Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 5 Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Breskt skemmtiferðaskip, „Orina“ að nafni, kom inn á ytri höfnina í Reykjavík í gær, en það mun vera eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem hingað kemur á þessu sumri, tæp 42 þúsund tonn, með 15—1600 farþega. Hátíð á Hólum Ungir höfundar: Bók um unglinga eftir unglinga Bæ á Ilöfdaströnd 13. áifúst 1979 ÞAÐ ER orðin hefð að Hóla- hátíð sé haldin aðra helgi í ágúst. Undantekningalaust er þá gott veður og svo var nú þó nokkuð hafi rignt annað slagið. Hátíðin að þessu sinni fór fram eftir áður auglýstri dag- skrá. Dómkirkjan var fullsetin og sjö skrýddir prestar gengu í kór. Kirkjukór Víðimýrarkirkju undir stjórn Björns Olafssonar leiddi söng. í kórdyrum fluttu þau ritningargreinar Svanhildur skólastjóri Steinsdóttir frá Neðra-Asi og Sigtryggur Björns- son kennari á Hólum. Einsöng flutti Jóhann Már Jóhannsson bóndi i Keflavík. Altarisþjón- ustu önnuðust séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup á Akur- eyri og séra Árni Sigurðsson á Blönduósi. Predikun af stól flutti séra Sighvatur Emilsson á Höl- um og lagði hann út af hinum rangláta ráðsmanni. Altaris- ganga var í messulok. Eftir guðsþjónustu voru kaffiveiting- ar en hátíðarsamkoman hófst aftur 16:30 með ávarpi formanns Hólafélagsins, séra Árna Sigurðssonar. Víðimýrarkórinn söng þá og Jóhann Jóhannsson söng þrjú lög. Þá flutti Tryggvi Gíslason skólameistari á Akur- eyri stórmerkilegt erindi um Hóla fyrri alda, þegar allra leiðir lágu þangað víða að og segja mátti aðþar væri forystan um land, þjóð og tungu. Samleik- ur var fluttur á fiðlu, orgel og flautu af þeim Helgu G. Hilm- arsdóttur og Kristínu Gunnars- dóttur frá Akureyri. í hátíðarlok flutti prófastur Skagafjarðar- sýslu, séra Gunnar Gíslason, lokaorð um Hólafélagið og fram- tíð Hóla. En allir kirkjugestir sungu: „Nú gjaldið guði þökk“. -Björn í Bæ. FRAMKVÆMDANEFND al- þjóðaárs barnsins hefur au£- lýst eftir efni í bókina „Is- lenzk börn á barnaári“. Bók- in á að flytja efni eftir börn og unglinga. 16 ára og yngri. um sjálfvalið efni: ritgerðir, sögur, ljóð og leikrit, gjarnan myndskreytt. Ritgerðir eiga Embætti dóm- ara hjá borg- ardómi laust AUGLÝST heíur verið iaust til umsóknar embætti borgardóm ara við borgardómaraembættið í Reykjavík og er umsóknarfrest- ur til 31. ágúst 1979. Embætti þessu hefur gegnt Stefán Már Stefánsson en síðustu ár hefur hann verið settur próf- essor við lagadeiid Háskólans en í sumar var hann skipaður í próf- essorsembætti þar. Hefur Garðar Gíslason verið settur til að gegna embætti Stefáns við borgardóm að undanförnu. að svara ýmsum spurningum. sem á unglingshug leitar. varðandi umhverfi höfundar. samskipti hans við fullorðna. ýmiss konar viðfangsefni. barnaheimili. skóla o.s.frv. Þeir, sem taka vilja þátt í þessum nýstárlegu ritsmíðum, eiga að senda efni til Fram- kvæmdanefndar alþjóðaárs barnsins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 24. október 1979. Skal efnið merkt dul- nefni og fæðingarári höfundar en rétt nafn fylgja með í lokuðu umslagi. Hafnarfjörður: Hver ók á götuljósa- staurinn? FÖSTl'DAGINN 3. ágúst s.l. var ekið á umferðarljósastaur á mótum Rcykjavíkurvegar og Hjailahraut- ar í Ilafnarfirði og hann skemmd- ur. Kr talið að þetta hafi gerst nokkru fyrir kl. 19.30. Ekki hefur náðst í tjónvaldinn ennþá og erti þeir. sem upplýsingar geta gefið urn ntál þetta, beðnir að hafa samband við lögregl- una í Hafnarfirði. Félag frjálshyggjumanna: Tvö umferðarslys á Akureyri um helgina Málþing um emstakl- ing, ríki og markað Laugardaginn 18. ágúst nk. held- ur Félag frjálshyggjumanna 1. malþing sitt, og verður það um einstakling, ríki og markað. Máls- hefjandi verður dr. David Fried- man. aðstoðarprófessor í hagfræði við Virginia Polytechnic Institute og Virginia State University. Hann reit 1973 bókina The Mach- inery of Freedom og á þessu ári ritgerð í bandaríska tímaritið The Journal of Legal Studies um ís- lenzka þjóðveldið, en hann hefur rannsakað réttarkerfi þess frá hag- fræðilegu sjónarmiði. David Fried- man er sonur hins heimskunna hagfræðings og nóbelsverðlaunahafa Miltons Friedmans. Hann er fram- arlega í hópi einbeittustu markaðs- sinna í Bandaríkjunum. Málþingið verður haldið í Leifsbúð Hótel Loftleiða, og er dagskráin þessi: 10.00—12.00 Umræðuefni: Frjáls- hyggjuhreyfingin í Bandarfkjunum (The Libertarian Intellectual Move- ment in America). 12.00—13.30 Hádegisverðarhlé. 13.30— 15.30 Umræðuefni: .Er rík- ið nauðsynlegt? (Is the StatesNec- esisary?! . 15.30- 16.00 Kaffihlé. 16.00—18.00 Umræðuefni: ís- Dr. David Friedman verður utafshefjandi á málþingi Félags írjálshyggjumanna nk. laugar- dag. lenzka þjóðveldið: Framkvæmd markaðshyggju? (The Icelandic Commonwealth: An Experiment in Anarcho-Capitalism?) Málþingið er opið öllum frjáls- hyggjumönnum, og geta þeir til- kynnt þátttöku í síma 19235 í dag, þriðjudag, kl. 11.00—14.00 og 17.00—18.00. Þátttökugjald er 10.000 kr., og er hádegisverður og kaffi hvort tveggja innifalið. Tala þátt- takenda verður takmörkuð við tutt- ugu og fimm. Umræður verða á ensku. „Okkur fannst fengur að því að kynnast viðhorfi jafnharðskeytts markaðssinna og Davids Fried- mans,“ sagði Friðrik Friðriksson, formaður Félags frjálshyggju- manna, í viðtali við Morgunblaðið. „Ég held þó, að hann verði ekki talinn frjálshyggjumaður í hefbund- inni merkingu orðsins, því að hann telur, að einstaklingarnir geti leyst 011 sín vandamál með frjálsúm samtökum innan markaðskerfisins og ríkið sé því varla nauðsynlegt, en frjálshyggjumenn telja traust, en takmarkað ríkisvald nauðsynlegt. Þessa skoðun Davids má kalla „markaðshyggju”, en Bandaríkja- menn' kalla 'hana „anarché-capital- ism“. Hún hefur varla gildi frá pólitísku sjónarmiði, þótt slíkar fræðilegar vangaveltur séu skemmtilegar og áhugaverðar. Það verður líka forvitnilegt að heyra, hvað hann segir um íslenzka þjóð- veldið.“ Félagið hyggst halda fleiri mál- þing á næstunni? „Já, Ólafur Björnsson prófessor verður málhefj- andi á einu í haust um austurríska frjálshyggjuhugsuðinn Ludwig von Mises, sem samdi eina skarplegustu, fræðilegustu ádeiluna á sósíal- ismann, sem ti! er. Og þeir Geir Haarde hagfræðingur, Pétur J. Ei- ríksson hagfræðingur og Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur ræða á öðru málþingi síðar í vetur um hinar umdeildu kenningar Johns Kenneths tíalbraiths, sem nokkuð hefur verið gefið úf eftir a íslenzku, en bækur Galbraiths hafa mjtlg verið gagn-. rýndar af fræðimönnum erlendis." Akureyri 13. íivrúst 1979. TVÖ umferðarslys urðu hér í bæ og nágrenni um síðustu helgi. Á laugardagskvöld um kl. 22:30 valt lítill fólksbíll hjá Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. Fernt var í bíln- um og meiddist fólkið nokkuð en einn farþeganna þó mest, barn, sem lærbrotnaði. Önnur meiðsli voru ekki alvarlegs eðlis. Á þessum vegarkafla er verið að bera á mal- bikslíki og bíllinn mun hafa lent út í lítt troðnum ofaníburði á hægri vegarbrún og skrikað þar til. Við það hefur ökumaður misst vald á bílnum sem valt á veginum og fór síðan út af honum hægra megin. Bíllinn er talinn ónýtur. Þrettán ára stúlka á reiðhjóli varð svo fyrir fólksbíl um klukkan 11:30 í morgun á mótum Akurgerðis og Mýrarvegar. Ekki er ljóst hve mikið hún meiddist en meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. -Sv.P. Þétting byggðar á Reykjavíkurviku REYKJAVIKURVIKFNNI í tilefni afmæiis borgarinnar verður haldið áfram í dag, og verður Þróunar- stofnun með kynningarfund að Kjarlvalsstöðum klukkan 17, þar sem fjallað verður um athugun á þéttingu hyggðar vestan Elliðaáa, og einnig verður farið í skoðunarferð. RQADSTAR RS — 1000 • Læst hraðspólun fram og til baka • Sleðarofar fyrir styrk — tón — og jafnvægisstillingu • Ljós ef kveikt er á tækinu • Mjög létt opnun • Skýtur spólunni sjálfvirkt út þegar slökkt er á bílnum • Varið fyrir • Einkakerfi Með hagstæðum samningum við verksmiðjurnar getum við boðið Þetta tæki fyrst um sinn á mjög hagstæðu verði. 29800 Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.