Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 15 Þeir sjá algcrlega um móttöku verkfræðistúdentanna. Peter Ililfiker frá Sviss. Leena Járvenpaa frá Finnlandi. F.v. Haukur Garðarsson og Þórólfur Arnason. „Ég geri mitt besta til þess að rækja trúna, en það er vissulega miklum erfiðleikum háð,“ sagði Ahmed. Ahmed sagði ennfremur að Is- land væri miklu stórfenglegra iand en hann hefði átt von á. „Fólkið er svo yndislegt og hjálpfúst í alla staði. Ég er mjög ánægður með vinnuna sem ég fékk og samstarfsfólk mitt hjá Pósti og síma hefur verið mér mjög vin- gjarnlegt. Kaupið sem ég fæ hérna er 15 sinnum meira en ég fengi heima í Egyptalandi, en hér er allt líka 15 sinnum dýrara en þar. Maturinn er þó hlutfallslega miklu dýrari og gæti ég trúað að það væri um það bil þrjátíu sinnum dýrara að kaupa í matinn hér.“ Ahmed sagðist gjarnan vilja læra eitthvað í íslensku áður en hann færi heim, en tíminn væri það stuttur að hann gerði ekki ráð fyrir miklum árangri í þeim efn- um. „íslendingar tala yfirleitt mjög góða ensku, og alls staðar er hægt að bjarga sér á enskunni. Það væri þó gaman að geta orðið kjaftfær á íslensku áður en ég fer heim aftur," sagði Ahmed um leið og hann sagði „godan dag, bless" með bjöguðum framburði, en það er það fyrsta sem hann lærði í íslensku. „Hefði allavega komið einhvern tíma“ „Ég bað bara um að fá að fara til einhvers Evrópulands og var þá send til íslands," sagði Heidrun Röhrig frá Wuppertal í Þýska- landi. „í fyrstu varð ég auðvitað mjög undrandi, en ég sé alls ekki eftir því að hafa komið, því landið er svo yndislegt." „Áður en ég kom hingað vissi ég töluvert um landið, því faðir minn kom hingað fyrir nokkrum árum og lét ákaflega vel af landinu. Hann var búinn að segja mér ýmislegt forvitnilegt um Island, svo ég hugsa að ég hefði allavega komið einhvern tíman til að sjá það allt með eigin augurn." Heidrun vinnur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans og lét vel af vinnunni þar. Sagði hún að launin hér væru töluvert hærri en það sem hún ætti að venjast í Þýskalandi, en þar sem hér væri allt mun dýrara, veitti sér ekkert af því. „Það vakti líka athygli mína þegar ég kom, hve hér er miklu færra fólk en víðast hvar annars staðar í heiminum. Borgin, sem ég kem frá í Þýskalandi er talin vera smáborg. Þrátt fyrir það búa þar helmingi fleiri en í Reykjavík, stærstu borg Islands. Fólkið hér er líka nokkuð frábrugðið Þjóð- verjum, því hér eru allir svo vingjarnlegir og hjálplegir. Ég hef enn ekki séð reiðan Islending, því það virðist þurfa eitthvað mikið til þess að þeir verði verulega reiðir." „Þið hér á íslandi borðið miklu meiri fisk og kjöt, en ég á að venjast í Þýskalandi, en það kem- ur þó ekki að sök, því það má segja að ég sé alæta," sagði Heidrun hlæjandi. Hún hafði einnig orð á því hve íslenskt sólsetur væri fallegt, en slíkt væri mjög fátítt í Þýskalandi. „Björtu næturnar eru mjög frá- brugðnar því sem gerist í Þýska- landi og hafa orðið þess valdandi að ég er búin að missa allt tímaskyn. Ég er drollandi langt fram eftir nóttu, en ætla svo aldrei að geta vaknað á morgnana. Þetta hlýtur þ allt að venjast með tímanum," sagði Heidrun, en hún ráðgerir að dvelja á íslandi í níu vikur. „Kavíar og lopapeysur það eina sem borgar sig að kaupa“ „Þegar ég var smástrákur í skóla heyrði ég talað um ísland og að hér væru hverir, fossar og stórfenglegt landslag. Síðan, þeg- ar ég varð eldri, var mér sagt að hér væru fallegustu stúlkur í heimi. Allt þetta varð til þess að ég var ekki lengi að grípa tækifær- ið, er mér bauðst vinna á íslandi og sé ég alls ekki eftir því,“ sagði Kanadamaðurinn James Baleshta, en hann er fyrsti Kanadamaður- inn sem kemur á vegum IAESTE til íslands. Sagði James að í Kanada væri töluvert um Islendinga og ætti hann þar einn íslenskan vin. „Þegar mér var ljóst að ég færi til íslands buðu foreldrar hans mér í heimsókn og sýndu mér myndir frá íslandi og sögðu mér frá ýmislegu, sem gott væri að vita. Áður en ég vissi af var ég svo kominn hingað og kann ég nú orðið ágætlega við mig.“ „ísland er land mikilla aðstæðna og er landslagið allt öðruvísi en ég á að venjast í Kanada. Fólkið er líka öðruvísi að mörgu leyti, því það er miklu hljóðlátara og rólegra, og finnst mér eins og íslendingar séu svolít- ið dulir. Kannski er það bara af því að ég þekki þá ekki nógu vel,“ sagði James brosandi. James vinnur hjá Rannsóknar- stofnun Byggingariðnaðarins og sagðist kunna ágætlega við þá vinnu og séð væri rækilega fyrir því að hann hefði alltaf nóg að gera. „íslendingar eiga við svo mörg vandamál að etja, sem virðast vera að mestu leyti staðbundin, eins og t.d. steinsteypuskemmdir. Það er því mjög lærdómsríkt fyrir mig að fá að kynnast rannsóknum á slíku, því þetta er nær óþekkt fyrirbæri annars staðar, þar sem ég þekki til.“ James sagði að kaupið hér á íslandi væri mjög svipað og í Kanada, en hér þyrftu menn þó að vinna mun lengri vinnudag, til þess að geta lifað sams konar lífi og Kanadamenn. „Hér er allt miklu dýrara en í Kanada, og má segja að það eina sem borgar sig að kaupa hér sé kavíar og lopapeysur. Ég skil t.d. ekki hvernig Islendingar hafa efni á því að drekka áfengi, það er svo dýrt.“ „Ég hefði alls ekki viljað missa af þeirri reynslu að koma hingað og kynnast þessari lífsseigu þjóð. Það er nær óskiljanlegt hvernig þið hafið komist af á umliðnum öldum miðað við alla þá erfiðleika sem þið hafið þurft að búa við og á ég þá einkum við eldgos og það hve kuldinn gerir ykkur oft erfitt fyrir," sagði James ennfremur. „Líkar betur með hverjum deginum sem líðuru „Ég sótti um að fá vinnu á íslandi eða í Sviss, og þar sem Island var í fyrsta sæti á listanum hjá mér, fékk ég vinnu þar,“ sagði Erland Köhl frá Svíþjóð. „Foreldr- ar mínir voru hér á ferðalagi fyrir nokkrum árum og hvöttu þau mig eindregið til fararinnar. Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið og má segja að mér líki betur og betur við Island með hverjum deginum sem líður.“ Sagði Erland að það væri margt hér sem væri ólíkt því sem hann ætti að venjast í Svíþjóð. „Fyrst rak ég augun í það hve landslagið er hér frábrugðið sænsku landslagi og eins virðist fólkið vera allt öðruvísi. íslending- ar eru miklu glaðlegri í framkomu en Svíar og tala mjög opinskátt.“ Erland vinnur hjá Rafmagns- veitum Reykjavíkur og kvaðst mjög ánægður með vinnuna þar. Sagðist hann fá að vinna mjög sjálfstætt og fengi svipað kaup og hann myndi fá í Svíþjóð, en aftur á móti væri allt talsvert dýrara hér. „Ef ég kem aftur til Islands, kem ég með bíl með mér, því það er svo erfitt að komast á milli staða hér. Hver veit nema að ég komi einhvern tímann aftur, því landið er svo yndislegt og býður upp á svo margt," sagði Erland. „ Undrandi yfir trjáleysinu" Peter Hilfiker frá Sviss sagðist hafa sótt um að fá vinnu á Filippseyjum, en það hefði ekki verið hægt. Hins vegár hefði honum boðist vinna á Islandi og hann þá ákveðið að taka því boði. Sagðist hann vera nýkominn til landsins og væri ekki alveg búinn að átta sig á hlutunum, en héldi þó að hann myndi kunna ágætlega við sig hér. „Island er ekki svo mjög ólíkt Sviss þó hér sé töluvert kaldara. í fyrstu var ég mjög undrandi yfir trjáleysinu hér, en nú er ég farinn að venjast því. Fólkið er líka svo sérstaklega alúðlegt og það hefur mikið að segja fyrir mann eins og mig, sem kemur hingað alveg ókunnugur." „Ég vinn hjá Rafmagnsveitum ríkisins og held að vinnan verði alveg ágæt. íslendingar vinna þó ekki eins mikið og Svisslendingar, Hópurinn hittist vikulega í Stúdentakjallaranum og ræðir málin. Hér sjást menn skoða Iandakort af miklum áhuga. Brendan Moriarty frá írlandi. því þeir eru alltaf í mat eða kaffi og kann ég ágætlega við það,“ sagði Peter. Peter sagðist hafa lesið töluvert um Island áður en hann kom hingað og hlakkaði hann nú mjög til að sjá eldfjöll og annað af þess konar undrum náttúrunnar, því það væri jú ekki alls staðar sem tækifæri gæfust til þess. „Bjóst við að hér væri kaldara “ „Ég hafði áhuga fyrir íslandi, því ég hélt að það væri allt öðru vísi en öll önnur lönd í Evrópu. Ég hafði lesið talsvert um landið og vissi því ýmislegt þegar ég kom, en ísland er þó mun stórfenglegra en ég bjóst við,“ sagði Leena Járvenpáá, eini Finninn í hópnum. „Ég hlýt að hafa verið mjög heppin með veður, því hér er mun heitara en ég bjóst við, miðað við hvað landið liggur norðarlega á hnettinum." Leena vinnur hjá Pósti og síma og sagðist kunna ágætlega við sig þar og launin væru svipuð og hún myndi fá fyrir sams konar vinnu í Finnlandi, en hér væri allt miklu dýrara. „Ég var svolítið með heimþrá fyrsta daginn, sem ég kom hingað, en fólkið hér tók mjög vel á móti mér og var afskaplega vingjarn- legt, svo nú líður mér alveg eins og heima hjá mér,“ sagði Leena. „Hef ennþá ekki þurft að nota stígvélin “ Brendan Moriarty frá írlandi sagðist hafa beðið um að fá vinnu í Noregi, íslandi eða Finnlandi, og hefði Island orðið fyrir valinu. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið, því Island er gott land. Loftslagið er þó aðeins frábrugðið því, sem ég á að venjast á írlandi, en mér er alveg sama um rigning- una. Ég held að það sé gott að búa á íslandi og gæti ég vel hugsað mér að setjast hér að,“ sagði Brendan. Brendan sagðist ekki hafa vitað mikið um ísland áður en hann kom, aðeins að landið væri mjög fallegt. „Einn vinur minn ráðlagði mér að taka með mér stígvél, en ég hlýt að hafa verið mjög heppinn með veður, því ég hef ekki þurft að nota þau ennþá." Brendan sagðist aldrei hafa heyrt um það að Islendingar væru margir hverjir komnir af írskum þrælum. Sagðist hann ekki hafa kynnst íslendingum það vel enn sem komið er, að hann gæti dæmt um það, hvort þeir væru eitthvað öðruvísi en Irar, en auðvitað væri það alltaf eitthvað sem væri óiíkt með óiíkum þjóðum. Um vinnuna sagði Brendan að hann starfaði hjá Stálsmiðjunni og kynni ágætlega við sig þar. Þar fengi hann mun betra kaup en hann fengi í Irlandi, en hér væri líka allt miklu dýrara. „Islenskan er mjög ólík ensk- unni, en hljómar ágætlega. Hins vegar skil ég ekki orð í íslensku enn sem komið er,“ sagði Brendan að lokum. A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.