Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 48
• Stund milli stríða hjá þeim Hannesi Eyvindssyni, Björgvin Þorsteinssyni og Magnúsi Halldórssyni. íslandsmótið í golfi: Björgvin heillum horfinn síðasta daginn og Hannes gekk á lagið ÍSLANDSMÓTIÐ í meistara- flokki karla í golfi, sem fram fór á Akureyri, spannst upp í eitt alls herjar uppgjör milli tveggja manna. Björgvins Pálssonar GA og Hannesar Eyvindssonar. Voru peír fé- lagar slíkir yfirburöamenn, aö aörir keppendur áttu ekki möguleika á aö ná peim. Þegar síöasti keppn- isdagurinn rann upp, haföi Björgvin góöa forystu, haföi leikiö samanlagt á 222 höggum, en Hannes hins vegar á 228 höggum, eöa 6 högga munur. Þó aö foryst- an væri góö, vissu allir aö allt gat enn gerst Þó aö Björgvin hlyti aö teljast sig- urstranglegri, par sem hann haföi leikiö frábærlega síö- ustu tvo daganna á undan. • Björgvin þenur sig. Hannes byrjaöi af krafti og fór 3 fyrstu holurnar á einu undir pari. Björgvin fór hins vegar þá fyrstu á einu yfir og hinar á pari, þannig aö strax haföi Hannes hleypt spennu í lokasprettinn meö því aö minnka forystu Björgvins í 2 högg. Fjóröu holuna fóru báöir á einu yfir pari og þar næstu holu fór Björgvin á pari, á sama tíma og Hannesi gekk ekki eins vel og fór á einu yfir. Var nú forysta Björgvins 3 högg. Sjötta holan var par 3 og Hannes lek á 3 höggum. Björgvin fór hins vegar enn á einu yfir, tveggja forysta á ný. En spennan náöi hámarki á næstu holu, þeirri sjöundu. Hún er par fjögur og Hannes náöi því. Allt gekk hins vegar á afturfótunum hjá Björgvin á þessari holu og sökkti hann loks kúlunni í sjötta höggi. Var staðarv nú orðin jöfn! Báöir geröu vel á 8. holu, fóru báöir á einu undir, engin breyting á stööu. Á níundu og síöustu holu fyrri hrings fór Björgvin einn ganginn enn á einu pari yfir á sama tíma og Hannes náði pari. Haföi Hannes nú náö eins höggs forystu og fiöring- ur fór um fjölda áhorfenda sem fylgdust meö keppninni. Hannes vann enn högg á 10. holu, fór á einu undir pari, Björgvin sló hins vegar fjögur högg, sem er par holunnar. Elleftu holu fóru báöir á pari. Sama sagan á tólftu holu. Á þrettándu holu fór Björgvin enn á einu yfir, meöan Hannes hé!t pari hol- unnar. Var nú Hannes kom- inn meö þriggja högga for- ystu. 14. holan réöi úrslitum. Hún er par 4, en Björgvin gekk hrikalega meö hana, þurfti 6 högg, tvö yfir par, til aö sjá eftir kúlunni ofan í gatiö. Hannes fór holuna hins vegar á pari og náöi því 5 högga forystu. Báöir fóru síðan á pari á fimmtándu holu og þó aö Hannes hafi leyft sér þann munaö aö leika á einu yfir á 16. holu, breytti þaö litlu, Björgvin lék á pari og vann aöeins eitt högg. Síöustu tvær holurnar lék Hannes síöan örugglega á pari, en Björgvin á einu yfir og virtist gersamlega heillum horfinn. Hannes endaöi því • Hannes Eyvindsson íslands- meistari ætlar greinilega ekki að rasa um ráð fram. Stundum gætu menn ailt eins átt von á því að sjá kylfingana draga reikningsstokk úr vösum sfnum. meö 298 högg, en Björgvin meö 304 högg, en síöustu 18 holurnar lek Hannes á 70 höggum á sama tíma og Björgvin lék á 82, þannig aö þaö var skammt öfganna á milli hjá Björgvin. Röö 11 efstu keppend- anna í meistaraflokki karla varö þessi: Hannes Eyvindsson GR 298 Björgvin Þorsteinss. GA 304 Ragnar Ólafsson GR 319 Óskar Sæmundsson GR 320 Geir Svansson GR 322 Gunnar Þóröarson GA 323 Siguröur Hafsteinsson 324 Magnús Jónsson GS 326 Magnús Halldórsson GK 326 Gylfi Garöarsson GV 330 Þorbjörn Kjærbo 330 Áöur hefur veriö frá því skýrt í Mbl. aö Jóhanna Ingólfsdóttir varö íslands- meistari í meistaraflokki kvenna, Guöni Örn Jónsson í 1. flokki karla, Friöþjófur Helgason í 2. flokki karla og Jónína Pálsdóttir í 1. flokki kvenna. Landsmótiö fór einkar vel fram aö þessu sinni, en leiöindaveöur setti þó svip sinn á fyrsta keppnisdaginn. Veöriö fór þó stigbatnandi og var oröiö sérlega gott síöustu tvo dagana. — sor/— gg. „Meira álag á Björgvin“ — sagði Hannes Eyvindsson, íslandsmeistari í golfi HINN nýbakaði íslandsmeistari í golfi, Hannes Eyvindsson, GR, sagöi í stuttu spjalli viö Mbl. aö sigrinum loknum, aö gangur leiksins síöasta daginn heföi veriö spurning um heppni, hann heföi átt góöan dag og Björgvin aö sama skapi slæman. Sagöi Hannes, aö hann teldi aö hann heföi leikiö eins vel og hann hafði buröi til á viðkomandi golfvelli. — Þetta var mjög taugastrekkjandi mót, einkum var pressan mikil síöasta daginn. Þó held ég aö álagiö hafi verið mun meira á Björgvin en ég hafði engu aö tapa, þar sem Björgvin haföi góöa forystu þegar síöasta keppnisdagurinn rann upp. Annars lék ég sama leikinn nú og þegar ég sigraði á landsmótinu í fyrra, þá einmitt haföi Björgvin forystu, en ég kom aftan aö honum á síöasta degi og náöi sigrinum, sagöi Hannes íslandsmeistari Eyvindsson. sor/gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.