Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 1 viðrulegu Stórþingi Nor- egs var verið að ræöa olíu- mál og Jan Mayen af stakri alvöru. Utan dyra, á breið- götu Ólafs konungs, hafði annað binglið sig í frammi. Sungið var viö raust, ýmist aríur úr Madame Butterfly eða lagið hans Schuberts um Sylvíu. Já, og Brenniö pid vitar, enda úrhellið svo látlaust að aðeins einsetu- menn borgarinnar, þaö forsmáðasta af öllu for- smáöu, svokallaöir rónar, héldu sig utan dyra. í þessu undarlega sam- hengi gerðu spurningar um tilgang tónlistar vart viö sig: Skyldu fulltrúar á norsku Stórpingi unna tónlist? Hvers virði er tónlist í sam- félagi manna? Hvers virði eru tónlistarmenn? Hvert er hlutverk þeirra og staöa? Hirðfífl? Mútuþegar? Er það hlutverk þeirra að taka af- stöðu í þjóömálum? Tjá sig? Spyrna fótum við ranglæti, vanrækslu og yfirgangi? Eða eru tónlistarmenn einskonar lyfsalar, er deila út svefnlyfj- um til handa andlega hrjáðum nútímamönnum? Til handa þeim er þarfnast huggunar, hughreistingar, fegurðar og hvíldar í öllu velmegunaramstrinu? Kuldaleg regngusa norðan úr höfum ásamt viðeigandi lagstúf drekkti þessum vangayeltum; feykti þeim á brott. Áfram var haldiö á vit ævintýra. í fornaldarlegum stein- kassa, járnbrautarstöðinni, biðu farskjótar bundnir við brautarpalla tilbúnír að skjótast þingmannaleiðir í allar áttir. Arvika-Varme- land var letrað á einn þeirra. íslenska sendinefndin sté um borð. Hæðir og hólar tóku aö þjóta hjá. Og enn var sungið. Svo birtust ár og fjöll, skógar og dalir. Yfir landamæri Noregs og Sví- Þjóðar var brunaö líkt og sú afgerandi lína væri strik í vísindaskáldsögu. Enn eitt dæmið um ágæti Nor- rænnar samvinnu og sam- hugs — var sagt. Hin árvissa Ung Nordiaka Musikfeat er Það líka. Raunar tákn þess hve mun heilladrýgra Það er fyrir mannskepnuna að skipt- ast á skoöunum en skotum. Ung Nordiska Musikfest, stórþing ungra norrænna tónlis'armanna. Þangað var ferðinni heitið að þessu sinni. Þar myndi söngur varla trufla þinghaldl Svipmyndir frá Ung Nordiska Musikfest í Arvika UNM hátíöin er oröin fastur liöur í samskiptum Noröurlanda á sviöi tónlistar; einn liður af mörgum sem viö hér noröurfrá njótum góös af, svo ekki sé meira sagt. Til aö koma UNM hátíöinni í kring ( ár þurfti ómælda sjálfboöavinnu, kr. 100 þúsund danskar, auk styrkja frá viökomandi þjóöum vegna feröakostnaöar og uppihalds sendinefndanna. Þingiö stóö í eina viku. Þátttakendur voru um eitt hundraö og þrjátíu. Hér eru því háar fjárhæöir í húfi er ber aö nýta til fullnustu. Þaö höfum viö íslend- ingar ekki gert, og veröur vikiö aö því máli síöar í pistlinum. íslendingar hafa veriö þátttak- endur í UNM frá árinu 1973 er sjö manna nefnd áheyrnarfulltrúa var send til Oslo. Síöan þá hafa afskipti aukist. Viö höfum lagt til bæöi tónverk yngri tónskálda okk- ar og hljóöfæraleikara, er hafa tekiö þátt í hljómsveitarleik og flutningi á kammerverkum. Stærsta framiag okkar á þessum vettvangi er án efa UNM hátíöin, haldin í Reykjavík fyrir nokkrum árum, sem þótti takast prýöilega þrátt fyrir ýmsa framkvæmdarörö- ugleika. í ár var tilhögun hátíöarinnar breytt. Megináhersla var lögö á námskeiö af ýmsum toga fremur en tónleikahald. Fyrir hádegi dag hvern gafst fulltrúum (jafnt tón- skáldum sem hljóöfæraleikurum) kostur á aö sækja fyrirlestra og taka þátt í hóþvinnu á fimm afmörkuöum sviöum. Þrjú nám- skeiðanna könnuöu möguleika á samruna tónlistar og annarra listgreina: Kvikmyndalistar, Ijóö- listar, og leiklistar. Forvitni flestra beindist að hinu síöarnefnda, sam- runa tónlistar og leiklistar; musik- teater. Daninn Einar Nielsen, slag- verks-virtuós meö meiru, kynnti verk spámannsins M. Kagels sem og starfsemi musikteaters þess er hann er sjálfur í forsvari fyrir í Danmörku. Leikflokkur undir stjórn Nielsens, The Elsinore Players, haföi sig mjög í frammi og setti svip á hátiöina. Uppátæki hans vöktu ýmist furöu, kátínu ellegar hneykslan, enda til þess ætlast. Sem dæmi má taka verkiö Götutónlist eftir Kagel: Þrjár mannhræöur birtast á sviöinu. Ein dregur á eftir sér kerru yfirfulla af skröltandi járnarusli, önnur glamr- ar á falskan gítar í fjarrænu afskiptaleysi, sú þriöja vafrar um gónandi í allar áttir og þó ekkert. Snorri S. Birgisson. Eftir hann var flutt tónverkið MOVEMENT. Tónverkið NABULATIONS markar tímamót á tón- smíðaferli Karólínu Eiríks- dóttur. Götutónlist, sem tekur um tvær mínútur í flutningi, er dæmigert fyrir hljóömyndirnar sem Kagel dregur uþp; er dæmigert fyrir ádeiluna, hugmyndafræöina, háöiö og glettnina. Þeir sem halda aö surreaiismi hafi dagaö uppi á miliistríösárun- um eru greinilega aftarlega á merinni. Hann lifir góöu lífi, sem einskonar listsögulegur eftirþanki, í verkum og athöfnum manna á borö viö Kagel og Nielsen. Munur- inn er aöeins sá aö frelsandi kraftur hneykslisins fer þverrandi. Þaö sem einu sinni þótti „absurd“ eöa af hinu „surrealíska" þykir í dag kumpánlegt. Samt var einhver ferskur blær yfir þessu öilu, enda tónlist og tónlistarmenn, jafnt ung- ir sem aldnir, meö afturhaldssöm- ustu öflum sem þekkjast. Kjólfötin, blómvendirnir og formfestan er til marks um þaö. Tvö námskeiöanna snerust um elektróníska tónlist. Annað veitti innsýn í grundvallartækni og vinnubrögö, hitt gaf gaum aö möguleikum á beitingu elektrón- ískra tækja samhliöa heföbundn- um hljóöfæraleik (live-elektronik). í vikulok var afrakstur „nemenda" á borö borinn. Útkoman var viövan- ingsleg eins og geta má nærri, en alls ekki fráhrindandi. Þessi tilraun sænsku UNM stjórnarinnar til aö brjótast úr viöjum viötekins hátíöarforms þótti almennt ekki takast nógu vel. Meira svigrúm og tíma þurfti til aö námskeiöin næöu aö marka djúp- læg spor í vitund manna. Nasasjón var þaö, en varla meira. Oröin uröu of mörg og tónarnir of fáir. Eftir hádegi dag hvern var UNM hljómsveitin mætt til æfinga undir stjórn dansk-ungverska hljóm- sveitarstjórans Tamás Vetö, er starfar m.a. viö Konunglega Óperuhúsiö í Kaupmannahöfn. Verkefnavalið vakti furöu: Ligeti, Melodien; Lutoslawski, Jeux Vén- etiens; Webern, Hljómsveitar- tilbrigöi, op 30. Eins og sjá má eru þessi verk hvorki norræn né ný af nálinni. Aöspuröur um valið svar- aöi einn undirbúningsmanna mótsins, aö þaö ætti aö vega upp á móti áhugaleysi norrænna tón- listarskóla á nútímatónlist. For- sendan er góöra gjalda verö ef hjá hinu er litiö, aö fyrir vikiö komust hljóöfæraleikararnir ungu ekki í kynni viö tónskáldskap jafnaldra sinna og félaga — sem hlýtur þrátt fyrir allt aö vera ein grundvallar- hugmyndin aö baki UNM hátíöar- höldunum. Auk þessa er hér um aö Tónverk Hjálmars Ragn- arssonar féll niður af óvið- ráðanlegum orsökum. Friðrik Már Baldursson var eini íslensk: hljóöfœraleik- arinn á UNM í ár. ræöa margslungin tónverk sem krefjast mun stærri hljómsveitar en þeirrar er hélt til í Arvika. Æfingartími var naumur. Málaleng- ingar um leikslok eru óþarfar. Til aö bæta gráu ofan á svart var hijómsveitarmeölimum fyrir- munaö aö hlýöa á segulbands- upptökur þær er geröar voru á hljómleikum fyrr á árinu og höföu aö geyma ný norræn verk: Segul- bandahlustun og hljómsveitaræf- ingar fóru alltaf saman í dag- skránni. Ungum norrænum tón- skáldum og hljóðfæraleikurum var eiginlega stíaö í sundur. Um gagn- kvæm skoöanaskipti, kynningu og lærdóm var ekki aö ræöa nema aö litlu leyti. Hönnun dagskrár var ábótavant eins og aö ofan greinir. Fram- kvæmd var hins vegar fullkomin og snuröulaus eins og viö er aö búast þegar Svíar eiga hlut aö máli. Aöstaöa öll í Arvika er meö ágætum. Ber aö þakka þaö. Góöur andi ríkti á hátíöinni og létu sænskir fjölmiölar ekki sitt eftir liggja til aö fylgjast meö öllu sem fram fór. Sænska ríkisút- varþiö hélt upþi beinum útsending- um hvert kvöld, þar sem helstu tónlistarviöburðir dagsins voru reifaöir. Nokkuö varð vart viö tungumálaerfiðleika meðal þátt- takenda og ber aö gefa þeim gaum viö skipulagningu næstu hátíöar: Ónafngreint finnskt tón- skáld lét sig til dæmis hafa þaö í lok danskrar ræöu, háfleygrar mjög og kokróma, aö spyrja hvort viökomandi ræöumaöur vildi ekki vera svo vænn, aö snara máli sínu yfir á sænsku eöa ensku. Málflutningur haföi víst fariö fyrir ofan garö og neöan. Ekkert varö úr því! Sú hliö UNM hátíöarinnar í ár er sneri aö ungu norrænu tónskáld- unum var hvaö umdeilanlegust. Samkvæmt sænsku tilrauninni um breytt fyrirkomulag voru verk tónskáldanna flutt vítt og breitt um Noröurlönd á liönu ári fremur en í Arvika nú. Þetta átti aö auka tengsl almennings viö UNM; mjókka biliö milli almennra hlust- enda og „róttækra" tónskálda. Fyrirkomulagiö haföi þaö m.a. í för með sér, aö tónskáldum lánaöist í fæstum tilfellum aö vera til staöar er tónverk þeirra voru tekin til æfinga. Vegna þessa lentu hljóm- sveitarstjórar, hljóöfæraleikarar og söngvara í hinum mestu ógöngum viö frumflutning verkanna, og brennandi spurningar á vörum Klaus Torstensson lagði til eftirtektarverðasta tónverk- iö í ár, WEERWERK. Ingvar Karkoff boðaði aft urhvarf til Mahlers og Wagners. alltof margra þegar á hólminnn kom. Margt tónverkiö hlaut af- greiöslu sem var bæöi tónskáldi og flytjendum til armæðu, svo ekki sé talað um áheyrendur. Þó voru aö sjálfsögöu undantekningar frá þessu, og þær alls ekki fáar. Eins og fyrr segir voru hljóðrit- anir frá þessum dreiföu tónleikum leiknar í Arvika. Varla fleiri en tuttugu áheyrendur voru til staöar aö meöaltali, enda fyrirlestrar og hljómsveitaræfingar í fullum gangi. Margt tónskáldiö sagöist betur hafa heima setiö en þolaö þá niöurlægingu. Lái þeim hver sem vill. Þessu þarf aö kippa í liöinn. Hinu má ekki gleyma, aö nokkur verkanna voru f raun flutt á tónleikum í Arvika. Fór því hins vegar fjarri aö þaö væru bestu verkin. Handahófskennd vinnu- brögö réöu feröinni: í ár var horfið frá því aö fela dómnefnd skipaöri „ábyrgum" tónlistarmönnum aö velja úr þeim mikla fjölda verka er barst. Því uröu sum verkanna fyrir valinu þar eö þau voru viöráöanleg fremur en hitt, aö þau hefðu marktækan boöskap fram aö færa. Til UNM bárust í ár 82 tónverk, sem skiptust þannig milli landa: Svíþjóö 39, Finnland 14, Danmörk 13, Noregur 12 og ísland 4. Hvað varöar íslensku tónverkin er rétt aö benda á, aö þau voru öll tekin til flutnings, þótt eitt þeirra, verk Hjálmars Ragnarssonar, félli niöur af óviöráöanlegum orsökum. Hug- arfóstur hinna íslendinganna þriggja, þeirra Áskels Mássonar (.The Blue Light), Karólínu Ei- ríksdóttur (.Nabulations) og Snorra S. Birgissonar (Movement) voru öll leikin á tónleikum eöa af segulböndum. Er skemmst frá því aö segja, aö íslensku tónverkin voru í sérflokki á hátíöinni; stóöust ekki aðeins fyllilegan samanburö viö annaö efni heldur sköruðu framúr á margan hátt. Ef undirrituöum væri falið aö velja tíu eftirtektarverð- ustu verk UNM í ár yröu verk Áskels, Karólínu og Snorra skilyrð- islaust öll þar á meöal. Framlag íslands var ekki spurning um magn heldur gæöi. Til aö henda reiöur á þeirri vídd er fram kom í tónskáldskap ungra norrænna tónskálda hvaö tón- smíðastíl áhrærir, er gagnlegt aö setja fram ímyndaöan kúf, þar sem á annan veg eru verk þeirra sem leitast við aö skilgreina efnivið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.