Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 Útgefandi Framkvnmdaatjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Jan Mayen og glund- roðinn í ríkisstjóminni Stjórnarflokkunum mistókst enn í gærmorgun að koma sér saman um stefnuna í Jan Mayen-málinu. Þessi glundroði innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins er orðinn óþolandi með öllu. Meðan stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman og eyða tíma í endalaust þras sín á milli halda Norðmenn áfram að veiða loðnu við Jan Mayen og eru komnir nálægt þeim 90 þúsund tonnum, sem talað var um á fundunum hér, að kæmi í þeirra hlut. Málin eru að komast í eindaga og það er sök stjórnarflokkanna allra. Hlutur Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, í þessu máli er stórlega gagnrýnisverður. Forsætisráðherra virðist ekki hafa haft nokkra stefnu í Jan Mayen-málum og flokkur hans ekki heldur. Það er fyrst á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, sem Ólafur Jóhannesson leggur fram tillögu um afstöðuna til Jan Mayen og þá var hún þannig úr garði gerð, að stjórnarflokkarnir gátu ekki sameinast um hana. Matthías Bjarnason lagði sínar tillögur fram í landhelgisnefndinni hinn 23. júlí sl. Síðan eru liðnar þrjár vikur og stjórnarflokkarnir hafa ekki komið sér saman. Hins vegar hefur tekizt samstaða milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags á grundvelli tillagna Matthíasar Bjarnasonar, sem Ólafur Ragnar Grímsson byggði sínar tillögur á. Þessi samstaða hefur að vonum vakið athygli, þar sem þeir tveir flokkar, sem mest hafa tekizt á í íslenzkum stjórnmálum hafa náð saman um þýðingarmikið utanríkismál. Fram hjá þessari samstöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags verður ekki litið enda hafa þessir tveir flokkar sameiginlega meirihluta á Alþingi. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur eiga auðvitað að taka höndum saman við Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- bandalag á grundvelli þeirra tillagna, sem nú liggja fyrir. í þeim tillögum er ekkert, sem hver einasti íslendingar á ekki að geta skrifað undir. Það dugar ekki, að Norðmenn haldi áfram að veiða loðnuna meðan stjórnarflokkarnir deila innbyrðis. Sterk forysta verzlunarmanna Enginn vafi er á því, að forysta verzlunar- og skrifstofufólks nýtur meira trausts en almennt gerist úm verkalýðsleiðtoga. Þar kemur margt til. Nærtækast er að nefna það frumkvæði, sem Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, tók varðandi verðtryggingu lífeyrissjóðanna, en þar hefur hlutur ríkisvaldsins legið eftir og valdið ófyrirsjáanlegum töfum á því, að sjóðfélagar hinna almennu lífeyrissjóða njóti verðtryggðs ellilífeyris. Enn fremur má nefna frumkvæði verzlunarmanna í skatta- og húsnæðismálum. Loks er þess skemmst að minnast að verzlunar- og skrifstofumenn náðu fram þýðingarmiklum leiðréttingum á launakjörum sínum sl. vor, þótt þar hafi aðeins verið um áfangasigur að ræða, eins og forystumenn verzlunarmanna hafa lagt áherzlu á. Þjóðviljinn hefur reynt að gera Guðmund H. Garðars- son tortryggilegan með því að draga það fram, að hann beri hag verzlunarinnar fyrir brjósti. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem kommúnistar fara óvirðingarorðum um þá, sem að verzlun og viðskiptum starfa, enda eru þeir vanir því að vera kallaðir annars flokks launþegar af ýmsum forystumönnum Alþýðusambands íslands. Kjarni málsins er að sjálfsögðu sá, að eftir því sem hagur verzlunarinnar versnar, verður samningsstaða þeirra, sem að henni vinna, um leið lakari. Þetta gerir Guðmundur H. Garðarsson sér ljóst. í þessu ljósi ber að skoða þau aðvörunarorð, sem hann hefur sagt í sambandi við vonda stöðu verzlunarinnar. „ Jan Mayen- loðnan bjarg- ar mörgum verksmiðjum” segir Per Clausen verksmiðjustjórí í Tromsö Tromnö 13. ágúst írá Jóhannewi Tómaasyni • ÖNNUR tveggja loðnuverksmiðja í Tromsö er Tromsö Fiske- industri og ræddi blaðamaður stuttlega við verksmiðjustjórann, Per Ciausen. Verksmiðja þessi er komin til ára sinna, orðin um 60 ára gömul, en veitir um 40 manns atvinnu. — Seinni árin hefur hráefnið aðeins verið loðna og þá mest úr Barentshafinu, segir Per Clausen. — í fyrra tókum við á móti 6 þúsund tonnum af loðnu frá Jan Mayen og í ár höfum við fengið 3 þúsund tonn, en ég geri ráð fyrir að sú tala eigi eftir að hækka nokkuð. Úr Barentshafi reikna ég með í kringum 30 þúsund tonn, en þá á ég eingöngu við sumarloðnu. Við búumst við að fá 40—50 þúsund tonn af vetrarloðnu og miða ég þá við það magn, sem vi fengum í fyrra. — Það eru í kringum 20 verk- smiðjur í Noregi, sem taka við loðnu til bræðslu. Við þær starfa um 7—8000 manns í allt og er því augljóst að öll loðnuveiði rennir styrkari stoðum undir reksturinn • „VEIÐIN við Jan Mayen hefur verið góð að undanförnu, en fer þó minnkandi. Aflinn, sem við erum með, er allsæmilegur og hráefnið nokkuð gott,“ sagði Hans Hansson skipstjóri á loðnu- bátnum Sjöv&g í samtali við Morgunblaðið. „Núna eru kring- um 40 loðnubátar þarna norður frá og er það aðeins iftill hluti af norska loðnuveiðiflotanum. Flestir bátanna bfða eftir að fá að hef ja veiðarnar í Barentshafi, en þar má byrja á miðvikudag og má búast við að þangað fari allt að 250 bátar.“ Hans Iiansson var spurður álits á viðhorfi hans til veiða Islend- inga við Jan Mayen: „Ég er viss um, að það er nóg af loðnu bæði handa íslendingum og Norðmönnum. Við sjómennirnir eru ekki alveg sammála því, sem fiskifræðingar segja og teljum að óhætt sé að veiða meira en þeir hafa þorað að ieggja til. En við viljum ekki heldur neina árekstra við íslendinga og vonum að það takist að hafa stjórn á veiðunum við Jan Mayen svo að báðar þjóðir hafi fullt gagn af þeim. Norskir sjómenn þekkja vel þær aðstæður, sem íslenzkir sjómenn eru nú í, frá því þegar við veiddum upp síldina við landsteina á íslandi. Eg en talið er hagkvæmt að bræðslu- dagar verði ekki undir 100 á ári hverju. — Mitt sjónarmið til þessara loðnuveiða við Jan Mayen er, að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vernda svæðið fyrir veiðum ann- arra þjóða en Norðmanna og Islendinga og því ber okkur að semja um skiptingu aflans þaðan. Það er áreiðanlega nóg fyriir báðar þjóðir og við þetta má bæta, að í fyrra var það einmitt loðnan frá Jan Mayen, sem bjargaði mörgum verksmiðjunum þannig að allar líkur eru á því að loðnu- veiðar verði að stunda þar næstu árin til að halda þessum rekstri gangandi, sagði Per Clausen að lokum. hef trú á að loðnan gangi senn suður á bóginn frá Jan Mayen og vissulega verður að fara að öllu með gát svo loðnan verði ekki ofveidd, en ég tel ekki að sú hætta sé mjög mikil núna. Þessar loðnuveiðar eru mjög mikilvægar fyrir okkur því við megum ekki veiða nema ákveðið magn hver bátur í Barentshaf- inu,“ sagði Hans Hansson enn- fremur og lagði á það áherzlu að stjórnmálamenn kæmust að sam- komulagi svo þessi mál kæmust sem fyrst á hreint. Ekki bjóst hann við að skipin hættu veiðum við 90 þúsund tonn nema fyrir- mæli um slíkt hefðu komið frá stjórnvöldum þar að lútandi. „Veiðar okkar við Jan Mayen eru dýrar, olían er orðin svo dýr að það er á mörkunum, að það borgi sig að ná í aflann alla þessa leið. Það er ekki hagkvæmt nema á stærri bátunum og við verðum helzt að fylla í sem fæstum köst- um. Siglingin á miðin tekur 2% sólarhring, en í Barentshafið rúm- lega 1 sólarhring," sagði Hans Hansson að lokum, en nú var lokið við að landa úr bát hans tæplega 500 tonnum. Þetta var fyrsti túr- inn á þessi mið og ætlaði skip- stjórinn að fara í einn túr enn á miðin við Jan Mayen, en halda síðan í Barentshafið. Hans Hansson skipstjóri, sá á ijói úr báti sínum, Sjðvág. „Reyni Mayen Tromsö 13. ágúst frá Jóhannesi Tómassyni • ÞAÐ VAR í nógu aft snúast í loðnulönduninni hjá Tromsö Fiskeindustri í morgun, en þrátt fyrir annríkið tókst okkur að ná tali af Sveini Rösok, skipstjóra á Uksnöy frá Álasuni. Skip hans, sem er ársgamalt, var með full- fermi, 1000 lestir. — Jú, víst erum við með full- fermi, en það tók langan tíma að ná þessu, sagði Sveinn Rosök. — Köstin voru milli 30 og 40, en æskilegast er að hægt sé að fylla skipið í 5—6 köstum. Þetta var annar túrinn á miðin við Jan Mayen og vorum við einnig með fullfermi í þeim fyrri. Við höldum aftur út í eftirmiðdaginn þegar lönduninni lýkur, sagði Sveinn. Hann sagðist ætla að um 40bátar væru nú á miðunum, en samtals hefðu sennilega 80 bátar verið þar, margir þeirra hefðu þó aðeins farið einn eða tvo túra, en síðan sett kúrsinn á Barentshafið. „Á mörkum að veiðar við Jan Mayen borgi sig” segir Hans Hansson skipstjóri á Sjövag TromHÖ 13. ágÚHt. frá blaftamanni MorjfunblaftsinH Jóhanneai Tómaaayni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.