Morgunblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUP. 19. JÚLÍ1979
17
Tækifæri til að svara fyrir-
spurnum og útskýra í samræmi
við þarfir einstakra gesta.
Tækifæri til að sýna og skýra
með því að skírskota til allra
skilningarvita og nota til þess
fjölbreytta tækni.
Athygli sem almennt umtal og
fjölmiðlar vekja á sýningunni í
heild, nýjungum og einstökum
atriðum sem sýnendum farast vel
úr hendi sagði Bjarni ennfremur.
Hvaða aðíerðum er helzt
beitt til árangurs?
Að sjást
„Hnitmiðað val þess, sem sýnt
er, skiptir miklu. Huga þarf að
heildaráhrifum og samspili
sýningarmuna og umhverfis, lit-
um, formum og textum. Einfaldar
lausnir og smekklegar reynast oft
búa yfir meiri áhrifamætti en
íburðarmiklar. Sé stuðst við sér-
þekkingu, leitað hugmynda og
reynt að leysa verkefnin með alúð
og af áhuga tekst oft að laða fram
frumleika og hugvit, útbúa falleg-
ar og athyglisverðar sýningar-
deildir".
Að láta heyra til sín
„Öll boð, sem við viljum koma
frá okkur komast öruggar og
betur til skila fái sjón að styðja
heyrn, það hefur reynslan kennt
okkur. Ómetanlegt er fyrir
sýningargesti að geta spurt alúð-
legt starfsfólk, sem kann sitt fag, í
sýningardeildum. Hljómbönd,
heyrnartæki og sjálfsvarar búa
einnig yfir möguleikum sem vert
er að kanna. T.d. getur það vakið
forvitni fái gestir að stjórna
slíkum tækjum sjálfir".
Að mega handleika og
bragða
„Flestum finnst þeir hafi ekki
fengið fulla hugmynd um eðli,
gerð og gæði hluta og efna, fyrr en
þeir hafa þreifað á þeim handleik-
ið þá. Aðdráttarafl vörusýninga er
m.a. fólgið í því að gestir viti af
þeim möguleika. Því ættu sýn-
endur að gaumgæfa hvernig þeir
geti fullnægt þessari þörf, hvernig
hægt er að gera meira en að sýna
og segja frá. Reynslan sýnir að
jafnan er fjölmennt hjá þeim sem
bjóða gestum gott tækifæri til að
handleika hluti, finna áferð,
setjast niður, jafnvel leggjast út
af, smakka mat eða drykk
o.s.frv.", sagði Bjarni Ólafsson.
Allt upppantað
íyrir langa Jöngu
Að síðustu var Bjarni inntur
eftir því hvernig gengi að fylla
sýningarsvæðið. — „Við erum
þegar búnir að selja allt rými og
meira til því að langur biðlisti er
af fyrirtækjum sem hafa áhuga að
taka þátt. Til marks um hversu
vinsælt þetta er má geta þess að
mikill fjöldi sýnenda er hér
sýningu eftir sýningu", sagði
Bjarni Ólafsson framkvæmda-
stjóri Kaupstefnunnar í Reykjavík
að síðustu.
Ullarvörumarkaðskönnun
í Svíþjóð og Finnlandi
í nýútkominni árs-
skýrslu Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins segir
að framkvæmd hafi verið
markaðskönnun fyrir ull-
arvörur í Svíþjóð og Finn-
landi á liðnum vetri, en
sala til þessara landa hef-
ur verið mjög lítil þrátt
fyrir að þessir markaðir
ættu að vera góðir fyrir
ullarvörur.
Markmið könnunarinnar
var að finna aðila sem
Olíuafgreiðslufrestur
Saudi-Araba í 30 daga
SAUDI-ARABAR hafa nú ákveð-
ið að greiðslufrestur á olíu skuli
verða 30 dagar í stað 60 daga
áður. Þetta mun valda lítilshátt-
ar hækkun á olíu þeirra og
jafníramt er líklegt að eftirspurn
eftir Bandaríkjadollurum aukist
eitthvað.
Sérfræðingar telja að með þess-
ari ákvörðun vilji Saudi-Arabar
tryggja sér hærra lágmarksverð
en þeir í raun og veru höfðu
tilkynnt að myndi gilda. — Búist
er við því að önnur OPEC-ríki
muni taka þennan háttinn upp
eftir Saudi-Aröbum og muni það
auka enn frekar á vanda þeirra
ríkja sem eiga allt undir olíunni
frá þessum löndum.
Nýr hagfræðingur
V erzlunarráðsins
Bjarni Snæbjörn Jónsson hefur
tekið við starfi hagfræðings Verzl-
unarráðs íslands í stað Árna
Árnasonar, sem tók við starfi
framkvæmdastjóra eins og áður
hefur verið getið um.
Bjarni stundaði nám í hagfræði
við háskólann í Árósum í Dan-
mörku 1975—1976, en hóf síðan
nám við viðskiptadeild Háskóla
íslands haustið 1976 og lauk þaðan
prófi í vor.
í starfi sínu sem hagfræðingur
verzlunarráðsins mun Bjarni m.a.
sinna útbreiðslumálum þess, vinna
eða gera umsagnir um lagafrum-
vörp og löggjafarmál, annast út-
reikninga og áætlanir um afkomu
atvinnuveganna, fylgjast með
þróun efnahagsmála og gera spá
um framtíð þeirra.
hefðu áhuga á að gerast
umboðsmenn fyrir íslenzka
ullarvöruútflytjendur.
Mjög greiðlega gekk að
finna slík fyrirtæki bæði í
Svíþjóð og Finnlandi.
Flestir af þeim sem talað
var við, höfðu mikinn
áhuga og þekktu íslenzkar
ullarvörur.
Að könnuninni lokinni
voru útflytjendum afhent-
ar upplýsingar um umboðs-
mannaefni og tóku þeir upp
þráðinn beint við erlendu
aðilana.
Ford
eignast
25% í
Mazda
TALSMAÐUR Fordbíla-
verksmiðjanna tilkynnti á
fundi með fréttamönnum í
vikunni, að samningar
hefðu tekist með þeim og
Toyo Kogyo-bflaverksmiðj-
unum japönsku, sem fram-
leiða Mazdabifreiðarnar
vinsælu, um kaup Ford á
25% hlutabréfa í Kogyo.
Það hefur þó tekiðttímana
tvenna að koma þessum samningi
í gegn, því að Ford hóf málaleitgn
sína fyrir sjö árum, en fékk þá
algert afsvar. Þá telja sérfræðing-
ar að með þessum samningi hafi
Ford skákað keppinautunum sín-
um General Motors og Chrysler,
sem eiga hlut í Isuzu og Mitsu-
bishi, en þau fyrirtæki eru til
muna minni en Toyo Kogyo.
Samvinna sem þessi á sviði
bílaframleiðslu er ekki ný af
nálinni og má þar nefna, eignar-
hlut Chrysler sem er rúmlega 13%
í Peugeot-Citroén-samsteypunni
og Renaultframleiðendurnir til-
kynntu fyrir skömmu að þeir
hefðu keypt 15% hlutabréfa
bandarísku Mackbílaverksmiðj-
anna, sem sérhæft hafa sig í
framleiðslu vöruflutningabíla.
Deila mat-
reiðslu-
manna fyr-
ir gerðar-
dóm
Á MÁNUDAGSKVÖLD var und-
irritað samkomulag milli Sam-
bands veitinga- og gistihúsaeig-
enda og Félags matreiðslumanna
um að leggja kjaradeilu þessara
aðila fyrir gerðardóm.
Samkomulag þetta var síðan
borið undir stjórnar- og trúnaðar-
ráðsfund í gær, og var það sam-
þykkt. Áður boðuðu yfirvinnu- og
vaktavinnubanni sem koma átti tii
framkvæmda klukkan 17 í dag er
því aflýst.
Samkomulag þetta var síðan
borið undir stjórnar- og trúnaðar-
ráðsfund í gær, og var það sam-
þykkt. Áður boðuðu yfirvinnu-og
vaktavinnubanni sem koma átti til
framkvæmda klukkan 17 í dag er
því aflýst.
Gerðardómur á að skila áliti
sínu fyrir 15. ágúst næstkomandi.
Madonna -
nýljóðabók
eftir S. jón
NY ljóðabók. Madonna. eftir
S.jón kom út föstudaginn 13. júní
s.l. Þetta er önnur ljóðabók höf-
undar. sem er aðeins sextán ára
gamall, en í fyrra kom út eftir
hann ljóðabókin Sýnir.
í bókinni eru 29 ljóð og er hún
myndskreytt af Ólafi Sveini Gísla-
syni. Kápumynd teiknaði höfund-
urinn sjálfur, en hann er jafn-
framt útgefandi bókarinnar, sem
er fjölrituð og kemur út í 150
eintökum.
Rafmagns-
strengir
slitnuðu
RAFMAGNSTRUFLANIR urðu
á tveimur stöðum á höfuðborgar-
svæðinu á þriðjudag, í Voga-
hverfi í Reykjavík og í Garðabæ.
í Vogahverfi biiaði háspennu-
strengur. líklega hefur hann
gefið sig vegna elli, og þar varð
rafmagnslaust í um það bil tvær
klukkustundir, frá klukkan 9 til
11 í gærmorgun.
í Garðabæ sleit vinnuvél raf-
streng er hún rakst upp í hann
(loftlína) og þar varð rafmagns-
laust alveg frá því klukkan hálf
ellefu í gærmorgun til klukkan
13.45.
Einnar kabríu
kóladrykkur
Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur -
sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla
sem eru í kapphlaupi við kílóin.
Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina
kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum
minna en í venjulegum kóladrykk.
HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON