Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
37
Líkneski við gröf Karls Marx í Lundúnum. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson segir í grein sinni: „Heimsendataugin er sterk í
marxsinnum. Marx var spámaður, sem boðaði dómsdag „borgarastétt-
arinnar“, en taugina má rekja til óttans við þann vöxt þekkingar og
atvinnulífs, sem veldur því, að framtíðin er ófyrirsjáanleg.“
3. Meiri og markvissari umræð-
ur um ástand og horfur í efna-
hags-, atvinnu- og kjaramálum en
nú er þurfa að eiga sér stað milli
fulltrúa heildarsamtakanna á
vinnumarkaðnum á milli samn-
inga í þeim tilgangi að reyna að
undirbúa samningana og minnka
það breiða bil, sem oft er á milli
samningsaðila, þegar þeir setjast
að samningaborði. Fastanefnd Al-
þýðusambandsins og vinnuveit-
enda er tilvalinn vettvangur til
slíks samráðs, en hefur ekki nýtzt
sem skyldi.
4. Treysta verður undirstöður
atvinnurekstrarins með afnámi og
lækkun opinberra álaga og rýmk-
un starfsskilyrða, svo að atvinnu-
reksturinn og samtök atvinnurek-
enda nái að skipa þann sess, sem
þeim ber í markaðsbúskap, þ.á.m.
við samningaborðið.
<Úr greininni VIÐREISN A VINNUMARK-
AÐNUM eftir Baldur GuðlauK»»on Iðgfræð-
ing).
Framtíðarverkefnið
Sjálf náttúran hefur hér á landi
búið sjávarútvegi og orkufrekum
iðnaði skilyrði, sem varla finnast
sambærileg annars staðar. Ef rétt
er á haldið og þessi sérstaða
þessara atvinnugreina nýtt til
fulls, getur framleiðni þeirra orðið
eins og bezt gerist í háþróuðustu
atvinnugreinum hinna iðnvæddu
nágrannaríkja okkar. Mikil fram-
leiðni er forsenda þess, að unnt
verði að greiða há laun. Þessar
útflutningsgreinar einar geta því
lagt grunn að því skipulagi af-
komuöryggis, sem við hljótum að
stefna að.
Allar aðrar íslenzkar útflutn-
ingsgreinar munu í framtíðinni
þurfa að keppa um markaðsað-
stöðu við iðnveldi í örum vexti, t.d.
Suður-Kóreu, Indónesíu og
Malasíu. Þar er kaupgjald lágt og
lífskjör lök. Að neita að viður-
kenna sérstöðu sjávarútvegs og
orkufreks iðnaðar hér á landi er
að dæma þjóðina til versnandi
lífskjara.
Skipuleg nýting sameiginlegra
auðlinda allrar þjóðarinnar með
hámörkun afraksturs þeirra til
lengri tíma að leiðarljósi verður
að vera kjarni íslenzkrar efna-
hagsstefnu í næstu framtíð. Að
unnið sé að þessari skipulegu
nýtingu samkvæmt frjálshyggju,
en ekki sósíalisma, verður að vera
keppikefli Sjálfstæðisflokksins.
Það verður ekki létt verk, því að
langt er síðan, að ferskir vindar
markaðsbúskaparins léku um
landbúnað og sjávarútveg. Frum-
kvæðið að skipulegri nýtingu auð-
lindanna hlýtur því að koma frá
ríkinu. Ymsar „séríslenzkar" að-
stæður munu halda áfram að
útiloka að mestu frjálsa sam-
keppni og frjálsa verðmyndun í
þeim frumvinnslugreinum, þar
sem sameiginlegar auðlindir eru
nýttar.
En þessar frumvinnslugreinar
eru og verða aðeins hluti af
atvinnustarfseminni, þótt þær séu
mikilvægasti hlutinn og sá, sem
allt annað er reist á. Framtíðar-
hagsæld þjóðarinnar er því ekki
síður háð því, að unnt reynist að
auka hagkvæmni og arðbærni
annarra atvinnugreina — húsa-
smíði, verzlunar, þjónustu og iðn-
aðar. Það verður aðeins kleift með
því að tryggja, að framkvæmda-
frelsi einstaklinganna verði ekki
frekar skert.
Enn er ekki allur íslenzkur
atvinnurekstur kominn á verð-
lagsráðajötuna, en hinn „sæli“
svefn ríkisforsjárinnar er bezti
bandamaður þeirra, sem um langt
skeið hafa leynt og ljóst vegið að
frjálsu framtaki hér á landi. Sú
atlaga hefur nú tekizt svo, að þorri
manna gerir sér ekki lengur grein
fyrir, hvers virði einstaklings-
frelsið og atvinnureksturinn er
fyrir land og þjóð. Rógurinn gegn
atvinnurekstrinum er gegndar-
laus. Sá, sem „veitir vinnu", er
spottaður. Sá, sem „veitir for-
stöðu", er dásamaður. Lögmál
heilbrigðs atvinnulífs eru öll færð
til verri vegar, og reynt er að gera
þau tortryggileg í augum fjöldans.
Fyrirtæki, sem rekið er með hagn-
aði, hlýtur að hafa komizt yfir
peningana á óeðlilegan hátt, en
hafi það tapað fé, er fullyrt, að
rekstur þess sé þjóðhagslega
nauðsynlegur.
Ef ekki á illa að fara, verður að
verjast þessum áróðri og leiðrétta
rangfærslurnar. Eðlileg nýting
auðlinda þjóðarinnar og þróun og
vöxtur atvinnulífs, sem treystir á
framtak einstaklinganna og frelsi
þeirra til orðs og æðis, er framtíð-
arverkefnið. Sjálfstæðisflokkur-
inn einn íslenzkra stjórnmála-
flokka getur sinnt þessu verkefni,
því að hann einn miðar stefnu sína
við hugsjónir frjálshyggjunnar.
(Úr greininni VANDA ATVINNUVEG-
ANNA eftir Jón ÁeberggHon framkvæmda-
atjóra).
Leikurinn
með frelsið
Sameiginlegar skattaálögur rík-
is og sveitarfélaga eru nú rétt
innan við 50% af þjóðartekjunum.
Árið 1950 var þetta hlutfall rúm-
lega 25%, en var komið upp í tæp
35% árið 1960. Á viðreisnarárun-
um varð óveruleg breyting á í
þessu efni. Það er fyrst eftir 1970,
að skattheimtan er markvisst
aukin. Skattheimta Breta nemur
nú því sem næst 60% af þjóðar-
tekjum þeirra. Þjóðverjar voru á
þessu stigi í lok þriðja áratugarins
og höfðu þá þjáðst af meiri verð-
bólgu en sögur fara af í annan
tíma. Allir vita, hvað spratt upp
úr þeim jarðvegi.
Sannleikurinn er sá, að við
höfum verið að leika okkur með
frelsið. Skattheimtan er því til
sönnunar að svo miklu leyti, sem
unnt er að sýna slíkan leik í tölum.
Sósíalistar ræða jafnan fjálglega
um þá miklu mannúð, er einkenni
þjóðskipulag samkvæmt kenningu
þeirra, og bera saman við raun-
veruleikann á Vesturlöndum. í
eðli sínu merkir sósíalismi þó
aðeins minna frelsi, minni fram-
leiðni og verri lífskjör en í svoköll-
uðum auðhyggjuríkjum. Þar að
auki sýnir reynslan, að sósíalismi
fær ekki staðizt án lögregluríkis.
Ríkisstjórnir hafa aldrei verið
alvaldar, alvitrar né alréttlátar og
verða aldrei. Sósíalismi og frelsi
eru andstæður. Hættan, sem við
stöndum frammi fyrir, er að fljóta
sofandi að feigðarósi.
Sjöundi áratugurinn hófst með
viðreisn í anda frjálshyggju og
einkenndist að öðru leyti af stöð-
ugleika og festu í stjórnmálum.
Þar fór saman forysta rótgróinna
ión Ásbergsson segir í grein sinni: „Skipuleg nýting sameigirtlegra auðlinda allrar þjóðarinnar með
hámörkun afraksturs þeirra til lengri tíma nð ieiðarljósi verður að vera kjarni íslenzkrar efnahagsstefnu
næstu framtíð." s
þjóðernis- og frjálshyggjuafla í
Sjálfstæðisflokknum og borgara-
vængs Alþýðuflokksins. Áttundi
áratugurinn hefur á hinn bóginn
einkennzt af efnahagslegri ringul-
reið og afturhvarfi til stjórnlynd-
isstefnunnar, sem birzt hefur í
síauknum skömmtunarráðstöfun-
um gagnvart sérþarfahópum.
Framsóknarmenn hafa verið við
völd allt þetta tímabil og mótað
það öðrum fremur. Þar að auki
hafa sósíalistar tvívegis tekið sæti
í ríkisstjórn. Völd þeirra hafa á
hinn bóginn verið miklu meiri en
þátttaka þeirra í ríkisstjórn segir
til um.
Áhrif verkalýðsforystunnar á
Alþingi götunnar hafa aukizt í
réttu hlutfalli við verðbólguna.
Verkalýðsforystan keppir beinlín-
is að viðhaldi verðbólgunnar í því
skyni að treysta þessi völd sín.
Hún hefur í raun og veru unnið að
því að rýra lífskjör fólksins í
landinu. A árunum 1971 til 1977
var þannig knúin fram 535%
launahækkun, er skilaði hverri
fjölskyldu aðeins 29% hækkun
rauntekna. Frekari sönnunar-
gagna þarf ekki við til þess að
sýna, að aðgerðir verkalýðsforyst-
unnar hafa umfram allt verið
leikir í valdatafli, en ekki í kjara-
baráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki megnað að fara aðrar leiðir í
þessum efnum. Stjórnarandstaða
hans eftir fa.ll ríkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar sýnir, að enn einu
sinni er lagt atkvæðamat á kröfur
sérþarfahópa, en ekki brugðið upp
efnahagslegum mælistikum.
Sjödagaáætlun
endurreisnar
Niðurstaða þessa máls er sú, að
Sjálfstæðismenn þurfa að fara
nýjar leiðir — í fyrsta lagi til þess
að vernda einstaklingsfrelsið og í
öðru lagi til þess að bæta lífskjör-
in með aukinni verðmætasköpun.
Við þurfum að vinna til trausts á
nýjan leik. Það er ekki nóg að
samþykkja almennar frjáls-
hyggjuyfirlýsingar í þessu skyni,
meðan þingmenn flokksins aðhyll-
ast stjórnlyndisstefnu >í fram-
kvæmd. Frjálshyggjuyfirlýsingu
þarf að fylgja eftir með kjöri
frjálshyggjumanna inn á Alþingi.
Setja má bæði í gamni og alvöri)
fram sjödagaáætlun um frjáls-
hyggjuendurreisn. Ef ég ætti að
gera slíka áætlun, yrði hún senni-
lega þessi:
Mánudagur: Skattar yrðu lækk-
aðir, þannig að opinberir aðilar
tækju aðeins 35% af heildartekj-
um þjóðarinnar til ráðstöfunar.
Þriðjudagur: Öllum opinberum
rekstri, sem er í beinni samkeppni
við frjálsan atvinnurekstur, yrði
hætt. Jafnframt yrði lögð niður
nefnd, sem um árabil hefur unnið
að athugun á þessum málum
(vegna verkefnaskorts).
Miðvikudagur: Sett yrðu ný
verðmyndunarlög, þar sem frjáls
verðmyndun yrði meginregla.
Jafnframt yrðu sett lög um eftirlit
með verðmyndun og bann við
samkeppnishömlum og hringa-
myndunum. Sama dag yrði því
lýst yfir, að hér eftir yrði hætt að
telja einstakar greinar vinnu-
markaðarins hópa með sérþarfir.
Fimmtudagur:
Gjaldeyrisverzlunin yrði gefin
frjáls og gengi krónunnar látið
ráðast af markaðsaðstæðum.
Sama regla yrði látin taka til
vaxta, og vaxtaniðurgreiðslur til
sérþarfahópa yrðu um leið af-
numdar.
Föstudagur: Markmiðum núver-
andi menntastefnu yrði breytt úr
miðstýringu í valddreifingudog úr
hópmeðalmennsku í einstaklings-
þroska.
Laugardagur:
Atvinnurekendum og launþegum
yrði tilkynnt, að hér eftir yrðu
þeir að taka kjaraákvarðanir í
frjálsum samningum og á eigin
ábyrgð.
Sunnudagur: Tími gæfist til að
fara að dæmi skaparans og hvíl-
ast.
(Úr greininni IIVAÐ VILDUM VIÐ? HVAÐ
GERÐUM VIÐ? eítir Þorstein Pálsson
Iramkvæmdastjóra).
Fráleitt
ósamræmi í
stjórnskipan
landsins
— segir í ályktun
sýslunefndar
N-Þingeyjarsýslu
„SÝSLUNEFND Norður-Þingeyj-
arsýslu bendir Alþingi oft
stjórnmálaflokkum landsins á frá-
leitt ósamræmi í stjórnskipan
landsins, þar sem víðlend byggða-
lög eins og Norður-Þingeyjarsýsla
eru í reynd fulltrúalaus á löggjaf-
arsamkundu þjóðarinnar, sam-
tímis því sem nágrannabyggðir
hafa marga þingntenn á Alþingi
til að gæta hagsmuna sinna og
sjónarmiða, höfðu tvo fram-
kvæmdastjóra í fjármagsnúthlut-
unarstofnun ríkisins, Fram-
kvæmdastofnun, á síðasta kjör-
tímabili og tvo ráðherra, og hafa
nú einnig tvo ráðherra og svipaða
aðstöðu í Framkvæmdastofnun-
inni“, segir m.a. í ályktun aðal-
fundar sýslunefndar Norður-
Þingeyjarsýslu sem samþykkt var
á Kópaskeri 30. júlí síðastliðinn.
Þá er lögð áhersla á að slík
„hrópleg mismunun milli byggð-
arlaga í miðstýrðu valdakerfi
landsins hefur afdrifaríkar afleið-
ingar, en styðst hvorki við réttlæti
né skynsöm rök“ eins og segir í
ályktuninni.
Þá var á aðalfundinum sam-
þykkt önnur ályktun til þess að
vekja ath.vgii Alþingis og ríkis-
stjórnar á nokkrum staðreyndum
og stefnumiðum. Sú ályktun er
svohljóðandi: „Norður-Þingeyjar-
sýsla hefur þrátt fyrir miklar
náttúruauðlindir farið öðrum
byggðarlögum fremur varhluta af
eflingu ríkisvaldsins á atvinnu-
vegum landsmanna.
Sýslunefnd Norður-Þingeyjar-
sýslu býður samt velkomnar
hverjar þær framkvæmdir í at-
vinnumálum og atvinnuuppbygg-
ingu, sem til greina kunna að
koma innan sýslunnar á vegum
landsstjórarinnar, þar á meðal
orkufrekan iðnað, svo sem áburð-
arverksmiðju.
Sýslunefndin vísar hins vegar á
bug hugmyndum um að leiða
náttúruauðlindir, t.d. fallvötn,
burt úr héraðinu."
Vegna fyrri ályktunarinnar
áréttar sýslunefndin, „að með
ályktuninni er ekki á neinn hátt
verið að sneiða að þingmönnum
Norðurlandskjördæmis eystra,
heldur er verið að benda á mein-
lega galla í stjórnskipan landsins,
kjördæmaskipun þess. Þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra
hljóta ávallt að verða fyrst og
fremst þingmenn Akureyrar, sem
að atkvæðafjölda ber ægishjálm
yfir aðra hluta kjördæmisins, en
Akureyri er í yzta vesturkanti
kjördæmisins, sem nær yfir allan
norðausturhluta landsins."
Slippfélagið
greiðir 9,8
milljónir
í eignarskatt
í yfirliti Skattstofu Reykjavík-
ur sem Morgunblaðið birti 26.
júlí síðastliðinn um skatthæstu
félög í Reykjavík féll niður nafn
Slippfélagsins í Reykjavík. En
félagið greiðir kr. 9.809.000.00 í
eignaskatt og er því átjánda í röð
þeirra félaga er mest greiða í
Reykjavík. Heildargjöld félags-
ins nema kr. 38.246.533.00.