Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 Á faraldsfæti í Noregi III í dýr agarði Myndir: Kristinn Rúnar Texti: Þórir S. Guðbergsson í tilefni barnaársins Okkur þótti það meira en til- hlýðilegt að heimsækja vinaleg- an dýragarð áður en við yíir- gæfum Noreg að þessu sinni. Ekki aðeins barnanna vegna heldur líka okkar vegna. Þess vegna gleymdum við olíu og verðbólgu, pólitísku þrasi og sffelldu masi um kaup og kjör og æðisgengna olíukreppu, sem aliir þurfa að búa sig undir að mæta — Iíka olíuþjóðin í Aust- urvegi. Vinaleg dýrin störðu á okkur stórum augum eins og þau vildu bjóða okkur velkomin. Dýra- garðurinn við Kristiansand er einn stærsti dýragarður í Nor- egi. Kengúrur frá Ástralíu Við höfðum varla keypt okkur inn og stigið eitt skref inn fyrir hliðin, þegar litlar kengúrur frá Ástralíu kíktu út um litlar kofa- dyr skammt frá okkur. Þegar við aðgættum betur, sáum við átta kengúrur hér og þar innan við girðinguna og voru sumar þeirra með nýfædda unga í maga-pok- anum framaná sér — en engin þeirra lagðist svo lágt að hoppa svo mikið sem einu sinni fyrir ferðalangana sem komu alla leið frá Fróni til að fylgjast með þeim. En þær skepnur! Góðar geitur Nei — þá var nú betra að heilsa upp á geiturnar, sem spígsporuðu fram og aftur um garðinn með þessum líka mynd- arsvip. Það lá við, að okkur langaði í hinn fræga norska geitost — það á stundinni. Hann fékkst þó ekki í dýragarðinum. Viti menn — margt er selt sem minjagripur — en ekki norskur geit-ostur! Bangsi er rammur að afli Bangsadúkkur eru afar vin- sælar meðal barna. Kannski er það hlýr feldurinn, sem laðar. Kannski eru það allar prakkara- sögurnar um húnana, sem lifa í minningum okkar og lokka okk- ur til kaupanna, hver veit? En skógar-björninn er friðað- ur í Noregi. Valdi björn skaða, sem stundum kemur fyrir, verða viðkomandi aðilar að hafa sam- band við yfirvöld sveitarfélags- ins og yfirvöld sveitarfélagsins við fylkið, áður en bangsi gamli er lagður að velli — nema ef um algjör neyðartilfelli er að ræða. Bangsi er rammur að afli og öllum ráðlagt að egna hann ekki til reiði. En þeir bangsar, sem við sáum, virtust eiga sér heldur bága æfi. Þeir þrömmuðu fram og aftur sömu sporin — rétt eins og dýr í búri! Tignarlegur eins og kóngur Kannski fannst okkur ekki eins gaman að sjá nokkurt dýr og gíraffana. Þeir gengu fram og aftur á stóru svæði, sem þeir höfðu til umráða. Göngulagið var tignarlegt, fimlegt og öruggt, næsta konunglegt. Það var eins og þeir ættu landið allt og umhverfið og ekkert gæti raskað þeirra hátignarlegu ró- semi. Einn þeirra stansaði rétt fyrir framan okkur, horfði á okkur stórum, rannsakandi augum eins og hann spyrði: Hvaðan komið þið? Við sögðum honum það og spurðum hann í leiðinni, hvort við mættum rétta honum fáein laufblöð í eftirrétt! Hann þáði það, þakkaði fyrir sig og gekk svo sína leið jafn rólegur og tignarlegur sem fyrr. Elgurinn kon- ungur skógarins Elgurinn er stórt dýr, en lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Hann getur þó orðið æfa- reiður, ef hann verður fyrir áreitni og er þá eins gott að vara sig. Hann getur vegið allt að 300 kg — svo að elgurinn er ekkert lamb að leika sér við! Elgurinn er friðaður í Noregi og aðeins leyft að veiða ákveðinn fjölda á hverju hausti. Það sagði okkur bóndi, að elgsskinnið væri svo níðsterkt, að í fyrra þegar þurfti að draga dautt dýr nokkra kílómetra þangað til hægt var að koma því á dráttarvél — sá varla á feldinum! Útflutningsvara Norðmanna Það er ekki aðeins olía, sem Norðmenn flytja til annarra landa á þessum síðustu árum. Þejr flytja líka út úlfalda! í Kristiansand eru tugir úlf- alda og fyrir nokkuð mörgum árum kom í ljós, að skilyrði og aðstæður voru svo hentugar í dýragarðinum, að úlföldunum tókst að eignast afkvæmi. En það er fremur sjaldgæft að slíkt gerist í dýragörðum, svo að Norðmenn hafa á síðustu árum selt úlfalda til ýmissa dýragarða í Evrópu. En latir voru þeir, . blessaðir. Varla að þeir nenntu að standa á fætur, hvað þá að ganga eitthvað að ráði. Við reyndum að hvetja þá til dáða og fá þá til að sýna á sér betri hliðar — en allt kom fyrir ekki — svo að við snerum þá frá þeim í fússi og einhverj- um varð að orði: „En sá skepnuskapur!" Bókmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR. Oddur Björnsson safnaði. Jónas Jónasson bjó undir prent- un. Steindór Steindórsson, frá Hlöð- um annaðist útgáfuna 1977. Útg. Bókaforlag Odds Björnsson- ar, Akureyri. Þegar maður leiðir hugann að hinu mikla og merkilega magni íslenskra þjóðsagna, sem út hafa komið á íslandi, er ekki hægt að komast hjá því að fyllast aðdáun og þakklæti til hinna óeigingjörnu manna, sem árum saman hafa eytt dýrmætum tíma til þess að safna þessum fróðleik og með því veitt okkur löndum sínum ómæld- ar ánægjustundir, jafnframt því að hér hefur verið lagt af mörkum verulegt framlag til íslenskrar menningar. Hér er ekki um að ræða skemmtiefni eitt, heldur hljóta þjóðsögur og skyldur fróð- leikur að ýmsu leyti að endur- spegla viðhorf og hugsunarhátt þeirrar þjóðar, sem skapar þær. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Sófókles: ÖDÍPÚS í KÓLÓNOS Helgi Hálfdanarson þýddi. Mál og menning 1979 Ekki verður yfir því kvartað að við fáum ekki að kynnast grískum fornbókmenntum í ís- lenskum þýðingum. Tveir þýð- endur hafa í þessu efni lagt drjúgan skerf af mörkum, þeir Jón Gíslason og Helgi Hálfdan- arson. Báðir hafa þýtt leikrit eftir Sófókles, Jón í óbundnu máli, Helgi í ljóðmælum. Án þess að hér sé gert upp á milli þeirra verður þeim seint full- þakkað þetta merka starf. Það er ákaflega mikilvægt að klassísk verk séu til í góðum þýðingum. Meðal hinna svokölluðu Þebu- leikja Sófóklesar er Ödípús í Kólónos í miðið. Hin leikritin eru Ödípús konungur og Antí- góna. Fyrrnefnda verkið hefur verið leikið í Þjóðleikhúsinu og lék þá Gunnar Eyjólfsson Ödíp- ús. Antígónu sýndi Leikfélag Reykjavíkur með Helgu Bach- mann í aðalhlutverki. Báðar eru þessar sýningar minnisstæðar. Ödípús í Kólónos sést aftur á móti sjaldan á sviði. Bókmennta- gildi verksins er samt ekki minna en hinna. Öldungurinn blindi sem orðið hefur fyrir þyngri dómi en aðrir menn er kominn að leiðarlokum í fylgd Antígónu dóttur sinnar. Hann veit að framundan er langþráð hvíld: „Sjá, vængjuð þruma Seifs á senn að bera mig/ til Hades- ar“. Kórinn í Ödípúsi í Kólónos flytur lofgjörð um náttúruna sem á tímum Sófóklesar olli tírnamótum í grískum bók- menntum og er um margt ein- stæður: Hér é Indinu fákum fr»g i faröafonour mun hvíldí > jóta. Kéténu* byggAar foldic hjó fagnar nðlguðaina haitt koaai; par aam 6r djúpum laufakðga loyn líður náttgalana milda kvak, /-v.ía dimmbtáir drúfukUaa'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.