Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 Morten Loken frá Noregi. Ahmed Fahim Sakr frá Eiíypta- landi. Heidrun RöhrÍK frá Þýskalandi. James Baleshta frá Kanada Erland Köhl frá Svíþjóð. 15 verkfræðistúdentar frá ýmsum löndum við vinnu hérlendis Um þessar mundir cru staddir hér á landi fimmtán erlendir verkfræði- og raunvísindanemar ok koma Íieir víða að. Munu þeir dveljast hér í sumar og vinna við ýmis störf, tengda náminu, en jafnframt fóru 17 slendingar utan til samskonar starfa. Starfsemi þessi er á vegum IAESTE, sem eru samtök verkfræðistúdenta þeirra landa sem eru innan véhanda Sameinuðu þjóðanna ok eru íslenskir verkfræðistúdentar aðilar að þeim samtökum. I>eir sem einkum sjá um samstarf þetta af hálfu íslensku verkfræðistúdentanna eru Haukur Garðarsson og Þórólfur Árnason. í viðtali við hlm. Mbl. sögðu þeir að auk þeirra starfaði Anna Soffía Hauksdóttir að málum IAESTE hér á landi. en hún væri nú í verkþjálfun í Sviss. Að sögn Hauks og Þórólfs eru nemendur í verkfræðideildinni skyldaðir til að taka ákveðna verkþjálfun á meðan á náminu stendur, og væri mjög æskilegt að slík verkþjálfun fengist við önnur skilyrði, en menn ættu að venjast hér á landi og auk þess víkkaði það sjóndeildarhringinn að dvelja erlendis við vinnu. Sögðu þeir félagar að undanfar- in ár hefði nokkur lægð verið ríkjandi í starfsemi IAESTE hérlendis og hefðu ekki nema 2 til 3 stúdentar komið hingað og farið út. I fyrra jókst þetta þó nokkuð og fóru 7 stúdentar út, en 8 komu hingað, en í ár fjölgaði til muna þeim sem fóru út og þar af leiðandi komu fleiri hingað til lands, þar sem nokkurt jafnvægi þarf að vera þar á milli. Haukur og Þórólfur sögðu að starf þeirra hjá IAESTE væri eingöngu áhugastarf, og fengju þeir engin laun fyrir. Hins vegar kostar Félag verkfræðinema allar bréfaskriftir í kringum starfsemi samtakanna, og að sögn þeirra félaga hefur Guðlaugur Þorvalds- son Háskólarektor sýnt mikinn skilning á starfsemi IAESTE á íslandi. „Við vinnum nú að því að fá launaðan starfskraft til starfa hjá IAESTE á íslandi, þó ekki væri nema í hlutastarf," sögðu þeir Haukur og Þórólfur. „Þar sem við hættum nú í haust, tapast öll okkar reynsla af þessum málum og væri það þvi mun betra ef einhver einn starfaði að þessum málum og kæmist þannig al- mennilega inn í þau. Síðan gæti hann leiðbeint þeim sem honum væru til aðstoðar hverju sinni." Haukur og Þórólfur sögðu að þeir hefðu byrjað á að skipuleggja móttöku útlendinganna strax í desember á síðasta ári, því það þyrfti að leysa mörg vandamál í því sambandi. „Fyrst byrjuðum við á að reyna að athuga með vinnu fyrir fólkið og gekk það ágætlega. Mættum við miklum skilningi viðkomandi at- vinnurekenda og allir, sem hingað komu, fengu vinnu við sitt hæfi. í framhaldi af því fórum við til Dublin á írlandi þar sem haldin var alþjóðleg ráðstefna IAESTE. Þar lögðum við fram þau störf sem við gátum boðið upp á og gerðum ráðstafanir til að útvega okkar fólki atvinnu við þeirra hæfi.“ „Mesta vandamálið var svo að útvega húsnæði fyrir alla. Fyrst var auðvitað gengið á vini og ættingja og þeir beðnir um að hýsa fólkið og eins voru þeir Islendingar, sem fóru út, beðnir um aðstoð. Þetta dugði þó ekki til, svo við ákváðum að auglýsa eftir húsnæði fyrir þá sem eftir voru, svo nú hafa allir fengið samastað." „Það er þó ekki nóg að útvega fólkinu vinnu og húsnæði, því eitthvað þarf að gera fyrir það. Við tökum á móti flestum, þegar þeir koma og fylgjum þeim á þann stað sem þeir eiga að búa. Einnig fylgjum við þeim fyrsta daginn í vinnuna, og kynnum þá fyrir væntanlegum vinnufélögum. Einu sinni í viku hittumst við hér í Stúdentakjallaranum og ræðum málin og tökum fyrir kvartanir og fyrirspurnir, sem berast hverju sinni. Ennfremur er ráðgert að fara saman í tvær skipulagðar ferðir út á land, og erum við nú þegar búin að fara í þá fyrstu. Það var ferð um uppsveitir Suðurlands og skoðuðum við Búrfellsvirkjun, Gullfoss og Geysi og enduðum í Þórsmörk. Útlendingarnir virtust mjög ánægðir með ferðina og eru strax farnir að hlakka til að fara í þá næstu, en ætlunin er að fara á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum." Að sögn Hauks og Þórólfs hafa engin sérstök vandamál komið upp meðal útlendinganna, sem þó hefði mátt búast við, þar sem um er að ræða fólk frá mjög mismun- andi löndum. Flestir eru ánægðir með vinnuna, sem þeir fengu og launin telja þeir ágæt. Til þess að forvitnast nánar um það hvers vegna þeir kusu að koma til Islands og hvernig þeir kynnu við sig, tókum við nokkra tali og fara viðtölin hér á eftir. „Krónurnar rugla mig“ komast til íslands, því ísland er svo ólíkt öllum öðrum löndum," sagði Norðmaðurinn Morten Loken er við tókum hann tali. Hann kemur frá Sarpsborg í Noregi og ráðgerir að dvelja hér í tæpa tvo mánuði. „Ég hef enn ekki kynnst mörg- um Islendingum, en þó held ég að þeir séu ekkert mjög frábrugðnir okkur Norðmönnum. Mesti mun- urinn á íslandi og Noregi er að hér eru engir skógar. Landslagið er mjög fallegt, þó ég hafi ekki séð mikið af því. Sérstaklega fannst mér gaman að koma í Þórsmörk." Morten vinnur nú hjá Raf- magnsveitum ríkisins og sagðist hann kunna ágætlega við sig þar, en kaupið væri þó ekki eins gott og hann gæti fengið fyrir sams konar vinnu í Noregi. „Munurinn er þó ekki mjög mikill og ég kemst vel af með þau laun sem ég fæ,“ bætti Morten við. Morten er strax farinn að segja ýmislegt á íslensku og skilur þess meira. Hver veit nema hann verði orðinn altalandi á íslenska tungu, þegar hann fer heim í ágúst. „Fæ 15 sinnum meira kaup hér en heima“ Ahmed Fahim Sakr er langt að kominn, en hann er frá Kairo í Mér hefur ailtaf langað til að Verkfræðistúdentarnir létu flestir vel af veru sinni á íslandi. Hér er hópurinn saman kominn, en á myndina vantar tvo. sem eru við vinnu úti á landi. Ljósm.: Ól.K.M. Egyptalandi. Hér starfar hann hjá Pósti og síma og segist kunna ágætlega við sig þar. Aðspurður um það hvers vegna hann kaus að koma og vinna á íslandi sagði Ahmed að hann hefði heyrt að hér væri gott fólk og þar sem hann hefði áhuga fyrir að kynnast ólíku fólki og mismun- andi lifnaðarháttum, hefði honum þótt kjörið að koma til Islands og fá verkþjálfun þar. „Hér er margt öðruvísi en í Egyptalandi," sagði Ahmed. „Til dæmis er aðeins einn frídagur í viku í Egyptalandi, en það er föstudagur. Hérna er aftur bæði frí á laugardögum og sunnudög- um. Vinnutímanum er líka allt öðruvísi háttað hérna, því aðeins er unnið til klukkan tvö á daginn i Egyptalandi. Fólkið þar sefur frá klukkan 3 til 6, en þá fer það aftur á stjá, en fer svo aftur að sofa seint á kvöldin. Einnig fannst mér nokkuð erfitt að venjast hinum björtu nóttum hér á Íslandi og gekk mér erfiðlega að sofna fyrstu dagana. Þetta er þó allt að lagast núna og ég er farinn að venjast breyttum staðháttum," sagði Ahmed. „Veðrið hérna er líka allt öðru- vísi en í Egyptalandi, eins og gefur að skilja. Sumarið hjá ykkur er eins og veturinn hjá okkur í Egyptalandi, en þó rignir meira hérna, því aðeins rignir um það bil tíu sinnum yfir vetrarmánuðina i Egyptalandi, og þá aðeins í stutt- an tíma í hvert skipti. Núna er hitastigið um og yfir 40°C og þætti íslendingum það eflaust nokkuð heitt.'' Ahmed er Múhameðstrúar og hefur hann átt í nokkrum erfið- leikum með að rækja trú sína hér á landi. Sagði hann að nú ætti hann að fasta í heilan mánuð, en það væri mjög svo erfitt fyrir sig, þar sem staðhættir væru mjög ólíkir. „Ég má ekkert borða frá sólar- upprás til sólarlags í heilan mán- uð, en það er mjög erfitt að átta sig á slíku hér, þar sem sólin skín langt fram á kvöld," sagði Ahmed. „Ég hugsa að ég verði bara að reyna að fara eftir egypskum tíma, til þess að þetta verði mögulegt, annars veit ég ekki hvað ég geri.“ Múhameðstrúarmenn þurfa einnig að biðja fimm sinnum á dag og fara bænatímarnir mikið eftir stöðu sólar hverju sinni. Sagði Ahmed að t.d. ættu þeir að biðja þegar sólin væri í hvirfilpunkti, en hún nær aldrei þeirri stöðu hér uppi á íslandi, þar sem það er svo norðarlega á hnettinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.