Morgunblaðið - 19.07.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 19.07.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979 Norsku fulltrúamir vildu ekki ræða stjórnun fiskveiða Osló. 18. júlí. Frá íréttaritara- ritara Mbl. Jan Erik Lauré STJÓRNUN á loðnuveiðunum við Jan Mayen var ekki rædd á fyrsta fundi norsk-íslenzku fisk- veiðimálanefndarinnar í Osló í dag. Fulltrúar fslands vöktu máls á aðgerðum til að stjórna fiskveiðunum. en norsku fulltrú- arnir vísuðu þeim málaleitunum frá á þeim forsendum að stjórn- unaraðgerðir væri ekki hægt að ræða, án þess að inn í þær umræður verði efnahagslögsaga tekin og afstaðan gegn þriðju veiðiþjóð liggi skýrt fyrir. Mestur hluti fundarins fór því í að ræða hvernig haga skuli sam- starfi landanna í nefndinni. Menn urðu ekki á eitt sáttir og verður fundinum haldið áfram á morgun. Á fundinum í dag báru íslend- ingar fram þá ósk, að Norðmenn stöðvuðu sumarloðnuveiðar sínar við Jan Mayen, þegar aflinn er kominn í 90.000 tonn. Norsku fulltrúarnir kváðust ekki geta svarað þessu öðru vísi en svo, að vilji Norðmanna til að fallast á slíkan kvóta væri bundinn því að lögsögu yrði komið á við Jan Mayen. Tveir 24 punda laxar komu á land um helgina LAXVEIÐI hefur glæðst upp á síðkastið og um helgina veidd- ust stærstu laxarnir sem veiðst hafa í sumar, tveir 24 punda laxar. Annan laxinn veiddi Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, en Páll Kristinsson í Raf- geymahleðslunni veiddi hinn. Kristján sagði í gær, að hann hefði verið við veiðar í Þverá í Borgarfirði í síðustu viku. Á fimmtudaginn hringdi Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra í hann og óskaði eindregið eftir því að Kristján kæmi í bæinn á föstudag til fundahalda um olíuverðsvandann. Kristján var tregur til að yfirgefa lax- veiðarnar en vandinn var mikill og hann dreif sig í bæinn. „Á föstudagskvöldið var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að nenna upp eftir aftur fyrir þann hálfa veiðidag sem ég átti á laugardeginum. Það varð úr að ég fór og ég sé ekki eftir því,“ sagði Kristján. Viðureign hans við laxinn stóð í 20 mínútur því laxinn fór upp á grynningar. Kona Kristjáns hjálpaði honum að landa fiskinum, sem var hængur, en Kristján setti í hann í svonefndu Klapparfljóti. Páll Kristinsson setti aftur á móti í þann stóra á föstudaginn þegar hann var að veiðum í Hvítá við Iðu. „Ég var ekki nema hálftíma að landa laxinum enda má segja að hann hafi strandað á grynningum," sagði Páll. Það var hrygna sem Páll setti í. Magnús Einarsson skipstjóri látinn MAGNÚS Einarsson skipstjóri á m.s. Heklu varð bráðkvaddur um borð í skipi sfnu aðfararnótt s.l. þriðjudags. er það var á leið frá Hornafirði til Vestmannaeyja. Kom skipið með Ifk Magnúsar til Reykjavíkur í gærmorgun. Magnús heitinn var 58 ára gamail og hafði verið stýrimaður og skipstjóri á skipum Skipaút- gerðar rfkisins frá 1955. Magnús fæddist í Reykjavík 7. júlí 1921, sonur Einars Magnús- sonar skipstjóra og Ingibjargar Gísladóttur. Hann stundaði verzlunarstörf í Reykjavík 1934—’47 en stundaði síðan sjó- mennsku og frá 20. ágúst 1948 starfaði hann hjá Skipaútgerð- inni, fyrstu árin sem háseti og bátsmaður. Hann lauk farmanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1955. Magnús lætur konu, Svanhildi uppkominn son. eftir sig eigin- Jónsdóttur, og ELDUR kom upp í kaffibrennslu Magnúsar Th. Blöndahls hf. í Vonarstræti 4 f gærkvöldi. íbúi f nærliggjandi húsi sá reykinn og gerði slökkviliðinu viðvarð klukkan 21,50. Þegar það kom á vettvang var mikili hiti og reykur en lítill eldur. Reykkafarar voru sendir inn í húsið og fundu þeir upptök eldsins og var hann fljótt slökktur. Hitinn var orðinn svo mikill að hætta var á þvf að rúður spryngju þá og þegar og hefði þá reynzt mun erfiðara að ráða við eldinn. Kaffibrennslan er til húsa í steinhúsi en þrjú timburhús eru áföst því. Myndir er frá brunastað. Ljósm.: Mbl. Kristján. 14% hækkun á steypu án sements VERÐLAGSNEFND samþykkti í gær að heimila steypustöðvunum að hækka steypu án sements um 14%. Fer málið nú fyrir ríkisstjórnina. Tillaga um 14% hækkun var sam- þykkt með þremur samhljóða at- kvæðum en fjórir fulltrúar í verð- lagsnefnd sátu hjá við afgreiðsluna, þar á meðal formaður hennar, full- trúi viðskiptaráðherra í nefndinni. Forráðamenn steypustöðvanna sögðu í gær að þeir myndu hefja starfsemi yrði þessi samþykkt verð- lagsnefndar staðfest af ríkisstjórn en óvíst væri reyndar um steypu- framleiðslu á næstunni vegna skorts á sandi í steypuna. Dómur kjaradóms: Skólastjórinn féllá sveinsstykkinu f VOR setti menntamálaráð- hcrra ungan mann sem skóla- stjóra iðnskóla í kaupstað úti á landsbyggðinni, en maður- inn stundaði í vetur nám við efsta bekk skólans. í prófunum í vor gerðist það hins vegar að hinn nýi skóla- stjóri féll á sveinsstykkinu. en hann stundaði trésmíðanám. Hann hefur sagt starfinu lausu. Álag vegna framhaldsnáms mjólkurfræðinga verði 15% KJARADÓMUR í máli mjólkur- fræðinga og vinnuveitenda var kveðinn upp á þriðjudag og sam- kvæmt honum skal álag vegna framhaldsnáms mjólkurfræðinga erlendis hækka úr 10 í 15% frá og með 1. júlí 1979. Að dómsorðinu stóðu þrír fulltrúar, sem skipaðir voru af yfirborgardómara. Bjarni K. Bjarnason, borgardóm- ari sem var formaður dómsins, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Grfmur Valdimarsson. Fulltrúar málsaðila létu gera sérstakar bókanir, en greiddu ekki atkvæði gegn tillögu hinna þriggja dómara. „Þetta álag var 10% og var skert. Nú er það hækkað í 15% og skert, sem þýðir í raun um það bil 10%, þannig að út úr þessu kemur 3—4% kauphækkun", sagði Þor- steinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ, er Mbl. ræddi við hann eftir að kjaradómur var kveðinn upp. „Það er ljóst að þessi kaup- hækkun verður bara tekin af öðrum launþegum", sagði Þor- steinn. „Það leiðir af eðli málsins, að þetta kemur bara fram í hærra verði mjólkurvara til neytenda." „Við erum ekkert ánægðir með þessa niðurstöðu, eins og fram kemur í bókun okkar dómsfull- trúa“, sagði Sigurður Runólfsson formaður Mjólkurfræðingafélags íslands, er Mbl. ræddi við hann eftir að kjaradómur var kveðinn upp. „Ég álit að við höfum haft það góð rök í málinu að þau hafi átt að leiða til ríflegri útkomu en þetta", sagði Sigurður. „Við munum halda fund á þriðjudaginn og ræða þar okkar kjaramál. Við erum, hvað sem segja má, búnir að prófa kjaradómsleiðina og erum þeirri reynslunni ríkari." Slys í Biskupstungum: Rafmagnsklippumar tóku í sundur slagæð ÞAÐ SLYS vildi til á bæ í Laug- ardal í Biskupstungum á áttunda timanum í gærkvöldi, er unnið var þar að rúningu fjár, að rafmagnsklippur hlupu í nára 66 ára gamals bónda og tóku í sundur slagæð. Sjúkrabifreið var þegar kölluð til frá Selfossi og einnig læknir frá Laugarási. Var reynt eftir mætti að stöðva blóðrásina og maðurinn fluttur í skyndingu til Reykjavíkur. Hann missti mikið blóð og var því lögreglubifreið send á móti sjúkrabifreiðinni með blóð. Sjúkrabifreiðin kom til Reykja- víkur á tíunda tímanum og var þegar hafin aðgerð á manninum á LÍU um hækkun olíuverðsins: 11 Magnús Einarsson. Nafn konunn- ar sem lézt KONAN, sem beið bana í umferðaslysi í Oddsskarði s.l. þriðjudagsmorgun, hét Laufey Helga María Sveinsdóttir, 66 ára gömul, til heimilis að Aðalbraut 48, Raufarhöfn. Treystum því ad skuld- bindingum ríkisstjórn- ar megi treysta” MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frá LÍÚ: í tilefni umræðu um þann vanda fyrir sjávarútveginn, sem fylgir hækkuðu olíuverði, vill Landssamband ísl. útvegsmanna taka fram eftirfarandi: Við ákvörðun fiskverðs fyrir tímabilið 1. júní til 30. september gaf ríkisstjórnin skuldbindingu um, að olíuverð til fiskiskipa skuli haldast óbreytt, eða að gerðar verði ráðstafanir til þess að frek- ari hækkun olíuverðs mæddi ekki á sjávarútveginum. Éfndir á þessu loforði geta ekki falist í því að ógilda nú fiskverð, hækka olíuverð og fella gengi krónunnar, því með því stórhækk- ar allur útgerðarkostnaður, sem bundinn er að verulegu leyti er- lendu verðlagi og fiskverð ákveðið til 30. september. Það er aðeins rúmur mánuður frá því fyrrgreind yfirlýsing var gefin og olíuverð á Rotterdam- markaði hefur ekki hækkað á þeim tíma. Landssamband ísl. útvegs- manna treystir því, að skuldbind- ingum ríkisstjórnar megi treysta. slysadeild Borgarspítalans. Þegar Mbl. hafði samband við slysa- deildina um miðnætti s.l. nótt var líðan mannsins eftir atvikum. Guðmund- ur vann GUÐMUNDUR Sigurjónsson sigraði bandaríska stórmeistar- ann Reshevsky í biðskák þeirra í 11. umferð Vesterhaveskákmóts- ins í Esbjerg. í 12. umferð tefldi Guðmundur við Danann Christiansen og fór skák þeirra í bið. Skákin var æsispennandi og lentu báðir skák- mennirnir í miklu tímahraki. Guðmundur fór á peðaveiðar í tímahrakinu og í biðstöðunni, sem er mjög flókin, hefur Guðmundur fjögur peð á móti hrók. Biðstaðan er þessi: Hvítt, Guð- mundur: Kg2, Hg6, Rg5, d4, e5, f2 og g3. Svart, Christiansen: Kd7, Hd8, Hb4 og Ba5. Svartur á leik. í gær vann Bretinn Mestel landa sinn Harston og er efstur með 8Vz vinning. Mjaðmargrind- arbrotnaði MJÖG harður árekstur varð milli tveggja bifreiða á mótum Bæjar- háls og Hálsabrautar á níundu tímanum í gærkvöldi. Þrennt var flutt á slysadeild og reyndist stúlka, sem var í öðrum bílnum hafa mjaðmargrindarbrotnað. Nota þurfti sög til þess að ná fólkinu úr bifreiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.