Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979
Orka
og
elds-
neyti
Ekki er sama hvernig húsgögnum
er komið lyrir. Á efri myndinni er
bruðlað með hitann, en tilhögun á
þeirri neðri er orkusparandi.
Munurinn: Á neðri myndinni hafa
húsgögnin veríð flutt frá ofninum.
svo frjálst hitastreymi er um stof-
una. Bókahillunni er komið fyrír
við útvegginn, svo að hún er milli
heitrar stofunnar og kalds veggjar-
ins. Rúllugardfnurnar hindra hita-
útstreymi um gluggann. Svona
sparnaður kostar ekkert.
loftskipti eru talin 0,8 á klst. Þá
er 16% orkutap um gólfið, 14%
um þakið og 12% gegnum veggi.
Einfalt ráð til að vita hvort blæs
einhvers staðar og hitatap verð-
ur þar, er t.d. að ganga um með
logandi kerti, sem borið er að
samskeytum, gluggum og hurð-
um. Einfaldar aðgerðir, svo sem
að herða krækjur eða setja þétti-
lista, geta þá bætt heilmikið úr,
hugsanlega sparað upp í 5%. En
förum um húsið með hugann við
hitasparnað.
• Þak: Ef þakið á húsinu er
óeinangrað er varmatapið
19000—23000 kílówattstundir
á ári. Með 20 sm glerullarein-
angrun fer sú tala niður í
3000—4000 kílówattstundir og
er 83% minna. Á olíukynntum
svæðum svarar þetta til
2500—3000 lítra af olíu á ári.
Yfir árið nemur það 260—310
þúsundum kr. í olíukynntu
húsi. Verðið á glerullinni mun
aftur á móti kosta um 340
þúsund, svo að hún getur
borgað sig í hitunarkostnaði á
liðlega einu ári.
Með góðu, þéttu og vel einangruðu
húsi má því spara drjúgt.
Bætt nýtni
hitakerfis
En fleira kemur til, svo sem
kyndingin sjálf. Miklar framfar-
ir hafa orðið í kynditækjum og
alltaf að koma fram nýjungar,
svo sem eðlilegt er vegna þess
hve mikið er kynnt með olíu
erlendis. Til dæmis eru nú
komnir háþrýstibrennarar með
meiri nýtni. Að vísu gerum við
ráð fyrir því, að olíukynding sé
hverfandi hér á landi og mark-
miðið að útrýma henni, svo sem
fram hefur komið í fyrri grein.
En á meðan svo er ekki, er
sjálfsagt að reyna að draga með
öllum tiltækum ráðum úr kyndi-
kostnaði. Dæmi:
• láta hreinsa og stilla kyndi-
tækin, eins og vélskóla-, iðn-
skóla-, tækniskóla- og há-
skólanemar hafa verið að
gera. Hefur stundum fengist
allt upp í 37% hærri nýting í
Margur smásparnaður ger-
ír einn stóran orkuspamað
Þrátt íyrir mikla upphitun húsa á íslandi með hitaveitum, flytja íslendingar inn
næstum eins mikið af olíu til upphitunar og bensín á allan bílaflotann, svo sem fram
kom í töflu, sem birt var í fyrstu greininni í þessum flokki um orku og eldsneyti. Það
skiptir því ekki svo litlu máli, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðarbúið í heild, að ekki
sé bruðlað með orku þá, sem notuð er við að hita híbýli og til heimilisnotkunar.
Jafnvel þeim, sem njóta bestu kjara með elstu hitaveitunum og lægsta rafmagnsverði,
þykja hita- og rafmagnsreikningarnir oft æði háir. í nágrannalöndum okkar er
reiknað með að orkunotkun á heimilunum skiptist þannig, að 3/5 fari til upphitunar,
1/5 í heitt vatn og 1/5 til annarra nota við heimilishaldið.
En hvað er hægt að gera? Hvað
getur einstaklingurinn sjálfur
gert til að spara orku í híbýlum
sínum? Því skulum við velta
fyrir okkur. Flestar okkar ná-
grannaþjóðir hafa fyrir all-
nokkru hafið aðgerðir og áróður
fyrir orkusparnaði á heimilun-
um, enda eldsneyti farið að
hækka fyrir alllöngu. Til dæmis
hafa Svíar samþykkt áætlun um
að ná 25% orkusparnaði á 10
árum, hyggjast fjárfesta 31
milljarð s.kr. og ná með því 35
terawattstunda sparnaði á ári,
enda fá þeir 72% af upphitun
sinni úr olíu. Þeir hafa gefið út
mikið af leiðbeiningabæklingum
um orkusparnað og styrkja veru-
lega með sérstökum lánum og
styrkjum fólk til að endurbæta
húsin og gera þau sparneytnari.
Hér á íslandi hefur undanfarna
mánuði starfað á vegum Orku-
stofnunar vinnuhópur um orku-
sparnað við hitun húsa og er að
vinna áfangaskýrslu um orku-
sparnaðarleiðir. Við leituðum til
Jóns Ingimarssonar, formanns
hópsins, sem er að viða að sér
upplýsingum varðandi orku-
sparnað við hitun húsa og feng-
um góðar ábendingar og upplýs-
ingar.
Hitunarsparnaður virðist einkum
geta legið í þrennu:
1. að halda vel í þann hita, sem
fæst með góðum, vel einangr-
uðum og þéttum byggingum
og skynsamlegri hitunartil-
högun.
2. að sækjast ekki eftir meiri
hita en raunverulega þörf er
á.
3. að bruðla ekki óþarflega með
orkugjafana í daglegri um-
gengni.
Drjúgt má
spara í frá-
gangi
Almennt er talið að hús á Islandi
séu allvel í stakk búin og hlý,
enda nauðsynlegt í svölu landi.
En hvar ætli orkutapið sé mest í
húsum? Það sést á meðfylgjandi
teikningu, sem Jón Ingimarsson
lét okkur í té. Þar er miðað við
115—120 fermetra hús á einni
hæð, einangrað eins og almennt
hefur verið á undanförnum ár-
um. Þarna sést að langmest
orkutap verður gegnum glugga
og hurðir eða 32% og méð loft-
skiptum eða 26%, en eðlileg
• Gólf: Um óeinangrað gólf er
varmatapið 11—13.000 kíló-
wattstundir á ári, en með 5 sm
einangrun verður varmatapið
6—7000 kílówattstundir á ári
eða 47% minna. Það svarar til
800—1000 1 af olíu á ári eða
80—100 þús. kr.
• Veggir: Þar er erfiðara um
úrbætur, nema í nýbygging-
um. En kröfur eru nú strang-
ari um einangrun í nýju bygg-
ingarreglugerðinni og gætir
þess vafalaust brátt í nýjum
húsum.
• Gler: Ef gert er ráð fyrir að
orkutapið um einfalt gler í
gluggum sé 7.0, þá væri það
3,1 um tvöfaldar rúður. Sem
sagt, rúmlega helmingssparn-
aður að tvöföldu gleri. En með
þreföldum rúðum er orkutapið
aðeins 2,1 og sparast þá aftur
'/3 frá tvöföldu rúðunum.
Skyggt gler eykur enn ein-
angrun.
vel stilltum katli, en að meðal-
tali um 7%.
• skipta árlega um spíss.
• hugsanlega borgar sig að
skipta um brennara.
• og e.t.v. má fá betri tæki fyrir
lítið frá þeim, sem eru að fá
hitaveitu og fleygja því gamla.
Stýring á
hitanum
Ekki er sama hvernig hitanum er
stjórnað og vel hugsanlegt að ná
allt að 15—20% sparnaði með
skynsamlegri hagræðingu. Til
dæmis er jafnvel hægt að spara
25—49% í hitakostnaði með
stjórn á hitanum í atvinnuhús-
næði, sem aðeins er notað hluta
úr sólarhringnum, ef hitastigið
er lækkað verulega að næturlagi
og um helgar.
Með sjálfstýringu á hitastigi nýt-
ist tilfallandi hiti, svo sem varmi
mannfólksins, þegar það er í
stofunni. Einnig sólarvarminn
um gluggana, en þá skiptir máli
hvort gluggarnir snúa í suður
eða norður, og fleira þess háttar.
Eitt stig
sparar 5 — 7%
Hér hefur verið fjallað um híbýlin
og kyndinguna sjálfa og hugsan-
legan sparnað á þeim þáttum.
Og er þá komið að manneskjunni
sjálfri. Er hún ekki mesti bruðl-
þátturinn? Varla fer á milli
mála að íslendingar eru það að
minnsta kosti.
Sænskir læknar láta hafa það
eftir sér að kjörhiti manneskj-
unnar sé 20—21 stig á daginn og
18 stig á nóttunni. Aðeins 5%
fólks líði betur í hærri hita, og
eru þar í hópi ýmiss konar
sjúklingar. í hitabeltislöndunum
eyða þeir, sem efni hafa, gjarnan
dýrri orku til að kæla híbýli sín,
þegar htiinn fer upp í 22—23
stig. Það er gert til að láta sér
líða vel.