Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 21 dregst kostnaður frá áður en arði er úthlutað til félagsmanna. í hópi bestu ánna Laxá í Kjós ásamt Bugðu er í hópi laxauðugustu ánna í landinu og hefur vatnasvæðið skipað fyrsta sæti hvað mestu veiði varðar eitt árið og önnur ár verið ofanlega á þeim lista, sem fyrr segir. Þá hefur silungsveiðin í Meðalfellsvatni verið nokkur þús- und silungar árlega auk nokkurr- ar laxveiði. Netaveiði var hætt í Meðalfellsvatni skömmu eftir 1940 og eingöngu stunduð stangaveiði í vatninu. Greinarhöfundur minnist með sérstakri ánægju veiðiskapar í vatninu með Magnúsi Ólafssyni, bónda í Eyjum, er hann stundaði netaveiði í vatninu um og eftir 1940. Fyrir nokkrum árum var gripið til þess ráðs vegna offjölg- unar á bleikju í Meðalfellsvatni að fækka henni með gildruveiði til að koma á jafnvægi í fiskabúskap vatnsins. Er beðið árangurs af þeirri framkvæmd. Allar fisktegundirnar Á félagssvæðinu eru allar vatnafiskategundirnar: lax, bleikja, urriði og áll. Laxveiði hefur verið að jafnaði um 1400 laxar á ári sl. 30 ár, en síðustu 10 ár hafa veiðst að meðaltali um 2000 laxar. Hins vegar veiddust að meðaltali á árunum 1949-68 um 1000 laxar. Veiðin hefur því aukist um 100% sl. 10 ár miðað við fyrrgreint tuttugu ára tímabil. Veiðin er stunduð með 12 stöngum á félagssvæðinu auk silunga- stanga í Meðalfellsvatni. Tekjur af veiðinni hafa verið mjög góðar í Kjósinni og munu vera greiddar á þessu ári um 36.5 millj. kr. fyrir veiðina á öllu svæðinu. Fiskræktarframkvæmdir Veiðifélag Kjósahrepps hefur staðið fyrir ýmsum fiskræktarað- gerðum, svo sem sleppingu seiða af ýmsum stærðum. Framan af var sleppt kviðpokaseiðum, síðar sumaröldum seiðum og loks gönguseiðum. Félagið hefur gert ýmsar umbætur á gönguleiðum laxins með því að auðvelda fiski för um Pokafoss, sem er ofarlega í ánni, og byggingu laxastiga í Laxfoss, sem er skammt frá sjó og var tímabundin hindrun fyrir göngu lax upp ána. Algengasta hindrun fyrir göngu lax og göngu silungs upp ár eru fossar, sem kunnugt er, og þeir eru Þórufoss í Laxá í Kjós skammt neðan Stíflisdalsvatns. æði margir hér á landi. Þrátt fyrir það er merkilegt hvað göngufiskur kemst víða langar leiðir eftir ánum. I sumum ám kemst hann upp á heiðar og afréttir, eins og í Borgarfirði og Húnavatnssýslu og reyndar einnig í Árnessýslu á vatnakerfi Ölfusár. Fyrr var getið um foss sem algengasta hindrun göngufisks. En það er fleira sem kemur til í því efni svo sem flúðir og hávaðar í ám þar sem straum- þungi er meiri en fiskur ræður við. Þá er einnig lágur vatnshiti laxin- um þröskuldur til frekara land- náms í ám. Þá er hins og að gæta að auðvitað getur tímabundið vatnsleysi í ám hindrað göngu fisks og hið sama er að segja um mikil flóð. Flestir fiskvegir hafa hreinlega opnað áður lokaða leið, en hitt er einnig að göngufiskur hefur átt tímabundið í erfiðleikum að kom- ast áfram upp ána. Þetta hefur verið gert til þess að fiskur gæti komist sem víðast um ána án tafa. Er talið ákaflega mikilvægt að laxinn þurfi ekki að eyða tak- markaðri orku sinni í að giíma við erfiðar hindranir, auk þess sem veiðiskap er unnt að stunda fyrr og víðar á vatnasvæðinu, en áður var hægt að gera. í þessu efni má nefna fyrrgreindar framkvæmdir við Laxfoss í Laxá. Fyrsta klak á íslandi Auk klakstarfsemi Veiðifélags Kjósarhrepps fyrr á árum, hefur félagið unnið að lagfæringu á ánum sjálfum til að bæta hylji, auk veiðieftirlits og tilraunir hafa verið gerðar á síðustu árum til að eyða veiðivargi og stefnt að því að koma í veg fyrir mengun á vatna- svæðinu. Til gamans má geta þess, að fyrsta klak á íslandi var starfrækt á Reynivöllum árið 1884. Tveir leigutakar Eins og fyrr var skýrt frá er í samþykkt veiðifélagsins ákveðið að félagssvæðið sé leigt út til stangaveiði. Hefur félagið leigt annars vegar veiðina í Laxá og Bugðu og hins vegar veiði í Meðalfellsvatni. Leigutakar ánna hafa verið um árabil þeir Páll G. Jónsson og Jón H. Jónsson, en félag sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn hefur leigt veiðina í vatninu. 85 veiðistaðir I Laxá og Bugðu eru um 85 veiðistaðir víðs vegar um árnar og er veiði ákaflega misjöfn á ein- stökum veiðistöðum af eðlilegum ástæum. Veiðifélagið hefur reynt að bæta aðstöðu veiðimanna og byggt hefur verið myndarlegt veiðimannahús í tengslum við skólahúsnæði að Ásgarði, en þar er aðstaða fyrir mötuneyti veiði- manna. Þá hafa verið lagfærðir Veiðimannahús við Laxó í Kjós, sem Veiðifélag Kjósarhrepps reisti rétt við skólann í Ásgarði, en þar er mötuneytisaðstaða fyrir veiðimenn. (LjósmynHir: Einar Hannesson). vegir að ánum og reynt að útbúa veiðistaði á nýjum stöðum, m.a. með því að setja stórgrýti á lygna staði í ánum. Hefur veiðifélagið varið verulegum fjárhæðum í fyrrgreindu skyni og til fiskvega- framkvæmdanna og seiðaslepp- inga. Arðskipting Fyrr var greint frá arðskrá í veiðifélagi. Arðskrá Veiðifélags Kjósarhrepps hefur tvisvar verið endurskoðuð frá því að hún var fyrst sett árið 1950 og hefur hún breyst í þá veru að meiri jöfnuður hefur náðst í arðskiptingu. Þannig hefur hlutur þeirra, er mestan arð höfðu fyrst minnkað um fjórðung, enda hafa ákvæði laga um arð- skiptingu breyst á tímabilinu. I fyrstu gerð var í lögum það einungis sagt um arðskrá, að taka ætti tilliti til veiði, en með löggjöf- inni frá 1957 komu fyrrgreind ákvæði um landlengd og fleira inn í grundvöll þann, er arðskrá skal byggja á. Kristján Finnsson, Grjóteyri formaður Þrír menn hafa gengt for- mennsku í Veiðifélagi Kjósa- hrepps á þessu 30 ára tímabili og var Ólafur Andrésson í Sogni formaður í samtals 21 ár eða til ársins 1970 að Gílsi Ellertsson, bóndi á Meðalfelli, tók við. Gísli var formaður til ársins 1976, en þá varð Kristján Finnsson, bóndi, Grjóteyri, formaður og er enn. Vinsæl sumarhúsabyggð Sú þróun hefur orðið í Kjósinni, eins og á öðrum fallegum stöðum eigi fjarri þéttbýlinu hér við Faxaflóann, að margir hafa kosið að koma sér fyrir með sumarhús sín, enda er um klukkustundar akstur þangað úr Reykjavík. Þess- um sumarbústöðum hefur fjölgað ört hin síðari ár. Fyrst komu þeir við Meðalfellsvatn fyrir 1940, en þar eru nú margir bústaðir. Nú er svo komið að þeir eru dreifðir víða um sveitina, m.a. er sumarheimili KFUK í Vindáshlíð, sem kunnugt er. Margir hafa kosið að byggja sumarhús sín við strönd Hval- fjarðar og hafa jafnframt báta- skýli við húsið, eins og hjá þeim við Meðalfellsvatn. Sumarbyggð er því mikil í Kjósinni og þúsundir stangaveiðimanna hafa á umliðn- um árum sótt sér ánægju og hollustu í veiðiskap í vatnasvæði Laxár í Kjós. varð að hneppa í fjötra Fimmtu- dagsklúbbsins og snúa henni í hring í völsum og vínarkrusum, annars var hætta á að að prentvél- ar Alþýðublaðsins stöðvuðust. Ein vinnukona í altassilkikjól, krep- dúsíni eða satíni kallaði á tvo rallhýra sjómenn í landlegu, skrafhreifinn rakaralærling eða húsgagnasmið sem var kominn í fínustu gerð af sandpappír og var treystandi fyrir pólítúrúttekt. Margt kvöldið stóðum við ungir jafnaðarmenn í anddyri Alþýðu- hússins og seldum aðgönguniiða, meðan hljómsveit Tage Möller lék seiðandi dans- og dægurlög og Guðmundur dyravörður Magnús- son stóð sem brimbrjótur í and- dyrinu, skildi sauði frá höfrum, en læsti dyrum þess í milli og vatt sér upp á sviðið og tók undir í viðlagi með hljómsveitinni með djúpri innlifun og karlmannlegri rödd sinni, ef söngvarinn var forfallað- ur eða hafði fengið sér svingom. Fyrir kom að nauðsynlegt reyndist að afgreiða óeirðamenn með spítalavinki, en það heyrði til undantekninga. Það henti að annarskonar fagnaður væri í húsakynnum Al- þýðuhússins en áðan var lýst, vinnukonudansleikir. í lok Alþýðusambandsþinga var stund- um efnt til hátíða. Þá söfnuðust flokksforingjar og nefndakóngar með óbreyttum ýmsum og fluttu ræður, sungu og skemmtu sér. Ein slík kvöldstund er einkum í minni. Þá voru viðstaddir ýmsir kunnir menn m.a. Jón Baldvinsson bankastjóri og forseti Alþýðu- sambandsins til margra ára. Við borð hans sátu Guðmundur Haga- Pétur Pétursson lín, er enn hokraði á hjáleigukoti flokksins, og fleiri nafnkenndir. Eggert Claessen formaður Vinnu- veitendasambandsins var helsti forvígismaður andstæðinga. Var nafn hans oft nefnt og kveðið að því með sérstökum hætti. Allt var það með ástlausum áherzlum, þótt engar meiðingar fylgdu. En þessi vísa situr í minni og var hún sungin við raust og mikið hlegið við borð Jóns og Hagalíns: Þarna stendur Stenka Raein, Stenka Raain, vinur minn. Ekkert líkur Eggert Claesaen, elaku hundakroppurinn. Jafnan varð að hafa gát á ferðum blaðamanna Alþýðublaðs- ins, að þeir næðu að skila handrit- um í prentsmiðju blaðsins, en í hana var gengið um sömu útidyr og lágu að danssalnum. Mér er nær að halda að hring- stiginn sem kom síðar milli rit- stjórnar og prentsmiðju hafi svift blaðið hollum tengslum við al- múgann er steig dans á kjallara- botni Alþýðuhússins. Gestir af allt öðru tagi söfnuð- ust til kaffidrykkju í Ingólfskaffi, á efri hæð veitingasala. Þar mátti líta mannval. Vilmundur land- læknir Jónsson, Árni Pálsson. prófessor, Sigurður Jónasson, for- stjóri Tóbaks, Friðfinnur Olafs- son, viðsk.fr. Þangað komu og safnverðir, starfsmenn ríkisstofn- ana úr grenndinni og var það allt hið menningarlegasta kompaní. Sigurður Jónasson gerði strangar kröfur til borðbúnaðar. Varð jafn- an að hita bolla hans áður en borið var fram. Öllum bar saman um að kleinur veitingastaðarins væru hreint afbragð. Og svifléttar starfsstúlkur gengu um beina og eiga menn enn ljóð og stökur er þeim voru kvéðnar. Þá má nefna að matargestir fjölmenntu í kjallara. Sumir fastir í fæði, eins og sagt var. í hópi þeirra gat að líta Magnús Bjarn- freðsson, sjónvarpsmann síðar og bæjarfulltrúa. Hinn minnisstæð- asti þeirra mun þó vera, vegna kveðsskapar, Leifur Haraldsson, sá er kvað vísuna þjóðfrægu: Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. Á Ingólfskaffi ég er í fæði, án þess að éta það. Seinni tíma skýrendur hafa bent á að e.t.v. sé orsakanna að leita í því, að Magnús Bjarnfreðs- son var sessunautur Leifs og að hann hafi bætt á sig því sem Leifi var annars ætlað. Þykir vöxtur hans ekki rýra þá kenningu. Oddur Ólafsson forstjóri, gam- all baðstofufélagi Þórbergs Þórð- arsonar og mikill heiðursmaður, tók upp þykkju fyrir Ingólfskaffi, ef að því var veitzt. Hann sá einnig um að dansleikir færu fram af hóflegri siðsemi og engum hefði til hugar komið að stíga þar „engladans", í líkingu við þann er Þórbergur auglýsti í Ofvitanum, á sínum tíma. Fimmtudagskvöld Dökkir skýjaflákar hrannast upp á himni. Þeir sigla hraðbyri og velkjast í vindinum. Hvað nú, ungi maður? Saga Hans Fallada er framhaldssaga Alþýðublaðsins á þessum árum. Uppi á lofti, í ritstjórnarskrif- stofu Alþýðublaðsins, situr Magn- ús Ásgeirsson, skáld og ljóðaþýð- andi og les prófarkir að þýðingu sinni á bók Douglas Reed: Hruna- dans heimsveldanna. Niðri í kjall- ara stígur heil starfsstétt, vinnu- konurnar, fyrstu sporin í hruna- dansi eigin stéttar. Og um sömu mundir berast að eyrum fyrstu tónar örlagastefs Alþýðublaðsins: Hugsjónaflótti og ringlureið. í bið minni eftir próförkinni að Morgunblaðsgrein minni verður mér reikað að skáp í ritstjórn- arskrifstofunni. Hann geymir öll dagblöð sem út koma í borginni. Ég þarf að leita að einhverjum tilvitnunum í greinum er hafa birst undanfarið. Öllu er vel óg skipulega fyrirkomið. Hér trónar Þjóðviljinn í traustri möppu. Ég fletti blöðum. Þarna lofar einhver úr geistlegri stétt blaðið sem málgagn kristindómsins. Og hér lýsir annar ritstjórinn máltíð þar sem hann neytir páskalambsins með rabbíanum af Keflavíkur- flugvelli. Tíminn skipar hér einnig sinn sess. Samkvæmt nýjustu fréttum um fjárhagsstöðu hans ætti hann að heita Tíminn og Eilífðin. Borin von að hægt verði að greiða skuldir Tímans hérna megin grafar þótt margir beri hann fyrir brjósti. Fyrrum rit- stjóri Tímans veðjar fremur á Vísismenn og hefir gerst svart- stakkur þeirra. Og Dagblaðið. Þarna er verð- launamynd franska ljósmyndar- ans. Ær, sem orðið hafði vargi að bráð við Heklurætur. Snilldarvel tekin mynd og táknræn. Skepnan reisir hornfrítt höfuð sitt og hefir lagst, sem til hvíldar væri. Það er hinsta hvíldin. Ef hvíld skyldi kalla. Vargurinn hefir unnið á henni. Við augum lesandans blasir hryggðarmynd grimmúðugrar baráttu tegundanna. Hvít og nak- in beinin æpa úr hryggnum miðj- um. Engin kjöttætla sjáanleg, en lagðprúð gæran hylur það sem enn er eftir af holdi.. „Sjá.nú hvað ég er beinaber" gæti myndin heitið. Eða: Séra Guðmundarkynið á dög- um Steingríms landbúnaðarráð- herra og Jónasar Dagblaðsrit- stjóra. Þriðja tillagan kæmi einn- ig til greina. T-bonesteik Fram- sóknarflokksins. Utigangsrollur, innilömb og bjöllusauðir. Eru það ekki flokk- arnir sem veröldin skiptist í? Það væri synd að segja að fjölbreytni skorti í íslenskum blaðaheimi. Pétur Pétursson þulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.