Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
21
Úrslit í 5. flokki
íslandsmótiö í golfi
• Islandsmeistarinn í golfi, Hannes Eyvindsson, býr sig undir að
„pútta“. Sagt er frá íslandsmótinu í golfi á bls. 25. Ljósm.: sor.
• ÍR skorar í úrslitaleiknum gegn Þór. Frá úrslitakeppninni í 5.
flokki er nánar sagt á blaðsíðum 22 og 23. Ljósm: Þorvaidur eirgisson
170 manna klapplið kem-
ur með Barcelona hingað
NJÓSNARI frá spænska stór-
liðinu FC Barcelona fylgdist
með leik ÍA og Vals á Akranesi
á sunnudaginn en Akurnesing-
ar eru sem kunnugt er mótherj-
ar Barcelona í Evrópukeppni
bikarmeistara.
Maður þessi, sem er aðstoðar-
þjálfaði hjá félaginu, heitir
Torres, og var áður spænskur
landsliðsmaður.
Hann sagði eft-
ir lcikinn að það hefði komið
honum á óvart hve margir góðr
knattspyrnumenn væri í þess-
um tveimur liðum því hann
vissi að íslendingar væru alger-
ir áhugamenn í iþróttinni.
Hann sagði ennfremur að for-
ráðamönnum FC Barcelona
hefði þótt rétt að afla sér
upplýsinga um Akurnesinga
vegna mjög góðrar frammi-
stöðu liðsins gegn FC Köln í
fyrra og Feyenoord á þessu ári,
en hvorttveggja væru félög í
fremstu röð.
Með Torres kom annar maður
frá félaginu, sem vinnur að
skipulagningu ferðar þessa
stórliðs til Islands.
Það kom
fram hjá honum að 170 áhang-
endur liðsins munu fylgja því
hingað til lands.
- SS
Byrjar vel hjá
Hamburger SV
VESTUR-ÞÝSKA meistaralið-
ið Hamburger SV hóf titilvörn
sína eins og best verður á
kosið, er þýska deildarkeppn-
in hófst um helgina. Liðið lék
á útivelli gegn Bochum, sem
oft hefur reynst erfitt heim að
sækja, en Hamburger vann
öruggan stórsigur, þrátt fyrir
að liðið léki án Kevin Keegan,
sem hefur átt við meiðsl að
stríða að undanförnu. Ham-
burger vann 3—0.
Það voru Hartwig, Memm-
ering og Magath sem skoruðu
mörkin fyrir Hamburger. Bay-
ern vann öruggan sigur, 3—1, á
nýliðunum í deildinni Bayern
Leverkausen. Reiknað er með
að Bayers tefli fram sterku liði
að þessu sinni og byrjunin
lofar góðu. Diírnberger, Rum-
enigge og Janzon skoruðu mörk
Bayern, en Demuth svaraði
fyrir nýliðana með marki úr
vítaspyrnu. Annars urðu úrslit
leikja um helgina þessi:
Worder Bremen — Bayern
l'erdrinnen 1—0
FC Köln - 1860 Munchen 2-1
Frankíurt — Dortmund 0—1
Kaiserslautern — Dusseldorf 4—0
Duisburg — Stuttgart 1 — 1
Hertha — Brunswick 0—0
Bayern — Bayer Leverkausen 3—1
Mönchengladbarh — Schalke 04 1 — 1
Bochum — Hamburger 0—3
FJórir
SÚ mikla harka, sem varð í
seinni hálfleik í leik ÍA og Vals á
Akranesi á sunnudaginn, kann
að verða þessum tveimur liðum
dýrkeypt.
Fimm leikmenn voru bókaðir og
• Pótur Pétursson hefur skorað
mikið af mörkum fyrir hollenska
liðiö Feyenoord að undanförnu.
Hann var iðinn við kolann gegn
Ipswich um helgina, skoraði tví-
vegis, p. á m. úrslitamarkiö.
menn
einum var vikið af leikvelli. Fjórir
af þessum mönnum eiga nú yfir
höfði sér leikbann, þrír Skaga-
menn og einn Valsmaður.
Hann er
Hörður Hilmarsson fyrirliði liðs-
Hróður Péturs
vex ojj vex...
HRÓÐUR Péturs Péturssonar vex stöðugt, en um
helgina var það mark hans sem íærði Feyenoord sigur í
4-liða keppni sem fram íór í Rotterdam. Feyenoord og
enska liðið Ipswich háðu frábæra og hörkuspennandi
keppni sem endaði ekki fyrr en eftir framlengingu og
var þá staðan að lokum 5—4 fyrir Feyenoord.
Franz Thijsen skoraði fyrst
fyrir Ipswich gegn löndum sínum,
en Pétur og Wejnsteijkers komu
Feyenoord yfir fyrir hlé. John
Wark t'ókst þó að tryggja jafnræði
í hálfleik með marki skömmu fyrir
hálfleik.
Gerd Van Der Lem kom Feyen-
oord fljótlega yfir í síðaði hálfleik,
en Ipswich jafnaði snarlega með
marki Pauls Mariner. Russel Os-
man skoraði síðan sjálfsmark,
4—3 fyrir Feyenoord. En 3 mínút-
um fyrir leikslok tókst Eric Gates
að jafna metin einu sinni enn.
Það voru aðeins 3 mínútur eftir
af framlengingunni, þegar Pétur
Pétursson skoraði úrslitamarkið,
sem tryggði Feyenoord 5—4 sigur.
Hart verður barist
í skosku deildinni
ÚRSLIT leikja í skosku úrvals-
deildinni í fyrstu umferð
keppnistímabilsins urðu sem hér
segir:
Celtic — Morton 3—2
Dundee Utd. — Dundee 3—0
Hibs — Rangers 1—3
Partick — Aberdeen 1—0
St. Mirren — Kilmarnock 2—2
í leikbann!
ins, og mun hann væntanlega ekki
leika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum
á laugardaginn. Skagamennirnir
þrír eru Jón Alfreðsson og Guðjón
Þórðarson, sem báðir hafa nú
fengið meira en 10 refsistig eins
og Hörður og Matthías Hall-
grímsson, sem rekinn var útaf í
fyrsta skipti í leik hérlendis.
Taka
þeir væntanlega út bannið í leik
gegn Haukum á laugardaginn.
Dwyer
kemur
LOKS mun vera frá því gengið,
að Tim Dwyer komi aftur til
Vals, þjálfi og leiki körfubolta.
Allt hefur verið á huldu um
mál þetta að undanförnu, en þó
jafnan taldar líkur á því að
hann kæmi. Nú er ekkert því
til fyrirstöðu og kappinn er
væntanlegur hingað til lands
þann 5. september næstkom-
andi. — gg.
Tap gegn
Finnum
ÍSLENSKA drengjalandsliðið
í knattspyrnu tapaði þriðja og
siðasta leik sínum í Norður-
landakeppni landsliða sem
fram hefur farið í Svíþjóð
siðustu dægrin. íslendingar
léku til úrslita um 5.-6. sætið
gegn Finnum, en töpuðu 2—4.
Islendingar hafa fengið mik-
ið af mörkum á sig í leikjunum
þremur sem leiknir hafa verið,
eða alls 15 talsins. Það er mjög
gott að skora 7 mörk í þremur
landsleikjum eins og Island
gerði, þannig að rökrétt er að
álykta að annaðhvort vörnin
eða markvarslan, eða hvort-
tveggja, hafi verið í molum í
Svíþjóð.
Islendingar voru kröftugit
framan af leiknum gegn Finn-
um og áður en varði hafði
Birgir Guðjónsson skorað.
Ragnar Margeirsson bætti
öðru marki við nokkru síðar,
2—0 fyrir ísland. En síðan ekki
söguna meir og Finnar skoruðu
á færibandi allt til leiksloka.
Fengu
skell!
ÞAÐ gengur á ýmsu hjá Teiti
Þórðarsyni og félögum hans
hjá Öster. Stundum leikur
liðið eins og það meistaralið
sem það er, en þess á milli er
Öster tekið í bakariið. Liðið
iék um helgina gegn Kalmar
FF í sænsku deildakeppninni
og reið ekki feitum hesti frá
þeirri viðureign. tapaði 0—6.
Manna-
skipti í
körfu-
hópnum
SEM KUNNUGT er. var fyrir
skömmu valinn 16 manna
landsliðshópur í körfuknatt-
leik til æfinga og undirbún-
ings fyrir stórátök á næsta
keppnistímabili. Nokkrar
breytingar hafa verið gerðar
á þeim hópi. sem upphaflega
var tilkynntur.
Þrír leikmenn hafa dregið
sig úr hópnum, þremur hefur
þar af leiðandi verið bætt við,
auk þess sem hópurinn var
stækkaður í 19 manns. Þeir
sem drógu sig út úr landsliðs-
hópnum voru Jón Jörundsson
ÍR, Bjarni Gunnar Sveinsson
IS og Jón Héðinssön ÍS. Munu
persónulegar ástæður liggja að
baki þeim ákvörðunum að vera
ekki með landsliðinu.
Þeir sex leikmenn, sem kom-
ið hafa inn í hópinn, eru Gísli
Gíslason ÍS, Júlíus Valgeirsson
UMFN, Birgir Guðbjörnsson
KR, Árni Lárusson UMFN,
Björn Jónsson Fram og Atli
Arason Ármanni. — gg.