Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
184. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Blikur á lofti í íran:
Hörð átök vinstrisinna
og múhameðstrúarmaima
Teheran, 13. ágúst. AP. Reuter.
TIL mikilla átaka kom í dag milli hópa strangtrúaðara múhameðs-
trúarmanna og vinstrimanna víðs vegar í Teheran, meðal annars í
miðborginni þar sem flokkar úr byltingarher Khomeinis skárust í
leikinn og skutu á hinar stríðandi fylkingar. Nokkurt mannfall varð f
þessum átökum, sem eru hin hörðustu ( marga mánuði að sögn
sjónarvotta.
Vinstrimenn hafa haft sig mjög
í frammi eftir að stjórnvöld til-
kynntu fyrir skömmu, að ritskoð-
un hefði verið komið á að nýju og í
kjölfar þess nýjum lögum um
stöðu erlendra fréttamanna í
landinu. í þeim segir, að skýri
fréttamaður ekki „rétt og skýrt"
frá hlutum sem eru að gerast megi
umsvifalaust varpa honum í
fangelsi. Þá er erlendum frétta-
mönnum gert að hafa samband við
sérstaka embættismenn stjórn-
valda, sem síðan lesa yfir allt
ritað efni áður en það er sent úr
landi.
Eftir að byltingarhermenn
höfðu skakkað leikinn með hinum
stríðandi fylkingum héldu þeir til
höfuðstöðva vinstrimanna og
gerðu harða hríð að þeim, unnu
meðal annars nokkur spellvirki á
mannvirkjum.
Þegar friður fór að færast yfir
seinni hluta dags hópuðust
strangtrúaðir múhameðstrúar-
menn saman á nýjan leik og héldu
í fjöldagöngu til háskólans til að
lýsa yfir stuðningi sínum við
ákvörðun stjornvalda um ritskoð-
un og lokun nokkurra stærstu
blaða landsins.
Þegar vinstrimenn hugðust svo
halda til móts við göngumenn var
hópur þeirra leystur upp af bylt-
ingarhermönnum, sem skutu við-
vörunarskotum og beittu táragasi.
í síðustu fréttum segir, að
herinn hafi mikinn viðbúnað á
helztu stöðum Teheranborgar því
búist sé við því að átökin fari
harðnandi á næstu dögum.
Mmamynd AU.
IRAN — Tugþúsundir manna söfnuðust saman við háskólann í Teheran í gærdag til að mótmæla nýjum lögum um
ritskoðun í landinu sem leiddi til lokunar nokkurra stærstu blaða landsins.
• •
Olvaðir far-
þegar valda
vandrœðum
Hamborg. 13. ágúst. AP.
ÞÝZKA vikuritið Der Spiegel
skýrir frá því í nýjasta hefti,
að áfengisneyzla um borð (
flugvélum vestur-þýzka flug-
félagsins Lufthansa sé orðið
verulegt vandamál. Farþegar
eigi það til að þjóra, einkum
þegar farið er til Norður-
landa, þar sem áfengi er
dýrara en vfðast hvar í
Evrópu. og til Jeddah, þar
sem áfengisneyzla er bönnuð í
Saudi-Arabfu.
Þó segir að alveg sérstaklega
sé erfitt að fást við þýzka
farþega á leiðinni til Bangkok í
Thailandi og enska
knattspyrnuunnendur, þegar
þeir ferðast til meginlandsins
til að styðja við bakið á sínu
liði. Þeir eiga það til að reyna
að gera sér dælt við flug-
freyjur, og iðulega kemur fyrir,
að þeir „kiípa þær og kreista"
er haft eftir talsmanni
Lufthansa.
Nauðganir:
Ungar kon-
ur helztu
fómarlömb
Washington. 13. áKÚst. AP.
Bandaríkjamenn þurfa að axla
miklar byrðar á næstu árum
WashinKton, 13. ágÚBt. AP. Reuter.
Bandarfkjamenn munu þurfa
að axla gffurlegar byrðir á næstu
árum og afkoma almennings
mun versna verulega ef áfram-
hald verður á núverandi þróun
efnahagsmála ( Bandaríkjunum,
er niðurstaða efnahagsmála-
nefndar Bandaríkjaþings sem
birt var (morgun.
Þar segir, að það geti allt eins
farið svo, að Bandaríkjamenn
þurfi að greiða 2 dollara, eða
rúmlega 700 krónur, fyrir brauð-
hleifinn í stað 40—50 senta í dag
og ekki sé ólíklegt, að hvert gallon
af benzíni verði komið upp í sex
dollara eða um 2100 krónur ís-
lenzkar um 1985, en það kostar nú
um einn dollar, eða um 360 krónur
íslenzkar. Hvert gallon af benzíni
kostaði um hálfan dollar fyrir
hálfu ári.
I niðurstöðum nefndarinnar
segi’-, að þjóðarframleiðsla muni
aukast um 2,7% árlega á árunum
1980—1984, á móti 3,9% á s.l. ári,
en um 1,5% 1985—1990. Þá mun
atvinnuleysi aukast verulega í
Bandaríkjunum á áratugnum
1980—1990. Muni verða um 7% á
ári á móti rúmlega 5% nú.
Ef unnt verður hins vegar að
snúa blaðinu við eins og stjórnvöld
stefna að þurfa menn ekki að
óttast framtíðina. Samkvæmt
áætlunum stjórnvalda er gert ráð
fyrir því, að þjóðarframleiðslan
aukist um 3,6% árin 1980—1984 og
5,1% árin 1985—1989. Þá sé gert
ráð fyrir því, að takast megi að
koma atvinnuleysi niður í 3,5% á
næsta áratug og hægt verði að
koma verðbólgunni niður í 5,7% í
lok áratugsins, en hún er nú um
14%.
„Til þess að hægt verði að snúa
við blaðinu er nauðsynlegt, að
þjóðarframleiðslan aukist veru-
lega frá því sem nú er og lands-
menn taki höndum saman og spari
orku,“ sagði Lloyd Bentsen, for-
maður efnahagsmálanefndarinn-
ar, á fundi með fréttamönnum þar
sem hann kynnti niðurstöður
þennar.
KONUR á aldrinum 16 ára til 24
ára eiga það helzt á hættu að
þeim verði nauðgað, samkvæmt
nýbirtum niðurstöðum könnunar
sem bandarísk stjórnvöid Iétu
gera.
Hin dæmigerðu fórnarlömb
nauðgara í Bandaríkjunum eru
fátækar, ógiftar stúlkur segir
ennfremur í niðurstöðunum.
Könnunin var gerð í tveimur
stórborgum Bandaríkjanna og í
henni kemur fram, að mesti
hættutíminn sé milli kl. 18.00 og
miðnættis og helzt sé lagt til
atlögu á opnum almennings-
svæðum. Um 82% tilrauna eru
gerðar af ókunnugum og giskuðu
fórnarlömbin á að flestir þeirra
sem gerðu þær væru yfir 21 árs
Yfír millión manns í verkfall
Mótmæla 50% hækkun á matvælum í ísrael
Tel Aviv — 13. ágúst
AP — Reuter
YFIR EIN milljón manna, um
þriðjungur allra (búa Ísraelsrík-
is, tók þátt ( tveggja klukku-
stunda löngu verkfalli í dag til
þess að mótmæla miklum verð-
hækkunum ( landinu, sem til-
kynntar voru á laugardag. Rík-
isstjórnin tilkynnti þá, að hætt
yrði niðurgreiðslum á helztu
matvörum, sem þýðir að meðal-
talshækkun á almenn matvæli er
um 50%.
Talsmaður israelska verkalýðs-
sambandsins sagði í dag, að um
90% allra vinnufærra manna
hefðu tekið þátt í verkfallinu sem
stóð frá kl. 10.00—12.00 í morgun.
Þó voru nokkrir hópar sem töldu
tveggja tíma verkfall ekki nægj-
anlegt til að mótmæla hinum
miklu verðhækkunum og héldu
áfram verkfalli þegar síðast
fréttist, þar á meðal flugvallar-
starfsmenn á öllum helztu flug-
völlum landsins. Því eru nú tug-
þúsundir flugfarþega stranda-
glópar á flugvöllum víða um
landið.
Útvarpið, sem er í eigu ríkisins,
hætti öllum útsendingum, nema
hvað nauðsynlegum fréttum og
tilkynningum var komið á fram-
færi.
Að sögn lögreglunnar í Tel
Aviv fékk hún um fimm hundruð
upphringingar þar sem hún var
beðin að hjálpa fólki sem var
lokað inni í lyftum, en rafmagns-
laust var víða meðan á verkfall-
inu stóð.
Meðal hækkana sem tilkynntar
voru má nefna að brauð hækka
um 50%, frosnir kjúklingar um
55% og mjólk um 49%.