Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baidvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstrasti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakið. Klofnir að venju Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir tvíþættum vanda. Annars vegar getur hún ekki staðið við loforð sín um óbreytt olíuverð til fiskiskipa fram til 1. október. Hins vegar stefnir í milljarðahalla á ríkissjóði. Varðandi olíuverðið hefur sjávarútvegsráðherra lagt til, að olíugjald af óskiptu verði hækkað úr 7% í 11—13% með bráðabirgðalögum, sem síðan verði mætt með 6—7% gengisfell- ingu eða „hröðu gengissigi", en Framsóknarmenn vilja fela samningsaðilum að semja um nýtt fiskverð í ljósi breyttra aðstæðna og eru Alþýðubandalagsmenn á svipuðum nótum.— Við erum á móti því að breyta kjarasamningum sjómanna með lögum, var haft eftir einum þingmanni Alþýðubandalagsins í gær. Á hinn bóginn munu hvorki Framsóknarmenn né Alþýðubandalagsmenn vera fráhverfir gengisfellingu og undir vissum kringumstæðum geta þeir hugsað sér að ganga lengra í þeim efnum en Alþýðuflokkurinn. Þá leggur fjármálaráðherra áherzlu á, að vandi ríkissjóðs verði leystur í leiðinni og er með hugmyndir um 2% hækkun söluskatts ásamt breytingum á vörugjaldi. Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur tekið þessum hugmyndum vel, en Alþýðubanda- lagið snúizt gegn þeim og er raunar horfið frá sínum fyrri tillögum um hækkun vörugjaldsins. I öllum þessum tillögum er gert ráð fyrir eyðsluláni ríkissjóðs, sem nemur nokkrum milljörðum. Það er það eina, sem þeir eru sammála um. Ráðherrar togast á um togara Nýverið veitti viðskiptaráðherra heimild til þess, að tveir skuttogarar yrðu keyptir til landsins, annar til Akraness og hinn til Norðfjarðar. Sjávarútvegsráðherra mun hins vegar hafa verið ókunnugt um þetta fyrr en honum barst það til eyrna af tilviljun. Brá hann þá hart við og breytti reglum Fiskveiðasjóðs á þann veg, að lánveitingar til skipakaupa erlendis eru ekki lengur heimilar. Viðskiptaráðherra kveðst í blaðatali hafa frétt um reglugerð- arbreytinguna í kvöldfréttum og hefur við orð, að hann „hafi ekki grun um að sjávarútvegsráðherra myndi beita brögðum af þessu tagi“ og segist munu draga sínar „ályktanir af því í samstarfi við hann framvegis". Eins og sést af þessum vinnubrögðum, er nú svo komið, að einstakir ráðherrar varast að láta hver annan vita hvað þeir eru að bauka. Og meira en það: Reglugerðum er breytt til þess að einn ráðherrann geti ónýtt það, sem sá næsti er að gera. Hvað þetta sérstaka mál varðar, togarakaupin erlendis frá, er enginn vafi á, að það mun draga dilk á eftir sér. Lúðvík Jósepsson og félagar hans eystra taka því ekki þegjandi, að togarakaupin gangi til baka. Og Alþýðuflokkurinn fylkir sér á bak við sjávarútvegsráðherra, sem staðráðinn er í að láta ekki sinn hlut. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvor þeirra Svavars eða Kjartans verður að láta í minni pokann. Og eitt er víst, að það gerist ekki án persónulegra illinda og meiðinga. Tökum upp þráðinn við Norðmenn Um 100 sovézk og austur-þýzk skip eru nú á veiðum á svæðinu milli íslands og Jan Mayen utan og við 200 mílna mörkin. Við blasir, að Rússar haldi þessum veiðum áfram og er þá komið í illt efni varðandi nauðsynlega verndun fiskstofnanna á Jan Mayen svæðinu. Vegna þessara breyttu aðstæðna er nú knýjandi, að við Islendingar tökum þráðinn upp að nýju við Norðmenn varðandi framtíðárskipan Jan Mayen svæðisins og má einskis láta ófreistað til þess að samkomulag takist, svo mikið sem í húfi er fyrir báðar þjóðirnar. DC-10 þota Flugleiða í Keflavík á ný eftir 5 vikna stöðvun. Frá vinstri: Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Gunnbjörn Valdimarsson flugmaður og Gísli Sigurjónsson flugvélstjóri. Ljósm. Rax. Hreyfilfestingin var mest til skoðunar og athugunar í þessu flugbanni DC-10 vélanna. skoðun. Hafa ekki komið í ljós neinir smíðagallar, en hins vegar skemmdir, sem orsakast hafa af því hvernig farið hefur verið að í sambandi við hreyfilskiptingar. Stafa þær skemmdir fyrst og fremst af því, að notaðir voru gaffallyftarar við það verk, en það er að sjálfsögðu Ijóst að fara verður varlega og með ítrustu nákvæmni í allt viðhald og vinna samkvæmt því sem verksmiðjurn- ar hafa lagt fyrir, sagði Dagfinn- ur. Flugvélstjóri í þessari ferð var Gísli Sigurjónsson og sagði hann að hreyflarnir væru búnir geysi- legri orku, mun meiri en á DC—8 vélunum og kvað hann vélar þess- ar hinar öruggustu á allan hátt. Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi voru einnig staddir á vellinum og sögðu þeir að vélin hefði farið í gærmorgun frá New York beint til Luxemborgar og haldið þaðan síðdegis í gær til Keflavíkur. Myndi hún nú hefja flug samkvæmt áætlun og yrði hún framvegis skoðuð vikulega, á miðvikudögum, í New York eins og verið hefði. Sagði Sveinn að þegar DC—10 vélar hófu flug í Evrópu, nokkru áður en banninu var aflétt í Bandaríkjunum, hefði orðið vart „Engin vél hefur farid í gegnum aðra eins skodun” — VIÐ ERUM mjög ánægðir með að vera búnir að fá „Tíuna“ í notkun aftur, sögðu Dagfinnur Stefánsson fiugstjóri og Gunn- björn Valdimarsson flugmaður, sem flugu DC—10 þotu Flugleiða frá Luxemborg til Keflavíkur, en þangað kom hún kl. rúmlega 19:30 í gær eftir að hafa verið í flugbanni í 5 vikur, sem og aðrar DC—10 þotur, sem skráðar eru í Bandaríkjunum. — Vélin er líka alveg sneisa- full, héldu flugmennirnir áfram. og er þetta í fyrsta sinn sem fslenzk flugvél tekur svo marga farþega eða 380, hvert sæti var skipað, en þeim var fjölgað nú eftir að sumarumferðin hófst. Teljið þið að fólk muni áfram bera traust til þessara véla? — Það er enginn vafi á því og við höfum ekki orðið varir við að fólki sé illa við að fljúga með DC—10 þotum. Það er líka búið að gegnumskoða þessar vélar, gera á þeim algjöra „lúsarleit" og hefur engin vél farið í gegnum aðra eins nokkurs ótta farþega, sem hefði strax horfið og hefði hann ekki orðið þess var hér að menn hættu við. Leifur Magnússon sagði að unn- ið væri að því nú að taka saman hversu mikið tjón Flugleiða væri vegna stöðvunar Tíunnar og yrði því verki væntanlega lokið eftir nokkra daga. Eftir stutta dvöl í Keflavík var haldið áfram til New York og var vélin fullskipuð far- þegum en við flugstjórn tók Smári Karlsson. Þeir verda ad gera sér að góðu að bíða eins og margir aðrir — segir Eiður Guðnason um stöðvun togarakaupa til Akraness MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Eið Guðnason al- þingismann og spurði hann, hvað hann vildi segja um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að banna lánveitingar til togarakaupa er- lendis. — Ég held hún sé skynsamleg í stöðunni, sagði hann. Það hefur verið talað um það að takmarka innflutning á fiskiskipum. Hann var síðan spurður, hvort ekki væri um það að ræða að önnur skip yrðu seld úr landi og svaraði: — Það hefur stundum verið talað um það áður og ég held, að þau skip hafi nú ekki alltaf farið úr landinu. Þess eru dæmi. Aðspurður um, hvort eitt slíkt hefði ekki farið í kjördæmi sjávar- útvegsráðherra, svaraði hann: Það má vel vera. Eiður Guðnason sagði ennfrem- ur, að margir fleiri væru í start- i holunum, sem vildu kaupa togara líka. — Og meðan engin togara- kaup eru leyfð, þá una þeir því. En um leið og búið er að leyfa ein- hverjum tveimur aðilum að kaupa togara eins og hér er um að ræða, þá verða allir hinir, sem eru í biðröðinni, ekkert hressir. Þess vegna er miklu hreinlegra að stöðva þetta alveg. Og mér finnst líka afar óeðlilegt, að þegar sjávar- útvegsráðherra hefur lagzt gegn þessu, skuli viðskiptaráðherra leyfa þetta vitandi um afstöðu sjávarútvegsráðherra, sem á að hafa með höndum yfirstjórn fisk- veiðanna. Aðspurður um, hvort sjávarút- vegsráðherra hefði þá ekkert vitað um það, þegar leyfin voru veitt, svaraði þingmaðurinn þessu: Hann verður að svara því náttúrlega, en mér sýnist þetta hafa borið þannig að. Eiður Guðnason sagði, að hann gerði sér grein fyrir því, að þetta væri töluvert mál fyrir fyrirtækin á Akranesi, sem hefðu óskað eftir þessum togara. — Þó held ég, að það sé ekki lífsspursmál, langt í frá, sagði hann, en auðvitað er þetta þeim töluvert mál. En ég held að þeir verði bara að gera sér að góðu að bíða eins og margir fleiri. Það hefði verið mjög gott, ef þeir hefðu getað fengið þennan togara. En ef þessir tveir verða leyfðir, koma held ég býsna margir á eftir og.við erum sammála um það og þeirri skoðun hefur oft verið haldið fram í Morgunblaðinu, ef ég man rétt, að togaraflotinn sé nægilega stór. „Vil ekki tjá mig um málið” segir Bragi Níelsson „ÉG VIL ekki tjá mig um þetta mál að svo stöddu," sagði Bragi Níelsson alþingismaður í gærkv- öldi, þar sem Morgunblaðið náði tali af honum þar sem hann var við störf sín í Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Kvaðst Bragi ekki ha- fa haft tíma til að kynna sér þetta mál nægilega vel enn sem komið væri, þó hann hefði að vísu haft samband við samþingsmenn sína um morguninn. Kvaðst hann vera við læknisstörf í Borgarnesi í sumar, og því væri hann ekki í Reykjavík eins og flestir hinna þingmanna Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.