Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979 I Hefur hinn svonefndi þriðji heimur bein áhrif á sambúð austurs og vesturs. Hafa þau lönd, sem til þriðja heimsins teljast, meira að segja hernað- arlega þýðingu fyrir risaher- veldin tvö? Hin einfalda skipting í tvær reginandstæður milli austurs og vesturs — Bandaríkin annars vegar, Rússland hins vegar — er ekki með öllu horfin úr vitund okkar. Það verður æ ljósara, hve djúpstæðar rætur þessi skoðun á sér, þegar til einhverra tíðinda dregur í þriðja heiminum — t.d. í Angólu, í austurhluta Afríku, eða í Suð-austur Asíu — og er þegar í stað smellt undir sjón- arhorn hinnar pólitísku austur- vestur togstreitu. En þessar gömlu hugmyndir um að öll átök, hvar sem er í veröldinni, falli inn í þennan ramma, eru einfaldlega ekki lengur í sam- ræmi við raunveruleikann. Heimurinn hefur breytzt. í fyrsta lagi: Andstæðurnar milli austurs og vesturs eru ekki lengur hvorki hinn einasti né heldur hættulegasti þátturinn, sem kann að valda átökum í heiminum. Að vísu njóta hvorki Evrópa né heldur risaveldin tvö algjörs öryggis, en þessi ríki búa samt sem áður við alveg ólíkt betri aðstæður í öryggismálum en allir aðrir heimshlutar. í öðru lagi: Styrjaldir og ýmis konar átök munu fara vaxandi í ríkjum þriðja heims- ins næsta áratuginn. Gömul deiiuefni koma nú fram á sjón- arsviðið á nýjan leik, eftir að tekið hefur að draga mjög úr hinu fyrrum drottnandi valdi, sem allir urðu að beygja sig undir — þ.e. togstreitunni milli austurs og vesturs. Það valda- kerfi torveldaði áður öll átök í ríkjum þriðja heimsins, þar sem öllum þessum ríkjum óaði við að styggja risaveldin tvö eða verða blandað inn í deilumál þeirra. Þá hefur það og gerzt, að tæki til hernaðar og um leið til valda eru nú orðið almennt fyrir hendi í ríkjum þriðja heimsins. Það kapp, sem lagt er á vígbúnað í þriðja heiminum, er oft á tíðum langtum meira en gerist í vestrænum löndum og í löndum Austur-Evrópu. Orsakir styrjalda á komandi áratug 1980—’90 rtiunu því heldur ekki eiga rætur sínar fyrst og fremst að rekja til andstæðnanna milli austurs og vesturs. Tilefni átak- anna verða — að undanskilinni þeirri sérstöðu, sem Suður- Afríka er í — ýmist ævaforn ágreiningsefni, umdeild landa- Rússar hasla sér völl Kúbanskir hermenn í Angóla. Sovétmenn sýna fram á áhrifamátt sinn í Afríku án þess að þurfa að taka neina áhættu. kemur til næstu umfangsmiklu hernaðarátakanna. Sovézk af- skipti af átökum þessum mundu heldur ekki verða þeim pólitískt séð sérlega kostnaðarsöm; hinn pólitíski ábati Sovétmanna í Suður-Afríku kynni aftur á móti að verða mjög ríflegur. Kapp- hlaup heimsveldanna tveggja um áhrif og völd í þriðja heim- inum skerpast ekki einungis af því, að mismunandi hagsmunir eru þar í húfi, heldur ekki síður af þeim mismunandi aðferðum, sem beitt er. Það sem býr á bak við óbeit okkar á vestrænni hernaðaríhlutun í þriðja heim- inum, er bein ósk vestrænna ríkja um tryggt og stöðugt ástand í þessum löndum; þarna kemur líka til óþægileg arfleifð Fyrri hluti i þriðja heiminum Á milli austurs og vesturs ríkir friður. en hættan á eins konar sandkassa-styrjöldum og árekstrum í þriðja heiminum mun aukast í staðinn. Þar munu risaveldin reyna með sér, án þess að til beinna átaka komi milli þeirra. I þessari grein leitast forstöðumaður Alþjóða herfræðistofnunarinnar í London, sem fylgist með framvindu hernaðartækni og hernaðar- þróunar í heiminum, við að rekja þau nei- kvæðu áhrif, sem þetta kann að hafa á sambúðina milli Austurs og Vesturs, og einnig á slökunarstefnuna almennt. mæri, viðleitni eins þjóðflokks að ná fullum yfirráðum yfir vissu landsvæði, þar sem einnig búa aðrir þjóðflokkar og þjóða- brot eða þá að trúarbragðadeil- ur verða tilefnið. Hefðbundin sjónar- mið í öryggismálum í þriðja lagi: Kapphlaupið milli risaveldanna um áhrif og völd á eftir að koma enn greini- legar í ljós í þriðja heiminum. Hið helzta hernaðarlega áhuga- mál vesturveldanna felst nú á dögum í því, að tryggt ástand haldist í þriðja heiminum; það eitt tryggir aðgang að hráefnum og mörkuðum, tryggir öryggi fjárfestinga og er vörn gegn hættulegum sovézkum áhrifum. Hvað Ráðstjórnarríkin varðár, þá er tryggt, óbreytt ástand í þriðja heiminum aftur á móti ekkert takmark í pólitískri við- leitni þeirra, og aðgangur að hráefnum ekki ennþá orðinn neitt lífsspursmál fyrir sovézka hagsmuni. Það eru fyrst og fremst hin hefðbundnu sjón- armið í öryggismálum, sem ráða stefnunni í Kreml. Því er annars þannig farið, að í mati sínu á ástandinu í þriðja heiminum, veita Ráðstjórnarríkin átökum þar ekki neinn hernaðarlegan forgangsrétt. Sovézk áhrif é þeim svæðum þriðja heimsins, þar sem til árekstra kemur, eru einkar nytsamleg til þess að renna enn frekari stoðum undir þá fullyrðingu Ráðstjórnarríkj- anna, að ekki sé unnt að leysa neitt meiri háttar pólitískt vandamál í heiminum, án þess að hafa Sovétmenn með í ráð- um. Hvað þá að hægt sé að leysa slík vandamál Sovétmönnum í óhag og gegn vilja þeirra. Hins vegar skipta þessi sov- ézku áhrif í þriðja heiminum engu meginmáli í sambandi við öryggismál Ráðstjórnarríkj- anna sjálfra. Vopnasendingar til Eþíópíu árið 1977 fyrir upphæð, sem er jafnvirði rúmlega 370 milljarða ísl. króna, og þeir 45 þúsund kúbönsku hermenn, sem sendir voru á vettvang, sanna þó engan veginn, að Afríka hafi einhvern hernaðarlegan forgangsrétt í utanríkisstefnu Ráðstjórnar- ríkjanna. Þessi sovézku framlög sanna einvörðungu að leiðtogar Ráðstjórnarríkjanna álíta þá áhættu, sem alltaf er samfara slíkum afskiptum af hernaðar- átökum, bæði vel þess virði, og reikna auk þess með því að hafa beinan hagnað af þeim. Hernaðaraðstoð sem tæki til áhrifa Suðurhluti Afríku er það svæði, þar sem að líkindum gömlu nýlenduveldanna, og eins reynsla vestrænna ríkja af stríðinu í Vietnam. Austur- Evrópuríkin finna hins vegar enn sem komið er til engrar slíkrar andúðar á beinni hern- aðaríhlutun í þriðja heiminum. Hernaðaraðstoð er þvert á móti ein helzta aðferð Ráðstjórnar- ríkjanna til þess að öðlast póli- tísk áhrif í þriðja heiminum. En geti Ráðstjórnarríkin hins vegar greinilega hagnast á hernaðar- íhlutun sinni, þá kann svo að fara, að vestræn ríki fái einnig löngun til þess aftur, að þau yfirvinni hina pólitísku ófram- færni sína, og taki að fylgja sovézka fordæminu. Fjölmörg vestræn ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa nú þegar látið í ljósi áhuga á því að stofna sérstakar hersveitir, sem gætu gripið inn í hernaðarátök hvar og hvenær sem væri, og hernað- arlega þættust vesturlönd þann- ig ólíkt betur undir ótrygga framtíð búin. En hernaðaríhlutánir í ríkj- um þriðja heimsins virðast þó alls ekki leiða til neins góðs til langframa, og því væri illa farið, ef vestræn ríki tækju sovézka fordæmið sér til fyrirmyndar. í fjórða lagi: Þrátt fyrir verulega samstöðu, kemur samt sem áður mjög veigamikill mTsmunur hagsmuna vestrænna iðnríkja fram í stefnu þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.