Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 39 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir XXXVIII: Það er vanræksla að gera sér ekki grein fyrir, að kommúnismi hefir hvergi sigrað nema þar, sem sáttahyggjumenn hafa opnað honum allar gáttir Þýzki rithöfundurinn Bruno Bandulet, sem hefir áunnið sér traust og viðurkenningu vegna víðtækrar þekkingar á ástandi og horfum í nýfrelsisríkjum, getur þess í nýjustu bók sinni, „Schnee fúr Afrika", að forsætis- ráðherra Transkei, heiðursdokt- or Kaizer Daliwonga Matan- zima, hafi í sín eyru lýst fyrir- litningu sinni á undirlægjuhætti vestrænna leiðtoga gagnvart hinum háu herrum Afríkuþjóða með þessum orðum: „Ég hefi aldrei séð aðrar eins raggeitur." Ummæli hins virta valds- manns, sem ekki er nein sérstök ástæða til að ætla, að kollegar hans í 3. heiminum myndu hafa fundið hvöt hjá sér til að and- æfa, hefðu áreiðanlega ekki komið framsýnismanninum og heimspekingnum Oswald Spengler (1880—1936) á óvart. Hann hafði heyrt þau í anda nálægt 50 árum áður, eins og eftirfarandi ívitnun í bók hans, „Jahre der Entscheidung", er honum auðnaðist raunar ekki að ljúka, bera m.a. allgott vitni: Jlinar hvítu höföingjaþjódir hafa rýmt sinn fyrri tignarsess. Þar sem þœr makka í dag, skipuðu þær fyrir í gær, og á morgun munu þœr veröa að smjaðra til þess aö þeim leyfist aö semja.“ Og þess vegna sigraði andi Lenins Vel má vera, að sátta- og fjölhyggjufólk skynji ókristileg- nema af því að „frjálshyggju- menn“ eru áiíka fljótir að gleyma glæpaverkum kommún- ista og þeir eru að gleypa vinstraslap, að baráttureglur Lenins hafa borið tilætlaðan árangur — alls staðar nema í þeim nýlendum, sem kommún- isminn tók í arf eftir rússnesku keisarastjórnina. Séreign og sameign Því fer að sjálfsögðu fjarri, að fjöður verði dregin yfir óskyn- samlega umgengni Evrópuþjóða við líf- og náttúruríki fjarlægra heimshluta sinna. Staðreynd er, að skeytingarleysið gekk þar litlu skemmra en í heimalöndun- um sjálfum, þar sem batamerki eru vart sjáanleg enn. Þar við bætist, að enga lífvænlegri lífs- hættu telja Vesturlandamenn sig geta kennt vanþroskaþjóðum en að tileinka sér eyðsluvaxtar- búskap á mettíma, og það jafn- vel þó að steinaldarmenn eigi í hlut. Málsbætur, sem kunna að hafa verið afsakanlegar í upp- hafi iðnbyltingar, þegar vísinda- og tækniafrek stigu mönnum til höfuðs og sú trú, að allir gætu orðið ríkir fljótt — einkum á þeim forsendum að „náttúru- gæðin eru óþrjótandi, því að mannlegt hugvit er óþrjotandi" eins og vinstrifræði kenndu og kenna — hafa fallið um sjálfar sig. Þessar málsbætur voru var- hugaverðar í upphafi og fyrr- greinda forsendan varð kjánaleg Ótti mannrétt- indamannavið bittannlausra taumleysi þess og ofátshneigðir og gróðalindum, til undirgefni við þau eilífu sannindi, að heil- brigðir lífshættir verða ekki tryggðir komandi kynslóðum nema sú staðreynd nái rótfestu, að náttúruríkið eitt er þess megnugt. En það er ekkert áhlaupaverk. Ár inn og ár út keppist hver um annan þveran við að valda því spjöllum og oftlega óbætanlegu tjóni. Blóm- leg gróðurlönd, akrar, tún og engi hverfa viðstöðulaust undir steinsteypu verksmiðjumann- virkja, opinberra blekiðjubákna, bílvega og flugvalla. Skógar falla unnvörpum fyrir „framförun- um“. Ár, vötn og lækir af sömu ástæðum. Það sem eftir er skilið, spillist af eiturefnum og sívax- andi skarn- og skolpfeiknum, sem þar að auki ógna gufuhvolf- inu allt upp í háloftabelti, ekki síður en inn- og úthöfum niður á botn. Dýrum lofts, láðs og lagar, svo og jurtalífi, er útrýmt af fullkomnu miskunnar- og hugs- unarleysi. Innan tíðar hlýtur því mann- eskjan að verða að viðurkenna Jörðin snýst um olíutunnu ýmsum öðrum, lítur út fyrir að hugarfarsbreytinga megi vænta. T.d. hefir gömul dyggð, sem um áratugi hefir verið talin forynju- leg ógnun við sannar framfarir, allt í einu ruðzt nærri efst á dagskrá. Sparsemi virðist ekki vera neitt bannorð lengur, og flest stjörnutákn benda til þess, að það muni hún ekki verða aftur fyrst um sinn, ef nokkurn tíma. Miklu líklegast sýnist, að hún komist fljótlega í tölu æðstu boðorða og muni lengi halda sæti sínu þar. Þá skiljanlegu hneisu ber þó að játa, að orsök hinnar skinandi björtu framtíðar, senj við spar- seminni blasir, er ekki sú, að fjöldinn og fyrirgreiðslulið hans hafi af eigin hvötum tekið að rifja upp fyrir sér ágæti „gam- alla íhaldsúrræða", séð út úr vinstriþokum hagvaxtartrúboða og rótleysingja, sem halda að þeir séu frjálshyggjumenn. Síð- ur en svo. Ástæðan er í allri nekt sinní sú ein, að skömmtunar- stjóri skortsins hefir vitrazt hráolíuframleiðendum og kennt þeim nokkur gróðavænleg undir- an kalda í forspá Spenglers, og alveg efalaust, að allt vinstra- fólk fagnar heilshugar að hann skyldi reynast sannspár. Hvers vegna? Jú — Lenin, ummunan- lega fjármagnaður til stofnunar þrælstjórnarríkjanna af banda- rískum kapitalistum (sbr. An- tony C. Sutton: „Wall Street and the Bolshevik Revolution", New Rochelle, N.Y. 1974), sem ævin- lega höfðu, ekki síður en Lenin, viljað heimsveldi Evrópu feig, hafði samið „Baráttureglur varðandi þjóðerna- og nýlendu- mál“ árið 1920 og látið II. Al- þjóðaþing Komintern sam- þykkja með smávægilegum breytingum (gegn 3 mótatkvæð- um). Þar segir m.a.: „Öreigar Ráðstjómarlýöveld- anna og verkalýðshreyfingin í auövaldslöndunum, sem lýtur forystu Alþjóöasambands Kommúnista, skulu leggja sig fram um aö styöja frelsisbaráttu allra nýlenduþjóöa og annarra af síauknu afli, þeir eru styrk- asta stoö nýlenduþjóðanna í baráttu þeirra fyrir endanlegri frelsun undan oki heimsvalda- stefnunnar.“ Ennfremur: J þess- ari baráttu veröur aö hagnýta sérhvert stríö heimsvaldasinn- anna gegn RáÖstjómarlýðveld- unum, til þess aö fylkja fjöldan- um til þjóöfrelsisbaráttu, fyrir sigri verkamanna og bænda." Óþarft væri að taka fram, Heiðursdoktor gefur vottorð Ógildar málsbækur A árinu 1979: DM 100.000.000.000 á samri stundu og tími vannst til að hugleiða það, sem reyndar alltaf var augljóst, þ.e. að nátt- úruauðævin voru og eru tak- mörkuð, hlutu enda að vera takmörkuð þótt ekki væri af öðru en stærðfræðilegum ástæð- um. Hún var gripin ofan úr skýjunum. Staðhæfingin um, að „mannlegt hugvit er óþrjótandi", verður alltaf ósannanleg og ekki heldur umsvifalaust afsönnuð nema helzt með að benda á, að mannlegt hugvit hljóti að þrjóta um leið og mannkynið tortímist. Enn ber að gæta, að mannlegt hugvit er séreign fárra, sem reistu fjöldann af fjórum fótum á tvo, og hann á alla tíð allt sitt undir. Sigurvonir þess hljóta að verða undir því komnar, hvort það fái staðizt mannlegan heila- spuna, sem er sameign fjöldans, og býr enn sem fyrr við grósku- ríkt hagvaxtarlíf. Og vit sigrar því aðeins strit, ef unnt reynist að þvinga múg- kynið og þá, sem hafa gert sér sér tl skelfingar, að þær efna- hags- og tækniframfarir, sem beinzt hafa gegn náttúruríkinu og lögmálum þess, hljóta að hefna sín grimmilega og skilja við hana í vonlausri aðstöðu von bráðar. Fornar dyggðir hjarna við Að áliti vísindamanna „The Club of Rome“, sem birt verður í nýrri bók þeirra innan skamms, er lögð áherzla á, að andlegir/ sálrænir eiginleikar manneskj- unnar séu meginforsenda þess, að hjá allsherjartortímingu verði komizt. Vitiborið fólk mun eiga auðvelt með að samsinna því án athugasemda. í álitsgerð- unum er tæpitungulaust gerð krafa til þess, og er það raunar þungamiðja þeirra, að trúnni á almætti hagbundinna vísinda og tækni yfir örlagadómum mann- kyns verði hafnað. Af þessum sökum, og vissulea stöðuatriði, sem lögmál fram- boðs og eftirspurnar býr yfir. Beðið dóms frá „Hotel Interconti“ Sú kennsla hefir kostað heim- inn, sér í lagi frjálsræðisheim- inn, þungbærar sálarkvalir og ógrynni fjár, en þó smáræði miðað við það, sem óumflýjan- legt er; og mun þó verðhækkun olíu varla nema undir jafnvirði DM 100.000.000.000 alls árið 1979. Á sama tíma og 7 æðstu leiðtogar Vesturlanda og Japan sátu vel auglýsta ráðstefnu um efnahagsmál í Akasaki-höll í Tokio síðustu viku fyrra mánað- ar, komu 13 olíuherrar saman í „Hotel Interconti" í Genf. Eng- inn vænti annars af Tokio-fund- armönnum en að þeir biðu róleg- ir frétta frá Genf, því að „Vest- urlönd fást ekki við stjórnmál lengur," segir Paul C. Martin leiðarahöfundur „Welt am Sonn- tag“ hinn 1. þ.m. Og þeim barst frétt: 30% hækkun hráolíuverðs — hétu hver öðrum „að gera ráðstafanir", stigu síðan niður af „Hátindi grunnhyggninnar" („Gipfel der Unvernuft") eins og „Frankfurter Allgemeine Zei- tung“ hefir að fyrirsögn forystu- greinar sinnar hinn 30. f.m. um Tokio-fundinn, og héldu síðan heim til sín í bílaumferðina. Hráolíuverði, og þar með ljósi og hita, atvinnu og lífsafkomu Vesturlandabúa, ráða nú fá- mennar harðstjóraklíkur og spilltar vinstristjórnir, er síðast- liðin 10 ár hafa hækkað það úr tæpum $2,00 í röska $20.00 olíu- fatið (159 1), og þannig látið fyrrverandi húsbændur sína greiða sér fjárhæðir, sem „nema hundrað sinnum meira en öll iðnaðarríki hafa nokkru sinni kreist út úr þriðja heiminum. 1978 greiddu iðnaðar-þjóðirnar OPEC-löndum fyrir olíu fleiri dollara en sekúndur eru liðnar frá Krists burði," segir P.C.M. í áminnztri forystugrein. Og ef fjöldi þeirra sekútidna, sem liðn- ar eru frá Krists burði og þang- að til grein hans birtist, er undir 62.393.976.000, þá er reiknivélin mín biluð. Við þetta verður ekki öðru bætt að sinni en því, að það er skrök vinstrimanna, að „auð- valdið“ hafi einhvern tíma „arð- rænt“ OPEC-lönd, ef Venuzuela er undanskilin. Venuzuela var nýlenda Wels- er-verzlunarfyrirtækisins í Augsburg um tíma á 16. öld, og er ekki kunnugt um að land og þjóð hafi liðið óbærilega af þess völdum, því að ef svo hefði verið, myndi Gert v. Paczensky áreið- anlega ekki hafa látið þess óget- ið í 560-síðna óhróðursdoðranti sínum um Evrópuþjóðir. Nei, Vesturlandamenn eru að láta féfletta sig vegna eigin úrkynj- unar. Það voru þeir, sem upp- götvuðu jarðolíuna, reistu öll mannvirki og lögðu allt af mörk- um, sem til vinnslu hennar og hagnýtingar var naðusynlegt, þó að Carter Bandaríkjaforseta (og ráðstefnufélögum hans) þyki ekki ómaksins vert að gefa því gaum. Hann hefir sennilega ekki tíma til þess vegna umhyggju sinnar fyrir „mannréttindum" í ríkjum sem ekki hafa olíu á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.