Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 KAttlNÖ \\ fí GRANI GÖSLARI Auðvitað máttu giítast dóttur minni. en móður hennar verður þú líka að taka. Mér þykir hann ekki taka námið nógu alvarlega þarna I tónlistarskólanum. Þú mátt vita það, að það verður sykurmolaveizla í dag. Bjarga flugsöguleg- um minjagripum frá eyðileggingu BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í vörn leynist stundum örlítill möguleiki, sem erfitt er að koma auga á við spilaborðið. Norður. hlindur S. ÁG9 H. K953 T. KDG9 L. D6 Austur S. K62 H. Á864 T. 108543 L. Á Norður gaf og opnaði á einu grandi (16—18p.). Þú ert með spil austurs, sagðir auðvitað pass en suður stökk þá í þrjá spaða (sterkt, a.m.k. fimmlitur), sem norður hækkaði í fjóra spaða. Makker þinn í vestri spilar út Iaufgosa, lágt frá blindum og þú færð slaginn. Er nokkur möguleiki að ná fjórum slögum og hnekkja samningnum? Þar er auðvitað útilokað, að makker eigi tígulásinn. En inn- komu verður hann að eiga — eða fá. Allt spilið var þannig: Norður S. ÁG9 H. K953 T. KDG9 L. D6 Vestur Austur S. 83 S. K62 H. D102 H. Á864 T. 62 T. 108543 L. G109843 L. Á Suður S. D10754 H. G7 T. Á7 L. K752 Jafnvel þó allar hendurnar sjá- ist er lausnin ekki auðfundin. En þegar spilið kom fyrir fann austur eina möguleikann. Hann spilaði lágu hjarta undan ásnum, suður lét sjöið og tók tíuna með kóng. Seinna svínaði sagnhafi spaðan- um, austur fékk á kónginn og spilaði aftur lágu hjarta. Vestur varð dálítið undrandi þegar hann fékk á drottninguna en hann áttaði sig og vörnin fékk fjórða slaginn -þegar austur trompaði lauf. COSPER i ' COSPER 8062 Já, þér hafið verið hér í fyrirtækinu okkar í 40 ár. Við viljum gefa yður gullúr með nafninu yðar inngreyptu, — en hvað er nú nafnið aftur? Hún ríður ekki við einteyming, tilhneiging íslendinga til að setja út á allt og alla. Nú sér einn landinn sér færi á að setja út á, að stofnað hafi verið til samvinnu við Norðmenn um að bjarga minja- grip um flugsöguleg efni frá eyði- leggingu. Finnst honum þetta hneykslunarvert. Islendingar séu ekki bara vinnudýr fyrir útlend- inga til að láta flytja menningar- verðmæti úr landi. Við svóna lestur verður maður einfaldlega furðu lostinn. Rétt virðist að spyrja „Frikka Friendship" sem undirritar pistil í Morgunblaðið um þetta, að gefnu tilefni: 1) Er flugsaga einkamál íslend- inga? 2) Hver hefði viljað eða getað varið því mikla fé til björgunar Nortrop hervélarinnar er til þurfti hér á íslandi? 3) Hefir hann aldrei fyrr heyrt um að björgun hliðstæðra hluta hafi verið rejnd með miklum tilkostnaði á Islandi, sbr. „Gull- skipið" austur á söndum, sem aldrei fannst og ekkert kom út úr? 4) Hvað er athugavert við að hjálpa útlendum mönnum sem „vinnudýr" þ.e. gegn greiðslu á kostnaði o.þ.h? Eru það ekki pen- ingar í sjóð — í gjaldeyri, fyrir fátækt flugsögufélag, sem er að reyna að hjálpa til af miklum áhuga en lítilli peningagetu til að bjarga flugsögulegum verðmæt- um? 5) Eru menn auk þess ekki frjálsir að því að gera hluti, sem engan meiða, á eigin spýtur? Það er eins og spyrja þurfi alla lands- menn leyfis — eða er það að- finnsluvert í augum „Friend- ship“-mannsins, að svo var ekki gert? Maður skilur einfaldlega ekki svona afstöðu og manni finnst að hún sé til lítils sóma fyrir mann sem lætur sem hann hafi einhvern áhuga af „yfirstærð" fyrir velferð íslenskrar flugsögu. Er betra að láta minjar sem hægt væri að bjarga fyrir alþjóðaflugsögu eyði- leggjast bara af því að menn eru í_Lausnargjald í Persíu Piftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku 45 við aft þetta geti talízt hátíftieg stund. Hún settist niftur meftan hann opnaði flöskuna. Logan rétti henni glas og hún lyfti því mót honum. — Fyrir þér, sagfti hún. — Fyrir okkur. Hann sat við hlið hennar og hélt annarri höndinni um ökki- ann. Hún vissi að hann myndi ekki viija eyfta miklum tfma f tal f biii. Hann vildi fá hana og þetta var ekki rétta augnablik- ift tiJ að segja að hún væri þreytt. Hún uppgötvaði sér til nokkurrar undrunar aft þetta var í fyrsta skiptið sem hún var ekki fulikomiega hreinskilin. Hún hafði stundum vfsaft honum á bug. ef hana langaði ekki að fara f rúmið með honum. en hún gat ekki fengið það af sér nú. Hún skildi hann og hún virti afstöðu hans. Hann vildi fá tækifæri til að sýna að bæði væru þau jafn ósnortin af samvizkuhiti. — Þú ert þreytulegur, sagði Janet. Þaft var hverju orfti sannara. — Hvernig fór þetta eigin- iega með Khorvan. Logan lagði frá sér glasið. — Ég vil ekki taia um þau mál núna. Ég vil taia við þig um okkur. Ég ætla að fá skilnað. Hún dreypti á kampavfninu. — Ertu alveg viss, Logan? Ég eiska þig, en ég vil ekki að þú gerir neitt sem þú kynnir sfftan að iðrast. — Það gæti aldrei haldið svona áfram, sagði hann. — Eilen bar það upp á mig og ég sagði henni það. Þetta hefur allt verið að fara til fjandans hjá okkur í marga mánuði. Og nú hef ég fengið mig fullsadd- ann af þvf öilu. Hann heliti aftur í glasið svo að út úr freyddi. — Það er ágætt, sagði Janet. — Ég vii að þú giftist mér, sagði Logan. Janet leit á hann róleg. Þetta var mikilvægasta andartak lffs hennar og hún fann það sjálf. — Bara ef þú ert viss um að þú eiskir mig, sagði hún. — í hamingjunnar bænum, sagði hann reiðilega — þú veizt fullvel ég geri það. Komdu héðan. Þegar Logan vaknaði var hún klædd og stóð vift rúmgafl- inn og brosti til hans. — Þú ert undursamlegur maður, Logan. Undursamleg- asti elskhugi sem nokkur kona gctur hugsað sér. Ég ætla að giftast þér. En þú skalt ekki reyna að sleppa frá mér. — Klukkan er að vera sjö, sagði hann. - Ég bauð Kelly að borða meft okkur og taka Pater- son með. Ég sagði þeim að koma hingað. — Það verður ánægjuleg samkunda. sagði Janet. Hún settist á rúmstokkinn og tók um hönd hans. — Kelly þolir mig ekki. hann getur ekki fellst sig við konur sem hafa eitthvað vit í kollinum og Peterson fer í taugarnar á mér. Hann getur aldrei talað um annað er fjármál. Hún lyfti hönd hans og kyssti hana. — Þetta verður hundleiðin- legt, sagði hún. — Ég helt við gætum verið ein í kvöld. — Þeir eru góðir menn. sagði Logan. Hann var ekkert móðgaður. Heffti Eileen leyft sér að gagnrýna samstarfs- menn hans hcfði hann orðið argur. Hvað Janet snerti var viðhorfið annað. — Kelly hefur bókstaflega unnið afrek hér. Og ég þarf að hafa Peterson góðan. Svona láttu nú renna í bað fyrir mig, ástin og síðan skal ég segja þér allt um það. Hann sté út úr rúminu og teygði sig, nakinn. Janet horfði á hann aðdáunaraugum. Hann var velbyggður og þreklegur en ekki fituögn á líkamanum að finna. Hann leít út fyrir að vera það sem hann var, maður á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.