.920 - Terlyne-
blússur ný komnar kr. 9.130.- Terelynefrakkar kr.
8.900.-. Ný komnar nælonúlpur, gallabuxur, flauels-
buxur, skyrtur meö löngum og stuttum ermum.
Sokkar frá kr. 315.-. Nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés Skólavöröustíg 22.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
YUGLYSINGA-
SIMINN ER:
22480