Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 vlH> MORödNí- RAFfíNO yMv 'Æ w ; (Jn% GRANI GÖSLARI 2299 Heyrðu vinur. Þegar við hreinsum karboratorana hér, þá er það ekki gert svona! Þú drekkir maðkinum, maður! Þetta er nýhönnun lírukassanna gömlu, skal ég segja þér.! Vinnum bug á sóðaskap í borginni BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar illa gengur í tvímenn- ingskeppni þykir vissum hópi spilara rétt að tefla á tæpasta vað í von um. að ná til baka töpuðum stigum. Stundum heppnast þetta og spilið í dag er eitt af þeim tilfellum. Vestur gaf, allir utan hættu. Vestur Norður S. 9872 H. K842 T. ÁKG2 L. Á Austur S. 65 S 103 H. 10 H. ÁG753 T. D10985 T. 763 L. D10752 Suður L 964 S. ÁKDG4 H. D96 T. 4 L. KG83 í fjölmennri tvímenningskeppni spiluðu flest pörin sex spaða sem var án vafa besta lokasögnin. En vestur spilaði út einspili sínu í hjarta og fékk síðan að trompa næsta hjarta — einn niður. Á einu borðanna var suður ákveðinn í að ná toppnum og endaði í sex gröndum. Vestur spilaði út spaða, sem sagnhafi tók og spilaði hjarta á kónginn. Aust- ur drap, spilaði laufi og stuttu seinna hafði sagnhafi náð fram þessari stöðu: Norður S. - H. 8 T. ÁKG2 Vestur L. - Austur S. - S. - H. - H. G7 T. D1098 T. 763 L. D Suður S. 4 H. 9 T. 4 L. G8 L. - Þegar sagnhafi spilaði nú síð- asta spaðanum lenti vestur í óviðráðanlegri stöðu. Léti hann laufdrottninguna yrði gosinn hæsta spil svo að hann lét tígul en þá varð tígultvisturinn tólfti slag- urinn eftir að svíningin tókst. Austur gat forðað félaga sínum frá kastþrönginni með því að spila tígli eftir hjartaásinn. En þá hefði í staðinn svíning í hjarta bjargað spilinu. COSPER Hér er barnasálfræðibók. — Næst þegar hann verður óþekkur lemurðu hann í hausinn með henni! Heill og sæll, Velvakandi Það hefur varla farið fram hjá nokkrum sem gengur um miðborg Reykjavíkur að seint munum við íslendingar verða tilnefndir sem hreinleg þjóð. Þegar gengið er hér um stræti vekur það oft á tíðum furðu manns hversu fólk skeytir lítt um að ganga þrifalega um umhverfi sitt. I borginni hefur verið settur upp fjöldi af grænum ruslakörfum á ljósastaura til þess hlutskiptis eins að verða brátt einu grænu svæðin í Reykjavík ef svo fer sem horfir. Það dylst víst varla nokkr- um að þessar körfur eru til þess að geyma rusl. Þó getur sú handar- hreyfing sem er nauðsynleg til að lyfta ruslinu upp í körfuna reynst æði mörgum ofviða þannig að þeir hinir sömu verða að leggja upp laupana og láta sér nægja að dreifa ruslinu yfir gangstéttir. • Sektir fyrir sóðaskap Það hef ég fregnað af fólki sem hefur víðar farið en ég að víða erlendis séu þung viðurlög við því að henda rusli annars staðar en í þar til gerðar ruslakörfur. Það væri víst vel við hæfi hér á landi, og mundi án efa fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það gerði sjálfu sér þá skömm að dreifa rusli yfir borgina og með- borgara sína. En eins og svo oft áður þá er um fleiri fleti en einn að ræða á þessu máli. Peningasektir við því að henda rusli á götur borgarinnar myndu um leið setja þær skyldur á herðar borgaryfirvalda að fjölga ruslafötum og gera á allan hátt sem auðveldast fyrir fólk að losna við rusl á götum bæjarins á sem þrifalegastan hátt. Ef svo yrði á málum haldið trúi ég að fólk hætti þeirri leiðindaiðju að henda rusli á götur borgarinn- ar. • Sinnuleysi eða leti Eg held að fólk hendi ruslinu á göturnar fyrst og fremst af tveim- ur ástæðum. Annars vegar er án efa um að ræða að fólk hreinlega Lausnargjald i Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir <í<neri á islenzku 24 hann þennan ntorgun, en það var þó Iitilvægur sigur í saman- burði við þau átök sem myndu nú verða vegna þeirra kröfu sem Khorvan hafði sett fram og gerði sér sjálfur manna bezt grein fyrir hversu óaðgengileg hún væri. Hann var sannfærður um að þeir myndu ekki treysta sér til að takast á við þetta og í augum keisarans myndi neitun þeirra lfta út sem hamslaus peningagræðgi. Þegar málið væri komið á rfkisstjórnarstig yrði að þröngva einhverju vest- rænu fyrirtæki til að taka málið að sér, ella myndu íranir bíða hnekki. En alténd skyldi hann sjá til þess að Imshan félli ekki í hendur Imperial olfufélaginu og Logan Field og rússneskir tæknisérfræðingar gætu þá lát- ið til sín heyra á nýjan leik. Peter hafði lokið við að ganga frá föggum sfnum. Hann hafði stungið smáhlutum niður í litla tösku, tannbursta, rakvél og náttfötum. Nógu fyrir eina nótt. Hann hafði verið alinn upp við að hafa aragrúa „hluta“ í kringum sig. Móðir hans kailaði þetta skraut og listmuni og húsið þeirra í Cleveland var svo fullt af þessum „listmun- um“ að fyrir þeim varð naum- ast þverfótað. Faðir hans átti bfla, vinnustofu sem var full af tækjum og græjum til að gera við alla bflana. Þegar hann varð átján ára höfðu þau gefið honum hi-fi kerfi sem hann hafði aldrei notað. Þau voru stöðugt með hugann við það sem þau langaði tii að eignast og fengu aldrei nóg. Þau voru þrjú systkin, hann átti sér eldri systur og bróður sem var tölu- vert yngri en hann. Sjálfur hafði hann verið inn- hverfur drengur, argaþras full- orðna fólksins fór innilega í sálarlffið á honum svo að hann hafði með öllum ráðum reynt að fá að vera sem mest einn. Systir hans hafði lokið sínu skólanámi eins og til stóð og hún hafði gifzt ungum manni á uppleið, sem var í augtýsingabransan- um og þau höfðu flutzt búferl- um til San Francisco. Peters hafði ekkert af henni spurt sfðan hann fór frá Bandarfkj- unum. Yngri bróðir hans var enn í skóla þegar hann hélt af stað, hann virtist steyptur í sama plastmótið og foreldrar hans og systir. Peters hafði aldrei reynt að skýra út fyrir þeim hvernig honum var innanbrjósts. hann hafði aldrei getað náð tengslum við þau vegna þess að merking orðanna var ekki hin sama hjá honum og þeim. Hann hafði unnið með skólan- um og hann hafði lokið sínu prófi en ekki vegna þeirra röksemda sem foreldrar hans settu fram. Hann langaði að kynnast lífinu og sögunni, að skilja þá miklu gátu sem heim- urinn sem hann lifði í var í hans augum. Hann ræddi aldrei þessar hugsanir við þau. Stöku sinnum kvörtuðu þau undan því að hann væri þeim fjarlæg- ur. Peters hafði fyrir löngu fundið þetta sjálfur og lagað sig eftir því. Fæðing hans var slys, að minnsta kosti hafði hann verið skilinn eftir á skökkum stað. Hann gerði sér ekki grein fyrir einsemd sinni fyrr en hann kom í Kent ríkisháskól- ann. Hann átti erfitt með að kynnast samstúdentum sfnum en honum hugnaðist ljómandi vel það andrúmsloft sem var í skólanum. Umbrotatfmar voru í nánd, byltingarkenndar hug- sjónir settu á þeim árum svip sinn á allt lífið í háskóiunum. Og smám saman komst hann í kynni við fólk sem var af svip- uðum uppruna og hann sjálíur og þar kynntist hann Andrew Barnes sem mótaði líf hans og afstöðu öðrum fremur. Hann var stundakennari í stjórn- málafræðum, hann var tuttugu og sex ára gamall en Peters var aðeins átján ára. Barnes var grannvaxinn maður og pasturs- lítill, haltur sfðan hann hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.