Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 15 Hrólfur Sigurðsson Hafsteinn Austmann Sumarsýning Norrænahússins 1979 Síðastliðin fjögur ár hafa ver- ið haldnar sumarsýningar í Nor- ræna húsinu yfir ferðamanna- tímann. Stefnt hefur verið að því að kynna verk þriggja lista- manna hverju sinni, og verður ekki annað sagt en að þetta fyrirkomulag hafi náð tilgangi sinum. Það er að mínu mati ágætt að kynna fáa listamenn en vel hverju sinni og gefa þannig ferðalöngum tækifæri til að kynnast og njóta þeirra listar, sem svo sterkan svip setur á menningarlífið hér í borg. Sú var tíðin, að enginn vildi halda sýningu á verkum sínum yfir bjartasta hluta ársins, en flestir sóttu fast að hressa upp á skammdegið með sýningum á myndverkum sínum. Þetta varð meðal annars til þess, að ferða- menn áttu þess lítinn kost að kynnast þeirri myndlist, sem iðkuð hefur verið allt frá byrjun þessarar aldar hér á landi. En nú er komið árið 1979, og margt hefur tekið stakkaskiptum í menningunni frá því um alda- mót, að enginn samanburður stenst, en eitt af því, sem einkum eflir listiðkun meðal manna, er að þeir hafi í sig og á. Stundum er það samt svo, að íslendingar eiga erfitt með að skilja, að list þarfnast fjármagns, og er hið ótrúlega slys í Alþýðubankanum gott dæmi um það. Gott dæmi, segi ég, en það er rangmæli, því að það dæmi er sérlega ranglátt, þar sem fjölmennustu launþega- samtök í landinu eiga þar hlut að máli. Þó fannst mér kasta tólfunum, er þær yfirlýsingar voru gefnar, að peningastofnun- inni væri greidd húsaleiga með útláni á málverkum látins lista- manns, en vonandi verður annað eins brot á réttindum lista- manns algert eindæmi. Það var annars ekki ætlun mín að draga þetta sorglega slys fram í sam- bandi við Norræna húsið, því að sú stofnun á allt annað skilið. Þeim Hrólfi Sigurðssyni og Haf- steini Austmann hefur verið Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON boðið að koma þar fram með verk sín og hafa þau til sölu, og þar er ekki um greiðslu á húsa- leigu að ræða. Hér er á ferð framtak til fyrirmyndar og sama má segja um þá starfsemi, sem nú er á Kjarvalsstöðum, en það mál er mér of nálægt til að ræða það hér. Auk þeirra Hrólfs Sigurðsson- ar og Hafsteins Austmann á Gunnlaugur Scheving verk á sumarsýningu Norræna hússins. Gunnlaugur lést .fyrir nokkrum árum, en lét eftir sig mjög merkt starf á sínu sviði og var í fremstu röð þeirra, er áttu við myndgerð hér á landi. Hann var stórtækur í verkum sínum, en þvi miður gefa þau verk, sem til sýnis eru í Norræna húsinu, mjög ófullkomna hugmynd um afrek hans sem málara. Flest eru þau verk, sem þar getur að líta, heldur veigalítil, en þó má greina þar nokkur gullkorn. Ein fallegasta vatnslitamynd eftir Gunnlaug er no. 7, Frá Borgar- nesi, og einnig má benda á no. 5, Frá Dalvík. No. 13, Sunnudagur í sjávarplássi, gefur einnig góða hugmynd um list Gunnlaugs Schevings, en því miður verður að segja um aðrar myndir hans á þessari sýningu, að þær séu fremur tilviljanakenndur sam- tíningur, en úrval af verkum hans. Hrólfur Sigurðsson kemur ekki oft fram með verk sín. Hann er einn af þeim hlédrægu mönnum, sem vilja vinna í friði, og bera verk hans þess glögg merki, að hann vandar til þeirra. Hann á þarna nokkrar mjög eftirtektarverðar myndir, sem Gunnlaugur Scheving bera fastan og persónulegan svip sem þróast hefur með Hrólfi um langt árabil. Það er sannarlega skemmtilegt, þegar menn eins og Hrólfur koma fram með jafn ágæt verk og raun ber vitni að þessu sinni. Ég á erfitt með að gera upp á miili þessara verka, en bendi samt á einstaka verk, sem tóku hug minn öðrum fremur. No. 50 hefur sérstakan litaþrótt, sem skilar vel tilfinn- ingum listamannsins andspænis gróðri og sér í lagi skógi. No. 59, Haust, er einnig ágætt verk, og sama er að segja um no. 71 og 73. Látum þetta nægja, en sumar af hinum litlu myndum Hrólfs hafa sitt gildi og standa sannar- lega fyrir sínu. Ég var stórkost- lega ánægður með þátttöku Hrólfs í þessari sýningu. Hafsteinn Austmann annast abströktu hliðina á þessari sýn- ingu. Öll verk hans eru byggð upp á forsendum abstrakt listar og standa sig ágætlega. Haf- steinn virðist sækja í sig veðrið í seinni tíð. Er sýning sú, er hann hélt í nýrri vinnustofu sinni í Skerjafirðinum, í fersku minni, en ég held, að þátttaka hans í þessari sýningu sé um margt veigameiri en sú sýning, er þar var á ferðinni. Það er jafn heildarsvipur á verkum Haf- steins á sýningunni í Norræna húsinu, en vel má minnast á no. 43, 34, 21 og 27, sem allt eru myndir, sem ég kunni vel að meta og komu mér í gott skap. Er hægt í stuttu máli að gefa málverkum betri einkunn? í heild er þetta mjög skemmti- leg sýning og hefur sitt af hverju fram að bjóða. Norræna húsið á þakkir skilið fyrir þetta fram- tak, og vonandi á það eftir að halda sínu striki, hvað sumar- sýningarnar varðar. Þær eru að mínu áliti mjög þarfar, bæði fyrir aðkomufólk og heimamenn og þá ekki síst fyrir þá lista- menn, sem sýna þar verk sín. Það þarf enginn að segja mér, að ekki sé það fólk hér á ferð að sumarlagi, sem kunni að meta myndlist, þótt bjart sé til mið- nættis. Á sumri er myndlist ekki síður skiljanleg, en í hinu svarta skammdegi. Valtýr Pétursson Loðnuveiðibannið: / Utvegstmenn samþykkir með fyrirvara um að veiðar Norðmanna verði takmarkaðar MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Kristjáns Ragnarssonar fortnanns LÍÚ og spurði hver væru viðbrögð útvegsmanna við nýsettri reglugerð, sem bannar loðnuveiðar til 20. ágúst. Kristj- án sagði: „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að það þarf að takmarka loðnuveiðarnar veru- lega og því teljum við rétt að stunda veiðarnar þegar þær skila mestum arði. I fyrra var mikil veiði norður af landinu i júlí og ágúst en reynslan af þeim veiðum var slæm, þar sem loðnan nýttist illa. Við erum þess vegna samþykkir því að veiðarnar hefjist ekki fyrr en 20. ágúst þegar loðnan verður orðin betra hráefni en með þeim fyrirvara að samkomulag takist við Norðmenn um að þeir tak- marki veiðar sínar við Jan Mayen. En það er auðvitað augljóst að við getum ekki horft aðgerðarlausir á ef Norðmenn stunda þar ótak- markaðar veiðar. Sú spurning vaknar auðvitað hvers vegna Norðmenn geti hafið loðnuveiðar núna í júlí og að veiðar þeirra skuli vera arðbærar, jafnvel þó þeir þurfi að fara lengri leið með aflann. Þeir segja að þeir lendi ekki í erfiðleikum þar sem þeir rotverji loðnuna með nitriti. Okkur er bannað að nota nitrit og verðum að nota formalin, sem yfirvöld hér segja að sé jafn gott rotvarnarefni. Það gengur okkur illa að skilja þegar borin er saman reynsla okkar og Norðmanna af þessum tveimur rotvarnarefnum." Flest yeitingahús- anna opin til kl. 3 á föstudags- og laugardagskvöldum NOKKUÐ er mismunandi að hve miklu leyti einstök veitingahús ætla að nýta sér *hinar nýju reglur um opnunartíma veitinga- húsanna, sem gengu í gildi sl. mánudag. Flest veitingahúsanna í Reykjavík verða opin til kl. 3 eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum og til kl. 1 eftir miðnætti aðra daga vikunn- ar. Hótel Saga hefur ákveðið að hafa danssalina opna á föstu- dögum til kl. 2, á laugardögum til kl. 2.30 eftir miðnætti. Diskótekin Óðal og Hollywood verða opin til kl. 3 eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum en aðra daga vikunnar verður opið til kl. 1 eftir miðnætti. Veitinga- húsin Glæsibær og Þórscafé verða opin til kl. 3 eftir miðnætti á föstudögum og laugardögum og á sunnudögum til kl. 1 eftir miðnætti. Danssalir og veitingasal- ir Hótel Borgar verða opnir til klukkan 3 eftir miðnætti á föstu- dögum og laugardögum en á fimmtudögum og sunnudögum verður opið til klukkan 1 eftir miðnætti, aðra daga til klukkan 11.30. Sigtún verður opið til klukkan 3 eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum en næstu miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld verður staðurinn opinn til kl. 1 eftir miðnætti. Veitinga- húsið Naust hefur einnig ákveðið að breyta opnunartíma sínum og verður nú lokað öll kvöld kl. 11.30 og barinn í Naustinu verður fram- vegis lokaður í hádeginu nema á laugardögum og sunnudögum en þá verður hann opinn frá 12 til 14.30. Áður var Naustið opið til kl. 1 eftir miðnætti á föstudögum og til kl. 2 eftir miðnætti á laugardögum. Forráðamenn Veitingahússins Klúbbsins hafa enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig þeir haga opnunartíma hússins eftirleiðis. Þess má geta að veitingahúsin hafa fram að þessu þurft að hætta að hleypa fólki inn kl. 23.30 á kvöldin en nú verður fólki hleypt inn meðan húspláss leyfir. ODYRU ORLOFSFERDIRNAR TIL S og frítt fyrir börn innan 10 ára. Bestu kjörin, hagkvæmasta veröiö. Næsta brottför 1. ágúst. Beint leiguflug. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Seljum farseðla á hag- kvæmasta veröi um allan heim. Benidorm einn veður- sælasti staöur Spánar. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Reykjavík. Símar: 11255—12940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.