Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 31 Ort vaxandi siglinga- áhugi í Kópavogi SeKja má að stökkbreyting haíi átt sér stað hér í Kópavogi hvað áhuga manna um sigling- ar seglbáta snertir, nú á sein- ustu árum. Hér er stanslaus straumur af fólki allan daginn á athafnasvæði siglingaklúbb- anna tveggja, sem hér starfa. Þetta fólk ýmist siglir eða fylgist með því sem fram fer hér á staðnum. Svo mælti for- maður SÍL, Brynjar M. Valdi- marsson, er greinarhöfundur ræddi við hann nú fyrir stuttu síðan. í Kópavogi eru starfandi tvö siglingafélög, þau heita Ýmir og Kópanes og hafa að- stöðu hlið við hlið vestarlega á Kársnesinu norðanverðu. Klúbburinn Ýmir var stofnað- ur 4. mars 1971, af nokkrum áhugamönnum um siglingar. Bátakostur félagsins var lítill framanaf en fljótlega rættist úr því, nú er bátaeign félagsmanna 6 stórar skútur 18 til 28 feta langar, ásamt smærri siglurum samtals 20 til 25 bátar af ýmsum gerðum. Þessir bátar hafa ýmist verið keyptir tillandsins eða smíðaðir af félagsmönnum sjálf- um á vetrum þó aðstaða til þess sé kannski ekki sem skyldi þar sem húseign félagsins er ekki nema 96 ferm. Nú eru félags- menn að reisa sér nýtt hús 72 ferm. rétt við hliðina á því sem fyrir er. Það er hugsað sem fundarstaður, auk þess eru þar sturtuböð og önnur hreinlætis- aðstaða. Engin höfn er fyrir þessa báta í Kópavogi, segja má að þar séu þeir á sama báti og Reykvíking- ar nema hvað tiltölulega skýlt er fyrir öllum áttum á bátum þeirra, þar sem þeir liggja úti á voginum eins og útigangshross á gaddi. Flotbryggju hafa þeir enga en hafa í hyggju að bæta úr því, sem væri til mikilla bóta fyrir þá. Kópanes Siglingaklúbburinn Kópanes er rekinn af tómstundaráði Kópavogsbæjar, flestir þátttak- endur þar eru börn og unglingar á aldrinum 9 til 18 ára. Mér er tjáð að unglingarnir sem þátt taka í siglingum þar séu vart undir 500 talsins, og sýnir það hversu feiknamikill áhugi er fyrir siglingum í Kópavogi. Eng- um getur dulist að ólíkt hlýtur það að vera hollara og skemmti- legra ungmennunum að fara út á sundin og læra að fara með segl og bát eftir vindi og geðþótta, en að mæla göturnar og stunda sjoppurnar. Undarlegt má skiln- ingsleysi yfirvalda á Stór-Reykjavíkursvæðinu vera fyrir þessum þætti sem heillar svo margra, á ég þá við hve lítið , :■ er hlúð að smábátum, ekki ein einasta smábátahöfn, þó að Hafnarfirði undanskildum. Er sú höfn að sjálfsögðu fullsetin enda hafa margir bátseigendur úr Reykjavík flúið til Hafnar- fjarðar með báta sína, er það kapituli útaf fyrir sig. Ungmenni Kópaness eru með ákveðna æfingatíma í viku hverri svo og keppni hvern fimmtudag á tíma- bilinu 14. júní til ágústloka, enda uppskorið árangur í siglinga- íþróttinni þar sem þau hafa'att Islandsmeistara í yngsta flokki þrjú seinustu árin. Mér skilst að fullur hugur sé í Kópanesdrengj- unum og að titillinn verði ekki auðsóttur úr greipum þeirra á næsta íslandsmóti. Það er rétt að taka fram að þessi mikli siglingaáhugi í Kópavopi spann- ar ekki bara yfir hundruði ung- linga heldur eru þar á meðal fjölskyldufeður í morgum tilfell- um og þá oftast með alla fjöl- skylduna með sér. Gott hús 100 ferm. hefur Kópanes fyrir starfsemi sína, þar er nýsmíði- og viðgerðarað- staða, setustofa ásamt hreinlæt- isútbúnaði. Steypt sjósetningar- renna liggur frá þessu húsi niður í fjöruborð, að sjálfsögðu til mikilla þæginda fyrir klúbbfé- laga. Sjóveiðikeppni Snarfar amanna Sjóveiðikeppni Snarfara- manna verður haldin laugar- daginn 18. þ.m. Lagt verður upp frá Hafnarbúðum kl. 13.00. Veiðisvæði frjálst. miðast þó við Faxaflóa auk Hvalfjarðar. Veiðarfæri skuiu vera veiði- stangir eða handfærarúllur, allir keppnisbátar skulu mæta við Hafnarbúðir ekki seinna en kl. 20.00 að keppni lokinni. Þar verða stærstu fiskarnir vegnir. Þrenn verðlaun verða veitt, fyrir þyngstu lúðuna, þyngstu ýsuna og þyngsta þorskinn. Þátttak- endum bet að skrá sig til keppni hjá keppnisstjóranum Einari Sigurbergssyni í síma 10531. s 600 milljón- ir til upp- byggingar vega í N-Þing- eyjarsýslu FJÁRMAGN að upphæð 600 milljónir liggur fyrir til að byggja upp vegi í N-Þingeyjar- sýslu og er þetta fé fyrir milli- göngu Framkvæmdasjóðs sótt í sérstakan Evrópusjóð sem hefur einkum þann tilgang að lána fé til samgöngumála í jaðarbyggð- um. þar sem erfiðleikar steðja að. Þetta kom fram m.a. í ræðu Sverris Hermannssonar. for- stjóra Framkvæmdastofnunar ríkisins. sem hann hélt á fundi um byggðaþróun í N-Þingeyjar- sýslu 31. júlí síðastliðinn. Fund- urinn var haldinn í félagsheim- ilinu Hnitbjörgum á Raufar- höfn og stóðu að honum Fjórð- ungssamband Norðlendinga í samstarfi við oddvita og sveitar- stjóra í N-Þingeyjarsýslu. Meg- inverkefni fundarins voru um- ræður og skoðanaskipti um byggða- og atvinnumál N-Þingeyinga og framkvæmd byggðaþróunaráætlunar fyrir N-Þingeyjarsýslu sem kom út í apríl 1976. Framsöguerindi af hálfu heimamanna fluttu: Kristján Ár- mannsson oddviti Presthóla- hrepps sem ræddi um ástand og horfur í atvinnumálum þéttbýlis- staða í sýslunni, æskilega byggðaróun og framkvæmd byggðaáætlunar. Þótti honum sem og öðrum heimamönnum sem til máls tóku lítið hafa verið unnið eftir þessari áætlun. Ólaf- ur Rafn Jónsson sveitarstjóri Þórshafnarhrepps talaði um samgöngumál í sýslunni og rakti þær kröfur og tillögur sem íbúar sýslunnar gera til stjórnvalda um bættar samgöngur. Einnig ræddi hann um afleiðingar haf- íss við Norðausturland og leiðir til að bregðast við þeim vanda. Grímur B. Jónsson landbúnaðar- ráðunautur ræddi um landbún- aðaráætlun fyrir sýsiuna og rakti þróun landbúnaðar þar um slóðir. Einnig leiddi hann hug- ann að áhrifum harðinda á land- búnaðinn. Sverrir Hermannsson og Sighvatur Björgvinsson höfðu framsögu fyrir hönd Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Um fyrrgreind ummæli Sverris voru fundarmenn á einu máli, hér væri brotið blað í samgöngumál- um N-Þingeyinga enda taldi Sverrir góðar líkur á að frekari fjárveiting fengist frá þessum Evrópusjóði í verkefnið. Ef svo yrði væri unnt að byggja vegi í N-Þingeyjarsýslu og allt til Vopnafjarðar upp úr snjó, innan þriggja ára. Sighvatur Björg\únsson, for- maður stjórnar Framkvæmda- stofnunar, fjallaði einkum um lánastefnu Byggðasjóðs í tengsl- um við landshluta- og byggða- áætlanir og að loknu erindi hans hófust almennar umræður og fyrirspurnir til þeirra Sverris og Sighvats og þeirra 5 alþingis- manna kjördæmisins sem þarna voru mættir. Umræður voru hin- ar fjörugustu og lauk fundi ekki fyrr en um kl. 20:00 og hafði þá staðið í sex tíma. Fundarmenn voru um 40 talsins. A«Eilst».»*ti 6 shiii 2S810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.